Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Blúshátíð Bjögga Gísla verður haldin í fyrsta sinn 22. - 25. nóv- ember nk. á Gamla Gauknum og mun á henni margur þjóðkunnur tónlistarmaðurinn troða upp. Eft- irfarandi tónlistarmenn og hljóm- sveitir leika á hátíðinni: Björgvin Gíslason & hljómsveit, Bubbi Morthens, Magnús Eiríks- son, Þórir Baldursson, Beggi Morthens & hljómsveit, Hans Blu- es & Boogie frá Þýskalandi, Skúli mennski ásamt Þungri byrði, Vin- tage Caravan, Blússveit Þollýjar, Blágresi, Beebee and the Blueb- irds, Pollock Brothers, Mood, Lame Dudes, Guðgeir blúsari & hljómsveit, Strákarnir hans Sæv- ars, Blúsþrjótar, Dúettinn Víg- lundur, 3B (Bitter Blues Band) og Síðasti séns. Þá verður einnig boðið upp á blúsbíó, græjukynn- ingu og fræðslu. Dagskrá með sál Björgvin Gíslason valdi sjálfur þá listamenn sem koma fram á hátíðinni, vildi bjóða upp á dag- skrá með sál sem væri uppfull af gömlum smellum og nýjum straumum í bland við gleði, fræðslu og góðan mat, eins og því er lýst í tilkynningu. Hvað matinn varðar verður boðið upp á „soulfood“ rétti og gítarsmiðurinn Gunnar Örn verð- ur með kynningu á sínu fagi, sýn- ir handtökin og íslenska gít- armagnarann Redwing. Þá mun Ásgeir Helgi kynna verkefni sitt Pedal Project, þ.e. framleiðslu sína á gítarfetlum. Hans Blues mun svo veita áhugasömum blú- skennslu. Miðasala á hátíðina fer fram á vefnum Miði.is og verða einnig seld armbönd við inngang Gamla Gauksins. Húsið verður opnað kl. 19 þau kvöld sem hátíðin stendur yfir og hefst dagskráin kl. 21. 20 ára aldurstakmark er á hátíðina. Fyrsta Blúshátíð Bjögga Gísla  Blúskempur á Gamla Gauknum Morgunblaðið/Þorkell Blúsað Björgvin Gíslason gítar- leikari blæs til blúshátíðar. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Sumir hafa í blóðinu dumbrauð og draumkennd stef mótuð af finnsku vetrarríki og bera jafnvel með sér trega og sorgir heillar þjóðar, aðrir eru mótaðir af hægferðugri hrynj- andi íslensku auðnanna og óbyggð- anna. Ljóst er að allir búa yfir heimi sem er hlaðinn músík, heimi sem lifir oftast innra með sérhverjum og kemst sjaldnast út.“ Svo ritar tón- listarmaðurinn Egill Ólafsson í plötuumslag um samstarf þeirra Matti Kallio á nýútkominni sólóplötu Egils, Vetur. Matti er finnskt tón- skáld og hljóðfæraleikari og tók að sér að útsetja lögin á plötunni, stýra upptökum og eftirvinnslu. Platan hefur að geyma lög og ljóð eftir Egil og á Matti einnig heiðurinn að nokkrum þeirra og leikur á hin ýmsu hljóðfæri. Platan er sú sjötta sem Egill sendir frá sér í eigin nafni. Leiðir Matti og Egils lágu saman í sviðsetningu á söngleiknum Vesa- lingunum í Þjóðleikhúsinu snemma árs og ákváðu þeir maíkvöld eitt að vinna saman að plötu. Um tónlist- arflutning á henni sér hið svonefnda Finnsk-íslenska vetrarbandalag, skipað Agli, Matti, Lassi Logrén á fiðlu, lykilhörpu og bogastrokna lýru; Matti Laitinen á gítar, mandó- selló, mandólu og mandólín og söng- konunni Þórhildi Örvarsdóttur. Blaðamaður ræddi við Matti um plötuna í vikunni. Vetrarplata „Við fórum að kíkja á lögin í júní og unnum í þeim allt fram í byrjun október. Þannig að þetta var um fjögurra mánaða ferli,“ svarar Matti, spurður að því hversu langan tíma það hafi tekið að gera plötuna. Hann hafi farið til Helsinki í september til að taka upp efni fyrir plötuna með tveimur félögum sínum finnskum, þeim Lassi og Matti sem séu sjóaðir mjög í flutningi hefðbundinnar, finnskrar tónlistar. – Hvernig plötu lögðuð þið upp með að gera? „Svona plötu!