SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 8
8 9. september 2012 Ígló er íslenskt fyrirtækisem hannar og selurbarnaföt. Ígló var stofn-að haustið 2008, fyrsta fatalínan kom á markað haustið 2009 og hefur fyrir- tækið sent frá sér sjö fatalín- ur, sú nýjasta er haust- og vetrarlína 2012. Stofnandi og hönnuður Ígló er Helga Ólafsdóttir, sem svarar hér nokkrum spurn- ingum um nýjustu línuna en ný verslun var opnuð í Kringlunni fyrir helgi. Hver er hugsunin bak við línuna? Ígló-hönnunin og -heim- urinn er byggður á upplifun- um, teikningum og sögum frá börnum allt í kringum okkur. Ígló-flíkurnar eru litríkar og skreyttar skemmtilegum og óvæntum smáatriðum eins og pífum, slaufum, olnbogabót- um og mynstrum. Jafnframt því sem við viljum að fötin séu falleg og skemmtileg finnst okkur afar mikilvægt að þau séu þægileg fyrir börnin og slitsterk. Hvaðan færðu innblástur, einhverjir sérstakir litir eða straumar í vetur? Innblástur fyrir haust- og vetrarlínu Ígló árið 2012 kem- ur úr tveimur andstæðum átt- um, norðri og suðri. Ég varð hugfangin af ljósmyndum Ragnars „RAX“ Axelssonar eftir að ég sá heimildarmynd- ina hans Last Days Of The Arctic þar sem hann deilir sinni einstöku sýn á grófu og villtu landslagi norðurskauts- ins. Svart-hvítu myndirnar hans af fjarlægum slóðum á Íslandi og Grænlandi eru ein- stakar. Þessi sýn hvatti mig til að leika mér með svart og hvítt og mismunandi gráa liti á flíkurnar ásamt prenti af dýrum, teiknuðum með fín- um blýanti. Úr suðri koma áhrif frá listamanninum Miguel Pare- des frá Miami. Ég heillaðist af litasamsetningum í verkunum hans og þeirri orku sem stafar af þeim. Í andstæðu við hvítar, gráar og svartar flíkur eru flíkur í sterkum litum eins og rauðum, dökkbláum, bleik- um, brúnum og fjólubláum ásamt köflum og doppum. Hvaða efni notarðu? Flest Ígló-föt eru úr 100% bómull þar sem sérstaklega mjúk bómull er valin. Ígló er einnig með flísfatnað sem hef- ur verið rosalega vinsæll frá byrjun. Eru þetta spariföt, hvers- dagsföt eða bæði? Ígló-línan er alltaf að breikka, hún er hugsuð fyrir allan daginn og alla vikuna, bæði spariföt, hversdagsföt og flísfatnaður. Á næstunni er væntanlegir Ígló-sokkar, sokkabuxur, prjónapeysur og fleira óvænt. Eru fötin fyrir bæði stráka og stelpur? Fyrir hvaða aldur eru þau ætluð? Fyrir bæði stelpur og stráka á aldrinum 0-12 ára. Við erum að bæta við stærð fyrir nýfædd börn, einnig höfum við verið að bæta við stærðum fyrir eldri börn uppí 12-13 ára. Hvað þarf sérstaklega að hafa að leiðarljósi þegar hannað er fyrir börn? Það er snúið að hanna barnaföt. Börn eru kröfu- harðir viðskiptavinir, en við bætist að kaup á barnafötum eru yfirleitt sameiginleg ákvörðun barnsins og foreldra þess. Með hönnun á barnaföt- um þarftu því að fullnægja kröfum barnsins og foreldr- anna. Börn þurfa að geta leikið sér allan daginn í fötunum. Fötin verða að vera þægileg fyrir börnin og hönnunin endurspegla lífsgleði og kraft barnæskunnar, en á sama tíma að gleðja augu foreldr- anna, sem auðvitað vita ekk- ert fegurra en börnin sín. Öllu máli skiptir þó að börnin vilji vera í Ígló-fötunum sínum. Svo sakar ekki að foreldr- unum finnist fötin falleg og njóti þess að fara með börnin sín í Ígló-fötum hvert sem ferðinni er heitið. Við bættum líka við einu smáatriði á hverja flík, Ígló-kallinum. Kallinn er á hverri flík, á mis- munandi stöðum. Honum hefur verið tekið opnum örm- um af börnum um allt land sem njóta þess að hafa þennan litla vin með sér hvert sem þau fara. Úr norðri og suðri Helga Ólafsdóttir stofnandi og aðalhönnuður íslenska barnafata- merkisins Ígló segir börn kröfu- harða viðskiptavini. Hún fékk meðal annars innblástur frá ljós- myndum Ragnars „RAX“ Axels- sonar við gerð vetrarlínunnar í ár. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Ljónið sæmir sér vel á þessari peysu. Ljósmyndir/Bernhard Kristinn Ingimundarson Leikur að gráum tónum og teikn- ingum. Við hæfi kraftmikilla krakka. Ígló er líka fyrir yngstu börnin. Börn þurfa að geta leikið sér allan daginn í fötunum. ’ Fötin verða að vera þægileg fyrir börnin og hönnunin endurspegla lífsgleði og kraft barn- æskunnar, en á sama tíma að gleðja augu foreldr- anna, sem auðvitað vita ekkert fegurra en börnin sín. Þessi vara er laus við: Mjólk Glúten Sykur Soja Rotvarn- arefni 10 0% NÁ TTÚRULEG T •100% NÁTTÚRU LE G T • N Ý T T O G E N N B E T R A Góð melting er undirstaða að góðu dagsformi PRÓGASTRÓ -inniheldur m.a. hinn öfluga DDS1 asídófílus sem er bæði gall- og sýruþolin. PRÓGASTRÓ -er sannkölluð himnasending fyrir meltinguna, bætir og byggir meltingarflóruna og hefur reynst vel þeim sem þjást m.a. af meltingarkrampa, uppþembu, kandíta, lausri og tregri meltingu. PRÓGASTRÓ kemur í 100 hylkja glerglösum með íslenskum leiðbeiningum Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is 3DDS PLÚS® 3DDS PLÚS® P R E N T U N . I S UPPLIFÐUMUNINN!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.