Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 – Meira fyrir lesendur Fullt af spennandi efni fyrir alla aldurshópa Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 19. nóvember Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími 569-1105 | kata@mbl.is þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Fjölbreyttur matseðill þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi veitingastaðurinn caruso kynnir kósýkvöld með eyfa 4. árið í röð bjóðum við nú upp á hin geysivin- sælu „Kósýkvöld með Eyfa“, þar sem hinn ástsæli tónlistarmaður Eyjólfur Kristjánsson leikur og syngur íslenskar og erlendar dægurperlur, meðan matargestir njóta þriggja rétta ljúffengrar máltíðar á hinni rómantísku og notalegu 3. hæð okkar. Fimmtudagskvöldin 8., 15., 22. og 29. nóvember Fimmtudagskvöldin 6., 13. og 20. desember Frá ársbyrjun 2009 til 2012 hafa lágmarks- laun hækkað um 33% en lífeyrir aldraðra einhleypinga hefur að- eins hækkað um 12,8% á þessu sama tímabili (þeir, sem hafa aðeins tekjur frá TR). Lífeyr- isþegar hafa dregist aftur úr í kjaraþróun- inni. Til þess að jafna metin þarf að hækka lífeyri aldraðra um 20%. Í lögum um almannatrygg- ingar segir, að við ákvörðun lífeyris eigi að taka mið af þróun kaupgjalds en lífeyrir eigi þó aldrei að hækka minna en nemur hækkun vísitölu neysluverðs. Við þetta var ekki stað- ið á krepputímanum og því þarf nú að leiðrétta lífeyri aldraðra. Lífeyrir hækki strax um 10% Hvar á að fá peninga fyrir þessari leiðréttingu? Í lok sl. árs voru kjör ráðherra, þingmanna og æðstu emb- ættismanna landsins leiðrétt. Ekki var þá spurt hvar ætti að fá peninga fyrir þeirri leiðréttingu. Það var ein- faldlega ákveðið að hækka laun þessara æðstu embættismanna landsins en þau höfðu verið lækkuð tímabundið vegna kreppunnar eins og kjör aldraðra og öryrkja. Ég legg til, að endurskoðun almannatrygg- inga verði frestað en það látið hafa forgang í staðinn að leiðrétta lífeyri aldraðra. Hækka mætti lífeyri aldraðra í tvennu lagi: Um 10% strax og um 10% eftir eitt ár. Það kostar fimm milljarða að hækka lífeyri aldr- aðra um 10%. Það er miklu minna en það kostar að framkvæma tillögu starfshóps end- urskoðunar almanna- trygginga um breyt- ingar á ellilífeyri og breyttum tekjuteng- ingum. Þetta er aðeins spurning um forgangsröð. Síðan þarf að hækka lífeyri öryrkja einnig jafnmikið og lífeyri aldraðra. Kjaraskerðingin tímabundin Að sjálfsögðu þarf einnig að aft- urkalla kjaraskerðingu aldraðra og öryrkja frá 1. júlí 2009. Það verður að standa undir þeirri leiðréttingu með skattahækkun og/eða nið- urskurði ríkisútgjalda. Það verður ekki komist hjá þessari leiðréttingu. Það var tekið fram í athugasemdum með frumvarpi um ráðstafanir í rík- isfjármálum 2009, að um tímabundn- ar ráðstafanir væri að ræða vegna ástandsins í efnahagsmálum, en í því frumvarpi var kveðið á um kjara- skerðingu aldraðra og öryrkja. Ráð- herra nefndi þrjú ár í því sambandi. Fjögur ár eru liðin frá bankahruni og þrjú ár og fjórir mánuðir frá lög- festingu kjaraskerðingarinnar. Vel- ferðarstjórninni ber því skylda til þess að afturkalla kjaraskerðinguna nú þegar. Engin kjarabót við endurskoðun TR Það breytir engu þótt endur- skoðun almannatrygginga frestist í eitt til tvö ár. Þar er um að ræða sameiningu bótaflokka, sem bætir ekki kjör lífeyrisþega. Einnig er um að ræða nokkra breytingu á tekju- tengingum svo sem minni skerðingu framfærsluuppbótar vegna annarra tekna. Á næsta ári vigta breyttar tekjutengingar mjög lítið eða aðeins nokkur þúsund krónur, þar sem mest er. Mun meira munar um aft- urköllun kjaraskerðingar frá 1. júlí 2009. Stór hópur lífeyrisþega á þá að fá grunnlífeyri á ný en hann nemur að fullu 32 þúsund krónum á mánuði. Og frítekjumark vegna atvinnu- tekna á að hækka úr 40 þúsund krónum á mánuði í 110 þúsund krón- ur á mánuði hið minnsta. Ég skora á alþingi að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja. Það má ekki dragast. Eftir Björgvin Guðmundsson »… um tímabundnar ráðstafanir var að ræða vegna ástandsins í efnahagsmálum … Ráð- herra nefndi þrjú ár í því sambandi. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Lífeyrir hækki – endurskoðun TR verði frestað Mörgum ofbýður orðbragðið og sleggju- dómarnir í athuga- semdakerfi vefsíðn- anna. En fátt er nýtt undir sólinni. Í hinni frábæru ævi- sögu Abrahams Lin- coln eftir Thorolf Smith blaðamann (1917–1969), sem ný- lega kom út í fallegri kilju, er lýst grimmilegri kosninga- baráttu fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 1864, en þá bar Lincoln sigurorð af demókratanum McClellan hershöfðingja. Thorolf skrifar: „Oft hefur verið á það minnst á Íslandi, að kosninga- barátta þætti hér óvægin og jafnvel siðlaus. Hér væri baráttan ekki mál- efnaleg, heldur einkenndist hún af persónulegum skætingi, köpur- yrðum, og væri ekki sjón að sjá dagblöðin fyrir kosningar. En allt það, sem íslenskir stjórnmálamenn hafa orðið að þola við slík tækifæri, er hreinn barnaleikur á við það, sem gerðist vestur í Bandaríkjunum árið 1864.“ Þá var því meðal annars haldið fram að Lincoln væri ekki að- eins illgjarn, siðlaus og heimskur, heldur hefði hann fótum troðið stjórnarskrá Bandaríkjanna, fangelsað menn að gamni sínu án dóms og laga, hann væri blóðþyrstur kúgari sem gleddist við kvalaóp hermannanna á vígstöðvum borg- arastyrjaldarinnar og hann hefði á prjónunum ráðagerð um að taka sér einræðisvald og gerast konungur Bandaríkjanna. Í bók Thorolfs eru birt nokkur sýnishorn af nöfnunum sem Lincoln voru valin í kosningabaráttunni: Klámkjaftur, lygari, meinsæris- maður, svindlari, trúður, skrímsli, aulinn hann Abe, þorpari, þjófur, ræningi, gortari, slátrari, ófreskja, ofbeldisseggur, api, górilla og aula- bárður. Þrátt fyrir að þessi illyrði hafi birst ítrekað á prenti og hafi vafa- laust endurspeglað hug hluta banda- rísku þjóðarinnar á sínum tíma er dómur sögunnar um Abraham Lin- coln allt annar, eins og alkunnugt er. Nú man enginn lengur svigur- yrðin öll og Abraham Lincoln er nánast helgur maður í munni Banda- ríkjamanna. Hlýtur það að vera þeim stjórn- málaforingjum sem harðast hafa orðið úti í níðskrifum á netinu í kjöl- far falls bankanna nokkur huggun harmi gegn. Eftir morðið á Abraham Lincoln vorið 1865 hefur hann verið látlaust viðfangsefni sagnfræðinga og rithöf- unda. Talið er að um hann hafi verið skrifaðar yfir 16.000 bækur á ensku. Um þessar mundir er frumsýnd í Bandaríkjunum kvikmynd Stevens Spielberg sem byggð er á einni vin- sælustu Lincoln-bókinni, Team of Rivals eftir Doris Kearns Goodwin. Þótt ævisaga Thorolfs Smith sé meira en hálfrar aldar gömul stend- ur hún enn fyrir sínu. Hún er ein- staklega læsileg og rekur ævi þessa merkilega stjórnmálaskörungs með ljóslifandi hætti. Hún er „klassík meðal íslenskra ævisagna,“ eins og Ólafur Harðarson prófessor kemst að orði í formála bókarinnar. Svigurmæli og dómur sögunnar Eftir Jakob F. Ásgeirsson »Nú man enginn lengur sviguryrðin öll og Abraham Lincoln er nánast helgur maður í munni Bandaríkjamanna. Jakob F. Ásgeirsson Höfundur er rithöfundur og útgefandi. Hann býður sig fram í 5. sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.