“ svarar Matti og skellihlær. Blaðamaður hlær með og umorðar spurninguna. – Fylgduð þið ákveðinni grund- vallarhugmynd, konsepti, við gerð hennar? „Já, það var konsept. Við fórum að tala um þetta og ákváðum að gera vetrarplötu, að veturinn væri hið alltumlykjandi þema. Lögin fjalla þó ekki öll með beinum hætti um vetur en það er ákveðið vetrartengt and- rúmsloft ríkjandi á plötunni,“ svarar Matti. Þeir Egill hafi viljað ná „gegnsæjum“ hljómi, notast við órafmögnuð hljóðfæri og haldið sig við einfaldleikann. „Með órafmögn- uðum hljóðfærum nást svo margir fallegir litir og kraftur. Þetta er tón- list sem ég kann sérstaklega vel að meta, tónlist sem andar,“ útskýrir Matti. Þeir Egill hafi viljað gefa tón- listinni rými til að anda. – Platan heitir Vetur en er samt sem áður mjög hlýleg... „Veturnir á Íslandi hafa nú ekki verið svo slæmir hin síðustu ár,“ segir Matti og skellihlær, áreið- anlega ýmsum vetrarveðrum vanur í heimalandi sínu, Finnlandi. Á öllu al- varlegri nótum segir hann að Egill hafi þýtt textana fyrir sig og þeir rætt innihald þeirra og stemningu. Það hafi veitt honum innblástur í tónsmíðinni, hann hafi reynt að kalla fram sömu hlýju með henni og textar Egils gerðu. Skandinavískur hljómur Spurður að því hvort finnskra áhrifa gæti í tónlistinni segir Matti svo líklega vera þar sem hljóðfæra- leikarar séu allir finnskir. „Ég held að það megi greina finnsk áhrif en ég myndi frekar segja að það væri skandinavískur hljómur á plötunni og það kann ég vel að meta.“ – Og jafnvel írskur líka? „Það er mögulegt, ég get ekki neitað því,“ segir Matti kíminn. Hann hafi verið mikið viðriðinn hefð- bundna, írska tónlist sl. fimmtán ár eða þar um bil og því ekki ólíklegt að hún hafi lætt sér inn á plötuna. Matti og Egill munu halda tón- leika í Reykjavík í febrúar og verður greint nánar frá því hvar og hvenær þeir verða haldnir er nær dregur. Þess má að lokum geta að hljómsveit sem Matti leikur með, hin finnska Värttinä, hlaut í október sl. að- alverðlaun Womex-tónlistarhátíð- arinnar sem haldin var í Þessalóníku í Grikklandi. Morgunblaðið/Ómar Íslenskt-finnskt Egill Ólafsson og Matti Kallio; félagarnir fagna vetri með hugljúfum tónum og textum á nýju plötunni Vetri sem þeir unnu saman. Tónlist sem andar  Vetur er sjötta sólóplata Egils Ólafssonar  Vann með Matti Kallio  Leit að gegnsæjum órafmögnuðum hljómi ÁLFABAKKA 16 L L L L VIP 16 EGILSHÖLL L L L 16 16 14 14 14 ARGO KL. 5:30 - 8 - 10:30 CLOUD ATLAS KL. 8 - 10:20 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL Í3D KL. 5:30 WRECK-IT RALPH ENSKTTAL KL. 8 HOPE SPRINGS KL. 5:40 - 8 END OF WATCH KL. 5:40 HOUSE AT THE KL. 10:20 12 L 16 KEFLAVÍK 14ARGO KL. 8 SKYFALL KL. 10:30 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:10 16 L L L L 14 AKUREYRI ARGO KL. 8 WRECK-IT RALPH ÍSL TAL Í3D KL. 6 WRECK-IT RALPH ENSK ENSKTTAL KL. 10:20 BRAVE HIN HUGRAKKA ÍSL TAL KL. 6 HOPE SPRINGS KL. 8 END OF WATCH KL. 10:20 ARGO KL. 5:30 - 8 - 10:30 ARGO VIP KL. 5:30 - 8 - 10:30 WRECK IT RALPH ÍSL TAL Í3D KL. 5:50 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI KL. 5:50 WRECK IT RALPH ENSKTTAL KL. 5:50 - 8 - 10:10 HOPE SPRINGS KL. 5:50 - 8 - 10:30 HOUSE AT THE END OF THE STREET KL. 8 - 10:20 END OF WATCH KL. 8 - 10:30 KRINGLUNNI L L 14TEMPEST (ÓPERAENDURFLUTT) KL. 6 WRECK IT RALPH M/ÍSL.TALI KL. 5:50 SKYFALL KL. 6 - 8 - 9 - 10 NÚMERUÐ SÆTI TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu Borðapantanir í síma 519 9700 info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is JÓLAHÁTÍÐ frá 14. nóv. til 23. des. Það er eins með jólamatseðilinn okkar og jólapakkana, það er ekkert gaman nema hlutirnir komi svolítið á óvart. Að þessu sinni bjóðum við upp á sjö rétta jóla- veislu þar sem við bregðum á leik með jólahlaðborð að okkar hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.