Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 32

Morgunblaðið - 03.10.2012, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. OKTÓBER 2012 ✝ Ágústa Sveins-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 24. febrúar 1920. Hún lést á Land- spítala við Hring- braut 13. sept- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Sveinn Sig- urhansson, múrari og vélstjóri í Vest- mannaeyjum, f. 21. júní 1892 í Stóru Mörk, V-Eyjafjallahreppi, d. 6. des- ember 1963, og Sólrún Ingv- arsdóttir, f. 9. október 1891 í Hellnahóli, V-Eyjafjallahreppi, d. 21. ágúst 1974. Systkini Ágústu eru Berent Theodór, f. 21. ágúst 1926, kona hans er Laufey Guðbrandsdóttir, Garð- ar, f. 15. janúar 1933, d. 9. jan- úar 2012, kona hans var Ólöf Karlsdóttir og Tryggvi, f. 20. júní 1934, kona hans er Þóra Ei- ríksdóttir. Ágústa bjó á Bakkastíg 11 í Vestmanna- eyjum og starf- aði hjá Hrað- frystistöð Vestmannaeyja til ársins 1973. Eftir eldgosið í Vest- mannaeyjum fluttist hún til Reykjavíkur og starfaði hjá Umbúðamiðstöðinni til ársins 1994. Síðustu árin var Ágústa virk í félagsstarfi Blindra- félagsins og sótti þangað margvíslega dagskrá. Útför Ágústu var gerð í kyrrþey frá Laugarneskirkju 28. september 2012. Okkur langar að minnist föð- ursystur okkar, Ágústu Sveins- dóttir, sem nú er nýlega látin eftir langt lífshlaup. Gústa frænka var fædd á fyrrihluta síðustu aldar og lifði hana með öllum þeim miklu þjóðfélags- breytingum sem urðu. Hún var fædd og uppalin í Vestmanna- eyjum og bjó þar fram að gos- inu 1973. Segja má að gosið hafi verið tímamótaviðburður í lífi Gústu sem og annarra Eyja- manna. Okkur er minnistætt þegar Gústa og amma Sólrún komu til okkar frá Eyjum þar sem þær þurftu að yfirgefa hús sitt. Fengu þær að gista hjá foreldrum okkar. Garðar bróðir Gústu og kona hans Lóa, sem bjuggu í sama húsi í Eyjum, fengu að gista hjá Berenti og kona hans Laufeyju. Óþarfi er að rekja hér þann mikla atburð sem varð í lífi þess fólks sem flýja varð sínar heimaslóðir og jafnvel missti allar sínar eigur. Um það hafa verið skrifaðar margar bækur. En breytingin í lífi okkar að- standenda Gústu var mikil og ánægjuleg upp frá þessu, því þá fengum við að kynnast henni meira. Hún varð eiginlega eins og amma okkar, kom í öll af- mæli og þá viðburði sem til- heyrðu fjölskyldunni. Eftir- minnanlegt er þegar hún fór með okkur bræðurna til Ves- mannaeyja eftir gos árið 1975 þar sem mikið reyndi á þol- inmæðina að passa þrjá fjöruga stráka. Óhætt er að segja að þeir sem þekktu og kynntust Gústu sáu strax að þar fór sérstaklega hlý og góð kona sem hugsaði fyrst og fremst um velferð ann- arra. Við okkur krakkana var hún einstaklega góð sem og við börn okkar og var hún ávallt í miklu uppáhaldi hjá öllum. Fyr- ir alla aðstandendur Gústu var það þeim mikil gæfa að eiga hana að. Blessuð sé minning Gústu frænku. Eiríkur Sveinn, Tryggvi Þór og Gísli. Nú er hún Gústa mín horfin frá okkur. Hún reyndist mér sem önnur móðir og sonum mínum sem besta amma. Ekki eru allir svo heppnir á lífsins leið að kynnast slíkri gæsku og innri fegurð sem Gústa hafði að geyma. Er ég sá hana fyrst var ég nýbúin að kynnast pilti er síðar varð eiginmaður minn, Skúla Tryggvasyni heitnum. Henni þótti ekki verra að Skúli hefði kynnst stúlku ættaðri úr Vestmannaeyjum. Skúli dvaldi mörg sumur í Eyjum