Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Í Hvalsá var gott að vera. Úti- veran, árniðurinn, og Ásta og Grímur. Við bræðurnir horfðum á Grím frænda með aðdáun og trúð- um því að hann gæti bókstaflega allt. Hann veiddi risastóra fiska, lagaði bílinn fyrir pabba, smíðaði kofa með Gunnari og okkur strák- unum, átti bláan pallbíl og flott Grímur Jónsson ✝ Grímur Jóns-son fæddist í Norðurpólnum við Laugaveg í Reyja- vík 24. júní 1924. Hann lést á heimili sínu á Sléttuvegi 19 21. október 2012. Útför Gríms fór fram frá Háteigs- kirkju 1. nóvember 2012. mótorhjól og svo mætti lengi telja. Hann var góður mað- ur, kenndi okkur mannganginn og tefldi við okkur af mikilli þolinmæði, fór með okkur að veiða í Hval- sánni, í fjöruferðir að skoða krossfiskana, alltaf gaf hann af sér þó að við værum ekki háir í loftinu. Við þurftum ekki á neinum of- urhetjum að halda, því Grímur frændi gat allt og við gátum „topp- að“ alla okkar vini með sögum af honum. Minningar munu áfram lifa um góðan og merkan mann – um Grím sem gat allt. Jón Andri. ✝ Kristján Gunn-ar Eggertsson fæddist í Reykjavík 24. júlí 1928. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. nóvember 2012. Foreldrar hans voru hjónin Ísfold Helgadóttir hús- freyja, f. 30.6. 1898, d. 6.8. 1971, og Eggert Bjarni Kristjánsson stýrimaður, f. 26.5. 1892, d. 29.9. 1962. Systkini Kristjáns: Margrét, f. 17.6. 1924, d. 17.6. 1997, Jón Kristján, f. 2.1. 1926, d. 5.7. 1926, Rannveig, f. 21.6. 1927, d. 11.11. 2004, Marta María, f. 13.6. 1930, d. 14.6. 1930, Björg Ólína Júlíana, f. 26.6. 1931, d. 12.4. 2006, Helgi, f. 14.7. 1932, d. 18.6. 1985, Marta Krist- ín, f. 30.5. 1934, d. 28.11. 1991, Haraldur, f. 30.10. 1936, d. 12.2. 2010, Ásta María, f. 2.9. 1939. Maki Jóhanna Guðrún Péturs- dóttir, f. 22.8. 1929. Þau skildu. Dóttir Jóhönnu og fósturdóttir Kristjáns er Elísabet María Har- aldsdóttir, f. 8.2. 1949. Hún á fimm börn og átta barnabörn. Börn Kristjáns og Jóhönnu eru: Þór Guðbjörnsson, f. 21.4. 1959. Þau eiga einn son og þrjú barna- börn. Maki Ásgeir Þorláksson, f. 2.12. 1959. Þau eiga einn son. 8) Margrét Anna, f. 4.3. 1961. Maki (skilin) Símon Ingvar Tómasson, f. 11.1. 1959. Þau eiga einn son og eitt barnabarn. Maki Helgi Halldór Sigurðsson, f. 2.10. 1962. Þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. Kristján ólst upp í Reykjavík. Hann lauk meistaraprófi í hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík á samningi hjá Gamla kompaníinu. Kristján og Jó- hanna hófu sambúð á Sauð- árkróki árið 1949 þar sem þau bjuggu í sjö ár. Þar vann hann við byggingar á bæði íbúðar- húsnæði og opinberum bygg- ingum, sem og yfirbyggingar á bifreiðum. Árið 1956 fluttu þau til Reykjavíkur á Tómasarhag- ann. Fjórum árum síðar fluttu þau til Bolungarvíkur þar sem hann hafði byggt fjölskyldu sinni hús á Þuríðarbrautinni. Kristján vann þar sem verkstæð- isformaður hjá Trésmiðju Jóns Friðgeirs, auk þess að stofna fyr- irtækið Hurðaver. Kristján var alla tíð mjög vinnusamur og þeg- ar hann var ekki við smíðar átti sjórinn hug hans allan. Hann átti bæði rækjubát og Sóma-bát og stundaði útgerð þegar færi gafst. Útför Kristjáns fór fram frá Fossvogskirkju 13. nóvember 2012. 