Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 30

Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Við kynntumst Agnesi fyrir tíu árum þegar leiðir pabba okkar og hennar lágu sam- an. Það fyrsta sem við tókum eft- ir, fyrir utan það að pabbi varð brosmildari, var að pabbi varð meiri töffari enda Agnes huggu- leg kona með eindæmum. Hún tók okkur öllum opnum örmum og leit á okkur sem sín eigin. Agnes var afskaplega montin af þeim fjölda barnabarna sem þau Rúnar áttu saman eða alls 21. Hún dekraði mikið við barna- börnin og þeim þótti afar vænt um hana. Agnes var handlagin og fengu barnabörnin að njóta góðs af því. Það leið varla svo vika að við heyrðum ekki í henni þrátt fyrir að mörg okkar byggju er- lendis. Henni var mikið í mun að fylgjast með því sem gerðist í lífi okkar og mundi hún alla afmæl- isdaga sem var afskaplega hent- ugt fyrir pabba. Hún var mikill húmoristi og hafði afar smitandi hlátur. Eitt barnabarna hennar sagði eitt sinn þegar hann var níu ára: „Nú skil ég af hverju hann afi giftist þér“. „Nú, af hverju heldur þú að hann afi hafi gifst mér“? spurði Agnes þá. „Af því að þú ert svo skemmtileg.“ Agnes var afar lífsglöð kona þó svo að hún hafi átt sína erfiðu tíma eins og allir aðrir en hún var jákvæð og sá alltaf ljós í öllum. Agnes hafði skemmtilegan frá- sagnarstíl og áttum við margar skemmtilegar stundir með henni. Hún var mikill fagurkeri og átti fallegt heimili með pabba. Agnes var mikil baráttukona og stóð föst á sínum skoðunum. Hún gafst ekki auðveldlega upp enda barðist hún eins og hetja allt til dauðadags með jákvæðnina að vopni. Við erum ótrúlega lánsöm að hafa fengið að kynnast Agnesi og hennar fjölskyldu, hennar Agnes Jónsdóttir ✝ Agnes Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 12. des- ember 1945. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans 29. október 2012. Útför Agnesar fór fram frá Dóm- kirkjunni 6. nóv- ember 2012. verður sárt saknað. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið, (Og allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði.) Og þó þú tapir, það gerir ekkert til, því það var nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr) Ingibjörg, Hildur, Guðný, Jón Ari, makar og börn. Ég var spenntur að sjá þessa nýju konu sem var aðalumtals- efni afa. Þegar ég hitti Agnesi fyrst var mín fyrsta hugsun: „Vá, hún er svo lítil“ en ég komst fljót- lega að því að í þessum litla lík- ama bjó gríðarstórt hjarta. Þegar ég frétti að afi og Agnes hefðu gifst hlakkaði ég til að hafa þessa nýju ömmu í kringum mig. Sér- staklega vegna þess hversu hæfi- leikarík og einstök hún var. Hún var meistarakokkur og ein af mínum uppáhalds minningum er þegar við elduðum alvöru ömm- umat, bara við tvö, steiktur fiskur með lauk, kartöflum og kokteil- sósu. Eftir þessa lúxus máltíð voru spilin dregin fram og spilað fram á nótt. Hún var hógvær sig- urvegari. Hún sagðist alltaf hafa unnið fyrir heppni og bætti svo við að ég myndi vinna næst. Þeg- ar kom að því að ég vann, hrósaði hún mér í hástert og óskaði þess að hún væri nú jafn klár og ég. Ég kunni virkilega að meta það, þar sem mér leið eins og ég gæti allt. En það var greinilega ætlun hennar, hún fyllti mig