Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 4. N Ó V E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  267. tölublað  100. árgangur  EGILL ÓLAFS MEÐ SJÖTTU SÓLÓPLÖTUNA LÚÐRASVEIT REYKJAVÍKUR Í SVIÐSLJÓSINU ATHUGUN Á GRUNDARTANGA AFMÆLISTÓNLEIKAR 39UMRÆÐA UM MENGUN 22TÓNLIST SEM ANDAR 41 Faxaflóahafnir láta gera umhverfisúttekt á svæðinu Baldur Arnarson baldura@mbl.is Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir fyrirtækin enn vera að segja upp fólki. „Við höfum velt því fyrir okkur hvort fólk sé í einhverjum mæli orðið heimavinnandi án þess að sækja sér bætur. En við höfum í raun engin gögn um það. Atvinnulausum fækkar það mikið að eitthvað hlýtur að koma til. Í september 2010 voru 13.700 at- vinnulausir eða 2.500 fleiri en í sept- ember í ár. Þegar við rýndum í þess- ar tölur fannst okkur sem aukin skólasókn gæti ekki skýrt allan þenn- an mun,“ segir Karl. Af skránni og í skólana Alls voru 43.900 utan vinnumark- aðar í september, þ.m.t. námsmenn, öryrkjar og heimavinnandi. Þótt atvinnuleysi hafi haldið áfram að minnka milli ára sér þess ekki stað í tölum yfir atvinnuþátttöku að störf- um sé að fjölga í takt við það. Þannig voru 166.900 starfandi í september sl. eða 700 færri en í sama mánuði í fyrra. Vinnuaflið skrapp líka saman, var 178.100 einstaklingar í september en 180.100 í fyrra. Til samanburðar voru 11.200 at- vinnulausir í september sl. eða 1.400 færri en í september 2011, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar. Úr vinnu og inn á heimilin  Vísbendingar um að heimavinnandi fólki sé að fjölga  Fjöldi starfandi ein- staklinga í september sá minnsti síðan 2005  43.900 voru utan vinnumarkaðar MSpyr hvert allt fólkið fari »4 Átta af hverjum tíu » Atvinnuþátttaka var 80,2% í september sl. og var þá jafn mikil og í sama mánuði í fyrra. » Það er minnsta mælda atvinnuþátttaka á tímabilinu 2003-2012. » Hlutfallið var 83,3% 2006.  Algjör sprenging hefur orðið í út- gáfu vegabréfa hér á landi. Á þessu ári stefnir í að nærri 54 þúsund vegabréf verði gefin út, sem er 20% aukning frá síðasta ári. Vegna þessa þarf Þjóðskrá Íslands, sem heldur utan um útgáfuna, meira fjármagn. Meirihluti fjárlaganefnd- ar lagði til í fjáraukalögum að Þjóð- skrá fengi 125 milljónir króna til viðbótar við þær 116 milljónir sem fengust á fjárlögum. Kostnaður við útgáfuna stefnir í um 240 milljónir en stofnast hefur skuld við erlenda prentsmiðju upp á nærri 200 millj- ónir króna. Af svipuðum ástæðum hefur einnig þurft að verja auknu fé í útgáfu ökuskírteina. »6 Útgáfa vegabréfa aukist um 20% Morgunblaðið/Kristinn Vegabréf Útgáfan er kostnaðarsöm og hefur aukist til mikilla muna. Um 90 manns á biðlista eftir sértæku húsnæði  Nú eru um 90 manns á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fólk með þroskahömlun í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Þóra Þórarins- dóttir, framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags, segir að almennt hafi verið of lítið framboð á hús- næði fyrir fólk með þroskaskerð- ingu, en það sé fyrst og fremst verkefni sveitarfélaganna. Ás er nú að byggja þjónustu- kjarna fyrir sex einstaklinga í Foss- vogi og verða íbúðirnar teknar í notkun næsta haust. »14 Baldur Arnarson Guðni Einarsson „Vandi okkar er mikill, það dylst engum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköp- unarráðherra, á fundi Hagsmunasamtaka heimil- anna (HH) í Háskólabíói í gærkvöldi. Hann sagði að þúsundir fjölskyldna myndu þurfa á mikilli að- stoð að halda á næstu árum og nefndi hann hús- næðisbætur, vaxtabætur og barnabætur sem tæki til að koma þeim til aðstoðar. Steingrímur sagði einnig: „Ég held að verðtryggingin muni láta und- an síga.“ Í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn kvaðst Steingrímur ekki vilja lofa neinu upp í ermina á sér, en ljóst væri að aðstoða þyrfti mikið skuldsett- ar fjölskyldur. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, vék að „snjóhengjunni“ í máli sínu og sagði Ísland vera í „verulega hættulegri stöðu“ hvað hana varðar. Allir flokkar á Alþingi þyrftu að sameinast um að vinna bug á þeim vanda. Hann sagði í pallborðsumræðum að um 13.000 fjölskyld- ur hefðu keypt sína fyrstu fasteign á bóluárunum og að þessi hópur ætti í miklum vanda. Guðmund- ur Ásgeirsson, varaformaður HH, benti á að á bak við hvern skuldara væru tveir til þrír einstaklingar og því snerti þetta tugi þúsunda manna. Mikill hiti og púað á ræðumenn Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sagði að alþingismenn ættu að koma í veg fyrir arðgreiðslur úr bönkum til vogunarsjóða. Mikill hiti var í fundarmönnum og voru ítrekað gerð hróp að ræðumönnum eða púað á þá og þá fyrst og fremst á Steingrím J. Sigfússon. Tilefni fundarins var málsókn hjóna gegn Íbúða- lánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns. Hags- munasamtökin standa að baki málsókninni. „Það er alveg ljóst að það hefði ekki verið farið út í þessa miklu vinnu nema fyrir þá einlægu trú að þetta mál geti unnist,“ sagði Þórður Heimir Sveinsson hdl., lögmaður hjónanna. Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Alþingi tryggi tafarlaust afnám verð- tryggingar á lánsfé og tryggi að gildandi lög um neytendavernd séu virt. Yfirlýsingin var einróma samþykkt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur um skuldamálin Húsfyllir var á fundi Hagsmunasamtaka heimilanna í Háskólabíói í gærkvöldi. Auðfundið var að skuldamál heimilanna brunnu mjög á fundargestum og var mikill hiti í salnum. Hróp voru gerð að ræðumönnum, ekki síst að Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvegaráðherra. „Vandi okkar er mikill“  Þúsundir fjölskyldna þurfa á aðstoð að halda á komandi árum, að sögn Stein- gríms J.  Fjölmennur borgarafundur krafðist afnáms verðtryggingar á lánsfé www.kaupumgull.is Græddu á gulli Kringlunni 3. hæð í dag frá kl. 11.00 til 18.00. Upplýsingar og tímapantanir: Sverrir s. 661-7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.