hjá ömmu sinni og Gústu sem drengur, þótti henni mjög vænt um hann. Við Gústa náðum strax ein- staklega vel saman. Ég bauð henni í innkaupaferð einu sinni í viku því hún keyrði ekki sjálf, hún var mjög þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Árið 1981 eignuðumst við Skúli dreng, Magnús Ágúst, sem fæddist á afmælisdaginn henn- ar. Hún varð orðlaus þegar ég sagði henni að okkur langaði að skíra í höfuðið á henni, varð mjög hrærð og fannst það mik- ill heiður. Hún kallaði drenginn nafna sinn og þau gáfu hvort öðru mikið, hann lítill drengur sem leitaði í faðminn hennar sem var opinn, hlýr, fullur af ást og umhyggju. Þegar Magnús Ágúst var eins og hálfs árs héldum við litla fjölskyldan til Danmerkur til framhaldsnáms, þar bjuggum við í fimm ár. Gústa kom til okkar á hverju sumri og dvaldi hjá okkur í sumarfríinu. Við átt- um yndislegar stundir saman og hún og drengurinn nutu samvistanna mjög. Oft var erf- itt að kveðja, þegar kom að far- ardegi. Í þá daga sendi fólk sendibréf og við tókum upp þann sið að tala inn á snældur og segja frá því sem var að ger- ast hjá okkur. Hún svaraði á sama hátt og söng og talaði við drenginn á snældunum. Árið 1987 fæddist annar son- ur, Árni Þór, og umvafði hún hann af sömu ást og bróður hans. Drengjunum fannst gam- an að koma til Gústu frænku og oft var gist á Kleppsveginum. Árni Þór elskaði að sulla í vatn- inu í eldhúsvaskinum, þá stóð Gústa þar með drenginn og hann fékk að sulla að vild, hún sýndi endalausa þolinmæði. Gústa var tíður gestur á heimili okkar, hún vildi alltaf vera að hjálpa til, og eftir hana liggja ófá handklæði, visku- stykki og rúmföt útsaumuð með upphafsstöfum okkar. Reiðar- slag varð þegar Skúli, eigin- maður minn greindist með ill- kynja sjúkdóm sem dró hann til dauða aðeins fertugan. Það reyndi mjög á Gústu að sjá á eftir elskulegum frænda og föð- ur drengjanna. Böndin styrkt- ust enn meir við andlát hans og hún var vakin og sofin yfir okk- ur sem eftir vorum. Daglegt samband var árum saman og mikill styrkur að finna um- hyggjuna sem kom frá henni. Gústa var rík af kostum, göf- uglyndi, æðruleysi, hógværð og með einstakt minni. Hún var ekki allra, en þeir sem hún tók undir sinn væng fengu að njóta einstakrar umhyggju og alltaf var hún að hugsa um aðra en sjálfa sig. Þökk fyrir ást og hlýju þína þú elsku sáðir í minn reit. Stuðningsstoð við syni mína söknum þín, það ég veit. Kveð þig góða Gústa mín góðverk þinna munum minnast. Hugur leitar í ljósið til þín, lánið mitt var þér að kynnast. (Ninný.) Kveð með virðingu og þökk, minning þín mun lifa sem lýs- andi ljós. Jónína Magnúsdóttir (Ninný.) Elsku Gústa frænka, nú hef- ur þú kvatt okkur hinstu kveðju, 92 ára. Þegar við lítum til baka og hugsum til þín er okkur efst í huga ólýsanlegt þakklæti yfir að hafa alist upp með þig við hlið okkar. Þú hefur ætíð verið okkur svo kær og kennt okkur svo margt. Ávallt höfum við getað leitað til þín og alltaf hef- ur þú tekið okkur opnum örm- um eins og við erum. Sérstak- lega minnumst við þín fyrir dugnaðinn, gleðina, útgeislunina og húmorinn sem þú hafðir. Aðdáunarvert var hvað þú leist alltaf jákvæðum augum á lífið og tilveruna, alltaf sástu björtu hliðarnar í hvaða aðstæðum sem var. Oft fórum við í pössun til þín sem litlir drengir, ýmist saman eða í sitt hvoru lagi. Alltaf þótti okkur