sjálfs- trausti. Mér fannst alltaf skemmtilegast að eyða skólafrí- um hjá afa og Agnesi. Í hvert sinn sem ég kom til þeirra voru öll húsverk og amstur daglegs lífs lögð til hliðar og allt fór að snúast um mig. Ég var ótt og títt spurður hvort ég væri ekki svangur, hvort mig vantaði ekki eitthvað, hvort mér leiddist, hvort ég þyrfti eitthvað úr búð- inni eða hvort mig langaði að fara eitthvað. Það var ótrúlega upp- lífgandi fyrir mig að fá alla þessa athygli þar sem heima fyrir varð ég að berjast um athygli foreldra minna við systkini mín fjögur. Mér er það minnisstætt þegar ég fékk fyrst fregnir af veikind- um Agnesar. Ég vissi ekki hversu alvarleg veikindi hennar voru eða hvað væri að, mamma sagði mér bara að hún væri veik. Þegar ég kom í heimsókn fannst mér hún alls ekki veik. Hún var svo orku- mikil, enn tilbúin að gera allt milli himins og jarðar fyrir mig. Þrátt fyrir að ég þarfnaðist einskis sannfærði hún mig um að við yrð- um að fara út í búð og kaupa eitt- hvað til að elda og að ég yrði að fá smá sælgæti. Ég reyndi að kom- ast létt frá þessu og velja sem minnst úr búðinni en Agnes sagði mér að við færum ekki fet fyrr en ég hefði valið mér eitthvað al- mennilegt. Þetta var hún í hnot- skurn. Hún setti mig í fyrsta sæt- ið þrátt fyrir að vera mikið veik sjálf. Hún var svo ótrúlega sterk og klár kona. Ég trúi því innilega að hún hefði getað barist við dreka með báðar hendur bundn- ar. Þegar mér var sagt í símtali að Agnes væri dáin varð allt óraunverulegt, ég trúði því ekki. Hvernig gat þessi sterka kona beðið ósigur? Ég varð að hugsa þetta á annan hátt, því þetta passaði ekki. Ég ákvað að hugsa þetta frekar eins og ég geri þegar ég spila tölvuleiki. Í tölvuleik háir þú harða baráttu til að komast á næsta stig, í von um að forðast orðin „Game Over“. Í stað þess að hugsa um að Agnes hafi beðið ósigur þá álít ég frekar að hún hafi sigrað lífið og komist á annað æðra stig, í eitthvað mun betra. Elsku amma Agnes, ég mun aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði. Arnór Rúnar Halldórsson. Ég trúi því varla að ég sé að skrifa minningarorð um Agnesi móðursystur mína aðeins þremur mánuðum eftir að móðir mín lést. Orð fá ekki lýst þeim söknuði sem ég upplifi nú þegar þú ert dáin. Þú sem varst svo ung og ætlaðir að verða gömul og grá. Þú sem barðist svo hetjulega við krabbameinið síðastliðin fjögur ár, varst alltaf svo lífsglöð og full af orku. Það er svo margs að minnast. Ég hef þekkt þig allt mitt líf og við náðum svo vel saman enda ekki nema 11 ár á milli okkar. Við vorum svo góðar vinkonur og ég gat alltaf leitað til þín með allt og þú varst fyrirmynd mín í svo mörgu. Ég vildi læra hárgreiðslu eins og þú og þú komst mér á samning hjá honum Jóni heitnum á hár- greiðslustofunni Bylgjunni. Síðar unnum við saman á Hárgreiðslu- og rakarastofunni á Klapparstíg og seinna þegar þú og Ingunn vinkona þín höfðuð opnað Hársel, leysti ég ykkur stundum af þegar þið voruð að fara á námskeið. Í gegnum árin varst þú alltaf full áhuga á því hvað börnin þín, börnin hans Rúnars, systrabörn- in þín og fjölskyldur okkar hefð- um fyrir stafni. Þú hringdir svo oft og naust þess að fá fréttir af okkur öllum sem oftast. Þú varst svo stolt