SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 09.09.2012, Blaðsíða 11
9. september 2012 11 05:45 Vekjaraklukkan í farsímanum hringir og sem betur fer er ég snöggur að vakna annars væri afskaplega erfitt að vera með morgunþátt í útvarpi. Ég laumast frammúr og passa mig að vekja hvorki soninn né konuna. Ég tek mig til fyrir vinnuna en mesta undirbúningsvinnan fyrir útvarpsþátt dags- ins fer fram daginn áður. Þá grúska ég á tónlist- arsíðum, fletti tónlistartímaritum og næ mér í efni. Þessa vikuna er spennandi slagur á breska breið- skífulistanum þar sem tvær nokkuð stórar sveitir gefa út plötur í sömu vikunni og keppa um toppsæti listans. Norður-írska sveitin Two Door Cinema Club og Lundúnahljómsveitin The Vaccines með bassaleikarann Árna Hjörvar innanborðs. Í gær- kvöldi renndi ég í gegnum kynningareintök af þessum plötum og kvað upp minn dóm í morguns- árið í þættinum á X-977. Seinna um kvöldið kíkti ég á tónleika Baraflokksins á Gamla Gauknum. Allt gert af einskærum tónlistaráhuga sem spillir ekki fyrir þegar maður sér um tónlistarþátt í útvarpi. 06:00 Ég vek konuna mína varlega og hún tekur sig til fyrir vinnuna á meðan ég fylgist með syn- inum sem er oftar en ekki vaknaður. Það er komin góð rútína á morgnana eftir að Grétar Þór, 17. mán- aða, byrjaði hjá dagmömmu. Þessi rútína rauk reyndar útí veður og vind í sumarfríinu en lífið er aftur að færast í fastar skorður. Sonur minn er ekki mikið fyrir að dunda sér svona snemma og vill helst vera í fanginu á foreldrum sínum og þessvegna er fínt að hjálpast að. Við feðgarnir skundum inní eld- hús og hitum hafragraut og lítill gaur fylgist með hverju handtaki. Eftir morgunmatinn er Bára yfir- leitt klár og ég rýk á stað til vinnu á meðan að þau dunda sér heima til hálf átta. 06:30 Mæti í Skaftahlíðina þar sem að Heimir Karls á Bylgjunni er búinn að taka til dagblöð dags- ins og Þráinn Steinsson tæknifrömuður bíður bros- andi með kaffibollann. Það er unaðslegt að mæta svona snemma til vinnu, kyrrðin er oftast alger, engin umferð og ekkert stress. Ég fletti blöðunum og merki við fréttir sem ég get notað í þættinum. Ég nýt þeirra forréttinda að geta sleppt neikvæðum fréttum og ég þarf ekkert að velta mér uppúr mál- efnum líðandi stundar, það eru hæfari menn í slík- um vangaveltum á fjölmiðlum. 07:00 Á slaginu sjö hefst morgunþátturinn Ómar á X-977. Þátturinn byggir af stærstum hluta á tónlist og tónlistartengdum hlutum og yfirlýst markmið þáttarins er að koma fólki glottandi útí daginn, ekki hlæjandi heldur glottandi. Það er stór munur þar á. Fastir dagskrárliðir eru á sínum stað eins og sjónvarps- og kvikmyndagetraun dags. 7:45 Hvolsvöllur dagsins fer í loftið. Dag- skrárliðurinn tengist ekki Hvolsvelli á nokkurn hátt en nafngiftin er óður til æskustöðvanna þar sem ég er gríðarlega stoltur Hvolsvellingur. Yfirleitt tengist Hvolsvöllur dagsins merkilegum atburði sem gerðist í rokksögunni á þessum degi. 8:45 Morgunblúsinn (blús fyrir Helenu) fer í loftið en það er sérvalið lag til að koma fólki í rétta gírinn. Fólk er oft í bílnum, fast í umferð, á leiðinni inní daginn og það er besti tíminn fyrir pepp. Þetta er sjaldnast blús en nafnið festist á dagskrárliðnum og í raun ástæðulaust að breyta því. Á milli fastra liða spila ég blöndu af nýrri og gamalli tónlist. Tón- list er ástríðan og ég er í símanum næstum allan þáttinn að spjalla við hlustendur um tónlist, taka við óskalögum o.s.frv. Án þessara samskipti yrði enginn þáttur. 10:00 Ég leita að tónlistarfréttum á Netinu fyrir Púlsinn sem er daglegur tónlistarfréttapakki á X- inu. Ég les í gegnum fréttatilkynningar og annað sem má nota í fréttirnar. 12:00 Þá skunda ég í matstofuna. Það er ótrú- lega þægilegt að hafa mötuneyti á vinnustaðnum og þurfa ekki að þvælast úr húsi til að ná sér í hádegis mat. Verst hvað ég fitna svakalega. 