það jafn gaman, sannkall- aðar ævintýraferðir þar sem þú lagðir þig alla fram við að gera dvölina sem skemmtilegasta. Iðulega var hápunkturinn ferð í bæinn, þar sem við kíktum oft í Kolaportið og fengum hamborg- ara eða pitsu á eftir. Á kvöldin fengum við svo að vaka fram eftir og jafnvel að horfa á bann- aða mynd þar sem þú gast ómögulega sagt nei við okkur. Við höfum alltaf kunnað að meta að þrátt fyrir mikinn ald- ursmun, hefur samband okkar við þig grundvallast á gagn- kvæmri vináttu og virðingu frekar en boðum og bönnum. Við upplifðum snemma að þú komst fram við okkur á jafn- ingjagrundvelli og virtir skoð- anir okkar, leitaðir jafnvel ráða hjá okkur til dæmis varðandi hvað væri best á matseðlinum, frekar en að segja okkur til. Á þessum árum vorum við stund- um óþekkir og stríðnir hvor við annan en lögðum okkur alltaf fram við að óhlýðnast þér ekki, þar sem við fundum hvað það særði þig mikið ef ósætti var. Hvorugur okkar hafði samvisku í það og reyndum við að koma fram við þig af sömu virðingu og þú sýndir okkur. Á æskuárunum varst þú tíður gestur á heimili okkar og var nærvera þín okkur mikils virði. Okkur þótti alltaf notalegt að koma heim úr skólanum þegar þú varst heima og jafnvel búin að baka pönnukökur. Frá því að við munum eftir okkur hefur þú verið hjá okkur á aðfangadags- kvöld og verður þín saknað framvegis. Eftir fráfall föður okkar, Skúla Tryggvasonar, studdir þú okkur fjölskylduna sem mest þú máttir. Við fundum ætíð fyrir mikilli væntumþykju til pabba frá þér. Þú sagðir okkur marg- ar sögur af honum frá því að hann dvaldi hjá þér og ömmu sinni Sólrúnu í Vestmannaeyj- um sem barn og unglingur á sumrin. Allar þessar samveru- stundir og sú jákvæða orka sem við fengum frá þér bundu okkur sterkum vináttuböndum sem héldu allt fram á síðasta dag. Elsku Gústa, við kveðjum þig fullir af þakklæti og söknuði, hvíl í friði. Þínir frændur, Magnús Ágúst og Árni Þór. Við leggjum af stað út í lífið leitandi systur og bræður. Og við eru dæmd til að deyja en dómarinn stundinni ræður. Við bjástrum í biðsal dauðans og bíðum þar sólarlagsins. Ljúft er að leggjast til hvílu að lokinni vinnu dagsins. (Hafsteinn Stefánsson.) Með þessum orðum kveð ég kæra vinkonu mína Ágústu og votta bræðrum hennar og fjöl- skyldum þeirra mína innileg- ustu samúðar. Blessuð sé minn- ing hennar. Svava Gunnarsdóttir. Elsku Ágústa mín, þegar bróðir þinn lét mig vita að þú hefðir fengið hvíldina fylltist hugur minn miklum söknuði en um leið létti að þrautum þínum væri lokið. Okkar vinskapur hófst þegar ég fór að koma í innlit og þrif til þín og alltaf þurfti ég að stoppa í kaffi og kökum þar sem þú elskaðir að gefa fólki að borða. Ég setti rúllur í þig í hverri viku svo þú gætir verið fín í öllum veisl- unum sem þú hafðir svo mikla ánægju af að fara í. Þú talaðir voðalega mikið um bræður þína enda voruð þið einstaklega nákomin og þeir duglegir að bjóða þér með sér ef eitthvað var um að vera. Þó svo að ég hætti að þjónusta þig við daglegar þarfir vegna breytinga í starfi, hélst okkar vinskapur áfram og ég hélt áfram að kíkja í kaffi til þín og færði þér kökur sem þú hafðir svo gaman af að bjóða öðrum upp á. Þó að leiðir okkar skilji nú veit ég að þú verður sú fyrsta sem tekur á móti mér þegar við hittumst aftur hinum megin. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Hvíldu í friði, elsku vinkona. Sigurlaug J. Bergvinsdóttir. Ágústa Sveinsdóttir Þau tíðindi féllu mér sem þruma ur heiðskíru lofti í haust- byrjun að Björgvin Kristjánsson, vinur minn til rúmra þriggja ára- tuga, væri látinn. Þrátt fyrir stopult samband er mér og mín- um missir að þessum gengna vini. Kynni okkar hófust er við vorum á vertíð í Eyjum árið 1978 minnir mig. Þarna var kraum- andi mannlíf, markað fyrirheit- um um hið ókomna, ekkert var ómögulegt og hugsjónir flestar glampandi í skini bjartrar fram- tíðar. Við vorum rétt kallaðir einhvers konar síðhippar, hallir undir handverk, sjálfsþurft, sam- hjálp og anarkí. Við þennan vin- fund varð ég harla glaður; hér var kominn maður með sterka móralska taug, sem átti aldrei eftir að gefa sig þótt pusaði glatt á stundum. Skaphöfnin var skörp og ákveðin en laus við hvimleitt egosentrí og hann sat yfir einskis manns hlut. Honum Björgvin Þór Kristjánsson ✝ Björgvin ÞórKristjánsson fæddist í Reykja- vík 3. nóvember 1956. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans 8. ágúst 2012. Útför Björgvins fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 17. ágúst 2012. var það alfjarri að gjöra samborgurum skráveifu eða ágang, enda naut hann velvilja og trausts í hverjum sektor. Vinahópur hans innihélt full- trúa úr flestum kimum, akadem- íkerum mætti hann á jafnsléttu, sjó- haukar og náttúru- fólk voru honum samtauga sem og iðkendur handverks og lista. Þeir stóðu í skemmtilegri bóka- útgáfu feðgar, þar kenndi margs; handbækur ætlaðar túristum, bláslegin kvæði forn ásamt myndskreyttri bók um okkar týndu borg Atlantis o.fl. Þar naut Björgvin sín í prentumbúð o.fl. tengdu útgáfu,var annálaður fyrir tök sín á tölvuvinnslu. Hann var mannasættir og reddari margra hluta. Þannig man ég eitt sinn er hann bað mig finna sig á einhverjum keisaran- um snimmendis í miðri viku, þá stóð hann í matargjöfum í marg- ar gráður, hafði fengið slangur af ýsuflökum hjá sjóvini. Urðu þar margir flaki fegnir og mátti finna hlýhug sem viðstaddir báru til hans. Lífið fór misjöfnum höndum um hann. Þessi mannkosta- og hæfileikamaður veiktist snemma ævinnar og hefði þá mátt koma sér upp því farartæki andans sem ungviðið kallar vælubíl. Björgvin kaus frekar að skeiða uppréttur gegnum lífið á tveimur jafnfljótum og féll aldrei í sjálfs- vorkunnargildrur sem forlögin spenntu honum. Það er með nokkrum kinnroða sem þessi skrifari rifjar upp þeg- ar Bjöggi hastaði á bitran nöld- ursegg sem lífið hafði þó ausið gjöfum, og stemmdi þannig af mannfyrirlitningu og vanþakk- læti. Aldrei heyrði ég á honum æðru- eða vonleysi, hvert sinn sem við hittumst voru uppi ný spennandi plön, sjóndeildar- hringurinn vorljós og minnti á hina sælu daga forðum þegar við kyntum ofna ímyndunaraflsins með þeim brikkum sem til- heyrðu samtímanum og hönnuð- um umgjörð utan um hið rétta mannlíf. Hann átti góða að og voru kærleikar með honum og fjöl- skyldu hans. Þeim ber öllum samúðarkveðjur hér, hafandi mikils misst. Kynni mín af þessum manni voru til þess fallin að draga af ýmsan lærdóm. Um hvað gerir okkur að mönnum, hvað er að lifa með reisn og vera veitull umhverfi sínu. Ég mun í kvöld spila Köln- arkonsertinn hans Keiths Jar- retts, sem Bjöggi kynnti mér fyrir margt löngu og skal það vera hans requiem. Undir þeim leik er upplagt að gá til stjarna og minnast góðs drengs sem var vinur lífs og lif- enda. Snorri Arnarson. Pabbi vann alla tíð mikið. Ungur byrjaði hann að vinna hjá föður sínum, við saltfisk- þurrkun, sem sendisveinn, við byggingarstörf og uppskipun. Hann sá um heyskap á sumrin meðan á námsárum í Reykja- vík stóð. Uppeldissystir afa, Kristbjörg Þorbergsdóttir, hvatti hann til að ganga menntaveginn. 