Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 35
Sósíalismi er alltaf þvingun Kristín hefur áhuga á handa- vinnu, lestri góðra bóka, kvikmynd- um og leikhúsi. Hún er ánægð með vinnustaðinn en setur fjölskylduna í fyrsta sæti: „Ég hef eignast og alið upp fimm börn. Nú lifi ég umfram annað fyrir þau, tengdabörn og barnabörn. Svo eigum við hús aust- ur í Landsveit þar sem við dveljum oft.“ – En svo ertu pólitísk, eða hvað? „Já. Ég er eindreginn málsvari frjálshyggju. Ég tel að grundvall- arreglur hennar um frelsi og ábyrgð kveði á um réttlæti og margsannað sé að þeim þjóðum vegni miklu betur sem setja hana í öndvegi. Ég held hún hefði í för með sér hreyfanlegra og grósku- meira þjóðfélag. Sósíalisminn felur alltaf í sér þvingun og niðurnjörvun. Hann boðar jöfnuð, en leiðir af sér mis- munun þar sem peningar eru teknir af fólki og þeim ráðstafað að geð- þótta. Heilbrigðiskerfið hefur t.d. liðið fyrir þennan hugsunarhátt. Ég vil einnig að fíkniefni verði leyfð. Ég held að það yrði mjög til bóta. Glæpum myndi fækka eins og þegar áfengisbanninu var aflétt í Bandaríkjunum á sínum tíma. Úr frændgarði Kristínar Pálsdóttur Kristín Pálsdóttir Guðmundur Guðmundsson hreppstj. á Þúfnavöllum Baldur Guðmundsson b. á Þúfnavöllum í Hörgárdal Júlíana Þórhildur húsfr. á Þúfnavöllum Hulda Baldursdóttir húsfr. í Rvík Þórhildur Biering húsfr. Björn Arnþórsson kennari frá Hrísum í Svarfaðardal Páll Helgason b. á Bjarnastöðum í Hvítársíðu Kristín Pálsdóttir húsfr. í Fljótstungu Berþór Jónsson b. í Fljótstungu í Hvítársíðu Páll Bergþórsson fyrrv. Veðurstofustj. Gyða Bergþórsdóttir skólastj. Jón Berþórsson framkvæmdastj. Nýju sendibílast. Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. Guðný Lofttsdóttir frá Baugaseli í Barkárdal Valgerður Pétursdóttir húsfr. á Húsavík Gísli Ó. Pétursson héraðslæknir á Eyrarbakka Jakob Gíslason orkumálastj. Áki Jakobsson bæjarstj. á Siglufirði og alþm. Guðrún Pétursdóttir frá Ánanaustum Þorbjörg Pálsdóttir, af Húsafellsætt Jón Pálsson b. á Þorvaldsstöðum í Hvítársíðu Eiður Guðmundsson rith. frá Þúfnavöllum Ari Guðmundsson stofnandi Taflfélags Rvík Páll Arason reðursafnari Skynsamlegra er að efla fræðslu um skaðsemi efnanna en að beita afli.“ Fjölskylda Kristín giftist 27.7. 1974 Jóni Steinari Gunnlaugssyni, f. 27.9. 1947, fyrrv. lögmanni, prófessor og hæstaréttardómara. Hann er sonur Gunnlaugs Ólafssonar, f. 10.11. 1919, d. 3.6. 1979, bifreiðastjóra í Reykjavík, og Ingibjargar Mar- grétar Jónsdóttur, f. 3.6. 1923, d. 2.9. 1998, bókavarðar. Börn Jóns Steinars og Kristínar eru Ívar Páll, f. 27.2. 1974, BA í hagfræði og framkvæmdastjóri, bú- settur í Reykjavík en kona hans er Ásdís Rósa Þórðardóttir, líffræð- ingur og verkefnastjóri hjá Actavis, og eru börn þeirra Jón Steinar og Erna Rún; Gunnlaugur, f. 4.6. 