SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 15
9. september 2012 15 varpa frá sér hálfnuðu verki. Ég vil ljúka við það og kveðja mitt fólk á landsfundi og síðan Alþingi þegar því verður slitið á næsta ári. Það hefur margoft gerst að fólk hætti í pólitík. Og jafnvel þótt ákvörðun hafi verið tekin, þá hættir það ekki daginn eftir. Enda er það engin neyð sem leiddi til þessarar ákvörð- unar.“ Okkar sameiginlega pyngja – Er Sjálfstæðisflokkurinn á réttri leið að þínum dómi? „Ef við horfum bara á það verkefni sem við okkur blasti í upphafi kjör- tímabilsins, bæði nýkjörnum formanni, Bjarna Benediktssyni, og síðan þegar ég tók við sem varaformaður árið 2010, þá hefur meginverkefnið verið að reyna að endurvinna það traust sem tapaðist við fall bankanna haustið 2008. Kosn- ingaúrslitin vorið 2009 voru auðvitað þungbær en höfðu sínar skýringar. Nú höfum við náð kjölfestu á ný og erum með stöðugt fylgi í skoðanakönnunum. Þó að við stefnum hærra, þá erum við á góðri siglingu. Og ég held það sé fyrst og fremst vegna þess að við höfum talað markvisst fyrir okkar stefnumálum, látið málefnin vera í forgrunni og ekki farið í hnútu- kast við andstæðingana. Það er til- hlökkunarefni að tala fyrir þeim leiðum, sem við getum boðið kjósendum í kom- andi kosningum. Við þurfum að sýna að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn, að stefnan komi landsmönnum til góða. Þá er ég að tala um okkar sameiginlegu pyngju, ríkissjóð, sem snertir okkur öll. Og um hag landsmanna, hverrar fjöl- skyldu fyrir sig, sem kreppt hefur að á undanförnum árum.“ Efnahagsmálin eru grunnurinn – Hvaða valkostir eru í stöðunni? „Til þess að almenningur öðlist trú og traust á Sjálfstæðisflokknum þurfum við að koma fram með skýra framtíðarsýn og raunverulegar leiðir að því marki. Það lýtur bæði að heimilunum í landinu og einnig Íslandi í hinu stóra samhengi. Efnahagsmálin eru auðvitað grunn- urinn. Það þarf að vinda ofan af halla- rekstrinum og skuldsetningu ríkissjóðs og svo þarf að ýta undir fjárfestingar. Þótt menn sjái jákvæð teikn á sjóndeild- arhringnum, þá er atvinnufjárfesting óviðunandi og hún er nauðsynleg ef viðhalda á hagvexti til lengri tíma. Það er ekki um annað að ræða en að skapa atvinnu og lækka álögur á fólk. Það hljómar einfalt, en þetta er veruleikinn sem blasir við. Brottflutningur er enn verulegur, of margir eru á atvinnuleysisskrá og aukn- ar byrðar eru að færast á sveitarfélögin vegna þess. Verkefnið er að koma fólki í vinnu. Það þarf að gerast hratt og með markvissum aðgerðum. Við megum ekki lenda í því sama og Spánverjar glíma við þessa dagana, að vera of sein að bregð- ast við og missa fólk mánuðum og árum saman út af vinnumarkaðnum. Ég hef fulla trú á því að þetta sé gerlegt á sæmilegum tíma. Þá erum við búin að skapa grunn til að byggja á. Svo þurfum við að huga að því hvernig við viljum haga ríkisrekstr- inum. Ég sat í fjárlaganefnd á fyrri hluta kjörtímabilsins og verð að játa að ég sakna þess svolítið. Þar þarf að fara yfir hvaða verkefnum ríkið á að sinna yf- irleitt – hver eru grunnverkefnin. Í stað þess að líta á útgjaldaliðina eins og þeir eru núna og skera flatt og ómarkvisst niður, þá ættum við að líta á ríkisrekst- urinn í heild sinni og spyrja: Hvað þarf ríkið að sjá um? Ef verkefnin eru þess eðlis að aðrir en ríkið geti sinnt þeim, af hverju eru þá ekki sköpuð skilyrði til þess?