1) Ástdís, f. 16.11. 1950, barnsfaðir Birgir Georgsson, f. 21.2. 1949. Þau eiga einn son og þrjú barnabörn. Maki (skilin) Magnús Bjarni Guðmunds- son, f. 29.11. 1944. Þau eiga fjögur börn, sextán barna- börn og eitt barna- barnabarn. 2) Egg- ert Bjarni, f. 31.10. 1951, d. 23.7. 1972. 3) Ísfold Helga, f. 1.3. 1953, maki Guðjón Jósefsson, f. 23.1. 1946. Þau eiga fimm börn og fjögur barnabörn. 4) Pétur Kristján, f. 19.4. 1954, maki (skil- in) Kristín Dagný Þorláksdóttir, f. 16.6. 1957. Þau eiga tvo syni. Barnsmóðir Auður Ósk Aradótt- ir, þau eiga einn son. 5) Magnús Viðar, f. 14.1. 1957, maki Snjó- laug Jónsdóttir, f. 6.11. 1960. Þau eiga fjórar dætur og fimm barnabörn. 6) Jóhann, f. 7.1. 1958, maki (skilin) Ólöf Bene- diktsdóttir, f. 23.5. 1963. Þau eiga tvo syni. Sambýliskona Sig- ríður Jóna Guðmundsdóttir, f. 11.9. 1962. 7) Eva Hildur, f. 22.10. 1959, maki (skilin) Rafnar Elsku pabbi. Mig langar til að fá að segja við þig nokkur orð að lokum. Ég veit að það var erfitt fyrir þig að tala síðustu daga þína en ég vona að ég hafi skilið þig nóg til að geta létt þér þessa síðustu daga eitthvað. Ég tel mig hafa þekkt þig nokkuð vel. Mér fannst þú besti pabbi sem nokk- ur stelpa gæti hugsað sér. Þú hafðir þá bestu nærveru sem ég hef fundið. Við áttum gott skap saman, sem er mér mjög verð- mætt. Við gátum setið saman í þögn og liðið vel. Það hefur enginn nokkurn tímann getað vakið mig jafn vel og þú gerðir alltaf í gamla daga, lagðir bara höndina þína að vanga mínum blíðlega og sagðir: „Vakna, Eva mín,“ og ég vaknaði um leið. Þú varst alveg passlega strangur, blíður, skynsamur, upptekinn, og svo skelfilega skilningsríkur. Þegar ég var ung- lingur gafst þú mér svo frábær ráð. Eins og þegar ég var að fár- ast yfir einhverju sem aðrir sögðu eða gerðu og mér mislík- aði, þá sagðir þú: „Vertu ekki að láta fólk pirra þig, það er óþarfi.“ Enn í dag finnst mér þetta vera frábær setning og nota þessa visku óspart. Þú varst ein sú mest gefandi persóna sem ég hef þekkt, svo tilbúinn fyrir alla og hjálpsamur og duglegur alltaf. Um leið og einhver var í vandræðum varst þú farinn af stað til að redda hlut- unum og varst með eindæmum góður þínum systkinum og fjöl- skyldu. Ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum eða ef vantaði hjálp varst þú þotinn af stað lands- hornanna á milli eins og skot og taldir það ekkert eftir þér. Þegar við systkinin vorum lít- il varst þú mjög duglegur að gera skemmtilega hluti með okkur og fórst til dæmis mjög oft með okkur á skauta. Sjálfur varstu mjög flinkur á hokk- ískautum og gerðir fyrir okkur brautir með sköfunni sem þú bjóst til. Eins þegar þú bjóst til snjógöngin frá húsinu, í bugðum og beygjum til að gera þau skemmtilegri. Fjallgöngurnar allar og bíltúrarnir, alltaf varstu tilbúinn í einhver ævintýri með okkur. Ég vil fá að þakka þér fyrir öll árin sem þú bjóst hjá okkur og öll jólin sem við nutum þess að fá að hafa