1976, framkvæmdastjóri, búsettur í Kópavogi en kona hans er Júlía Helgadóttir, klæðskeri og nemi í listfræði við HÍ, og eru börn þeirra Matthildur Elín og Helgi Henrik; Konráð, f. 12.2. 1984, lögmaður, bú- settur í Reykjavík en sambýliskona hans er Rannveig Þórarinsdóttir söngkona; Hulda Björg, f. 16.3. 1986, lögfræðingur, búsett í Reykja- vík en sambýlismaður hennar er Arnþór Stefánsson matreiðslumað- ur; Hlynur, f. 30.8. 1988, laganemi við HR, en sambýliskona hans er Þura Sigríður Garðarsdóttir, flug- maður og nemi í flugumferð- arstjórn. Dóttir hennar er Sólgerð- ur Vala Kristófersdóttir. Dætur Jóns Steinars eru einnig Steinunn Fjóla, f. 30.11. 1970, þýð- andi og rithöfundur, búsett á Spáni og eru dætur hennar Sesselía Rán, Vilborg Hrönn og Eva María; Ás- dís, f. 16.9. 1972, doktorsnemi í mannfræði í Noregi en maður henn- ar er Bjarni Reyr Kristjánsson jarðfræðingur og eru börn þeirra Ari, Ásgerður Helga og Snorri; Birna Íris, f. 14.1. 1973, tölv- unarfræðingur í Reykjavík en sam- býlismaður hennar er Baldvin A.B. Aalen og eru börn hennar Halldór Ísak, Þórarinn Kári og Þórhildur Saga. Bræður Kristínar eru Baldur Pálsson, f. 4.7. 1951, forritari, bú- settur í Reykjavík; Bergþór Páls- son, f. 22.10. 1957, óperusöngvari í Reykjavík. Foreldrar Kristínar eru Páll Bergþórsson, f. 13.8. 1923, veður- fræðingur og fyrrv. veðurstofu- stjóri, búsettur í Reykjavík, og k.h., Hulda Baldursdóttir, f. 12.6. 1923, húsfreyja og lengi læknaritari. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð Möguleiki á áletrun Björn fæddist í Sauðanesi14.11. 1823, sonur HalldórsBjörnssonar, prests þar, og f.k.h., Sigríðar Vigfúsdóttur hús- freyju. Kona Björns var Sigríður Einarsdóttir, bónda í Saltvík á Tjör- nesi Jónassonar. Synir Björns og Sigríðar sem upp komust voru Þór- hallur, biskup í Laufási í Reykjavík, faðir Tryggva forsætisráðherra og Dóru forsetafrúar, og Vilhjálmur, bóndi, smiður og jarðræktarmaður í Rauðará við Reykjavík sem stóð þar sem nú eru höfuðstöðvar frímúrara, faðir Halldórs, skólastjóra á Hvann- eyri, afa Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra, og faðir Laufeyjar, móður Finnboga Guðmundssonar landsbókavarðar. Auk þess áttu Björn og Sigríður, Laufeyju, sem lést 24 ára. Björn lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1844 og guðfræði- prófi frá Prestaskólanum 1850. Hann var kennari að Laufási í Eyja- firði, varð aðstoðarprestur séra Gunnars Gunnarssonar þar 1852, fékk prestakallið 1853 og var pró- fastur þar 1863-82. Hann var meðal Þjóðfundarmanna í Reykjavík 1851. Burstabærinn sem enn stendur í Laufási var einmitt reistur í tíð sr. Björns Halldórssonar á árunum 1866-70. Elstu hlutar hans eru þó frá því um 1840 og er elsta húsið í bæn- um hið svokallaða Brúðarhús, þar sem brúðurin gat klætt sig upp á fyrir brúðkaupsathöfnina. Björn var afar vel látinn prestur en í Íslenskum æviskrám er hann sagður vel gefinn, orðlagður kenni- maður og skáld gott. Auk þess