13:00: Nú hefst vinna við tónlistarstöðina PoppTv en ég sé um tónlistina þar sem er oftast af allt öðrum meiði en tónlistin á X-inu. Fjölbreytnin er bara skemmtileg, enda mikið um flott tónlistar- myndbönd og íslenski bransinn er sérlega frjór. 14:00: Farið yfir tónlistina á X-977 og ákveðið hvað fer í spilun. Fundinn sitjum við félagarnir af X-inu ég, Orri, Frosti og Máni og það er stundum hasar á þessum fundum sem er stórkostlegt. Þegar tónlistarfundi lýkur þá undirbý ég Heimkeyrsluna sem er á dagskrá X-977 alla virka daga milli 17:30 og 19:00. Þar spila ég klassíska rokktónlist sem stuðlar auðvitað að því að fólk komi heilt heim eftir daginn. 15:00 Hér lýkur vinnudeginum (enda byrjar hann snemma) og ég sæki Grétar Þór til dag- mömmunnar. Við feðgarnir dundum okkur heima þangað til að Bára kemur heim um fjögur leytið en stundum notum við tímann og förum í búð eða í kaffi til ömmu Birnu. Fjölskyldan er nú oftast að dunda sér frammað kvöldmat en uppúr sex fer ég að vona að konan mín ætli að elda. Ég er arfaslakur í eldhúsinu en ræð algerlega yfir þvottahúsinu þann- ig að ég er ekki alslæmur. Ég þarf samt að fara að elda oftar (roðna. Bára, þú ert æðisleg). 20-21:00 Þegar sonurinn er sofnaður þá slaka foreldrarnir á (þau eru nú fallegust þegar þau sofa). Undanfarið dett ég þó í skólabækurnar því ég skellti mér í Háskólabrú Keilis til að bæta fyrir gamlar syndir. Ég vildi helst ekki að börnin mín upplifðu mig ómenntaðan, dreif mig af stað aftur og það er mesta furða hvað toppstykkið virkar ennþá. Þetta er mikið efni og því nóg að gera og um að gera að nýta tímann vel. Hugurinn stefnir til frekara náms þannig að þetta er bara upphitun. Áður en ég loka tölvunni þá kíki ég á helstu tónlistarsíðurnar til að undirbúa næsta dag. Það er gott að sofna ZZZZZ Dagur í lífi Ómars Eyþórssonar útvarpsmanns Morgunblaðið/Kristinn Líf dagdraumamanns Ég er í hópi þeirra fjöl-mörgu Íslendinga ásíðustu öld, sem lærðuað lesa á Litlu gulu hænuna, sem Steingrímur Ara- son, kennari og uppeldisfröm- uður, tók saman og kom fyrst út árið 1930. Ég man enn um hvað sagan var. Litla gula hænan hafði fundið hveitifræ. Því þurfti að sá, þá að slá hveitið og þreskja, mala kornið og baka úr því brauðið. Þegar átti að vinna sögðu svínið, kötturinn og hundurinn öll við litlu gulu hænuna: „Ekki ég.“ Þegar átti hins vegar að gæða sér á brauð- inu sögðu svínið, kötturinn og hundurinn: „Nú get ég.“ Þessi dýr vildu seilast til afurðar af vinnu annarra. Sagan á sér aug- ljósar hliðstæðar í ýmsum stjórnmálastefnum, sem nú eru ofarlega á baugi. Flosi Ólafsson leikari lærði eins og ég að lesa á Litlu gulu hænuna og orti: Las ég mér til menntunar margan doðrant vænan, en lærdómsríkust lesning var litla gula hænan. Hitt vita færri, að Steingrímur Arason staðfærði söguna úr bandarískri barnabók (sennilega með rætur í rússneskri þjóð- sögu) um „the little red hen“, sem var í vinfengi við latan hest, syfjaðan kött og háværa gæs. Hún fann fræ og fékk þá hug- mynd að sá því. Þá sögðu hest- urinn, kötturinn og gæsin einum rómi: „Ekki ég.“ Hið sama gerðu þau, þegar hænan sló hveitið, þreskti það, malaði og bakaði. En þegar litla rauða hænan spurði, hver vildi éta með henni brauðið sögðu allir: „Nú get ég.“ En þá sagði litla rauða hænan: „Nei, ég ætla að éta brauðið ein.“ En það er ekki hættulaust að vera í einhverjum hópi eini ein- staklingurinn, sem sýslar við arðbæra iðju, eins og ljóð Andra Snæs Magnasonar sýnir: Ekki ég voru síðustu orð litlu gulu hænunnar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Litla gula hænan www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Gómsætar, einfaldar og fljótlegar m ú f f u r í h v e r t m á l bbbb „Það er algjör óþarfi að láta íhaldssemina halda sér frá þessari bók því hún er þrælsniðug á allan hátt.“ Sólrún lilja r agnarSdóttir / dV

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.