Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Hér er fátækt leidd í lög Formaður Öryrkjabandalagsins las í gær forystu ríkisstjórnarinnar stefnu bandalagsins á hendur stjórnvöldum fyrir að hneppa stóran hóp fólks í fjötra fátæktar. Ómar Því skyldi kjarna málsins sleppt í allri þessari gífurlegu um- ræðu um rammaáætlun um virkjunarstaði – á þingi, í blöðum og í sam- félaginu? Í öllu rifrildinu er síð- ur en svo ljóst hvort og hvenær menn eru að tala um vatnsaflvirkjun eða jarðvarmavirkjun, þ.e. hvers eðlis sú virkjun er sem setja skal á framkvæmdastig eða færa með lögum á biðlista. Þótt fólk virðist nú loks vera að átta sig á að jarðvarminn í landinu sé takmörkuð auðlind, heyrist lítið um að tryggja að hann nýtist framtíðarkynslóðum um alla eilífð. Jarðvarmavirkjun sem á að vinna til rafmagnsframleiðslu og nota svo rafmagnið áfram til málm- framleiðslu nýtir ekki nema eitthvað 15-20% af unna aflinu – hitt puðrast út í loftið, nema líka séu not fyrir það til annars, eins og var þegar það í upphafi var jafnhliða brúklegt til húshitunar í Reykjavík og svo í framhaldi í smærri stíl víðar. Þannig hefur þetta uppdælda afl nýst æ síð- an. En hvað er nú? Á ekki strax frá byrjun að taka með í dæmið að full- nýta allt unnið afl? Eða á kannski að puðra stórum hluta þess út í loftið um ófyrirsjáanlegan tíma? Eyða þannig orkueign komandi kynslóða? Vatnsaflsvirkjanir geta aftur á móti strax fullnýtt til raforku sama vatnið aftur og aftur og skilað því svo út í sjó og áfram til notkunar fyrir vatnsforða heimsins. Það held- ur áfram að flæða fram með ánum frá jöklunum. Með hlýnun á norð- urhveli mun það meira að segja stór- aukast næstu 50-100 árin a.m.k., eða þangað til jöklarnir hafa aftur minnkað um of. Er það ekki einmitt núna, þessa dagana, sem verið er í þinginu að taka ákvörðun um hvort eigi að láta þetta vatnsafl fara „á biðlista“ um ófyrirsjáanlegan tíma, en snúa sér að stórvirkjun á jarðvarma til raf- orkuframleiðslu sem puðrar til hliðar öllu þessu afli ónýttu út í loftið? Síð- an þingmenn tóku að krukka í margra ára niðurstöðu sérfræðing- anna í rammaáætlun hefi ég ekki heyrt þetta sett á oddinn. Kannski of langtímahugsað? Hvað eiga þessir vesalings þingmenn reyndar að gera, rígbundnir í þröngu kjósendahaft- inu? Og fáliðaðir frétta- menn virðast hafa of nauman tíma til að fara ofan í meira en það sem „er í umræðunni“ og þarf að fá viðbrögð við á stundinni. Nú þegar verið er að negla niður með lögum til framtíðar ramma- áætlun um orkunýtingu og orkuvinnslustaði í landinu rifjast upp fyrir mér að nýlega var hér frægt alvöru sjónvarpsteymi frá Norður-Afríku, til að reyna að átta sig á Íslandi og þessu framandi fólki Íslendingum fyrir sína frægu þætti. Ekki bara að leita til upplýsingafull- trúa og láta vísa sér á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Þeir voru að verða heillaðir af þessari nútíma fram- sæknu þjóð, sem hafði byrjað á að virkja jarðhitann inni í Laugardal til að hita upp skóla og í framhaldi hús- in í sínu kalda landi. Væru nú þegar komnir af stað með að þróa og fram- leiða eldneyti á farartækin. Þá slapp út úr mér utan dagskrár að samt væri nú í þessu landi fólk sem væri ólmt í að virkja jarðhitann til raf- orku og selja á fyrirfram umsömdum kjörum til álverksmiðja til komandi áratuga. Þeir ætluðu ekki að trúa þessu. Sögðu um leið og þeir pönt- uðu viðtöl við rafbílamennina: „Spyrjum iðnaðarráðherrann!