SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 29
9. september 2012 29 urlandabúa, sem flestir eru Danir, hina innfæddu og síðan blendingana, sem vegnar vel og eru kannski orðnir fjöl- mennasti hópurinn. Úr þeim hópi koma flugmenn, læknar og stjórnmálamenn. Hinir innfæddu eiga aftur á móti erf- iðast uppdráttar í stóru bæjarfélögunum. Segja má að fólk- inu hafi verið hrúgað inn í bæjarblokkir, því rétt eftirlaun og sagt að lifa af þeim. Úr þessu verður eymd, en á síðustu ár- um hefur virkilega verið farið að huga að því að laga þetta ástand, þó að ekki sé nema að bæta úr húsnæðismálunum. Íbúar minni þorpanna virðast hins vegar vera mun sælli og sáttari við sitt hlutskipti. Það er nær sínum veiðilendum og því umhverfi, sem það þekkir.“ Það er verið að níðast á þessu fólki Þorkell vill taka fram að það vaki alls ekki fyrir honum að tala niður til þessa fólks. „Ég skil það þvert á móti vel,“ segir hann. „Ég held að áður fyrr þegar fólk var flutt inn í bæina hafi menn ekki áttað sig á hvað var verið að gera því. Fólk var tekið úr sinni sveit, gert að þéttbýlisbúum og sagt að bjarga sér. Nú er verið að reyna að vinda ofan af þessu.“ Þorkell segir að hann hafi verið svo heppinn að fá að fylgjast með Grænlendingum í veiðiferðum á hundasleðum ásamt Ragnari Axelssyni, ljósmyndara Morgunblaðsins, og fengið að kynnast þeim fyrir vikið, til dæmis í Qaanaaq, sem telja megi til afskekktustu byggða í heimi. „Ég hef fengið að sjá og heyra hvernig þeir draga fram lífið og orðið vitni að hátíðinni, sem slegið er upp í bænum þegar birgðaskipin koma,“ segir hann. „Það nístir mann að horfa upp á fólk, sem veiðir dýr sér til matar og nauðþurfta, nýtir síðan af- urðirnar af dýrunum til fulls, verkar skinn og sker út bein af listfengi, en fær ekki að selja þær vegna þess að Evrópusam- bandið segir að það eigi að vera bannað. Dýraskinn og bein mega ekki fara inn í lönd ESB. En fólkið er bara að bjarga sér. Það nýtir skepnuna hvort sem er. Hér er ekki um að ræða rányrkju á náttúru til að græða peninga, heldur sjálfs- bjargarviðleitni frumbyggja. Það er verið að níðast á þessu fólki.“ kbl@mbl.isÞorkell Jóhannsson í Illulissat.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.