SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 28
28 9. september 2012
„Raxi! Hvaða andlit sérðu núna?“ spurði Haraldur Sigurðsson
eldfjallafræðingur glettinn. „Þú ert alltaf að leita að einhverjum
andlitum. Sérðu kannski Jesú?“ heldur Haraldur áfram.
Ég bauna á Harald til baka: „Sérðu eitthvað af grjóti út um
gluggann þinn?“
„Jú,“ svarar Haraldur. „Nennir þú ekki að smella af einni mynd
fyrir mig af þessum blágrýtisgöngum sem liggja í gegnum fjöllin?
Sjáðu hvað þetta eru stórkostlegir blágrýtisgangar. Þeir eru
sennilega um 50 metra breiðir og liggja í gegnum fjöllin eins og
svartir ormar.“
Ég er í eina glugganum sem hægt er að taka myndir út um í
flugvélinni. Hinir eru of þykkir og í allavega litum. Ég smelli af
myndum, ýmist af blágrýtismyndunum fyrir Harald eða leita að
andlitum í klettunum eða á ströndinni. Stundum myndast alls-
konar fígúrur í skriðjöklinum, séð úr lofti. Haraldur hafði varla
sleppt orðinu þegar þessi risastóri vangasvipur af konu með mik-
ið hár birtist í fjörunni við ströndina. Gæti þetta verið móðir hafs-
ins gengin á land til að athuga hvað gengur eiginlega á á landi?“
Móðir hafsins er sennilega frægasta goðsögn í þjóðsögum
Grænlands. Móðir hafsins ber ábyrgð á öllu lífi á Grænlandi og
mun hafa gert frá örófi alda. Boðskapur hennar er sá að fólk eigi
að virða siði samfélagsins og ekki að temja sér græðgi.
Miklar væntingar eru á Grænlandi til þeirra möguleika sem
opnast þegar stór svæði verða íslaus á sumrin. Flestir málmar
sem til eru á jörðinni finnast á Grænlandi, þar á meðal gull, rúbín-
ar og demantar. Þá er talið að þar megi finna mikið magn af olíu.
Það er fyrirséð að lífsskilyrði eiga eftir að breytast gríðarlega á
Grænlandi á komandi árum. Líkur eru á miklum uppgangi, en á
sama tíma lætur veiðimannasamfélagið hægt og bítandi undan
breyttum aðstæðum. Gamlir siðir gleymast og græðgin hefur inn-
reið sína. Er nokkur furða að forvitnin vakni hjá móður hafsins?
rax@mbl.is
Móðir hafsins gengin á land
að sinna eftirlitinu, var úr leik í heilt ár vegna óhapps. Á
meðan þurfti Isavia að leita til Svía til að bjarga sér á Íslandi,
Færeyjum og Grænlandi.
„Á sama tíma urðu miklar breytingar á umhverfi flug-
rekstrar, sem gerði meira mál fyrir einyrkja eða litla aðila í
flugrekstri að halda út einni flugvél eins og Isavia gerði,“
segir Þorkell. „Þetta var vél af sömu tegund og Mýflug rekur
í sjúkraflugi og hagkvæmt að Mýflug tæki að sér að reka
hana líka. Þáverandi samgönguráðherra, Kristján Möller,
var okkur innan handar. Við gengum á hans fund, sögðum
honum að við værum í sjúkraflugi, en vantaði aðra flugvél,
helst sömu tegundar, sem gæti hlaupið undir bagga hjá okk-
ur á álagstímum eða þegar viðhalds væri þörf. Við höfðum
þurft að leita til annarra aðila í flugrekstri og vissum af þess-
ari vél í lausu lofti. Þetta var hagkvæmt fyrir báða aðila,
samstarfið hefur gengið vel og allir geta vel við unað.“
Eftirlitið var síðar boðið út. „Það var að kröfu annars aðila
í flugrekstri, en síðan kom upp úr dúrnum að þeir, sem
höfðu hæst buðu ekki einu sinni í eftirlitið,“ segir Þorkell.
Vélinni fylgdu samningarnir um eftirlitið í Færeyjum og á
Grænlandi. „Mýflug tók að sér að reka vélina, halda henni
við, manna hana og þjálfa mannskapinn,“ segir hann og
bætir við að einnig komi flugmenn frá Isavia, sem vinni þá
eftir reglum Mýflugs, sem einnig er með starfsrekstrarleyfið.
Mikilvægi flugvalla á Grænlandi
Flugvallaeftirlitið er ekki full vinna fyrir vélina og er hún
einnig í leiguflugi og sjúkraflutningum.
