Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 22
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umræða um mengun frá at-vinnustarfsemi á Grund-artanga er ein af ástæð-unum fyrir því að stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að láta gera umhverfisúttekt á svæðinu. Einnig kemur til að unnið er að stækkun atvinnusvæðisins og frek- ari uppbyggingu og stjórnendur hafnarinnar vilja fá betri gögn til að nota við stefnumótun um hvers kon- ar starfsemi eigi að sækjast eftir í framtíðinni. Tvö stóriðjufyrirtæki eru á Grundartanga, Norðurál og EL- KEM Ísland, auk fjölda smærri at- vinnufyrirtækja sem þar hafa bæst við á síðustu árum. Stóriðjufyr- irtækin vakta umhverfið samkvæmt skilyrðum sem þeim eru sett í starfs- leyfum. Sumir nágrannar Grund- artanga í Hvalfjarðarsveit og ekki síður í Kjós sem er hinum megin fjarðarins hafa lengi haldið uppi harðri gagnrýni á starfsemina vegna mengunar og stækkunar atvinnu- svæðisins. Aðeins land Faxaflóahafna Umhverfisúttektin sem stjórn Faxaflóahafna hefur nú ákveðið að gera nær aðeins til lands sem er í eigu fyrirtækisins, það er að segja jarðanna Klafastaða og Kataness auk hafnarsvæðisins. Hugmyndir voru uppi um að hafa athugunina víðtækari. Gísli Gíslason hafn- arstjóri segir að í ljós hafi komið að fyrirtækið hafi ekki heimildir til slíkrar vinnu en bendir á að sveit- arfélög og opinberar stofnanir geti nýtt sér úttektina til áframhaldandi vinnu, ef ástæða þyki til. Tilgangur úttektarinnar er að sannreyna þær umhverfismælingar sem þegar eru gerðar á landinu og hvort þær gefa raunsanna mynd af því mengunarálagi sem nú er vegna starfsemi á Grundartanga. Einnig að skilgreina þolmörk svæðisins miðað við núverandi og væntanlegt meng- unarálag með frekari uppbyggingu. Metið verður á hvaða hátt mengun- arálagið getur takmarkað framtíð- aruppbyggingu svæðisins og hvort hægt sé að grípa til mótvæg- isaðgerða. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að til sé töluvert af upplýsingum um umhverfið á Grundartanga, meðal annars hjá stóriðjufyrirtækjunum. Þær þurfi að staðreyna og gera að- gengilegri. Hann vekur athygli á því að slíkar úttektir hafi almennt ekki verið gerðar á atvinnusvæðum. „Ég vona að þetta verkefni skili okkur fram á veginn í umræðunni og verði til að styrkja svæðið,“ segir hann. Ætlunin er að vinna að verkefn- inu í vetur og ljúka því í mars. Nið- urstöðurnar verða kynntar hags- munaaðilum og sveitarfélögum. Þrír sérfræðingar hafa verið skipaðir í starfshóp til að stýra verk- efninu. Með þeim vinna fulltrúar Faxaflóahafna, Hvalfjarðarsveitar og Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Við stækkun atvinnusvæðisins hafa Faxaflóahafnir sóst eftir starf- semi sem tekur minna pláss en stór- iðjufyrirtæki og hefur sem minnst áhrif á umhverfið. Einnig hefur verið horft til þess að starfsemin sé hafn- sækin og þurfi verulega orku. Fjöldi nýrra fyrirtækja hefur komið þar upp starfsemi eða er að byggja upp. Starfshópnum er meðal annars falið að meta hver hugsanleg þol- mörk svæðisins eru með tilliti til ein- stakra mengunarþátta og hvort mengun sé í einhverjum tilvikum komin að þeim mörkum. Einnig hvort rétt sé að takmarka stækkun núverandi starfsemi með tilliti til áhrifa af landnotkun. Athugun á þolmörk- um Grundartanga Morgunblaðið/RAX Verksmiðja Norðurál og Elkem Íslands eru stærstu fyrirtækin á atvinnu- svæðinu á Grundartanga. Síðustu árin hafa bæst við mörg minni fyrirtæki. 