SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Ómar „Ég hugsaði með mér að ég væri kom- in með það sem þyrfti. Auk starfa minna í ráðuneytinu og sem settur sýslumaður var ég búin að vera settur ríkislög- reglustjóri og lögreglustjóri á höf- uðborgarsvæðinu í einstökum málum o.fl. Ég vissi að sjálfsögðu að hinn um- sækjandinn væri mjög hæfur en hugsaði með mér að ólíklegt væri að hann yrði hæfari en ég, af þeirri einföldu ástæðu að ég var eldri og þar af leiðandi með meiri reynslu auk þess sem ég hafði meiri menntun – það var ekk- ert flóknara en það.“ Þegar ljóst varð að Halla hefði ekki orðið fyrir valinu ákvað hún að óska eftir rökstuðn- ingi og gögnum málsins til að fara yfir þau, en slíkt er alvanalegt þegar um opinberar ráðningar er að ræða. Var það auð- sótt. En þegar hún fór yfir rökstuðning fyrir ráðn- ingunni sá hún vitnað í meðmælabréf starfs- manna embættisins á Húsavík, sem athygli hefur vakið og henni hafði ekki verið gerð grein fyrir eða gefið færi á að andmæla, eins og venja er. „Kom það mér mjög á óvart að þetta skyldi hafa verið notað í ráðningarferlinu og vitnað í það í rökstuðn- ingi. Þegar ég vann með starfsmannamál undirstofnana í ráðu- neytinu, þ.á m. sýslumanna, vann ég m.a. við að meta hæfi, menntun og starfsreynslu o.s.frv. Taldi ég mig því hafa töluverða reynslu af því hvað á að meta, hvað það er sem á að tiltaka og hvað ekki og hvernig matið á að vera – það er eins hlutlægt og hægt er, annað er ekki málefnalegt. Ég hefði lagt þenn- an lista til hliðar hefði ég verið með málið en þarna var vitnað í hann í rök- stuðningi,“ segir hún. „Í meðmælabréfi starfsmanna emb- ættisins á Húsavík var t.d. gefið í skyn að væntanlega myndi koma til uppsagna kæmi einhver annar inn fyrir settan sýslumann, sem ég er ekki sammála og hefði getað andmælt hefði ég fengið færi á,“ segir Halla. „Mér var hins vegar ekki gefið færi á slíku né látin vita af tilvist þessa bréfs yfir höfuð.“ Þá finnst Höllu einnig ósanngjarnt að starfsfólk almennt séð sé sett í þá stöðu að vera beðið um að skrifa undir slíkt meðmælaskjal sambærilegt og hér um ræðir. „Það er hreinlega ósanngjarnt að setja fólk í þá stöðu, að yfirmaður biðji það um að skrifa undir slíkt skjal fyrir annan yfirmann. Það á ekki að gerast,“ segir hún. Flugeldar yfir Húsavík „Ég er ekki mikið fyrir átök og vil frem- ur leysa málin í góðu,“ segir Halla um kæru málsins til kærunefndar jafnrétt- ismála. „Sjálf hef ég auðvitað verið í þessum starfsmannamálum og langaði í raun alls ekki til að fara í mál við minn yfirmann. En eftir að hafa lesið yfir gögn málsins og séð þar þetta og fleira sem ég gerði athugasemdir við fannst mér ég ekki hafa fengið réttláta málsmeðferð,“ segir hún. „Í hjarta mínu var ég alveg sannfærð um að ég væri hæfari en mótumsækjandi minn, eftir að ég hafði lesið rökstuðn- inginn og gögnin. Fyrst ráðuneytið var á einni skoðun og ég á annarri langaði mig því bara til að fá þriðja aðila, óháðan, til að skera úr um það hver hefði réttinn sín megin,“ segir hún. Minnist Halla þess að nóttina eftir að hún skilaði inn kærunni dreymdi hana að hún væri á Húsavík þar sem hún kveikti í lítilli flugeldatertu sem varð síðan að ógnarstórri flugeldasýningu. „Virðist þarna hafa verið fyrirboði um umræðuna sem úrskurðurinn olli og um leið að maður hefur ekki lengur vald yfir atburðarásinni þegar kæra er farin af stað,“ segir hún. Úrskurðurinn það sem hún vildi – búin að tala við ráðherra Að sögn Höllu er hún að vonum ánægð með niðurstöðu kærunefndarinnar nú þegar úrskurður hennar liggur fyrir. „Aðalmálið