Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Kristín Steinarsdóttir, kennari og kennsluráð- gjafi, lést á Landspítal- anum við Hringbraut hinn 12. nóvember sl., 53 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík 1. maí 1959, dóttir hjónanna Stein- ars Guðjónssonar, fyrr- verandi bóksala og bókaútgefanda, og Elsu Pétursdóttur hús- móður. Kristín ólst upp í Kópavogi og gekk í Kópavogsskóla, þá í Kvennaskólann í Reykjavík, en útskrifaðist sem stúdent frá Versl- unarskóla Íslands 1979. Hún lauk kennaraprófi (B.Ed.-gráðu) frá Kennaraháskóla Íslands 1983. Árið 1986 lauk hún MA-gráðu frá Stan- ford University í gagnvirkri kennslutækni (Interactive Educational Technology), með áherslu á nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Árið 2005 lauk hún dip- lómanámi í tölvum og upplýs- ingatækni frá Kennaraháskóla Ís- lands. Á árunum 1981-1983 kenndi Krist- ín við Tölvuskólann á námskeiðum fyrir börn og fullorðna, 1983-1985 kenndi hún ritvinnslu og forritun við Verslunarskóla Íslands, 1986-1989 starfaði hún við kennsluráðgjöf og námsefnisgerð hjá IBM á Íslandi, 1984- 1990 var hún stunda- kennari í tölvu- og upp- lýsingatækni við Kenn- araháskóla Íslands, 1996-1997 annaðist hún forfallakennslu við Grandaskóla, 1997- 1999 kennslustjóri við tölvuskólann Framtíð- arbörn, 2000-2002 um- sjónarkennari við Há- teigsskóla en frá 2005 starfaði hún sem kennsluráðgjafi í tölvu- og upp- lýsingatækni við Sjálandsskóla í Garðabæ. Þess á milli var hún heimavinnandi vegna alvarlegra veikinda yngstu dóttur sinnar. Kristín var ein af stofnendum fé- lagsins Einstakra barna árið 1997, til stuðnings börnum með alvarlega sjaldgæfa sjúkdóma. Hún sat í stjórn félagsins frá 2000-2003. Þá var hún félagi í The Delta Kappa Gamma Society, Eta-deild félags kvenna í fræðslustörfum. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sigurbjörn Magnússon hæstarétt- arlögmaður og eignuðust þau þrjú börn; Magnús tölvunarfræðing, Ás- laugu Örnu laganema og Nínu Krist- ínu framhaldsskólanema. Andlát Kristín Steinarsdóttir VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skráð vinnuafl í september var 178.100 einstaklingar og hafði vinnu- aflið ekki verið jafn fámennt síðan 2006 þegar það taldi 176.100 einstak- linga. Starfandi einstaklingar voru 166.900 í september og höfðu ekki verið jafn fáir síðan ár- ið 2005. Þetta má lesa úr tölum Hag- stofu Íslands en á grafinu hér er staðan borin sam- an á tímabilinu frá 2003 til 2012. Eins og grafið sýnir voru 43.900 einstaklingar utan vinnumarkaðar í september síðastliðnum en til þessa hóps heyrir fólk sem er 16 ára og eldra; öryrkjar, heimavinnandi og námsmenn. Til samanburðar voru 11.200 án vinnu í september. Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir þá ákvörð- un margra atvinnulausra að setjast á skólabekk skýra að hluta hvers vegna dregið hefur úr atvinnuleysi. Fjölgar heimavinnandi fólki? „Það má að einhverju marki rekja það til aukinnar skólasóknar. Öll þessi ár, 2009, 2010 og 2011, fjölgaði fólki í skóla töluvert. Það er erfitt að skýra fækkun atvinnulausra að öðru leyti. Við höfum velt því fyrir okkur hvort fólk sé í einhverjum mæli orðið heimavinnandi án þess að sækja sér bætur. En við höfum í raun engin gögn um það. Atvinnulausum fækk- ar það mikið að eitthvað hlýtur að koma til. Í september 