22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki virð-astNorður- lönd eiga upp á pallborðið hjá Sameinuðu þjóð- unum upp á síð- kastið. Sjálf telja þessi lönd sig vera fyrirmynd- arríki hin mestu, og sú sjálfsmynd og það sjálfs- álit geti ekki verið al- gjörlega úr lausu lofti gripin. Vinir okkar og frændur Finnar buðu sig fram til setu í Öryggisráði S.þ. nú í haust og fengu ekki nægj- anlegan stuðning. Ísland bauð sig fram til sama sæt- is með töluverðum látum og kostaði álíka miklu til þeirrar baráttu og nú þeg- ar er búið að veita til at- lögu gegn Stjórnarskrá lýðveldisins, þótt sumt af þeim kostnaði hafi verið fært sem eins konar þró- unaraðstoð til að plata sjálfa sig og skattgreið- endur, sem vinsælt er að plata. Útkoma Íslands í kosningunum til Örygg- isráðsins var miklu mun lakari en vonir og „bein- hörð loforð“ höfðu staðið til. Svíþjóð hefur iðulega talið sig vera eins konar samvisku heimsins þegar mannréttindi eru annars vegar. Olof Palme fór mik- inn í slíkum efnum og löðr- ungaði margan leiðtogann í fjarlægum löndum, ekki síst Bandaríkjunum. Og flestir eftirmenn hans hafa verið merkisberar sama málstaðar, þótt þeir mars- éri ekki lengur sjálfir í mótmælagöngunum. Svíþjóð bauð sig fram til setu í Mannréttindaráði S.þ. nú nýlega, en féll í kosningum um sæti þar. Árið 2007 bauð Danmörk sig fram til sætis í sama ráði en féll einnig í kosn- ingum til þess. Einhverjir gætu dregið þá ályktun að það væri þröngt mannrétt- indanálaraugað fyrst önn- ur eins ríki og þessi kæm- ust ekki þar í gegn. Nú eru vissulega fjöl- mörg vænleg ríki með sitt velbólstraða sæti í Mann- réttindaráðinu. Þar má nefna ríki svo sem Angóla, Botsvana, Búrkína Fasó, Kongó, Ekva- dor, Kúveit, Ka- sakstan, Gabon og Venesúela og Úganda, svo nokkur ríki séu nefnd. Líbía er þar reyndar líka og var kosið til þess verðuga verkefnis meðan það naut enn leiðsagnar fyrrverandi leiðtoga landsins og hafði þar sterka stöðu. Vera má að landið haldi ekki stöðu sinni í ráðinu þegar kosið verður um sæti þess á næsta ári eftir að gamli leiðtogi landsins lét af störfum og það með við- höfn, sem ekki er víst að hafi uppfyllt allt smáa- letrið í verkefnaskrá Mannréttindaráðs Samein- uðu þjóðanna. Í fljótu bragði séð virð- ast fyrrnefndu norrænu ríkin, sem féllu í barátt- unni um sæti í Mannrétt- indaráðinu, varla hafa mik- ið lakari skilyrði til að leggja mat á gæði mann- réttinda en framantöldu ríkin, sem fengið hafa þar brautargengi. Þetta merka Mannréttindaráð, sem ekki hefur þótt rétt að hleypa Svíþjóð og Dan- mörku inn í, hefur þó náð eftirtektarverðum árangri. Þannig tókst því á sínum tíma að fjalla um íslensk sjávarútvegsmál þannig að mannvitsbrekkur í mann- réttindamálum hér á landi fengu vart haldið vatni yfir og töldu að þegar í stað yrði að hlaupa til. Ekki verður það afrek ráðsins skilið öðru vísi en svo að ekkert brýnna „mannrétt- indabrot“ hafi blasað við í aðildarlöndunum en hið ís- lenska kvótakerfi var. Norðurlönd áttu á sínum tíma sjálfan framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóð- anna, fyrst Trygve Lie og svo Dag Hammarskjöld, Norðmann og Svía, sem stóðu sig prýðilega í starfi. Og margir fleiri þaðan hafa notið þar trausts og virðingar, þ.