SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 31
9. september 2012 31
Matthildur keppti nýverið í fyrsta skipti á Ól-ympíumóti fatlaðra í London í frjálsumíþróttum og stóð sig með stakri prýði en þettaer ekki í síðasta skipti sem hún gerir það. Hún
segir að upplifunin að keppa fyrir framan 80 þúsund áhorf-
endur sem láti vel í sér heyra sé „alveg geðveik“.
Fyrsta keppnisgrein hennar var langstökk, sem er henn-
ar sterkasta grein, og náði hún inn í úrslit og hafnaði í 8.
sæti, sem er frábær árangur. Hún hefði þó viljað stökkva
aðeins lengra en er ákaflega þakklát og sátt við árangurinn.
Hún jafnaði Íslandsmet sitt í 100 metra hlaupi í flokki T37
og kom í mark á 15,89 sekúndum sem dugði þó ekki til úr-
slita. Þá keppti hún einnig í 200 metra hlaupi og náði 6.
sæti í sínum riðli. Hún setti einnig nýtt Íslandsmet í þeirri
grein og bætti sitt eigið Íslandsmet um 1,6 sekúndur. Hún
náði þó ekki inn í úrslit en stefnir ótrauð á að ná þeim
áfanga eftir fjögur ár á næsta ólympíumóti.
thorunn@mbl.is
Á Vísindasafninu í Danmörku 2008 að
skoða kríthvíta beinagrind.
Sannkallaður sigurvegari, alltaf með verð-
launapening um hálsinn, sundmót 2009.
Er hægt að vera meira krútt? Máluð eftir öllum kúnstarinnar reglum og útlitið toppað með
límmiða af banana árið 2004, þá er grímubúningurinn klár.
Á sprettinum á ólympíumótinu í 200 metra hlaupi. Glæsilegur fulltrúi
Íslands og ekki síðasta skipti sem við eigum eftir að sjá hana.
Alltaf til í smásprell með gleraugun hans pabba, sem eflaust hjálpa ekki
mikið til við að sjá, nema rétt niður á gómsætan sleikjóinn.
Ekki er nóg með að Matthildur sé afrekskona í frjálsum íþróttum heldur er hún
líka liðtæk í fimleikum. Hér er hún á fimleikaæfingu í Kaupmannahöfn 2006.
Frábært
ólympíumót
Myndaalbúmið
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir er
fimmtán ára og öflug íþrótta-
kona. Hún náði góðum árangri á
Ólympíumóti fatlaðra í London.
Falleg fermingarstúlka, ánægð með vel
heppnaðan fermingardag.
Með lögum skal land byggja. Valdsmannslegir sýslumenn:
Matthildur Ylfa og vinkona hennar Jóhanna Rut.
Söngkonan Matthildur mundar míkrófóninn
í karaoke jólin 2004.
Hvað á barnið að heita? Matthildur
Ylfa er það heillin mín.
Einstaklega dugleg að skríða í sumarblíðunni árið 1998,
í kafgrasi, umlukt fjöllum sem vekja forvitni hennar.