Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Hvað er mergjaðra enGylfaginning? Gylfa-ginning með málm-bragði! Ekki svo að skilja að Börn Loka sé endursögn á samtali þeirra höfðingja, Óðins og Gylfa kon- ungs um ásatrú, hún er tilbrigði við stefið. Mikið er þrek ómagans Hilmars Bald- urssonar en ör- lögin grimm. Hér er dýrt kveðið, í tali sem tónum. Skálmöld er ein merkilegasta hljómsveit sem þessi þjóð hefur eignast. Spratt full- sköpuð upp úr undirdjúpunum fyrir tveimur árum – með alvæpni. Baldur var í einu orði sagt geggjuð plata og á Börnum Loka kveður við sama tón. Áttfættur fákurinn æðir um jörð, svo vitnað sé í verkið sjálft. Eirir engu. Tónsmíðar eru sem fyrr hug- myndaríkar innan síns ramma, epískar þegar það á við, og inn- blástur kemur víða að, ekki síst frá hetjumálmböndum níunda áratug- arins. Magnað að Metallica skuli í miðjum klíðum stíga inn í glímuna við sjálfan Jörmungand og senda Skálmeldinga bara í kaffi. Sækjast sér um líkir. Kveðskapur Snæbjörns Ragn- arssonar er meitlaður og forn og myndi verðskulda sjálfstæða um- sögn. Hér er ort eftir kúnstarinnar reglum og allt haft til reiðar, svo sem fornyrðislag og sléttubönd. Börn Loka er vel til þess fallin að draga þróttmikla æskumenn að forn- sögunum og norrænni goðafræði, á sama hátt og Slayer dró mann að hel- förinni og Iron Maiden að Alexander mikla og kveðskap Samuels Taylors Coleridge í gamla daga. Svo dæmi séu tekin. Flutningur er í hæsta gæðaflokki, víkingarnir hver öðrum vopnfimari og hverjum dettur í hug að fá Bjarna Thor Kristinsson, ofurbassa, í bak- raddir? Fullt hús stiga fyrir það! Rödd Björgvins Sigurðssonar for- söngvara er stórbrotin, fær hárin til að rísa. Alfaðir hefur klárlega skapað hann til að rymja þennan brag! Komi rödd Björgvins úr innstu iðrum, hvað má þá segja um gestasöngkonuna, Eddu Tegeder? Illska Heljar er al- gjör í túlkun hennar. Ekki veit ég hvort víkingamálmur verður endilega betri en Börn Loka. Efast raunar um það. Nú eða þjóð- lagamálmur yfirhöfuð. Skil samt eftir hálfa stjörnu til að eggja Skálmöld áfram til góðra verka, þetta hlýtur að verða a.m.k. þríleikur. Svo er annað eftir: Tónleikar með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og helþéttum kór í kjaftfullri Eldborg. Það yrði málmmessa áratugarins! Morgunblaðið/Ómar Skálmöld Græsku beitum, sjaldan sefast sorgir þegar vinnum. Áttfættur fákur- inn æðir um jörð Skálmöld – Börn Loka  m Önnur breiðskífa víkingamálmbandsins Skálmaldar. Hana skipa Gunnar Ben, Baldur Ragnarsson, Björgvin Sigurðs- son, Þráinn Árni Baldvinsson, Snæbjörn Ragnarsson og Jón Geir Jóhannsson. Sena, 2012. ORRI PÁLL ORMARSSON TÓNLIST Evrópsk kvikmyndahátíð verður haldin í Bíó Paradís næstu vikuna, 16. til 25. nóvember. Hátíðin hefst á föstudagskvöldið klukkan 20 og er þá öllum lands- mönnum boðið í bíó, meðan húsrúm leyfir. Hægt er að velja milli fjögurra opnunarkvikmynda og þá verður einnig boðið upp á veitingar. Miðaverði á hátíðina er annars stillt í hóf; verð miða er 500 kr. og hægt að kaupa fimm mynda passa á 2.000 kr. Á hátíðinni verða sýndar ellefu nýjar eða nýlegar kvikmyndir, auk þriggja kvikmynda eftir leikstjórann Theo Angelopoulos sem lést fyrr á árinu, 77 ára gam- all. Hann vann þá að kvikmynd um efnahagshrun heimalandsins, Grikklands, en lést við tökur þegar mótorhjól ók á hann. Friðrik Þór Friðriksson mun minnast kollega síns á hátíðinni en meðal mynda An- gelopoulosar sem sýndar verða er „Landslag í þoku“ sem valin var sú besta á kvikmyndahátíðinni í Fen- eyjum og hreppti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin. Kvikmyndahátíðinni er skipt í fjóra hluta: nýjar evr- ópskar myndir, myndir sem tilnefndar eru til Lux- verðlauna Evrópuþingsins, myndir sem fjalla um kyn- bundið ofbeldi og eru sýndar í samstarfi við UN- Women, og loks „Þagnarþríleikur“ Angelopoulosar. Kvikmyndirnar koma annars víða að. Þeirra á meðal eru „Alpar“, eftir Grikkjann Giorgos Lanthimos, „Strákur á hjóli“ eftir Belgana Jean-Pierre og Luc Dardenne og franska myndin „Betra líf“, eftir Kahn. Þjóðinni boðið í evrópskt bíó AFP Verður minnst Gríski leikstjórinn Theo Angelopoulos lést á árinu. Þrjár af kvikmyndum hans verða sýndar. KENZO BALDESSARINI SEE BY CHLOE SCHUMACHER PEDRO GARCIA ROCCO P STENSTRÖMS VAN LAACK EMPORIO ARMANI HVERFISGÖTU 6 S. 551 3470 saevarkarlverslun J. A. Ó. - MBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS STÓRBROTIN KVIKMYNDAVEISLA! NÁNAR Á MIÐI.IS CLOUD ATLAS KL. 8 16 PITCH PERFECT KL. 8 12 SKYFALL KL. 5.20 - 10.10 12 HOTEL TRANSYLVANIA KL. 6 7 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 16 PITCH PERFECT KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 HOTEL TRANSYLVANIA ÍSL. TEXTI KL. 3.40 - 5.50 7 SKYFALL KL. 5 - 8 - 9 12 SKYFALL LÚXUS KL. 5 - 8 12 TEDDI LANDKÖNNUÐUR KL. 3.30 L FUGLABORGIN 3D ÍSL.TAL KL. 3.30 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS -ROGER EBERT CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 9 16 SKYFALL KL. 6 - 9 - 10.10 12 TAKEN 2 KL. 10.30 16 LOVE IS ALL YOU NEED KL. 8 L DJÚPIÐ KL. 5.50 - 8 10 THE DEEP ENSKUR TEXTI KL. 5.50 10 SKYFALL Sýndkl.7-9-10(Power) WRECK-IT RALPH 3D Sýndkl.6 PITCH PERFECT Sýndkl.8-10:15 TEDDI 2D Sýndkl.6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! SÝNINGAR Í 4K - KL: 7 OG 10 POWE RSÝN ING KL. 10 Í 4K VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 12 L L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.