af okkur öllum og við vorum svo stolt af þér. Ég man svo vel þegar þú kynntist honum Rúnari þínum. Þvílíkur happafengur, sagði mamma. Hann er svo yndislegur maður og þið voruð svo ham- ingjusöm. Þið fenguð 12 ár sam- an og ég veit að það voru bestu ár ævi þinnar sem var oft svo erfið. Þið voruð fimm systkinin, og eruð nú öll farin langt fyrir aldur fram. Þið misstuð foreldra ykkar ung að árum og voruð einstak- lega náin systkini. Móðir mín Svava Vatnsdal var elst og þú næstyngst. Hafsteinn Bergmann og Fanney voru á milli ykkar og Soffía Jóna var yngst. Ég trúi því að þið eruð sameinuð á ný fjöl- skyldan . Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Rúnar, Birgitta, Jón Ómar, Hafsteinn Bergmann, Hildur, Guðný, Ingibjörg, Jón Ari, tengdabörn, barnabörn,aðrir ættingjar og vinir, ykkur votta ég mín dýpstu samúð, Katrín Bjarnadóttir. Kæri Rúnar, börn, barnabörn og aðrir aðstandendur Agnesar Jónsdóttur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Fáeinar línur til minningar um Agnesi. Farin er góð kona eftir erfið veikindi. Við ætlum ekki að rekja æviferil hennar þar sem aðrir kunna á því betri skil. Hins vegar þökkum við samfylgdina í gegnum árin og minnumst með hlýhug greiðvikni hennar gagn- vart aðstandendum sínum. Stutt var milli fæðingar þeirra Auðar og Agnesar, aðeins þrír dagar og því voru þær skírðar saman. Einnig var haldin sameig- inleg veisla þegar þær fermdust. Agnes greiddi og klippti ætt- ingjana og var ekki hægt að koma saman í fermingu eða gift- ingu nema hún færi höndum um hár þeirra, en hún rak hár- greiðslustofuna Hársel um ára- bil. Börn Arínu Íbsen senda að- standendum samúðarkveðjur. Íbsen, Bára, Auður, Ólafur og Guðrún Angantýsbörn. ✝ Sigríður Gísla-dóttir fæddist í Garðsstöðum á Stokkseyri 13. nóv- ember 1917. Hún lést á Ljósheimum 19. október 2012. Foreldrar henn- ar voru Gísli Gísla- son, f. 24.7. 1895, d. 9.2. 1967, verka- maður á Stokkseyri og Sigrún Jóns- dóttir, f. 25.11. 1897, d. 5.2. 1939, húsmóðir í Beinateig á Stokks- eyri. Systir Sigríðar var Auður Halla Gísladóttir, f. 3.9. 1920, d. 20.5. 2009. Sigríður giftist Guðmundi Valdimarssyni, verkamanni 19.11. 1938, f. 21.11. 1908 í Norð- urgarði á Skeiðum, d. 18.04. 1984, hann var sonur hjónanna Valdimars Jónssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur. Börn þeirra: 1) Gísli Rúnar Guðmundsson, f. 9.7. 1938, verkamaður, eiginkona Unnur Guðmundsdóttir, f. 12.2. 1943, d. 21.2. 2005, börn þeirra: a) Anna Gísladóttir, f. 5.1. 1961 hún á fjögur börn og fjögur barnabarnabörn, b) Sigríður Gísladóttir, f. 29.4. 1962, hún á þrjú börn, c) Gísli Gíslason, f. 4.8. 1969, hann á einn son, d) Guð- mundur Alexander Gíslason, f. 11.11. 1972. 2) Sig- rún Guðmunds- dóttir, f. 9.5. 1941, eiginmaður Pétur Steingrímsson, f. 24.7. 1943, synir þeirra a) Stein- grímur Pétursson, f. 30.10. 1972, hann á fimm börn, b) Guðmundur Valur Pétursson, f. 19.12. 1977, hann á tvær dætur. Fyrir átti Sigrún c) Gísla Gíslason Friðriksson, f. 27.7. 1967 hann á þrjú börn og d) Valdimar Sigurð Þórisson, 26.6. 1970, hann á tvo fóstursyni. 3) Sigríður Guðmundsdóttir, f. 8.10. 1950, eiginmaður Guðmundur Rúnar Óskarsson, f. 25.8. 1945, þau skildu, börn þeirra a) Guð- mundur Guðmundsson, f. 14.1. 