þig hjá okkur. Þau næstu verða tómleg get ég sagt þér en þetta reddast allt, hafðu ekki áhyggjur. Hafðu þökk fyrir allt og allt og hvíldu í friði. Eva Hildur. Kristján Gunnar Eggertsson Jónas Þorleifsson svili minn er látinn langt fyrir aldur fram. Þeirri staðreynd verður ekki breytt. Við munum öll sakna hans mikið enda var hann úrvalsmaður. Ég kynntist honum fyrst stuttu eftir að ég hitti konuna mína fyrir fimm árum. Hann tók mér strax mjög vel og sá til þess að ég varð fljótt einn af fjölskyldunni. Það sem ég sá strax var hversu barngóður hann var. Hið fallega heimili þeirra Ginu var alltaf fullt af börnum og þar var glaumur og gleði. Hann var alltaf að passa frændsystkinin Mitch, Kuya og Emem og svo bættust við Nobel, Yzabelle og Nonni Benni. Börnin kölluðu hann alltaf Daddy Sjonnin og elskuðu hann mikið. Fyrir þeim var hann besti maður í heiminum enda þolinmóður og ástríkur. Eins og Kuya Jóhannes sagði þegar hann frétti að Daddy Sjonnin væri Jónas Pétur Þorleifsson ✝ Jónas PéturÞorleifsson fæddist í Dagsbrún í Norðfirði 3. des- ember 1956. Jónas andaðist á heimili sínu 20. október 2012. Útför Jónasar var gerð frá Digra- neskirkju 1. nóv- ember 2012. dáin: Hann var aldr- ei vondur. Alltaf bara mjög mjög mjög góður. Fjölskyldan hafði fyrir hefð að fara alltaf í mat hjá Daddy Sjonnin og Ginu á sunnudögum og við eigum margar góðar minningar frá því. Ég og Jónas átt- um margar góðar samræður um lífið og tilveruna. Einnig um enska boltann en Daddy Sjonnin var eldheitur stuðningsmaður Arsenal. Þegar Jónas greindist með krabbamein í janúar síðastliðnum urðu allir mjög áhyggjufullir en eftir vel heppnaða aðgerð í júlí og þær gleðifréttir sem bárust fyrir aðeins nokkrum vikum að hann væri laus við meinið horfðu allir björtum augum á framtíðina. Því varð það ennþá meira áfall er hjarta hans gaf sig óvænt. „Drekktu meiri mjólk og vatn“ svo þér batni kvefið, voru síðustu skilaboð Yzabelle Kristínar, þriggja ára, til Daddy Sjonnin sem brosti er hann fékk þau. Jonni var mér sem vinur, bróðir og faðir, Suzi. Úlfar Harri Elíasson, Suzette Cuizon, Yzabelle Kristín Úlfarsdóttir. ✝ Aron KristjánBirgisson fæddist í Reykjavík 4. október 1976. Hann lést á heimili sínu 4. nóvember 2012. Aron Kristján var sonur Önnu Maríu Ámunda- dóttur, f. 17. júní 1944 og Birgis Sumarliðasonar, f. 24. febrúar 1943. Systur Arons Kristjáns eru: Lára Björk Birg- isdóttir, f. 20. desember 1964, sambýlismaður hennar er Björn Ólafsson, f. 17. júní 1957. Bríet Birgisdóttir, f. 20. september 1970, eiginmaður hennar er Björn Gunnlaugsson, f. 13. júlí 1968. Dætur Bríetar og Björns eru: Rósa, f. 8. febrúar 1992, Anna María, f. 2. september 2000 og Amalía, f. 2. júní 2005. Aron Kristján stundaði grunn- skólanám í Snæ- landsskóla í Kópa- vogi. Einnig var hann tvo vetur í Iðnskólanum í Reykjavík í tré- smíða- og tölvu- námi. Síðastliðin 7 ár vann Ar- on Kristján við útkeyrslu á fyrirtækjasviði Póstsins. Áður vann Aron Kristján ýmis störf, meðal annars á Hrafnistu í Reykjavík og hjá Húsasmiðj- unni. Útför Arons Kristjáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 14. nóvember 2012, kl. 13. Í blóðið var þér borin bróðurtryggð og festa. Heldur kaust þú hylli heimamanna en gesta. Fáskiptinn við fjöldann fórstu þína vegi. Afl og andans þroski óx með hverjum degi. Fyrir þér lá fögur framtíð starfs og dáða. Lífi alls og allra æðri kraftar ráða. Er engill banableikur brjóst þitt nakið signdi, var sem heiður himinn heitum tárum rigndi. Allt var breytt á einni örlagaþungri nóttu. Kvöl og heitir harmar að heimilinu sóttu. Um árdegi fann enginn ilm af stráum grænum. Fjórtán særðir svanir sungu yfir bænum. Svo skein sól í austri, sveitin fylltist angan. Í sænginni þinni svafstu með sigurbros um vangann. Hvíld er hverjum heitin hvað sem yfir dynur. Guð og góðir englar gæti þín, elsku vinur. (Davíð Stefánsson) Mamma og pabbi. Elsku Aron, litli bróðir minn. Það var skrýtin og óraunveruleg stund þegar Lára systir okkar hringdi í mig og sagði mér að þú værir dáinn. Báðar systur þínar staddar í útlöndum þegar þú skildir svo skyndilega við. Það var erfið lífsreynsla að komast ekki strax heim. En þrátt fyrir sorgina og sökn- uðinn er hjarta mitt fullt af góðum tilfinningum og hugurinn af skemmtilegum minningum um þig, elsku Aron. Í ágúst síðastliðn- um komuð þið Lára systir í heim- sókn til mín og fjölskyldu minnar í Noregi. Ég sé þig fyrir mér ljóslif- andi, í sól og góðu veðri þar sem við gengum saman um Óslóarborg. Þú varst svo glaðbeittur og spenntur yfir spennandi framtíð þar sem þú ætlaðir að skrá þig í tölvuskóla og kannski flytja til Kanada. Heima hjá mér heyrðust hlátrasköll og mikill hamagangur þegar þú og litlu frænkur þínar, þær Amalía og Anna María, hlup- uð út og inn um húsið í einhverjum hasarleik. Það er einmitt svona sem ég ætla að láta minningu þína lifa í huga mér. Aron, svo hjarta- hreinn, góður, glaður og bjartsýnn á lífið og tilveruna. Elsku Aron, minning þín mun vera ljósið mitt og minna mig á mikilvægi þess að þakka fyrir lífið eins og okkur er gefið það. Þín systir, Bríet. Megi sólin gefa kraft í nýjan dag, megi máninn færa þér hvíld, megi rigningin þvo allar áhyggjur, megi vindurinn gefa þér styrk, gakktu varlega í gegnum veröldina með alla þá fegurð sem hún hefur að geyma uppá hvern dag. Apache-blessun. Þegar ég hugsa um þig þá ertu hjá mér, þegar mig dreymir um þig þá hugsar þú til mín. Góða ferð, elsku bróðir, um sólkerfið þar til við hittumst á ný. Þín stóra systir, Lára Birgisdóttir. Elsku Aron. Þú hefur verið kall- aður á brott. Margar spurningar sækja á, en við þeim fást ekki svör. Þess í stað leitar hugurinn til baka til minninganna um þig, Aron. Til minninga um glaðan og elskulegan dreng. Ég hef ekki séð þig glaðari og bjartari en einmitt í sumar. Þú spilaðir fótbolta með okkur og naust þess að vera í fríi. Sterkur, sjálfstæður og sáttur með þitt. En þú fékkst ekkert gefins. Þurftir að berjast fyrir hlutun- um. Og það gerðir þú, þögull, en ákveðinn. Þannig vannst þú þína sigra. Þú áttir líka stóra drauma. Og þó þeir hafi ekki allir orðið að veruleika í þess lífi, er aldrei að