Flugvellirnir eru mjög mikilvægir í grænlenskum sam-
göngum. „Hér er ekki vegakerfi, nema þá að mjög litlu leyti
í kringum allra stærstu bæina,“ segir Þorkell. „Ef fólk þarf
að fara út fyrir sína heimabyggð flýgur það í þyrlum eða
flugvélum, siglir á skipum eða bátum eða fer ef til vill á
hundasleðum á veturna. Grænlendingar eru að bílavæðast
hægt og bítandi, en samt er það þannig að vegakerfið liggur
aldrei um neinar óbyggðir. Þeir keyra ekki á milli byggð-
arlaga. Ég held að það sé hvergi til hér í landinu.“
Hann telur að þróunin í þessum málum gæti orðið hröð á
næstunni. Í umræðunni sé að tengja byggðarlög með vega-
kerfi. „Bílaflotinn yngist líka hratt auk þess sem bílum fjölg-
ar og því mæðir meira á vegum í þeim byggðarlögum, sem á
annað borð hafa bílavæðst að einhverju marki.“
Skorturinn á vegum hefur líka leitt til þess að flug-
samgöngur hafa verið efldar. „Þeim hefur snarfjölgað á und-
anförnum áratug eða tveimur,“ segir hann. „Það er farið að
leggja flugvelli ansi víða og raddir uppi um að gera það enn
víðar. En þeir hafa allir verið með stuttar flugbrautir. Það
kemur líklega til af tvennu. Umfangið í kringum flugvall-
arstarfsemi fer að hluta eftir því hvað flugbrautin er löng. Ef
flugbraut fer yfir ákveðna lengd kemur krafa um stærra ör-
yggissvæði í kring, meiri öryggisbúnað og fleira. Þetta tekur
stökkbreytingu við hverja 400 metra eða þar um bil. Hér
hefur verið reynt að fara hagkvæmustu leiðina að þessu leyti
og nóg hefur samt þurft að hafa fyrir hlutunum vegna þess
að flugvallarstæðin hafa verið vandfundin og ýmist þurft að
fylla upp í eða sprengja í burtu heilu fjöllin, enda undirlendi
lítið. Þó hafa þeir verið naskir að finna hentuga staði.“
Þorkell telur að hin orsökin fyrir hinum stuttu brautum sé
að Grænlandsflug, sem hefur verið með innanlandsflugið,
hafi haft yfir að ráða flugvélum, sem geti notast við stuttar
flugbrautir. Þar á hann við hinar kanadísku Dash 7-vélar frá
Kanada. „Þessar vélar henta vel fyrir stuttar brautir og
þrönga firði,“ segir hann. „Það hefur því bæði verið sparn-
aður í að gera stuttar brautir og vélarnar, sem fyrir hendi
voru, komust af með þær. Mig grunar líka að undirliggjandi
sé að stuttar brautir hindri samkeppni því að ekki getur hver
sem er komið og lent á þessum flugbrautum. Nú reka menn
sig hins vegar á það þegar þeir þurfa að endurnýja flugflot-
ann að engar vélar koma í staðinn fyrir Dash 7, sem löngu er
hætt að framleiða. Dash 8-vélarnar, sem hafa leyst þær af,
nýtast alls ekki nógu vel, meðal annars vegna þess að þær
þurfa lengri flugbrautir til að komast fulllestaðar í loftið. Það
er ekki hægt að nýta þær til fulls eins og þyrfti að gera. Þess
vegna er nú bæði farið að huga að því að lengja þessar braut-
ir auk þess sem hætt hefur verið við að selja alfarið Dash 7-
vélarnar og ákveðið að halda í þrjár eða fjórar.“
Ekki eru þó allir flugvellir á Grænlandi litlir. Í Syðri-
Straumsfirði er það stór flugvöllur að hægt er að lenda Air-
bus-vél og völlurinn Narsarsuaq er nógu stór fyrir Boeing
757. Þegar vél Mýflugs og Isavia kom í aðflugseftirlit til
Syðri-Straumsfjarðar á þriðjudag stóð þar Airbus-vél á flug-
vellinum og farþegar hennar biðu þess að verða ferjaðir með
smærri vélum á smærri flugvelli í landinu.
Ósamvinnuþýðir Bandaríkjamenn
Bandaríski flugherinn lagði þessa stóru velli, enda valdi
hann sér staði með tilliti til þess að þar væri gott flugvall-
arstæði. Hann lagði líka völlinn í Thule, en þar eru Banda-
ríkjamenn einráðir. „Það má koma fram að Bandaríkjamenn
eru svo harðir í Thule að þeir leyfa okkur ekki einu sinni að
hafa flugvöllinn sem varaflugvöll þótt við séum að fljúga til
Qaanaaq, sem er rétt hjá,“ segir hann. „Þessir staðir eru
báðir einangraðir og langt frá öðrum stöðum. Ég hef aldrei
lent í Thule, en þetta getur bakað vandræði. Tvisvar hefur
það gerst að ég hef komið inn til Qaanaaq þegar flugvöll-
urinn þar næstum lokaðist, annað skiptið í þoku, hitt í aus-
andi rigningu. Ég var nógu þrjóskur til að reyna lendingu og
komst inn, en hefði ég ekki gert það hefði ég þurft að fljúga
til Kanada á flugvelli, sem voru allt að einn og hálfan
klukkutíma þar inni í landi. En Thule, sem var tíu mínútur í
burtu, var bannsvæði.“
Þorkell segir að hafa verði í huga að Bandaríkjaher velji
staði á þeirri forsendu að aðstæður séu góðar fyrir flugvelli,
en Grænlendingum hafi verið aðgengi að sjó efst í huga þeg-
ar þeirra þorp og bæir byggðust. „Það getur verið skondið að
sjá sums staðar þar sem Grænlendingar hafa reist þorp á
harðbýlli eyju úti í hafi á meðan rétt hjá er sveit, sem manni
finnst grösug og búsældarleg. Þeir eru hins vegar að hugsa
um aðgang að ísnum og sjó.“
Þorkell segir kynni sín af Grænlandi ekki næg til að skynja
grundvallarbreytingar á samfélaginu, en við skoðun á sögu
landsins hafi hann áttað sig á hvað innfæddir Grænlendingar
virðist eiga erfitt uppdráttar í bæjarfélögum. „Skipta má
íbúum Grænlands í þrennt,“ segir hann. „Við höfum Norð-
Lending í Sisimiut.
Goðsögnin um móður hafsins kviknar til lífsins í klettunum við fjöruna.