Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Lífeyrissjóðirnir eiga erfitt með að veita óverðtryggð lán nema með breytilegum vöxtum. Það er bundið í lög að lífeyrissjóðir skuli greiða verðtryggðan lífeyri. Þar sem verð- bólga hefur verið viðvarandi í ís- lensku samfélagi er óhjákvæmilegt annað en að lán með óverðtryggð- um vöxtum beri breytilega vexti,“ segir Gunnar Baldvinsson, formað- ur Landssamtaka lífeyrissjóða. Tilefnið er umræða um verð- tryggð lán, kosti þeirra og galla. „Ég er ekki viss um að það breyti miklu fyrir lántakendur að velja óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum í staðinn fyrir verðtryggð lán. Sagan segir okkur að raunvext- ir óverðtryggðra lána hafa verið svipaðir og af verðtryggðum lánum þegar litið er yfir lengri tíma. Óverðtryggð lán eru yfirleitt með breytilegum vöxtum sem breytast í takt við verðbólgu. Í raun má segja að breytilegu vextirnir séu samsett- ir úr tveimur hlutum sem eru verð- bólguálag og svo hin raunverulega renta af láninu. Verðbólga hefur því einnig áhrif á óverðtryggð lán. Greiðslubyrði af verðtryggðum og óverðtryggðum lánum er hins vegar ólík en almennt má segja að greiðslubyrði verðtryggðra lána sé jafnari en af óverðtryggðum lán- um,“ segir Gunnar sem kveðst skilja gagnrýni margra á verð- trygginguna. Misvægi launa og verðlags „Ég skil vel að það sé óánægja með verðtryggð lán á meðan það hefur verið misvægi milli þróunar á verðlagi, launa og fasteignaverðs líkt og verið hefur síðustu ár. En ég get því miður ekki séð að óverð- tryggð lán sé nein töfralausn fyrir lántakendur og bendi á að það eru kostir og gallar við báðar þessar lánategundir. Ég fagna hins vegar umræðu um þessi mál sem leiðir til þess að fólk kynnir sér lánaformin betur og alveg sérstaklega áður en tekin eru lán.“ Spurður hvaða áhrif það myndi hafa á lífeyrissjóðina ef verðbætur yrðu dæmdar ólöglegar, eins og Þórður Heimir Sveinsson lögmaður gerir kröfu um í nýju dómsmáli fyr- ir hönd hjóna í Hafnarfirði gegn Íbúðalánasjóði kveðst Gunnar ekki geta sagt til um það. ,,Verðtryggð lán til einstaklinga hafa tíðkast á Íslandi í rúmlega þrjá áratugi og verið það lánaform sem er útbreiddast. Það kæmi okk- ur verulega á óvart ef þau yrðu dæmd ólögleg […] Það er verðbólg- an en ekki verðtryggingin sem er hinn raunverulegi bölvaldur fyrir skuldara, bæði þá sem skulda verð- tryggð lán og óverðtryggð. Verð- bólgan er líka versti óvinur lífeyris- sjóðanna. Í verðbólgu hækka skuldbinding- ar sjóðanna í jöfnu hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs og því tapa sjóðirnir á verðbólgunni. Góð hagstjórn sem heldur verð- bólgu í skefjum er besta lausnin fyrir lífeyrissjóði og lántakendur.“ Morgunblaðið/Ómar Umdeilt Gunnar Baldvinsson skilur að óánægja sé með verðtryggð lán. „Verðbólgan versti óvinur sjóðanna“  Formaður LL segir óverðtryggð lán enga töfralausn *Miðað við stöðuna í september 2012. Upphæðir eru í milljörðum króna. Heimild: Landssamtök lífeyrissjóða/SÍ. **Tölur eru sóttar í Fjármálastöðug-leika, rit Seðlabanka Íslands, síðara hefti 2012, og eiga við fyrstu átta mánuði ársins. Hér er um að ræða útlán viðskiptabanka og sparisjóða. ***Talan er sótt í sama rit en á við fyrstu sex mánuði ársins. ****Talan er sótt á vef Íbúðalánasjóðs og á við fyrstu átta mánuði ársins. Ný íbúðalán á árinuVerðtryggð eign lífeyrissjóða* 28,5 milljarðar 24,51 milljarðar óverðtryggt** 2,2 milljarðar verðtryggt 8,3 milljarðar verðtryggt Ný íbúðalán innlánsstofnana í milljörðum** Verðtryggð útlán lífeyrissjóða*** Verðtryggð íbúðalán ÍLS í milljörðum**** 30 25 20 15 10 5 0 Upphæð innlendra skuldabréfa Upphæð erlendra skuldabréfa þar af verðtryggð eign 1.363 3,99 milljarðar verðtryggt 1.514 780 Tillaga að fjárhagsáætlun Kópa- vogsbæjar fyrir árið 2013 var lögð fram á bæjarstjórnarfundi í gær en samkvæmt henni stendur til að lækka fasteignagjöld af íbúðar- og atvinnuhúsnæði, vatnsskatt og sorphirðugjöld eftir áramót. Áherslan í fjárhagsáætluninni er lækkun skulda, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ, en reiknað er með að inn á þær verði