“ Að gefnu tilefni er furðuviðbrögðum þeirra alltaf að skjóta upp kollinum þessa dagana. Kjarni málsins er semsagt: Mun nokkur alþingismaður, frekar en þeir sem nú ráða, þora að kveða strax skýrt og skorinort upp úr um að nú skuli drífa í að virkja vatnið og koma í gagnið, eins og í neðri hluta Þjórs- ár? Og halda áfram „á biðlista“ að rannsaka jarðhitavirkjanirnar þar til fást í raun full not fyrir allt aflið sem þar er að hafa? Kannski selja á með- an fundna þekkingu! Eftir Elínu Pálmadóttur » Á ekki strax frá byrjun að taka með í dæmið að fullnýta allt unnið afl? Eða á kannski að puðra stórum hluta þess út í loftið um ófyrirsjáanlegan tíma? Elín Pálmadóttir Höfundur er blaðamaður. Á að fullnýta orkuna eða puðra út í loftið? Stjórnlyndum stjórnmálamönnum finnst fátt skemmti- legra en að deila út fjármunum – pen- ingum annarra en þeirra eigin. Flóknar millifærslur og háir skattar eru forsenda þess að hinir stjórn- lyndu fái að njóta sín, hvort heldur undir merkjum félagshyggju eða norrænnar velferðar. Þeir eru sannfærðir um að hið opinbera – stjórnmálamenn með aðstoð emb- ættismanna – sé betur til þess fallið að taka ákvörðun um ráð- stöfun fjármuna en einstaklingar og fyrirtæki sem afla þeirra af dugnaði og útsjónarsemi. En það er tilgangslaust að dreifa brauðmolum hingað og þangað ef enginn veit af því. Þess vegna hafa hinir stjórnlyndu það sem reglu að boða til blaða- mannafundar, þó ekki væri til annars en að tilkynna að þeir séu að hugleiða að hefja útdeilingu fjármuna. Engu skiptir þótt form- leg ákvörðun – hvað þá lög- formleg – liggi ekki fyrir. Mik- ilvægast er að allir viti að hugsanlega, ef til vill og kannski muni góðgjarnir stjórnmálamenn hefjast handa við að færa fjár- muni fram og til baka í þjóðfélag- inu. Þúsund milljónir á mánuði Í huga forráðamanna rík- isstjórnarinnar var talið nauðsyn- legt að boða til blaðamannafundar 18. maí síðastliðinn til að kynna fjárfestingaáætlun ríkisstjórn- arinnar. Samkvæmt henni ætlaði ríkið að ráðast í liðlega 39 millj- arða króna fjárfestingar á næstu þremur árum, þar af voru 16,4 milljarðar króna á komandi ári. Tilgangur ríkisstjórnarinnar með fögrum fyrirheitum var annars vegar að kaupa stuðning við of- urskatt á íslenskan sjávarútveg og hins vegar pólitískan frið vegna misheppnaðrar stefnu í efnahagsmálum. Tæpu hálfu ári síðar var aftur boðað til blaðamannafundar og tilefnið hið sama og í maí; fjár- festingaáætlun. Að vísu höfðu um þúsund milljónir gufað upp á mánuði frá því í vor en engu að síður var talið rétt að tilkynna að liðlega 10,3 millj- arðar rynnu úr rík- issjóði á kosningaári í hinar ýmsu fjár- festingar eða rúm- lega sex milljörðum króna lægri fjárhæð en ríkisstjórnin gaf fyrirheit um á fyrri kynningarfundi. Fyrir stjórn- málamenn sem leggja metnað í að skammta fólki opinbera fjármuni úr hnefa eru blaðamannafundir mikilvægari en flest annað í aðdraganda kosn- inga. Nokkrum dögum fyrir próf- kjör (flokksval á fínu máli sam- fylkinganna) var ekki ónýtt að sitja