SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 35
9. september 2012 35
Hann lenti hjá rússneskum harðstjóra
sem var með hann í lauginni í 25
klukkustundir á viku, en það er svo-
lítið annað en þessir fjórir eða fimm
tímar sem hann æfði áður,“ sagði
Sverrir.
Hélt fyrst andlitinu, áttaði sig
svo á afrekinu og brotnaði niður
Þeir voru ófáir fundirnir sem Sverrir
hélt í Kiwanisklúbbum og hjá fleiri
aðilum sem hafa styrkt Jón Margeir og
á þessum fundum stóð hann ætíð fast-
ur á því að sonur hans ætti eftir að
stíga á pall á Ólympíuleikunum.
Hvaða sæti það yrði skipti ekki meg-
inmáli því stefnan var sett á gullið í
Ríó 2016. En nú er gullið komið og Jón
Margeir því eiginlega fjórum árum á
undan áætlun. En hvernig tilfinning er
það fyrir föður að horfa á son sinn
vinna ólympíugull? „Ég sat niðri í
ljósmyndastúku og horfði á þetta og
hélt andlitinu en svo þegar ég fattaði
að hann hefði unnið þá bara brotnaði
ég niður og grét. Verðlaunaafhend-
ingin var auðvitað tilfinningarík líka
en við erum orðnir vanir því að
heyra þjóðsönginn spilaðan – kannski
þó ekki við þessar aðstæður. Hann
vann gullverðlaun á opna þýska
mótinu sem var haldið þvert á alla
fötlunarflokka,“ sagði Sverrir.
Sverrir sagði að síðastliðin þrjú ár
hefðu farið leynt og ljóst í það að
toppa á þessum Ólympíuleikum, sem
hann svo sannarlega gerði. „Manni
varð mjög létt þegar maður sá að hann
var kominn í úrslitin og væri í topp-
formi. Svo tók Daniel Fox af honum
metið í seinni riðlinum og ég gat ekki
annað en hugsað með mér: Jæja,
hversu sterkur er hann andlega núna.
Svo þegar hann gekk inn og tók Usain
Bolt-uppstillinguna sagði ég við sjálf-
an mig: Jæja, það er þessi gállinn á
honum og þá hafði ég engar áhyggjur
af honum. Hann nældi sér þarna í
heimsmetið í 200 metrum og fyrir átti
hann heimsmetið í 800 og 1.500 metr-
um og hann er ekki langt frá besta
tímanum í 400 metrum. Ég hef ekki
stórar áhyggjur af honum í framtíð-
inni. Hann á eftir að pluma sig vel.“
’
Þeir voru ófáir fund-
irnir sem Sverrir hélt
í Kiwanisklúbbum og
hjá fleiri aðilum sem hafa
styrkt Jón Margeir og á
þessum fundum stóð hann
ætíð fastur á því að sonur
hans ætti eftir að stíga á
pall á Ólympíuleikunum.
Keppinauturinn sækir fast á hæla Jóns, sem gefur í á síðustu 25 metrunum.
Móðir Jóns Margeirs og systir fagna með honum.
’
Svo ætla ég að reyna að ná lág-
marki ófatlaðra fyrir 1.500
metra skriðsund svo ég komist
á Ólympíuleikana í Ríó. Það er næsti
stóri draumurinn. Ég veit alveg að
það er mjög erfitt að ná því lágmarki
en ég ætla að reyna við það og ég held
að ég geti það alveg.