greiddir rúmir tveir milljarðar á næsta ári og að skuldahlutfall sveitarfélagsins lækki úr 244% niður í 206%. Þá er gert ráð fyrir að rekstrar- afgangur samstæðu bæjarins verði 126 milljónir króna og veltufé frá rekstri 2.860 milljónir. „Skuldahlutfall okkar er að lækka mjög hratt og rekstur bæj- arins er góður. Veltufé frá rekstri er hátt, þannig að þetta er mjög raunhæf nálgun á verkefnið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri um þá ákvörðun að ráðast í lækkun gjalda. Þá bendir hann á að í fjárhags- áætluninni hafi ekki verið gert ráð fyrir lóðasölu, sem þó hafi verið umtalsverð, og skuldahlutfallið gæti þess vegna lækkað hraðar. „Hins vegar kjósum við að fara mjög varlega í tekjuáætlun og gerum ekki ráð fyrir lóðasölu en samt sjáum við hvernig skuldahlut- fallið er að lækka,“ segir Ármann. holmfridur@mbl.is Hlutfall skulda lækki hratt í 206%  Boða lækkun ýmissa gjalda í Kópavogi 2013 Egill Ólafsson egol@mbl.is Útgerðarfélagið Ögurvík hefur sagt upp öllum sjómönnum á skipum fyrirtækisins, samtals um 70 manns. Fyrirhugað er að endurráða 50 manns en um 20 missa vinnuna. Stjórnendur félagsins ætla að selja annan togarann og veiða kvótann á einu skipi. „Þetta er ekki skemmtilegt verk- efni,“ sagði Hjörtur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Ögurvíkur, um upp- sagnirnar. Hann sagði að margir þeirra sem hefðu fengið uppsagnar- bréfið væru búnir að vinna lengi hjá félaginu, sumir áratugum saman. „Þessi rekstur hjá okkur hefur ver- ið þungur. Við höfum verið að glíma við stökkbreytt lán og síðan horfum við fram á að markaðir eru heldur að gefa eftir. Það má búast við að verðið haldi áfram að lækka áður en mark- aðir ná jafnvægi. Kornið sem fyllti mælinn var svo auðlindaskatturinn sem við fengum, en við þurfum að greiða 200 milljónir í fjórum greiðslum. Sá skattur fer síðan hækkandi í þrjú ár. Miðað við þessa stöðu var alveg ljóst að félagið myndi rýrna og tærast upp í höndunum á okkur og við urð- um að bregðast við til að geta haft þetta af,“ sagði Hjörtur. Ögurvík gerir út togarana Vigra og Frera. Hjörtur sagði að Freri yrði seldur og Vigri yrði gerður út með tvöfaldri áhöfn. Hann sagði að ekki væri búið að selja Frera en það væru ágætir möguleikar á að selja skipið. Ekki er fyrirhugað að selja aflaheim- ildir í tengslum við þessar breytingar. Hjörtur sagði að talsverðar skuldir hefðu hvílt á Ögurvík fyrir hrun og þær hefðu stökkbreyst í hruninu. Óbreyttur rekstur stæði ekki undir háum vöxtum og hækkandi sköttum samhliða lækkandi verði á mörkuðum. Ögurvík segir upp 70 sjómönnum  Auðlindaskattur var kornið sem fyllti mælinn  Togarinn Freri verður seldur  Vigri RE mun veiða allan kvóta Ögurvíkur  50 sjómenn verða endurráðnir og tvær áhafnir skiptast á að vera um borð Morgunblaðið/Jim Smart Ögurvík Fyrirtækið mun áfram gera út Vigra RE en selja Frera RE. Fáðu góðar hugmyndir á matarbloggi Kára á gottimatinn.is matarmyndir með snjallsíma H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A „Mér sýnist á öllu að þetta sé það sem koma skal miðað við þá stefnu sem stjórnvöld hafa,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um upp- sagnir sjómanna hjá Ögurvík. „Þetta er hrein og klár afleiðing af árás stjórnvalda á útgerðina. Minni útgerðir treysta sér greini- lega ekki til þess að halda áfram miðað við þetta. Forystumenn rík- isstjórnarinnar sögðu að það ætti að dreifa eignarhaldinu í sjávar- útveginum. Mér sýnist þvert á móti að samþjöppun eignarhalds sé að aukast og að þeir einu sem hugsanlega geti staðist þessi ósköp séu stórútgerðirnar.“ Vilmundur kvaðst hafa heyrt ávæning af því að fleiri minni út- gerðarfélög treysti sér ekki að halda áfram að óbreyttu og hug- leiði að grípa til svipaðra aðgerða og Ögurvík. Hann sagði dæmin þegar blasa við og nefndi sölu Bergs-Hugins ehf. í Vestmanna- eyjum til Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og sölu Helgu RE til Útgerðarfélagsins Gjögurs á Grenivík. gudni@mbl.is Afleiðing af árás stjórnvalda VILMUNDUR JÓSEFSSON FORMAÐUR SA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.