hjá mér var að fá staðfest að ég hefði verið hæfari. Þannig að þegar úrskurðurinn kom var ég í raun búin að fá það fram. Þarna var þessi þriðji aðili búinn að meta það og hann var eiginlega bara sammála mér,“ segir hún. „Búið er að ráðstafa stöðunni og það breytist ekkert. Það sem vakti fyrir mér öðru fremur var að þarna var um að ræða mitt heimaumhverfi og ég vildi sýna fram á að ég hefði verið jafnhæf eða hæfari og hefði þar með átt að fá stöð- una. „Ég valdi að fara með þetta til kæru- nefndar jafnréttismála en ekki Umboðs- manns Alþingis af því að málsmeðferð- artíminn er svo miklu styttri þarna og mér fannst þetta svo augljóst.“ Fleira í ferlinu hefði getað verið tekið til skoð- unar hjá Umboðsmanni Alþingis, s.s. brot á andmæla- og jafnræðisreglum en það var ekki gert að þessu sinni. Varðandi bótakröfu segist Halla lítið hafa hugsað um slíkt, hvað þá að lög- maður hennar hafi hótað málsókn á hendur ráðuneytinu en slíkar sögur hafi borist henni til eyrna. Spurð um viðbrögð ráðherra segir Halla þau hafa komið sér á óvart í fyrstu. „Ég hélt að ég myndi heyra frá honum strax og við ræða málið,“ segir hún. Þau séu hins vegar búin að tala saman síðan. „Já, hann hringdi í mig og það fór bara vel á með okkur. Vonast hann til að við getum átt góða samvinnu áfram og að sjálfsögðu játti ég því. Varðandi hvað tekur við er boltinn sem stendur hjá ráðuneytinu, þar sem tveir kostir eru í stöðunni, að stefna mér og fara með úr- skurðinn fyrir dóm og krefjast ógild- ingar á honum eða sæta honum. Hann sagði mér ekki hvað hann ætlaði að gera, “ segir hún. Enn á brattann að sækja Aðspurð segist Halla alltaf hafa átt von á einhverri umræðu en ekki gert sér grein fyrir hversu mikil hún yrði, bara með því einu að sækja rétt sinn. „Hafi ég lært eitthvað á þessu ferli þá er það sú staðreynd að enn er þrítugan hamarinn að klífa fyrir fólk sem brotið er á sbr. konur, og eins karla sem vilja sækja rétt sinn. Það er meira en að segja það að fara í svona ferli og nánast við ofurefli að etja,“ segir hún. „Ég hafði smáforskot, verandi lögfræðingur sem hefur unnið í svona málum, en þetta er mikið mál – og bæði kostnaðarsamt og lýjandi. Mér bara ofbauð og ákvað að fara í þetta ferli. En það er gott að sjá að kærunefndin virkar.“ Örlögin óráðin Varðandi næstu skref segir Halla þau óljós. „Ég sinni áfram mínum störfum á Akranesi enn um sinn eða fram til 1. janúar næstkomandi, segir hún. „Ráð- herra hefur framhaldið þar í hendi sér, þar sem mér er kannski ekki beint til framdráttar að vera nýbúin að kæra.“ Mun hún ótrauð halda áfram að heim- sækja æskuslóðirnar í og við Húsavík. „Móðir mín og bróðir búa enn á Laxa- mýri og ég dvel þar mikið. Þá býr bróðir mannsins míns líka á Húsavík auk þess eigum við þar mikið af vinum, frænd- fólki og kunningjum. Umsækjendur um stöður verða bara að geta treyst því að þeir sem vinna að ráðningum vandi sig og hæfnismat sé í lagi – ekki síst í svona litlum geirum þar sem er viðbúið að fólk sem þekkist sé að sækja um sömu stöðurnar, jafnvel vinir og kunningjar.“ ’ Ég er ekki mikið fyrir átök og vil fremur leysa málin í góðu,“ segir Halla um kæru máls- ins til kærunefndar jafnréttismála. „Sjálf hef ég auðvitað verið í þessum starfsmanna- málum og langaði í raun alls ekki til að fara í mál við minn yfirmann. En eftir að hafa lesið yfir gögn málsins og séð þar þetta og fleira sem ég gerði athugasemdir við, fannst mér ég ekki hafa fengið rétt- láta málsmeðferð,“ segir hún. 9. september 2012 19 Árin segja sitt1979-2012 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.