fyrir framan ljósmynda- og sjónvarpsvélar og opinbera enn og aftur „góðu tíðindin“ í upp- byggingu atvinnulífsins. En lið- lega 10,3 milljarða blaðamanna- fundur dugði ekki krónprinsessu Jóhönnu Sigurðardóttur til sigurs. Brottrekinn ráðherra, sem í óþökk Jóhönnu sækist eftir að leysa hana að hólmi, hafði betur í kapphlaupinu um oddvitasæti Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Umbúðir án innihalds Innan Samfylkingarinnar eru margir sérfræðingar, þótt einn standi þar öðrum framar, í fögr- um en innihaldslitlum orðum. Allt er klætt í fallegan búning og ekki vantar orðskrúðið í fjárfest- ingaáætluninni. Grænn fjárfest- ingasjóður, grænar fjárfestingar, grænkun fyrirtækja, græn skref og vistvæn innkaup eru umbúðir í samræmi við pólitískan rétt- trúnað. Efling vaxandi atvinnu- greina, innviðir friðlýstra svæða, verkefnasjóður skapandi greina og sóknaráætlun landshluta und- irstrikar hve umbúðirnar skipta miklu í hugum hinna stjórnlyndu en innihaldið litlu. Í vor var reynt að kaupa al- menning til fylgilags við ofurskatt á sjávarútveg en hálfu ári síðar er búið að „klípa“ 1,4 milljarða af fjármunum sem á næstu þremur árum áttu að renna til rannsókna og nýsköpunar og sóknaráætlunar landshlutanna. Og í orði hafa tals- menn ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að styðja við bakið á vax- andi atvinnugreinum og ekki síst ferðaþjónustu, en snúa sér síðan við og ákveða að þrefalda skatt- heimtu sem rústar öllum áætl- unum fyrirtækja í ferðaþjónustu. Afturhvarf til stjórnlyndis Fjárfestingaáætlun ríkisstjórn- arinnar er enn eitt dæmið um það hvernig íslenskt samfélag er að hverfa aftur til stjórnarfars stjórnlyndis, þar sem almenn- ingur og fyrirtæki eiga allt sitt undir hinu opinbera. Tími gælu- stjórnmála er genginn aftur í garð. Fjármunir eru teknir af ein- staklingum og fyrirtækjum og þeim úthlutað til verkefna sem njóta sérstakrar náðar stjórn- málamanna. Þetta kallast „sókn- aráætlun 2020“ í pólitískri orða- bók Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Íslendingar, að minnsta kosti þeir sem eldri eru, ættu að þekkja afleiðingarnar. Okkur hlýnar í skamma stund, líkt og þegar við pissum í skóinn en síðan kemur ofkælingin. Aðeins fjárfestingar sem gera kröfu til arðsemi, þ.e. aukinnar framleiðni fjármagns og vinnuafls, skila hærri launum og betri lífskjörum til lengri tíma. Það er efnahagsleg firra að halda því fram að nokkrir stjórn- málamenn í Stjórnarráðshúsinu, geti tekið ákvörðun um hvernig best sé að verja takmörkuðum fjármunum til uppbyggingar at- vinnulífsins – hvaða fjárfestingar séu vænlegar og hverjar ekki. Samfylkingar og vinstri grænir eiga þá ósk heitasta að halda völdum eftir kosningar í apríl næstkomandi með einu eða fleiri varadekkjum undir vagninum. Með fjárfestingaáætlun fulla af fögrum loforðum, er vonast til að ofkælingin komi ekki fyrr en eftir kjördag. Eftir Óla Björn Kárason » Fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar er enn eitt dæmið um það hvernig íslenskt samfélag er að hverfa aftur til stjórnarfars stjórnlyndis. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnmálamenn stjórn- lyndis útdeila fjármunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.