15 ára gamall hóf hann nám í Reykjavík. Að loknu háskólanámi flutti hann aftur til Eyja og hóf störf hjá föður sínum á skrifstofunni. Vinnudagurinn gat verið strembinn og langur. Pabbi og mamma urðu fyrst systkina sinna til að flytja til Reykjavíkur. Var mikill gesta- gangur á heimili okkar og oft næturgestir. Skemmtilegar endurminningar eru frá þess- um árum, mikill hlátur og gleði. Pabbi vann oft heima á Sigtryggur Helgason ✝ SigtryggurHelgason fæddist í Vest- mannaeyjum 5. október 1930. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 14. sept- ember síðastliðinn. Útför Sigtryggs fór fram frá Bú- staðakirkju 27. september 2012. kvöldin og um helgar. Borðstofu- borðið var undir- lagt af pappírum sem ekki mátti snerta, undir hljómuðu uppá- haldsóperurnar og söng hann með þegar allt stemmdi. Pabbi var óþreytandi að ferðast með okkur um landið. Klukkan sex á föstudögum var lagt af stað í útilegu, farið sama hvernig viðraði. Hann fræddi okkur um landið, söguna, gróðurinn, fuglana og stjörnurnar. Þau eru sjálfsagt fá fjöllin sem hann þekkti ekki. Pabbi var vinnuþjarkur, talnaglöggur og minnugur. Hann var stríðinn og uppá- tækjasamur. Hann gerði mikl- ar kröfur til sjálfs sín og var ósérhlífinn. Hann var oft harð- ur í horn að taka og fastur fyr- ir en undir sló viðkvæmt hjarta. Hann var tilfinningarík- ur, hlýr og rómantískur. Hann hlúði vel að fjölskyldu sinni og veitti mömmu mikið svigrúm til þess að sinna sínum hugðarefn- um. Eftirminnilegir eru páskar þegar mamma var að syngja með Pólýfónkórnum. Allt var lokað en pabbi dó ekki ráðalaus heldur fór með okkur í kirkju alla bænadagana. Mikið var hann stoltur þegar hann náði þremur messum á föstudaginn langa. Allt sem pabbi gerði var stórt eða mikið. Ógleymanlegar eru háværu tívolíbomburnar sem holuðu jörðina en voru ljóslausar! Mömmu var ekki skemmt þau áramótin. Það var hraustlega gengið til verks þegar byrjað var að gróður- setja á Laugarvatni. Leigð grafa og vörubíll, safnað saman mannskap og þreföld skógar- göng gróðursett þá helgi. Hann var mikill afi, naut þess að fylgjast með barnabörnum sín- um vaxa í leik og starfi og studdi þau sem best hann gat. Pabbi var kletturinn okkar. Hann stóð af sér þung áföll. Helgaslysið árið 1950, þegar vélskipið Helgi VE 333 fórst við Faxasker með allri áhöfn, var fjölskyldu hans þungbært. Fyrsta barn foreldra okkar, drengur, lést skömmu eftir fæðingu. Síðar eignuðust þau annan dreng. Hann fæddist sama dag og á sama tíma og eldri drengurinn lést. Yngri sonurinn lést aðeins tvítugur að aldri og við tóku erfið ár. Þegar dóttursonur pabba lést fyrir tveimur árum brast eitthvað innra með honum. Pabbi hélt sjálfstæði sínu og karakter þrátt fyrir erfið veik- indi og sýndi ótrúlega þraut- seigju. Hann stóð meðan stætt var. Við kveðjum litríkan föður og minnumst hans með gleði og þakklæti. Þórhildur og Kristbjörg Hrund.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.