Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 11
sem Sara vann hjá vildi fá Mats til að skrifa fyrir sig handrit. Sara hefur starfað sem handritshöfundur og dramatúrgur í kvikmyndum og sjón- varpi og lokið námi í kvikmynda- fræði en Mats hefur áður gefið frá sér þrjá skáldsögur og skrifar einnig vikulegan dálk í Aftonbladet. Þau koma því úr ólíkum áttum en deila áhuga á fantasíubókmenntum og -sjónvarpsefni og höfðu svipaðar hugmyndir um hvað þau langaði til að skrifa. Það varð úr að Mats stakk upp á því að þau myndu skrifa bók saman sem Sara segir í léttum dúr að þau hafi í raun ekki séð fyrr en eftir á hvað var galin hugmynd þar sem Mats hafði lítið sem ekkert lesið eftir sig. Samstarfið hafi þó gengið vel. Nú þegar þau vinna að þriðju bókinni segja þau þó vera orðið auð- veldara að vinna saman enda hafi þau í fyrstu þurft að finna sameig- inlega rödd. Þá hafi það spilað inn í að Sara hafði ekki skrifað bók áður og Mats ekki skrifað í stíl sem þess- um. Þau vilji geta staðið bæði við hverja setningu og hafi komið upp með þriðju hugmyndina þegar þau gátu ekki samþykkt hugmynd hvort annars. „Þetta snýst um málamiðlun en ekki að semja af sér þó auðvitað skipti mestu hvað sé best fyrir bók- ina. Við höfðum líka svo gaman af því að skrifa og spinna og þá er auð- velt að láta af öllu stolti eða egói sem hefði getað þvælst fyrir,“ segir Sara. Hringurinn hefur verið þýddur á yfir 20 tungumálum og hlotið lof víða um heim jafnt hjá unglingum sem og fólki á öllum aldri. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Mínar síður eru rafræn þjónusta Tryggingastofnunar á www.tr.is. Á Mínum síðum geta viðskiptavinir Tryggingastofnunar skoðað persónu- leg gögn og unnið í sínum málum á netinu á þægilegan, öruggan og fljót- legan hátt. Hvað er það nýjasta á Mínum síðum? Nú eru komnar inn fyrstu umsókn- irnar sem hægt er að senda rafrænt á Mínum síðum. Það eru umsóknir um barnalífeyri vegna náms eða starfs- þjálfunar, framlag vegna náms, dán- arbætur og framlengdar dánarbætur. Umsækjandi færir inn upplýsingar í þar til gerð form og staðfestir um- sókn. Eftir að umsókn hefur verið send vistast hún sem rafrænt skjal þannig að alltaf verður hægt að nálg- ast hana. Hvernig er hægt að komast inn á Mínar síður? Til þess að komast inn þarf að nota veflykil ríkisskattstjóra eða rafrænt debetkort. Slík auðkenning telst full- gild undirskrift. Hvað annað er í boði á Mínum síðum? Það helsta er: Þín gögn, rafræn skjöl Bráðabirgðaútreikningur Tekjuáætlun Skuldir og samningar Fyrirspurnir og ábendingar Tilnefning umboðsmanns Hvað ef ég þarf aðstoð við Mínar síður? Aðstoð varðandi Mínar síður veitir starfsfólk Tryggingastofnunar og um- boða um land allt. Þinn réttur Undirskrift Veflykill ríkisskattstjóra eða rafrænt debetkort sem aðgangur. Rafrænar umsóknir á Mínum síðum Bókin er skrifuð fyrir 15 ára og eldri og ekki hugs- uð sem sérstök unglinga- bók sem slík. Margir ung- lingar vilji frekar lesa það sem teljist til fullorð- insbókmennta og þannig hafi Mats t.a.m. í æsku lesið bækur Stephens Kings sem Sara kann- ast einnig við úr sínum skóla þótt hún segist aldrei hafa þorað að lesa bækurnar sjálf. Höfundar segjast snemma hafa tekið þá ákvörðun að skrifa um karaktera sem eru á vissum aldri og gangi í skóla en séu ekkert sérstaklega „ung- lingalegir“ eða hugsi um sig sem unglinga. Enda geri það fæstir unglingar á því skeiði og líti frekar á sig sem fullorðna á marga vegu. Fullorðin á marga vegu HRINGURINN Í kvöld klukkan 20 mun Gissur Páll Gissurarson tenórsöngvari segja frá kynnum sínum af Ítalíu og ítalskri menningu á Stefnumótakaffi í Gerðu- bergi. Gissur Páll þekkir ítalska menningu af eigin raun því hann bjó á Ítalíu í sjö ár við nám og störf. Í kvöld ætlar Gissur Páll að leiða Stefnumótakaffi í allan sannleikann um goðsagnir tengdar ítölsku sam- félagi. Hann veltir meðal annars upp spurningunum: Er líf Ítala eins áhyggjulaust og virðist? Ferðast Ítal- ir allir um á vespu klæddir nýjustu tísku? Er eitthvað ítalskara en pasta, rauðvín og espressóbolli? Auk þess að ræða um ítalskt samfélag geta gestir vænst þess að Gissur bresti í söng. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Stefnumótakaffi í Gerðubergi Matur, menning og músík í leið- inni með Gissuri Páli tenór Tenór Gissur Páll Gissurarson ætlar að segja frá kynnum sínum af Ítalíu í kvöld. Menntamál – Fjöregg þjóðar Opinn fundur um menntamál með Illuga Gunnarssyni, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20.00 í Lögbergi, Háskóla Íslands. Allir velkomnir. Illugi Gunnarsson til forystu í Reykjavík Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík | 24. nóvember www.illugi.is Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfundar Mats Strandberg og Sara B. Elfgren ákváðu að skrifa saman bók fyrir einskæra tilviljun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.