1970, b) Hulda Ósk Guðmunds- dóttir, f. 10.4. 1973, hún á eina dóttur og fjögur fósturbörn. Sigríður ólst upp á Stokkseyri, hún og Guðmundur byrjuðu sinn búskap á Beinateigi en byggðu síðan Sætún þar sem þau áttu fal- legt heimili. Sigríður vann við ræstingar og sem húsmóðir, hún bjó í Sætúni þangað til síðla árs 2010 er hún fluttist á Ljósheima. Útför Sigríðar fór fram í kyrr- þey. Elsku amma mín, ég var svo lánsöm að fá að alast upp í sama húsi og þið afi. Við áttum heima á efri hæðinni hjá ykkur og það var alltaf gott að koma niður og fylgj- ast með því sem þið voruð að gera. Oft varst þú að fara með fyrir okk- ur krakkana vísur eða segja sögur sem þú kunnir og höfðum við gam- an af. Þegar ég var níu ára fluttum við í húsið beint á móti ykkur, sem var gott því að þá var ekki langt að fara til að heimsækja ykkur. Þú varst mjög handlagin og öll handavinna lék í höndunum á þér, hvort sem það var að prjóna sokka á okkur eða sauma í. Þú sýndir mér meðal annars hvernig ætti að sauma kontórsting og fleiri spor, sem ég hef síðan kennt minni dótt- ur. Þetta voru sannkallaðar gæða- stundir líkt og þegar ég var að fylgjast með þér í eldhúsinu, hvort sem það var að baka eða elda. Margar góðar minningar á ég frá því að ég kom í mat til ykkar afa og mér fannst allt svo gott sem þú gerðir, en best fannst mér þeg- ar þú eldaðir kjötgraut. Ég þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér og gafst mér út í lífið, elsku amma mín. Angrið sækir okkur tíðum heim sem erum fávís börn í þessum heim við skynjum fátt, en skilja viljum þó að skaparinn oss eilíft líf til bjó, að upprisan er öllum sálum vís og endurfundir vina í paradís. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð blessi minningu þína. Anna Gísladóttir. Nú er þinn tími kominn, elsku Sigga amma okkar, oft gerðum við nú grín að þér af því að þegar maður kvaddi þig eftir góða heim- sókn og sagðist síðan sjá þig fljót- lega aftur þá sagðir þú alltaf. „Ef guð lofar“ eða „Ef ég lifi.“ Þetta hefur þú sagt síðan við munum eftir okkur og auðvitað varðst þú manna elst. Við systkinin vorum svo heppin að fá að kynnast þér og eigum við margar góðar minningar um þig. Margar góðar stundir áttum við í eldhúsinu í Sætúni, ég var ekki gömul þegar ég fór að pína ofan í mig kaffi til að þú gætir spáð í bolla fyrir mig. Bræður mínir skildu ekkert í þessari „vitleysu“ en ég trúði öllu sem þú sagðir. Ansi oft var lítill fugl í bollanum og þá hófust vangavelturnar um hvar lítið kríli væri væntanlegt. Það leið oftast ekki á löngu áður en að það kom í ljós hvar fjölgun væri vænt- anleg. Þegar maður kom í Sætún voru ansi oft margir í kaffi hjá þér enda áttu stóran og góðan hóp af- komenda, því var oft glatt á hjalla. Þegar við systkinin vorum lítil komstu stundum í heimsókn til okkar í Björnskot og varst hjá okkur í nokkra daga. Þá kenndir þú okkur bænirnar og gamlar vís- ur. Oftar en ekki fórum við í bíl- túra á gamla W sem pabbi og mamma áttu. Það var frekar hátt upp í bílinn og til að þú kæmist upp í hann fann mamma gamlan koll til að láta þig stíga upp á, okk- ur fannst þetta náttúrlega voða- lega fyndið. Við erum þakklát fyrir að börn- in okkar hafi verið svo