Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 12
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Nú um stundir erum við að einbeita okkur að málefnum þeirra öryrkja sem eru á hrakhólum er varðar hús- næði. Ég hef verið í þessum geira í nokkur ár og það er fjöldi öryrkja sem kemur til mín reglulega vegna húsnæðisvandamála. Við gagn- rýnum einkum að fólki með ýmsa ólíka kvilla og misjafnar þarfir sé safnað saman á einn stað, öryrkjar hafa gagnrýnt slíkt í mörg ár,“ segir Helga Björk Magnúsdóttir Grétu- dóttir, formaður Aðgerðarhóps Háttvirtra öryrkja. Um er að ræða grasrótarsamtök sem berjast fyrir ýmsum réttindum öryrkja og nú um stundir er áhersl- an á húsnæðisvandamál öryrkja. Helga leggur áherslu á að meta þurfi stöðu hvers einstaklings fyrir sig og veita honum úrræði við hæfi. Hún gagnrýnir Samband sveitar- félag, Velferðarráðuneyti og Reykjavíkurborg harðlega fyrir aðgerðarleysi. Hún segist kalla eftir samráði við öryrkja og fækkun milli- liða hjá hinum ýmsu stjórnsýslu- stigum. Þá er Helga gagnrýnin á störf ÖBÍ. „Við í aðgerðarhópnum viljum reyna að sameina alla öryrkja á landinu til að vera samtaka í bar- áttunni,“ segir Helga og leggur áherslu á að víða sé brotið á lög- bundnum réttindum öryrkja. Vilja betri úrræði Þeir Lúther Harðarson og Ólafur Árnason taka báðir undir gagnrýni Helgu er varðar aðbúnað öryrkja. Lúther glímir við eftirköst slysa og heilablóðfalls en hann er fyrrverandi útgerðarmaður og sjómaður. Hann hefur búið í húsnæði á vegum ÖBÍ í Hátúni undanfarið ár en áður var hann í húsnæði á vegum Reykjavík- urborgar. „Það er óásættanlegt að þarna sé stórum hópi fólks með mis- munandi kvilla safnað saman. Það hefur mismunandi þarfir. Áður var ég í húsnæði á vegum Reykjavík- urborgar og þá kom hjúkrunar- fræðingur til mín tvisvar á dag sem var mikið öryggi fyrir mann eins og mig,“ segir Lúther og bætir við að hann hafi lagt sitt til samfélagsins í gegnum tíðina en nú þegar hann þurfi á öryggisneti að halda sé ekki fullnægjandi úrræði að fá. Ólafur er flogaveikur og glímir einnig við eftirköst heilablóðfalla sem hann fékk 2007. Hann hefur ekkert fast húsnæði en áður bjó hann í Hátúni „Ég vil bara fá að búa einhvers staðar, bara hafa þak yfir höfuðið, það þarf ekki að vera merkilegt. Ég hef farið niður í Ráð- hús og reynt að fá úrlausn minna mála en ekki fengið svör. Gistiskýlið er það eina sem þeir benda mér á. Þar má koma eftir fimm á daginn og svo þarf maður að fara út á morgn- ana. Ég má ekki skilja eftir dótið mitt þar. Mér finnst eins og kerfið sé búið að gefast upp á að reyna að hjálpa. Ég efast ekki um að fé- lagsþjónustan vilji reyna en það virðast ekki vera nein úrræði,“ segir Ólafur. Vilja meiri og betri úrræði  Aðgerðarhópur Háttvirtra öryrkja virkur í baráttunni  Áherslan nú á úr- ræði í húsnæðismálum  Þeir Ólafur og Lúther segja ástandið óásættanlegt Morgunblaðið/Styrmir Kári Aðbúnaður Lúther Harðarson t.v. og Ólafur Árnason t.h. taka undir gagn- rýnina. Þeir voru áður sjómenn en glíma nú við eftirköst heilablóðfalla. Barátta Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir og Rúna Baldvinsdóttir hafa áhyggjur af gangi mála en þær eru báðar í Aðgerðarhópi Háttvirtra öryrkja. Hópurinn hefur barist fyrir réttindum öryrkja frá árinu 2008. Aðgerðarhópur Háttvirtra öryrkja » Stendur fyrir vikulegum fundum sem bera yfirskriftina „Þriðjudaga til þrautar“. » Þar eru rætt málefni ör- yrkja. Nú um stundir er áherslan á húsnæðismál. »Hópurinn var stofnaður árið 2008 og hefur barist fyrir hinum ýmsu réttindum ör- yrkja á þeim tíma. » Hópurinn hefur staðið fyrir ýmsum gjörningum, farið á fundi hjá ríki og sveitar- félögum og staðið fyrir mót- mælum. » Hópinn má finna á Face- book undir: Aðgerðarhópur Háttvirtra öryrkja. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Talið er að tjón hafi orðið á 224 jörðum fyrir norðan í óveðr- inu 9.-11. sept- ember s.l. Á þessum búum vantar 6.318 lömb og 3.105 ær, þ.e. samtals 9.423 fjár. Þá fórust 50 nautgripir og 132 km af girðingum skemmdust eða eyðilögðust. Áætlaður heildarkostn- aður Bjargráðasjóðs vegna tjónsins er tæpar 142 milljónir kr. og nær það til bóta á búfénaði, fóðurkaupa, tjóns á girðingum o.fl. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að veita Bjargráðasjóði 120 milljónir króna af óskiptum fjárheimildum ársins 2012 til að bæta tjónið. Einnig var Bjargráðasjóði heimilað að nýta 20-30 milljóna króna ónýttar fjár- heimildir sem sjóðurinn fékk vegna eldgosa í sama skyni. Þannig verður sjóðnum gert kleift að greiða bætur vegna tjóns sem hefur verið áætlað tæpar 142 milljónir króna. „Samráðshópur ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá hefur undanfarið fjallað um tjón af völdum óveðurs á Norðurlandi og hefur staðið yfir heildstæð gagna- og upp- lýsingaöflun á grundvelli minn- isblaða sem ríkisstjórnin hefur vísað til hópsins. Ríkisstjórnin samþykkti síðast á fundi sínum þann 28. sept- ember 8 milljóna króna stuðning til almannavarnardeildar Ríkislög- reglustjóra vegna frekari björg- unaraðgerða á Norðurlandi,“ segir í tilkynningu forsætisráðuneytisins. Einnig kemur þar fram að rík- isstjórnin hafi ákveðið, að tillögu at- vinnuvega- og nýsköpunarráðherra í kjölfar óveðursins, að uppgjör tjóna hjá bændum færi í gegnum A-deild Bjargráðasjóðs „enda megi jafna veðurofsanum og afleiðingum hans til náttúruhamfara, auk þess sem lýst var yfir almannavarnarástandi á svæðinu.“ gudni@mbl.is 142 millj- ónir í óveð- urstjón Fjártjón Fjölda fjár fennti í óveðrinu.  Bjargráðasjóði er kleift að greiða bætur Sauðfjársláturtíð er lokið hjá Slát- urfélagi Suðurlands á Selfossi. Þegar allt er talið, þjónustu- slátrun að vori, sumarslátrun og haustslátrun, hefur verið slátrað á Selfossi 95.926 dilkum og 8.380 full- orðnum kindum eða alls 104.306 stk. Á sama tíma árið 2011 hafði verið slátrað 92.431 dilk og 7.603 fullorðnum kindum eða alls 100.034 stk. Aukning slátrunar er því u.þ.b. 4% milli ára. Heimteknar voru 7.040 kindur árið 2012 og 6.432 ár- ið 2011. Meðalþyngd dilka er 16,33 kg og hefur aldrei verið hærri í 105 ára sögu SS. Til samanburðar var meðalþyngdin 15,72 kg árið 2011 og hefur því hækkað um ríflega 600 grömm milli ára. Þyngsti dilkurinn 32,9 kg Þyngsti dilkurinn þetta árið kom frá Eiríki Jónssyni í Gýgjarhólskoti í Bláskógabyggð. Vó hann 33,3 kg. og flokkaðist í DU4. Hann átti einn- ig næstþyngsta dilkinn, sem vó 32,9 kg. og flokkaðist í DE3+. Þess má geta að af 10 þyngstu dilkunum voru 7 talsins frá Eiríki. Ráðstöfun kjöts og annarra afurða var með hefðbundnum hætti, segir í frétt frá SS. Ferskt kjöt var hlutað og skorið bæði á Selfossi og Hvolsvelli, skrokkar frystir í heilu og grófhlut- aðir á báðum stöðum. Kjöt var flutt út og sett í geymslur á Hvolsvelli, Selfossi og í leigugeymslur til eigin ráðstöfunar eða útflutnings síðar. Slátur og innmatur fer í slátursölu, til frystingar fyrir kjötvinnslu og til útflutnings. Gærur eru saltaðar á staðnum og fluttar út jafnóðum. Helstu útflutningsmarkaðir eru í Evrópu, Asíu og Rússlandi. Vax- andi eftirspurn er erlendis eftir aukaafurðum af ýmsu tagi. Þannig eru lambatyppi og lungu nú flutt út í fyrsta skipti auk vamba, garna og ýmiss konar fitu og afskurðar. Meðalþyngd sú hæsta í sögu SS  Markaðir opnast erlendis fyrir lambatyppi og lungu Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Sérfræðingar í líkamstjónarétti Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is www.skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms- lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar- lögmaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.