2010 voru 13.700 atvinnulausir eða 2.500 fleiri en í september í ár. Þegar við rýnd- um í þessar tölur fannst okkur sem aukin skólasókn gæti ekki skýrt all- an þennan mun,“ segir Karl. Spurður út í grafið hér fyrir ofan, nánar tiltekið breytingar á fjölda starfandi einstaklinga á tímabilinu, segir Karl að svo litlu muni á fjölda þeirra í september 2010, 2011 og 2012 að nánast sama tala sé á ferð. Þegar þetta ár verði gert upp megi ætla að starfandi einstakling- um hafi fjölgað frá þessum árum. „Það er talsverður hreyfanleiki í samfélaginu og mörg störf að verða til. Það hafa líka mörg störf horfið á sama tíma. Það er töluvert um ný- ráðningar í hverjum mánuði og að fólk fari af atvinnuleysisskrá og komi ekki aftur. Störfin eru oft tíma- bundin. Á móti kemur að fólk er enn að missa vinnuna þótt sá hópur sé mun fámennari en á fyrstu árunum eftir hrun,“ segir Karl og víkur að stöðu eldri kvenna á vinnumarkaði. „Tölur okkar sýna fram á að konur sem eru komnar yfir miðjan aldur, 55 ára og eldri, eiga erfiðara með að finna aftur vinnu en flestir aðrir hópar atvinnulausra.“ Spyr hvert allt fólkið er farið  Vinnumálastofnun telur fjölgun starfa aðeins skýra minnkandi atvinnuleysi að hluta  Starfandi ein- staklingar ekki jafn fáir síðan 2005  Vísbendingar um að fólk hætti á bótum og gerist heimavinnandi Vinnumarkaðurinn 2003-2012 163.100 160.900 166.400 176.100 181.800 186.500 181.600 180.800 180.100 178.100 35.400 38.900 36.000 35.300 37.800 39.100 41.500 42.800 44.400 43.900 157.900 155.900 162.000 170.900 177.300 179.000 168.300 167.000 167.600 166.900 82,2 80,5 82,2 83,3 82,8 82,7 81,4 80,8 80,2 80,2 5.200 5.000 4.400 5.100 4.500 7.500 13.200 13.700 12.600 11.200 288.471 290.570 293.577 299.891 307.672 315.459 319.368 317.630 318.452 319.575 3,2 3,1 2,6 2,9 2,5 4 7,3 7,6 7 6,3 12,27% 13,39% 12,26% 11,77% 12,29% 12,39% 12,99% 13,47% 13,94% 13,74% 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 September Allt vinnuafl Utan vinnu-markaðar Starfandi Atvinnu- þátttaka Atvinnulausir Mannfjöldi 1. janúar Atvinnuleysi Utan vinnumarkaðar sem hlutfall af íbúafjölda Tölur miðast við september ár hvert nema mannfjöldatölurnar Atvinnuþátttaka er hlutfall vinnuaflsins af heildarmannfjöldanum. Utan vinnumarkaðar telst fólk sem er 16 ára og eldra og ekki í vinnu. Atvinnuleysi er hlutfall atvinnulausra af vinuaflinu. Vinnuafl samanstendur af starfandi og atvinnulausu fólki. Atvinnulausir teljast þeir sem ekki voru í starfi í viðmiðunarvikunni, geta hafið störf innan tveggja vikna frá því rannsóknin er gerð og uppfylla nokkur skilyrði. Heimild: Hagstofa Íslands Morgunblaðið/Styrmir Kári Framkvæmdir við Hringbraut Fá ný störf hafa orðið til frá hruni. Karl Sigurðsson Karl Sigurðsson bendir á að ef horft sé til eins mánaðar á ári hverju, líkt og gert er hér fyrir of- an, geti komið fram skekkjur vegna sveiflna milli mánaða. Því megi horfa til þriðja ársfjórðungs á sama tímabili, 2003-2012, til samanburðar. Skal tekið fram að Karl telur það ekki breyta heildar- myndinni. Báðar aðferðir leiði til sömu meginniðurstöðu. Sé látið nægja að horfa til ár- anna 2008-2012 kemur fram eilít- ill munur milli þriðja ársfjórðungs – frá júlí til og með september – og stöðunnar í september þessi ár. Kemur þá til dæmis í ljós að at- vinnuþátttaka var 81,2% á þriðja ársfjórðungi