heppin að eiga góða langalangaömmu. Nú eruð þið Guðmundur afi loksins sameinuð á ný og fylgist með okk- ur. Hvíldu í friði, elsku amma okk- ar. Þín langömmubörn, María Ósk, Guðbjörn Már og Rúnar Geir. Sigríður Gísladóttir Elsku Stella frænka, okkur langar að minnast þín með nokkr- um orðum. Það er svo margt fal- legt sem kemur upp í hugann þeg- ar við hugsum um þig. Þú varst yndisleg frænka og hafðir ein- stakt lag á að ná til okkar krakk- anna með hlýja faðmlaginu þínu og einlæga brosinu þínu. Við mun- um alltaf eftir þér brosandi, alltaf svo áhugasöm um hvað við værum nú að bralla og taka okkur fyrir hendur. En umfram allt varstu bara alltaf svo góð við okkur og maður fann væntumþykjuna streyma frá þér í hvert sinn sem við hittumst. Þú varst ekki lengi að eignast sérstakan sess í hjört- um okkur systkinanna. Nú ertu Matthildur Þ. (Stella) Marteinsdóttir ✝ Matthildur Þ.Marteins- dóttir fæddist í Reykjavík 13. apríl 1930. Hún lést á Landspít- alanum í Foss- vogi 25. október 2012. Útför Matt- hildar fór fram frá Dómkirkjunni 6. nóvember 2012. fallegasta stjarnan á himninum og það er gott að hugsa til þess að þú vakir yfir okkur öllum. Guð geymi þig, elsku frænka. Verndi þig englar, elskan mín, þá augun fögru lykjast þín; líði þeir kringum hvílu hljótt á hvítum vængjum um miðja nótt. (Steingrímur Thorsteinsson.) Sigríður Bára, Jóhann Bragi og Halldór. Það var ekki löng leiðin yfir kirkjuholtið til að heilsa upp á Árna, Stellu og strákana á Hraun- brautinni. Við bræðurnir nýttum okkur það óspart enda samgangur jafnan mikill. Stella var skólasyst- ir mömmu og gift bróður pabba þannig að tengingin var náin. Það var alltaf svolítið annað yf- irbragð á heimilinu á Hraunbraut- inni en á Skjólbrautinni hjá okkur. Það réðist trúlega af langri Bandaríkjabúsetu fjölskyldu Stellu. Þar var því alls konar framandi dótarí, sem undir menn höfðu gaman af að fikta í. Einnig voru á boðstólum amerísk sætindi sem fátíð voru á Íslandi í þá daga. Þar áttum við líka vísan nætur- stað ef foreldrar okkar lögðust í ferðalög. Við bræður erum afar þakklátir fyrir þessi kynni af frændfólki okkar. Það sem stendur upp úr í minningunni er hin ríka þjónustu- lund Stellu og glaðvært viðmót. Hún sinnti okkur bræðrum af stakri alúð. Það var gott að geta leitað til Stellu á hinum seinni ár- um til þess að sækja í minninga- smiðju hennar því hún var svo ein- staklega minnug á menn og málefni. Eftir að móðir okkar veiktist alvarlega tók Stella þann- ig við sumum móðurhlutverkun- um. Stella vann lengstum starfsævi sinnar sem bókasafnsfræðingur á Borgarspítalanum og veitti bóka- safninu þar forstöðu. Þar kom samviskusemi og þjónustulund Stellu vel fram. Einnig hafði hún einstaklega góð áhrif á undirmenn sína þar. Hún sinnti þörfum starfsmanna spítalans afar vel og ekki síður þeim nemum sem komu þangað í starfsnám. Fyrir þá var svo einstaklega gott að sækja í smiðju til Stellu. Vinnulag Stellu gagnvart nemendum fékk þá til að finnast þeir velkomnir og mikil- vægir fyrir starfsemi spítalans. Við vottum Óla og Matta, son- um Stellu, og öllu þeirra fólki okk- ar dýpstu samúð. Björn, Ólafur Eiríkur og Helgi Hjálmarssynir. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.