SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 21
9. september 2012 21 Í ferilskrá Kristins Ólasonar, sem er mikil að vöxtum kemur meðal annars fram að hann hefur kennt í Þýska- landi og gegnt stöðu aðjúnkts við Háskólann í Freiburg og að hann hefur tekið virkan þátt í rannsóknarsamvinnu 13 evrópskra háskóla á sviði gamlatestamentisfræða (OTSEM). Kristinn hefur verið frá upphafi í ritstjórn Glím- unnar, sem er óháð tímarit um guðfræði og samfélag. Kristinn hefur skrifað mikinn fjölda greina á sínu fagsviði sem birst hafa á erlendum sem innlendum vettvangi í fagtímaritum og greinasöfnum. Hann hefur og ritstýrt bókum, m.a. hjá Herderforlaginu í Þýskalandi og hér á Ís- landi. Ágrip af ferilskrá Kristinn Ólason fæddist árið 1965 á Selfossi og ólst þar upp. Foreldrar hans eru Óli Ágústsson og Ásta Jónsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1985 og stundaði nám í guðfræðideild Háskóla Íslands þaðan sem hann lauk embættisprófi árið 1992. Hann lagði stund á klassísk fræði við HÍ frá 1992 til 1996. Hann hélt eftir það til Þýskalands til að nema gamlatestament- isfræði, fyrst við Otto-Friedrich háskólann í Bamberg og síðar við Albert-Ludwigs háskólann í Freiburg. Kona Krist- ins er Harpa Hallgrímsdóttir. Þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörnin. Menntun og einkahagir TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.