í ár, 81% 2011, 81,3% 2010, 82,1% 2009 og 83,7% 2008. Var atvinnuþátttakan í ár því sú önnur minnsta frá hruni og minni en árið 2010, árið sem stjórnvöld hafa sagt marka botn- inn í niðursveiflunni síðan 2008. Einnig er eilítill munur ef horft er til fjölda starfandi einstaklinga á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Þannig voru 172.700 starfandi ein- staklingar á þriðja ársfjórðungi í ár, 171.800 árið 2011, 170.100 árið 2010, 171.200 árið 2009 og 183.800 árið 2008. Munurinn á mesta og minnsta fjölda á árunum 2009-2012 verður mestur 1,5% á þessu tímabili. Minni þátttaka en 2010 HLUTFALL FÓLKS Í VINNU Morgunblaðið/Golli Á Laugavegi Margir eru án vinnu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Rof verður í ákveðnum þáttum í námi á milli skólastiga og taka þarf á vand- anum með breytingum á innra starfi skólanna og ytri umgjörð skólakerf- isins. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar Gerðar G. Óskarsdóttur, dokt- ors í menntunarfræði, á skilum skólastiganna en þær voru kynntar á málþingi sem haldið var í gær í tilefni útgáfu bókar Gerðar, Skil skólastiga – Frá leikskóla til grunnskóla og grunnskóla til framhaldsskóla. Í rannsókninni skoðaði Gerður samfellu í námi yfir tvenn skólaskil, út frá innri og ytri umgjörð, starfshátt- um og tengslum skólastiganna. Al- mennt reyndist talsverð samfella í náminu en að sögn Gerðar fann hún líka dæmi um rof og það sem hún hef- ur kallað „afturhverft rof“. „Ég bjó mér til ákveðið skema til að meta samfelluna, hvort hún var mikil, talsverð, nokkur, lítil eða nánast eng- in, sem er þá rof. En svo sá ég að stundum passaði engin þessara skil- greininga og það var þegar nemendur höfðu verið að fást við eitthvert efni á fyrra skólastigi og komu yfir á næsta skólastig og voru aftur að fást við sama efni. Og það er það sem ég kalla afturhverft rof,“ segir Gerður. Hún segir að rof sé ekki endilega slæmt sem slíkt, þar sem það geti ver- ið þroskandi fyrir börnin að þurfa að stíga yfir ákveðna þröskulda. „En maður reiknar samt með að það verði meiri árangur af náminu ef það held- ur áfram jafnt og þétt og eitt leiði af öðru. Og mér finnst slæmt að sjá þessa endurtekningu,“ segir Gerður og nefnir sem dæmi að yfirleitt læri börn bókstafina og tölustafina frá 1 og upp í 10 í leikskóla en samt sé byrj- að á því í fyrsta bekk í grunnskóla. Hún segist telja að skýringin á þessari endurtekningu sé m.a. sú að leikskólinn og grunnskólinn hafi lengst á síðustu árum. „Núna eru nánast öll börn í leikskóla allan dag- inn í fjögur ár og það er mikil breyt- ing frá því sem áður var. Og á sama tíma lengdist grunnskólinn mikið. Og þessi lenging varð til þess að náms- efni færðist niður, frá framhaldsskóla í grunnskóla og grunnskóla í leik- skóla,“ segir hún. Gerður segir mest um vert að sam- fella sé í starfsháttum skólanna og að kennarar vinni meira saman yfir skólaskilin. „En kerfislega myndi hjálpa til að hafa ein lög fyrir leik-, grunn- og framhaldsskólana og sam- fellda námskrá,“ segir hún, en einnig yrði til bóta ef öll þessi þrjú skólastig yrðu færð undir sama rekstraraðila, þ.e. sveitarfélögin. Endurtekningar á námsefninu slæmar  Rannsókn sýnir fram á rof í námi á milli skólastiga Morgunblaðið/Styrmir Kári Rof Gerður kynnti bók sína í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.