SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 42
42 9. september 2012 Í dag er alþjóðlegur dagur læsis, 8.september. Hann hefur verið hald-inn hátíðlegur víða um heim allt fráárinu 1966 að frumkvæði Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, Alþjóða lestr- arsamtakanna og fleiri. Tilgangur hans er að minna á mikilvægi þess að kunna að lesa og skrifa, og geta nýtt sér þá kunnáttu til þess að afla sér menntunar, taka þátt í samfélaginu og bæta lífsskilyrði sín og annarra. Á þessum degi erum við minnt á að í heiminum eru 780 milljónir fullorð- inna (það er fimmti hver) sem hvorki kunna að lesa né skrifa og þar af eru tveir þriðju konur. Um það bil 100 milljónir barna hafa ekki tækifæri til að ganga í skóla. En þess má líka minnast á degi læsis að fjórir milljarðar manna kunna bæði að lesa og skrifa. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga heilan áratug baráttunni fyrir bættu læsi í heiminum, frá 2003 til 2012 svo nú líður að uppgjöri og mati á árangri. Hér á landi, líkt og í öðrum velmegandi löndum, er lestur og læsi eitt mikilvægasta verkefni menntakerfisins, og víða nota menn þennan dag til að beina sjónum sínum að stöðu læsis í eigin garði og skipuleggja við- burði til að auka áhuga á lestri og ritun. Í febrúar síðastliðnum kom út almenni hlutinn í nýrri Aðalnámskrá grunnskóla, sem af einhverri ástæðu er merkt árinu 2011, og drög að köflum einstakra náms- greina eru nú á netinu til umsagnar. Ný- mæli þessarar námskrár er að læsi á að vera einn af sex grunnþáttum menntunar sem ganga eins og rauður þráður gegnum nám í öllum greinum. Í kafla 2.1.1 er fjallað um læsi og byrjað á að útskýra útbreidda hugmynd: Læsi hefur löngum verið tengt við þá kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess að geta fært hugsun sína í letur (rit- að) og skilið prentaðan texa (lesið). Það hefur snúist um eitt kerfi tákna, prent- málið, og þá menningu og þau tjáning- arform sem tengdust því. Í skólum hafa menn litið svo á að færni á þessu sviði væri fyrst og fremst bundin við ein- staklinga og hægt væri að mæla hana, sumir væru fluglæsir en aðrir treglæsir eða jafnvel ólæsir. Svona hefur skólafólk lengi haft tak- markaðan skilning á læsi. En nú eru nýir og breyttir tímar og kaflinn heldur áfram: Með tímanum hafa hugmyndir manna um læsi breyst enda hefur fræðafólk í ýmsum greinum varpað á það ljósi með rannsóknum sínum. Þótt kunnáttumenn séu ekki sammála um allt sem lýtur að læsi má nefna nokkur mikilvæg atriði sem þeir hafa bent á: Læsi snýst um sam- komulag manna um málnotkun og merk- ingu orða í málsamfélagi og er því fé- lagslegt í eðli sínu. Það er háð hefð og er því ekki færni sem einstaklingar geta öðlast og beitt óháð stað og stund, menn- ingu og gildum. Læsi krefst skriffæra, efnis til að skrifa á og miðils, t.d. bókar, til að koma ritsmíðinni á framfæri og snýst því að hluta um tæknimiðla og verkkunnáttu. Lesandi verður að viðurkenna fáfræði sína. Hvaða fræðafólk, kunnáttumenn og rannsóknir er verið að tala um? Hverjar eru niðurstöður rannsóknanna? Og ekki allir sammála. Hve margir kunnáttumenn eru sammála um þá mikilvægu ábendingu að læsi snúist um samkomulag manna um málnotkun og merkingu orða í málsamfé- lagi (í stað þess að lesa og skrifa). Eru ein- hverjir kunnáttumenn á öðru máli? Hve margir kunnáttumenn eru einhuga um þá mikilvægu ábendingu að ekki sé unnt að beita læsi óháð stað og stund, heldur krefjist læsi skriffæra, efnis til að skrifa á og miðils, t.d. bókar? Eru þetta nið- urstöður hinna merku rannsókna? Svona heldur þetta áfram og lesandi verður ruglaðri eftir því sem lengur er les- ið. Þessi hluti Aðalnámskrár grunnskóla 2011 minnir mest á ritgerð eftir byrjanda í háskólanámi sem safnar saman orðum og klisjum úr byrjendabókum og yfirlits- ritum til þess að taka sig út í augum les- andans og endurtekur aftur og aftur. Ástæða er til að fagna áhuga ráðuneyt- isins á að efla læsi í landinu en okkur á akrinum mun reynast erfitt að taka nám- skrána alvarlega sem leiðarljós í menntun þjóðarinnar næsta áratuginn. Í Aðal- námskrá þarf framtíðarsýnin að vera ljós og hugmyndafræðin traust. Hana þarf að skrifa af yfirsýn, þekkingu og krafti til þess að tekið sé mark á henni. Til hamingju með daginn! Á degi læsis ’ Í Aðalnámskrá þarf framtíðarsýnin að vera ljós og hug- myndafræðin traust. Hana þarf að skrifa af yfirsýn, þekkingu og krafti til þess að tekið sé mark á henni. El ín Es th er Málið Ert þú algjörlega ólæs og -skrifan