Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 6

Morgunblaðið - 03.10.2012, Síða 6
„Það vekur at- hygli að talsvert fleiri hafa fengið náms-, rann- sóknar- og vís- indastyrki árið 2011 en árið áð- ur. Þeim sem draga þessar greiðslur frá stofni á framtali 2012 fjölgaði um fimmtung. Þjóðin er að mennta sig,“ segir Páll Kolbeins, hagfræð- ingur hjá ríkisskattstjóra, í grein sinni í Tíund, tímariti embættisins. Fram kemur að styrkir sem greiddir voru vegna náms og vís- indastarfa voru hátt í 1,8 milljarðar 2011, sem er 27% meira en árið áð- ur. 19.631 framteljandi taldi fram slíka styrki. Af þeim 1,8 milljörðum sem greiddir voru í styrki voru 1,2 milljarðar dregnir frá tekjunum en 1.763 framteljendur lækkuðu ekki skattstofninn vegna þessara styrkja. „Það eru því einhverjir sem ýmist hafa engan kostnað til að draga frá greiddum rannsóknarstyrkjum eða nýta sér ekki heimild til að draga frá kostnað á móti styrkjum,“ segir í greininni í Tíund. Fram kemur að frádráttur vegna styrkja var þriðjungi hærri en á árinu 2010. Mikil fjölgun styrkja vegna náms og vísindastarfa Háskóli Þjóðin er að mennta sig. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Alls fengu 917 launamenn greitt úr Ábyrgðarsjóði launa á síðasta ári. Sjóðurinn ábyrgist greiðslu vinnulaunakröfu launþega og kröfu lífeyrissjóða vegna lífeyrisiðgjalda á hendur vinnuveitanda við gjaldþrotaskipti. Fjöldi gjaldþrota eftir hrunið hefur valdið því að þúsundir launamanna hafa þurft að sækja kröfur sínar til sjóðsins. Á árunum 2008 til 2011 voru þeir samtals 4.672. Skv. upplýsingum Björgvins Steingrímssonar, deildarstjóra hjá Ábyrgðarsjóði launa, hefur dreg- ið úr fjölda krafna á þessu ári en þær voru 439 á fyrstu 9 mánuðum ársins. Því má ætla að um 600 launamenn fái greitt úr sjóðnum á þessu ári þegar upp verður staðið. Samtals hafi því tæplega 5.300 launamenn þurft að sækja vangoldin laun og líf- eyrisgjöld til Ábyrgðarsjóðs launa frá árinu 2008, í langflestum tilvikum vegna gjaldþrota fyrirtækja. Meðalfjárhæð greiddra launakrafna er á bilinu 470.000 – 590.000 á tímabilinu janúar 2010 – sept- ember 2012 að sögn Björgvins. Fjárhæðir lífeyr- issjóðskrafnanna sem greiddar hafa verið 2009 – 2011 eru að meðaltali um 700.000 fyrir hverja kröfu. Ábyrgð á launum er vegna þriggja síðustu starfsmánaða, orlofs og launa á þriggja mánaða uppsagnarfresti. Ábyrgð á lífeyrissjóðskröfunum nær til lengri tíma, eða allt að 18 mánaða. Að jafnaði fást ekki nema 10-15% upp í kröf- urnar við úthlutanir úr þrotabúum. Í nýútkominni ársskýrslu Vinnumálastofnunar, sem hefur um- sjón með Ábyrgðarsjóðnum, kemur fram að út- gjöld sjóðsins vegna þrotabúa voru um 1.837 millj- ónir kr. í fyrra og vegna greiðsluerfiðleika voru þau um 13 milljónir. Útgjöldin náðu hámarki á ár- unum 2009 og 2010. 5.300 kröfur frá 2008  Meðalfjárhæð greiddra launakrafna Ábyrgðarsjóðs launa 470.000-590.000 kr. Morgunblaðið/Golli Peningar Áætlað er að 600 launamenn fái greitt úr Ábyrgðarsjóði launa á þessu ári. Embætti Ríkisskattstjóra hélt upp á 50 ára af- mæli sitt í Salnum í Kópavogi í gær en embættið var stofnað hinn 1. október 1962. Í tilefni dagsins opnaði Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra nýjan upplýsingavef embætt- isins en gærdagurinn var annar dagur hennar í stóli fjármálaráðherra. Á myndinni sjást þau Katrín Júlíusdóttir fjár- málaráðherra og Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri sitja hlið við hlið auk hinna fjöl- mörgu gesta sem viðstaddir voru afmælishaldið í Salnum í gærdag. Morgunblaðið/RAX Ráðherra opnaði nýjan upplýsingavef Embætti Ríkisskattstjóra fagnaði 50 ára afmæli sínu í Salnum í gær Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tekjuskatts- og útsvarsstofn einstak- linga hækkaði um tæpa 63,7 milljarða á síðasta ári. Þar af var um þriðjung- ur vegna lífeyris- og trygginga- greiðslna. „Stofninn óx því ekki vegna meiri vinnu og hærri launa heldur vegna tilfærslu innan kerfisins,“ segir í grein eftir Pál Kolbeins, hagfræðing hjá embætti ríkisskattstjóra, sem birt er í nýútkominni Tíund, tímariti emb- ættisins. Þar fer Páll ítarlega yfir nið- urstöður álagningar skattsins 2012 og breytingar sem átt hafa sér stað á milli ára skv. framtölum. Fram kemur að