Ég held það væri hollt að fara í gegnum þá umræðu.“ Pólitískar skylmingar – Er vinnubrögðum ábótavant á Al- þingi? „Stjórnmálin hafa verið skrítin á kjörtímabilinu. Við höfum glímt við mörg stór mál, en það er áberandi skortur á því að hugsað sé til lengri tíma. Við sjálfstæðismenn höfum sett fram okkar efnahagstillögur, sem dreift var inn á heimili landsmanna, en þær hafa sofnað í nefndum í þinginu. Til þess að taka til þarf að fara í grundvall- arstefnumótun. Við þurfum líka að átta okkur á því hversu miklu það skiptir fyrir hvert okkar að ríkisreksturinn sé í lagi. Þegar allt er þanið þar, þá fækkar krónunum í buddunni hjá hverjum og einum. Svo þarf að endurskoða samhengið milli rík- isvaldsins og sveitarfélaga. Álögur hafa hækkað látlaust á almenning, ekki bara hjá ríkinu heldur líka sveitarfélögum. Menn sjá ekki fyrir endann á þessu. Það þarf að tryggja meiri heildarsýn og sam- þættingu en við höfum gert. Á sama tíma þurfum við að líta til at- vinnuvegafjárfestinga, bæði til lengri og skemmri tíma. Við höfum byggt á auð- lindanýtingu, en um leið og við gerum það, þá þurfum við líka að byggja á ís- lensku hugviti. Ég held að í öllum að- gerðum þurfum við að huga sérstaklega að fjöreggi okkar, sem er rannsóknir og menntun, því það er það sem við ætlum að lifa á hér á til framtíðar.“ – Tekist hefur verið á um hvernig og hvort eigi að nýta auðlindirnar. „Já, þetta er vandmeðfarið,“ svarar Ólöf. „Við þurfum að fara gætilega með, geyma til framtíðar líka og nýta þær með skynsamlegum hætti. Ég var ánægð með þá stefnumörkun sem unnin hefur verið undanfarin ár á vettvangi ramma- áætlunar, en nú er hún því miður kom- in úr farvegi vísinda og rannsókna yfir í pólitískar skylmingar. Það finnst mér mikil afturför og ég vil snúa þeirri þró- un við – taka aftur upp þá vinnu sem sérfræðingar höfðu skilað. Við eigum að treysta þeim til verksins.“ – Er of mikið um pólitísk afskipti? „Pólitísk stefna á auðvitað að skipta máli, en á sama tíma verða stjórn- málamenn að hlusta á þá sem gerst þekkja til á tilteknum sviðum. Við höf- um staðið í deilum um orkunýtingu í langan, langan tíma. Allir vita að ágreiningur er á milli Sjálfstæðisflokks- ins og Vinstri grænna um hversu langt á að ganga. En hugmyndin með rammaáætlun var að byggja pólitískar ákvarðanir á fagleg- um grunni, að raða upp kostum sem vísindamenn teldu skynsamlega og gengju ekki of langt gagnvart nátt- úrunni – góðum kostum út frá um- hverfispólitískum forsendum. Það náðist góð samstaða og þá er vont að stjórn- málamenn fari að krukka í það eftir á, til dæmis þegar kemur að neðri hluta Þjórsár sem menn hafa verið sammála um að sé mjög fýsilegur orkunýting- arkostur. Það sama á við um fiskveiðistjórn- ’ Ég held að við ættum að gera meira af því að kalla eldri kyn- slóðir til liðs við okkur. Þetta er svo bráðungt fólk ennþá – við lifum svo lengi! Ólöf Nordal segir spennandi tíma framundan og skírskotar bæði til þingsins og fjölskyldunnar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.