di? Engar áhyggju r! Pedró bjargar þ ér! Tveggja vikna n ámskeið fyrir ólæsa sem haf a aldrei lært að lesa. Skráning og fy rirspurnir á pedro@morgaes .is eða með pósti til: Lestrarskóli Ped rós mörgæsar Klakabraut 1, 90 5 Surtsey. Frekari upplýsi ngar á www.egkannekk iadlesa.is Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is Í slensku sjónlistaverðlaunin verðaendurvakin í lok næstu viku, þrírlistamenn hafa verið tilnefndir tilverðlaunanna, valinn verður heið- urslistamaður og einnig hlýtur ungur listamaður viðurkenningu. Sjón- listaverðlaunin, sem voru veitt þrívegis á árunum 2006-2008 á uppskeruhátíð á sviði myndlistar og hönnunar, voru haldin að frumkvæði Listasafnsins á Ak- ureyri sem nú heyrir undir Sjónlista- miðstöðina sem rekin er af Akureyrarbæ. Verðlaunahátíð sjónlista Hannes Sigurðsson, listfræðingur og for- stöðumaður Sjónlistamiðstöðvarinnar, segir að menn hafi séð fyrir sér að Sjón- listaverðlaunin yrðu verðlaunahátíð sjónlista á svipaðan hátt og Eddan, Gríman, Íslensku bókmenntaverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin. Hátíðin var fyrst haldin árið 2006 og endurtekin árin 2007 og 2008 en féll síðan niður í kjölfar fjármálahrunsins. Upphaflega hugmyndin gerði aðeins ráð fyrir að myndlistarfólk yrði verðlaunað en hönnuðum og arkitektum var síðan boð- ið að vera með. Í tengslum við verðlaunaafhendinguna var haldin sýning í Listasafni Akureyrar, gefin út vönduð sýningarskrá og haldið alþjóðlegt málþing. Sýnt var frá verð- launaafhendingunni í beinni útsendingu Sjónvarpsins, en eftir verðlaunaafhend- ingu og sjónvarpsútsendingu var slegið upp grímuballi. Hannes segir að verðlaunin verði nú endurreist í nokkuð breyttri mynd, „en nú verður fókusinn á myndlist þar sem engin sambærileg fagverðlaun eru til staðar. Þrír listamenn verða tilnefndir til verðlauna og verður einn af þeim sæmd- ur Sjónlistaorðunni. Auk þess mun einn heiðurslistamaður hljóta viðurkenningu fyrir ævistarf og grasrótarsamtök og ungur upprennandi listamaður mun hljóta sérstaka viðurkenningu sem nefn- ist Spíran 2012.“ Aðrar breytingar á verðlaununum miða að því að draga sem mest úr kostnaði vegna þeirra, að sögn Hannesar, enda sé mikilvægt að tryggja að verðlaunin leggist ekki af vegna fjár- skorts. „Hugmyndin og framkvæmdin er að frumkvæði Norðlendinga og Sjón- listamiðstöðin hefur því yfirumsjón með verkefninu, leiðir saman allar þær stofn- anir og lykilsamtök sem að verkinu þurfa að koma til að hátíðin rísi undir nafni.“ Þrír listamenn tilnefndir Að sjónlistarverðlaununum nú standa Samband íslenskra myndlistarmanna, Listaháskóli Íslands og Listfræðafélag Ís- lands með stuðningi Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytis og Safnasjóðs. Dómnefnd verðlaunanna skipa Hildur Bjarnadóttir fyrir hönd Myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ), Hlynur Hallsson fyrir hönd Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM) og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir fyrir hönd Listfræðafélags Íslands (LFÍ). Þrír listamenn eru tilnefndir til Sjón- listarverðlaunna að þessu sinni og einn þeirra hlýtur Íslensku sjónlistaorðuna sem afhent verður næstkomandi fimmtudag í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Tilnefnd eru Ásmundur Ás- mundsson fyrir sýninguna Hola í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sem haldin var árið 2009, Katrín Sigurð- ardóttir fyrir sýninguna Katrin Sig- urdardottir at the Met sem haldin var á Metropolitan safninu í New York, 2010- 2011 og Ragnar Kjartansson fyrir sýning- arnar The End, framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2009, Bliss á Performa-hátíðinni í New York, 2011 og Song í Carnegie safninu í Pittsburgh árið 2011. Þau Katrín og Ragnar hafa áður verið tilnefnd til verðlaunanna, Katrín árið 2006 og Ragnar Kjartansson árið 2008. Líkt og var með Sjónlistaverðlaunin á árum áður verður sett upp sýning á völdum verkum þeirra Ásmundar, Katr- ínar og Ragnars í Listasafni Akureyrar næstkomandi laugardag ásamt sýn- ishornum af verkum heiðurslistamanns og Spíru 2012. Einnig verður gefin úr rafræn sýningarskrá á íslensku og ensku sem hægt verður að lesa á vefsetri Sjón- listamiðstöðvarinnar, sjonlist.is. Sjónlista- verðlaunin endurvakin Íslensku sjónlistaverðlaunin voru á sínum tíma ein helsta viðurkenning á sviði myndlistar, hönnunar og arkitektúrs. Þau lögðust af í kjölfar efnahagshrunsins 2008 en verða nú endurvakin. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.