laun, hlunnindi og starfstengdar greiðslur hækkuðu í fyrra um rúma 45 milljarða, eða um 6,8%. „Laun, hlunnindi, reiknað end- urgjald og ýmsar starfstengdar greiðslur eru nú aðeins 15,8 milljörð- um hærri en skv. framtölum ársins 2009. Ekki þarf að fjölyrða um að 2,3% hækkun á þremur árum dugar engan veginn til að vega upp á móti rýrnun gjaldmiðilsins, verðmælisins sem tekjur eru mældar í. Þeim fækk- ar sem telja fram laun,“ segir í grein- inni í Tíund. Aukist um 180% á fjórum árum Í umfjöllun um hvernig félagslegar greiðslur sveitarfélaga hafa þróast bendir Páll á að um árabil greiddu sveitarfélög um einn milljarð á ári í fé- lagslega aðstoð. Frá álagningu 2008 hafa þessar greiðslur hins vegar hækkað mikið eða úr 980 milljónum í 2.746 milljónir. Bætur og styrkir sveitarfélaga hafa því aukist um 180% á fjórum árum. „Á þessum tíma hefur þeim sem telja fram þessar greiðslur fjölgað um 2.405, eða 77,8%. Árið 2008 fengu 3.090 greiddar félagslegar bæt- ur. Nú töldu 5.495 fram slíkar bætur.“ Fjármagnstekjur landsmanna minnkuðu gríðarlega eftir hrunið, t.a.m. um 55,2 milljarða milli áranna 2009 og 2010 og um tæpa 73 milljarða milli áranna 2010 og 2011. Fjár- magnstekjur tóku að hækka á ný í fyrra skv. skattframtölum. „[…] segja má að hér sé um nokkur tíðindi að ræða, sérstaklega í ljósi þróunar síðustu ára. Landsmenn töldu fram tæpa 78,3 milljarða í fjár- magnstekjur,“ segir í greininni. Lagðir voru á tæpir 10,3 milljarðar í skatt af fjármagnstekjum einstak- linga. Skatturinn hækkaði um 143 milljónir eða um 1,4% en fjármagns- tekjur hækkuðu um 18,1%. „Fjár- magnstekjuskattur hækkaði því mun minna en stofninn þrátt fyrir að fjár- magnstekjuskattur hafi verið hækk- aður úr 18% í 20%, eða 11,1% við álagningu í ár og frítekjumark vegna vaxtatekna hafi verið óbreytt,“ segir í Tíund. Meginskýringin á þessum mun liggur í frítekjumörkunum, að mati Páls. Minni vextir af innstæðum Innstæður í bönkum hafa minnkað mikið. Þær lækkuðu um tæpa 83 milljarða árið 2010 og 46,8 milljarða 2011. „Í árslok árið 2011 áttu lands- menn 486,3 milljarða í innstæðum. Vextir og verðbætur af þessum inn- stæðum voru þá tæpir 18,8 milljarðar, 9,7 milljörðum lægri en árið áður. Þetta er lækkun um 35%.“ Færri telja fram laun  Tekjuskattsstofninn óx ekki vegna meiri vinnu og hærri launa á síðasta ári heldur vegna tilfærslu innan kerfisins, segir í grein í tímariti ríkisskattstjóra Lífeyrisiðgjöld eru langstærsti frádráttarliður frá tekjuskatts- og útsvarsstofni einstaklinga. Við álagningu í sum- ar kom í ljós að tekjuskattsstofn- inn var lækk- aður um 27,7 milljarða vegna al- mennra iðgjaldagreiðslna launamanna í lífeyrissjóði á árinu 2011. „Þá var stofninn lækkaður um tæpa 13,7 milljarða vegna viðbót- arframlags í lífeyrissjóð. Færri drógu nú viðbótariðgjald í lífeyr- issjóð frá stofni en fyrir nokkrum árum,“ segir í grein í Tíund, tíma- riti ríkisskattstjóra. „Nú lækkaði 89.101 einstakl- ingur tekjuskattsstofn vegna við- bótariðgjalds í séreignarlífeyr- issjóð. Árið 2008 drógu 104.915 viðbótariðgjald frá skattstofni, það er 13.746 fleiri en í ár. Nú, á yf- irstandandi ári, er búið að lækka frádrátt vegna iðgjalds í séreign- arsjóð um helming. Að óbreyttu hefðu því tæpir sjö milljarðar ver- ið skattlagðir ef frádráttur vegna greiðslu í séreignarsjóð hefði verið helmingi minni, tvö prósent en ekki fjögur,“ segir í grein Páls Kolbeins í Tíund. Færri drógu viðbótariðgjald frá Skuldir einstaklinga vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota voru tæpir 1.124,2 millj- arðar um síðustu áramót og lækkuðu um tæpa 27,5 milli ára. „Þessar skuldir hafa aukist um 66,1 milljarð frá 2009 þrátt fyrir þessa lækkun,“ segir í Tí- und. Fram kemur að frá framtali á árinu 2008 til skattframtals á þessu ári jukust allar eignir einstaklinga um tæpan 231,1 milljarð eða um 6,8%. Á sama tíma jukust skuldirnar um 411,3 milljarða eða um 30,5%. Skuld- ir voru þá 48,7% af eignum. 26.422 fjölskyldur bjuggu hins vegar í skuldlausu húsnæði. Skuldir 48,7% af eignum SKULDIR OG EIGNIR 559 Kröfur Ábyrgðarsjóðs launa í milljónum vegna byggingarstarfsemi 2011 141 milljónar tekjur fengust við úthlutanir úr þrotabúum í fyrra ‹ KRÖFUR OG GJALDÞROT › »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.