á m. Íslend- ingurinn Thor Thors. Hvernig skyldi standa á því að framavonir Norður- landanna á þessum slóðum hafa brostið svo illa og svo oft og gerst hefur að undanförnu? Kannski væri góð hugmynd að kjósa aðallega brennu- varga í stjórn slökkviliðsins} Norðurlönd úr tísku? Í fyrstu frétt ríkissjónvarpsins sl. laug- ardagskvöld var fjallað um prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum og vak- ið máls á fremur slælegri kosningu flokksformannsins í fyrsta sætið. Gerð var grein fyrir helstu niðurstöðum með hefð- bundnum kosningatölum, enda er það skil- merkilegasta greinargerðin í slíku tilfelli. En þau eru ekki alveg á því hjá RÚV. Auð- vitað þarf að fá óháðan og faglegan stjórnmála- fræðing til að túlka tölurnar fyrir fáfróðan al- menning. Og hver kemur þá, rjóður í kinnum í kuldaúlpunni, skælbrosandi að vanda, annar en snillingurinn Gunnar Helgi Kristinsson, stjórn- málafræðingurinn faglegi og frumlegi, prófess- or við Háskóla Íslands og trúnaðarvinur og verktaki hjá Jóhönnu Sigurðardóttur? Það var líka eins gott því formaður Sjálf- stæðisflokksins hafði verið með moðreyk. Hann hafði látið hafa eftir sér að niðurstaðan væri honum von- brigði en ekki áfall. Var það rétt? Gunnar Helgi veltir vöngum íbygginn og kveður síðan upp úr: Ó nei. Það er rangt. Þetta var áfall. Og síðan kom rúsínan, kenningin um orsök áfallsins: „Flokkurinn er með ákveðinn aftur- sætisbílstjóra uppi á Morgunblaði sem ennþá setur mjög mark sitt á flokkinn og gerir hverjum þeim sem ætlar að leiða flokkinn mjög erfitt fyrir.“ Þetta er auðvitað tær snilld og á engra færi nema álits- gjafans óvilhalla! Nú þarf annaðhvort að láta „bílstjórann“ fara af blaðinu eða hafa flokkinn leiðtoga- lausan. Það var ekki bara formaður flokksins sem varð fyrir smááfalli. Af einhverri furðu- legri, faglegri tilviljun, hafa allir sem eru hallir eru undir Sjálfstæðisflokkinn og Morgun- blaðið orðið fyrir stóráfalli. Gunnar Helgi veit nefnilega vel að ólíkt Fréttablaðinu sem er eina ríkisrekna fríblaðið í heiminum, er Morg- unblaðið rekið með hagnaði á frjálsum mark- aði, leiðarar þess skemmtilegri en nokkru sinni fyrr og áskrifendur orðnir miklu fleiri en þeir voru áður en „bílstjórinn“ kom á blaðið. Ekki þar fyrir. Gunnar Helgi blaðrar stund- um sjálfur í aftursæti í bíl. En sá er munurinn að hann segir bara aldrei neitt fyrr en Jóhanna er búin að beygja. Þá er hann sammála: Þegar Hæstiréttur ógilti kosninguna til Þjóðlaga- þingsins sagði Jóhanna á Alþingi að best væri bara að breyta öllu klabbinu í nefnd og láta sem ekkert væri. Sama kvöldið kíkti Gunnar Helgi við á skjánum hjá RÚV með sömu tillögu, og daginn eftir birtist grein eftir Stefán Ólafsson með sömu tillögu. Verst ef sjálfstæðismenn og Morgunblaðsmenn taka ekki mark á þessum brosmilda öðlingi. Þeir gætu kannski sagt sem svo að skoðanakannanir bendi ekki til þess að hann sé góður pólitískur ráðgjafi. En það eru auðvitað engin rök. Í skoð- anakönnunum og kosningum er fáfróður almenningur spurður álits – ekki Gunnar Helgi. kjartangunnar@mbl.is Kjartan Gunnar Kjartansson Pistill Spekingurinn á spenanum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Umhverfisvaktin við Hvalfjörð gagnrýnir að umhverfisúttektin skuli aðeins ná til lands Faxa- flóahafna á Grundartanga en ekki alls svæðisins. „Að okkar mati snýst þetta um íbúana ut- an þynningarsvæðisins. Úttekt- in nær ekki einu sinni til alls þynningarsvæðisins,“ segir Þór- arinn Jónsson formaður. Þórarinn segir að ánægja hafi ríkt með áform stjórnar Faxa- flóahafna um að fá danskt ráð- gjafarfyrirtæki til að fara yfir alla vöktun í Hvalfirði. Því séu það vonbrigði að málið skuli hafa farið í þennan farveg. Seg- ist hann hafa fengið þær skýr- ingar að breytt hafi verið um stefnu vegna athugasemda Um- hverfisstofnunar. Umhverfisvaktin hefur haldið uppi gagnrýni á mengun frá starfsemi á Grundartanga og stækkun atvinnusvæðisins. Þórarinn telur að þrýstingurinn sé farinn að virka. Ekki nógu víðtæk úttekt UMHVERFISVAKTIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.