var hann hinn besti búmaður, vefari og smiður. Björn var eitt af kunnustu sálma- skálum landsins á sinni tíð og orti fjölda sálma í sálmabókina 1886. Hann þýddi m.a. sálminn Á hendur fel þú honum og orti jólasálminn sem allir þekkja, Sjá himins opnast hlið. En hann orti einnig fjörug og stórskemmtileg veraldleg kvæði og tækifærisvísur um heimilisfólkið í Laufási og ýmislegt sem að höndum bar. Slíkur skáldskapur hans birtist m.a. í ljóðasafninu Snót og í Sunn- anfara. Björn lést 19.12. 1882. Björn Halldórsson Merkir Íslendingar 106 ára Ingiríður Vilhjálmsdóttir 95 ára Þór Guðjónsson 85 ára Brynja Gestsdóttir 75 ára Jóhanna Jóna Guðnadóttir Kolbrún Inga Sæmundsdóttir Sigríður Rósinkarsdóttir Sigurlaug Guðjónsdóttir 70 ára Ingibjörg A. Jónsdóttir Ísólfur Þór Pálmarsson Óttar Sveinbjörnsson Tómas Búi Böðvarsson 60 ára Guðmundur Reykjalín Guðrún G. Þórarinsdóttir Helga Fríða Hauksdóttir Magnús Ragnar Einarsson Sigríður Inga Svavarsdóttir Sigurbjörg Friðný Héðinsdóttir Sveinn Númi Vilhjálmsson 50 ára Aðalheiður Björk Vilhelmsdóttir Ásta Halla Ólafsdóttir Berglind Jónsdóttir Bjarni Þór Bjarnason Elíza Guðmundsdóttir Helga Sigvaldadóttir Jakob Þór Haraldsson Margrét G. Scheving Sesselja Sigurðardóttir Sigríður Ragnhildur Helgadóttir 40 ára Bernhard Þór Bernhardsson Elvar Eylert Einarsson Gréta Björg Blængsdóttir Hilde Berit Hundstuen Jóhannes Helgason Jóhann Helgi Ólafsson Kristinn Þór Jósepsson Lúther Ólason Piotr Szczepan Lis Reimar Snæfells Pétursson Sigurður Smári Benónýsson Stefán Gunnar Benjamínsson Valgerður Arnardóttir Þröstur Már Pálmason 30 ára Arnar Már Ingason Birkir Snær Fannarsson Gunnar Hrafn Gunnarsson Kenan Mesetovic Kornel Kozakiewicz Lukasz Kondzior Óttar Angantýsson Tuan Minh Nguyen Þórarinn Sigurbergsson Til hamingju með daginn 30 ára Hannes lauk próf- um í sjúkraþjálfun frá HÍ og starfrækir sjúkraþjálf- unarstofu með móður sinni. Maki: Anna Lísa Péturs- dóttir, f. 1983, starfs- maður við leikskóla. Börn: Eydís Anna, f. 2009, og óskírður, f. 2012. Foreldrar: Anna K. Otte- sen, f. 1954, sjúkraþjálf- ari, og Jón Gunnar Hann- esson, f. 1950, læknir. Hannes Pétur Jónsson 30 ára Anna stundar nú nám í iðjuþálfun við HA. Maki: Örvar Harðarson, f. 1977, starfsmaður hjá Ölgerðinni. Synir: Sesar Aron, f. 2000; Egill Bergþór, f. 2009, og Elvar Orri, f. 2010. Foreldrar: Unnsteinn Egill Kristinsson, f. 1947, járnsmiður og Guðný Helga Jóhannsdóttir, f. 1947, starfsmaður hjá Björginni. Anna Egilsdóttir 30 ára Erla lauk stúd- entsprófi frá FS og er leiðbeinandi á leikskóla. Maki: Sveinn Oddur Sig- urðsson, f. 1978, mat- reiðslumaður. Börn: Carmen Rut, f. 2000; María Björg, f. 2006, og Gísli Gunnar, f. 2012. Foreldrar: María Þóra Sigurðardóttir, f. 1963, skólaliði, og Gísli Guðberg Gíslason, f. 1961, starfar við niðursuðuverksmiðju. Erla Jóna Gísladóttir Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.