vita. Hver veit nema þú fáir ný viðfangsefni að takast á við og sigrast á. Við sem eftir erum eig- um ljós í minningunum um þig. Minningar um hlýjan og innilegan hlátur þinn. Um hógværð og vin- gjarnleika þinn. Þínu hlutverki í lífi okkar er ekki lokið. Þú verður með okkur. Alltaf. Björn Gunnlaugsson. Elsku Aron. Ég skil ekki af hverju þú fórst í burtu frá okkur. Þegar ég hugsa til baka þegar þú varst með okkur og við höfðum það svo gaman, þá brest ég næstum í grát, því þú get- ur ekki gefið mér meiri svona tíma. Ég held að allir hugsi sterkt um þig og ég vona að þú fáir góðan frið í himninum. Ég hugsa um dauðann þannig að það er allt í lagi að deyja. Það getur líka verið gott. Dauðinn hvílir Aron, svo hann fær meiri kraft í næsta lífi. Elsku Aron. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú hefur gefið mér góðan tíma með þér. Ég mun aldr- ei gleyma því. Kærar kveðjur frá mér, Anna María Björnsdóttir. Um þig minning á ég bjarta sem yljar eins og geisli er skín. Þú áttir gott og gjöfult hjarta og gleði veitti návist þín. (Höf. ók.) Við eigum svo sannarlega fal- lega og bjarta minningu um syst- urson og frænda sem lést svo skyndilega í blóma lífsins. Það fór ekki alltaf mikið fyrir honum en glettnin og nærveran hans sagði okkur því meira. Hann var ein- staklega trúr og tryggur foreldr- um sínum, systrum og fjölskyldu. Hann var samviskusamur og sömuleiðis svo tryggur sínum vinnustað að eftir var tekið og fékk þaðan margar viðurkenning- ar. Um stund virðist yfir ókleifan hamar að fara en að eiga allar þessar björtu og fallegu minning- ar er dýrmætt og þær koma til með að safnast saman í minninga- sjóð hans nánustu sem hægt verð- ur að gleðjast yfir í framtíðinni. Þannig minningar er gott að eiga. Við systkinin, makar og stór- fjölskylda erum með ykkur, hugs- um til ykkar og vottum ykkur, elsku Anna María, Birgir, Lára, Bríet og fjölskyldan öll, okkar dýpstu samúð. Jóhann, Steinunn og Sigmundur. Aron vinur minn lést langt fyrir aldur fram. Við höfðum verið vinir frá því í æsku og vinátta okkar haldist í gegnum unglingsárin og nú fullorðinsárin. Hún byggist á gagnkvæmu trausti og mikilli væntumþykju. Við ferðuðumst saman til Spánar og Bandaríkj- anna en ég var við nám í Kanada og Aron heimsótti mig þar og það- an fórum við til ættingja hans í New York. Ég gifti mig 2009, Jane Aguilar, og Aron hafði þann heiður að aka okkur brúðhjónunum á þessum hátíðisdegi. Hann var guðfaðir dóttur okkar, Febrúnar Sólar, sem fæddist árið 2010. Febrún Sól laðaðist að Aroni og það gerði Jane einnig. Hann var ætíð aufúsugestur á okkar heimili og einnig á heimili foreldra minna, Guðrúnar og Jóns. Þau minnast hans sem einstaklega trausts vin- ar og velkomins gests. Við söknum Arons öll og vott- um fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð á þessari sorgarstundu. Farðu í friði, kæri vinur. Örn og fjölskylda. Aron Kristján Birgisson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skila- frests. Lengd | Hámarkslengd minn- ingargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.