Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Gjafabréf Lækjarbrekku eru tilvalin í jólapakkann Jólahlaðborð Lækjarbrekku Alltaf sígild - Alltaf ljúf í 30 ár Bankastræt i 2 • 101 Reykjav ík • Sími : 551 4430 • info@laekjarbrekka. is laekjarbrekka. is Salir Lækjarbrekku eru: Kornhlaðan (40-100 manns) Litla Brekka (18-70 manns) Kúrdar úr liði uppreisnarmanna í bænum Deriko Hamko í norðanverðu Sýrlandi nota sleggju til að brjóta niður höggmynd af Hafez al-Assad, fyrr- verandi leiðtoga landsins og föður núverandi forseta, Bashar al-Assad. Arababandalagið hefur hvatt fleiri uppreisnarhópa til að ganga til liðs við nýstofnaða breiðfylkingu helstu andstæðinga Assads. Nokkur arabaríki við Persaflóa, þ. á m. Sádi-Arabía, hafa þegar viðurkennt nýju samtökin sem lögmætan fulltrúa sýrlensku þjóðarinnar. Óljóst er hvort Arababanda- lagið og Vesturveldin feta í fótspor Persaflóaríkjanna. Óvinsæll einræðisherra brotinn niður AFP Kristján Jónsson kjon@mbl.is Bandaríkjastjórn hefur frestað um sinn að skipa John Allen, fráfarandi yfirmann alþjóðaliðsins í Afganistan, í stöðu yfirhershöfðingja herafla Atlantshafsbandalagsins, NATO. Ástæðan er rannsókn sem hafin er á umfangsmiklum tölvusamskiptum Allens við Jill Kelley, banda- ríska konu sem tengist framhjá- haldshneyksli annars hershöfð- ingja, Davids H. Petraeus. Hann sagði í liðinni viku af sér forstjóra- embætti hjá leyniþjónustunni, CIA. Umrædd Kelley, sem er gift móð- ir, bað alríkislögregluna FBI um að rannsaka hótanir sem hún hafði fengið í tölvuskeytum frá Paulu Broadwell, ástkonu Petraeus. Taldi Broadwell, líklega ranglega, að Kelley, sem hefur verið í vinahópi Petraeus, væri að reyna að klófesta hershöfðingjann.„Ég sá þig snerta hann með ögrandi hætti undir borð- inu“, sagði í einu skeytinu, að sögn Wall Street Journal. „Elskan“ fékk næga athygli þrátt fyrir stríðið Rannsókn FBI á tölvuskeytunum varð til þess að upp komst um framhjáhald Petraeus og Broadwell. CIA vísar á bug fullyrðingum Broadwell í október um að morð- ingjar bandarísks sendiherra í Benghazi í Líbýu hafi í reynd ætlað að frelsa meinta hryðjuverkamenn sem þar hafi verið í leynilegu fangelsi. Heimildarmenn AFP-fréttastof- unnar segja að John Allen sé ekki grunaður um að hafa ljóstrað upp um mikilvæg leyndarmál eða átt í ástarsambandi við Kelley þótt hann ávarpi hana stundum sem „elskuna“ sína [e. sweatheart]. En tölvuskeytin og bréfin eru geysimörg, hátt í 30 þúsund talsins. Afganskir embætt- ismenn eru nú sagðir spyrja sig hvernig Allen hafi haft tíma til að standa í þessum samskiptum ásamt því að stýra herliðinu. Hershöfðingi iðinn við tölvuskeytin  John Allen sendi giftri konu 30 þús- und skeyti og bréf frá Kabúl FBI-maður heltekinn » John Allen er giftur maður eins og Petraeus. Talsmenn varnarmálaráðuneytisins segja að samskiptin við Kelley hafi verið „óviðeigandi“. » Liðsmaður FBI varð að sögn heltekinn af máli Kelleys og var bannað að fást við það en braut það bann. WSJ segir hann hafa sent Kelley mynd af sér, nöktum að ofan. Paula Broadwell Jill Kelley John Allen  Kanadamaðurinn Scott Routley er 39 ára gamall en hefur verið í dái á spítala í 12 ár eftir að hafa lent í bílslysi og orðið fyrir alvarlegum heilaskaða. Hann hefur ekki getað tjáð sig með vitrænum hætti svo sannað væri þótt ættingjar hans væru sannfærðir um að hann væri með meðvitund, að sögn BBC. Breskur taugasérfræðingur, Adrian Owen, hefur notað heila- skanna til að spyrja Routley og kanna hvort hann meðtaki spurn- ingar. Ljóst þykir nú að svo sé. „Við álítum að hann viti hver hann sé og hvar hann sé,“ segir Owen. Taugalæknir Routleys síðasta áratuginn segir að allar rannsóknir hafi gefið til kynna að sjúkling- urinn væri algerlega meðvitund- arlaus. Niðurstöður Owens séu „stórkostlegar“ og þær merki að endurskoða þurfi rit læknisfræð- innar. kjon@mbl.is Í dái en samt við meðvitund  Vinna við að grafa upp lík Yass- ers Arafats, leiðtoga Palestínu- manna um áratugaskeið, hófst í gær. Rannsaka á jarðneskar leifar hans vegna gruns um að honum hafi verið byrlað geislavirkt eitur. Arafat hvílir á Vesturbakkanum. Arafat lést 11. nóvember árið 2004, en hafði þá verið veikur í nokkrar vikur. Flogið var með hann frá Palestínu til Frakklands þar sem hann gekkst undir meðferð sem ekki dugði. Rannsóknarstofa í Sviss gerði rannsókn á lífsýnum sem fundust í eigum og fatnaði Ara- fats og taldi að eitrað hefði verið fyrir hann með pólóníum, sem er geislavirkt efni. kjon@mbl.is Lík Yassers Arafats grafið upp Leiðtogi Yasser Arafat lést árið 2004. Börkur Gunnarsson, blaðamaður og kvikmyndaleikstjóri, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafs- bandalaginu, NATO, í Írak og síðar í Afganistan. Hann kynntist David Petraeus vel, einkum í Írak þar sem hershöfðinginn stýrði þjálfunaráætl- unum. Síðar var Petraeus settur yfir allt alþjóðaherliðið og er honum þakkað að mönnum tókst loks að snúa vörn í sókn og yfirbuga að mestu uppreisnaröflin í Írak. „Hann er mjög vinalegur maður og kom vel fyrir, hámenntaður og flottur,“ segir Börkur. „Við náðum vel saman, við unnum mikið saman í Írak og ég var á öllum fundum hans með fulltrúum NATO á staðnum. Hann náði vel til írösku hershöfð- ingjanna, þeir bókstaflega elskuðu hann. Það skýrir að hluta til hvað hann náði góðum árangri, Banda- ríkjamenn segja að hann hafi unnið Íraksstríðið. Hann ávann sér traust súnnímúslímanna [sem eru minni- hluti íbúanna en réðu mestu í tíð Saddams Husseins. Mbl.]. Svo fór að hann vopnaði þá og þeir losuðu sig sjálfir við al-Qaeda-mennina sem börðust gegn alþjóðahernum.“ Börkur segist aldrei hafa orðið var við neitt kvennafar á Petraeus enda hafi aðstæður, a.m.k. í Írak, ekki gefið mikil færi á því. Í herklæðum David H. Petraeus og Börkur Gunnarsson í Bagdad. „Hann er mjög vinalegur maður“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.