Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012
Ert þú frjáls?
Handfrjáls höfuðtól
SÍÐUMÚLA 35 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
Dasan
Létt og þægilegt höfuðtól frá Dasan sem hægt er
að teng ja með USB við tölvu eða hefðbundnu síma-
tengi við borðsíma.
Jabra Pro 920 / 930 - þráðlaust
Þráðlaust DECT höfuðtól sem tengist nær öllum
gerðum símtækja og skiptiborða. Allt að 120m
drægni. Falleg og stílhrein hönnun.
USB 12.900 kr. Borðsíma eða USB - 33.900 kr.Borðsíma 9.900 kr.
Við bjóðum mikið úrval af handfrjálsum og
þráðlausum höfuðtólum. Kíktu til okkar, við
tökum vel á móti þér.
Sprellfjörug hundasaga
mn
Grímsævintýri. Ævisaga hunds.
Eftir: Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Myndir: Halldór Baldursson
Útgefandi: Mál og menning.
116 blaðsíður.
Góðir vinir ganga ekki
endilega allir á tveimur
fótum segir aftan á bók-
arkápu Grímsævintýris,
ævisögu hunds. Þetta
vita allir hundaeigendur,
þeirra á meðal undirrituð
sem er sannfærð um
mannbætandi áhrif
hunda og stendur fast á
þeirri skoðun sinni að
fólk væri miklu betra
hvað við annað ef allir
ættu a.m.k. einn hund.
Í Grímsævintýri er stiklað á stóru í lífs-
hlaupi Gríms Fífils, fuglaveiðihunds sem aldr-
ei veiðir einn einasta fugl, en veldur þeim mun
meiri usla bæði heima og heiman.
Sagan er sögð frá sjónarhorni Gríms Fífils,
sem lifir í vellystingum, dekraður og dásam-
aður hjá þeim Bestu og Fúla (þetta eru nöfn
sem hann gefur eigendum sínum og ættu þau
að gefa nokkra vísbendingu um viðhorf þeirra
til ferfætlingsins). Heldur illa gengur að siða
hvutta, enda sér hann lítinn tilgang með
hlýðninámskeiðum, boðum og bönnum, heldur
fer sínar eigin leiðir við misjafnar undirtektir
eigenda sinna og annars fólks.
Í bókinni eru níu kaflar, þar sem í hverjum
og einum er sagt frá atburðum í lífi Gríms Fíf-
ils og bera þeir heiti á borð við Gleði, Lær-
dómur, Vinátta og Traust. Erfitt er að nefna
einhverja eina sögu öðrum betri, þær eru ein-
faldlega allar svo skemmtilegar. Til dæmis
eru samskipti Gríms Fífils og manns, sem
nefndur er Gamli félaginn, óborganleg, ekki
síst þegar athafnir Gríms Fífils setja blett á
15 ára flekklausan ökuferill mannsins. Og sag-
an af því þegar örvæntingarfullir eigendurnir
fara með aðalpersónuna til bresks hundasál-
fræðings framkallaði ófá hlátrasköllin.
Við Íslendingar erum svo óskaplega heppin
að eiga svona marga góða barnabókahöfunda.
Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur fyrir löngu
sýnt að hún er meðal þeirra bestu; sölutölur,
verðlaun og viðurkenningar bera því vitni.
Hér bætist enn við afrekaskrána, því auk þess
að vera bráðfyndin lesning (ósjaldan var
skellt hástöfum upp úr við lesturinn) er svo
óskaplega mikil hlýja, væntumþykja og al-
menn gleði í bókinni um hann Grím Fífil.
Myndirnar hans Halldórs Baldurssonar bæta
heilmiklu við söguna og það er gaman að sjá
svona gott samstarf á milli rithöfundar og
myndlistarmanns, en þau Kristín Helga og
Halldór hafa lengi starfað saman, m.a. í bók-
unum um Fíusól. Til dæmis er myndin af von-
sviknum eiganda og rígmontnum hundi á bls.
48 eftir slælegan árangur á hlýðninámskeiði
óborganleg.
Ógurleg og spennandi framtíðarsýn
nn
Steinskrípin. Hryllingsævintýri. 2012.
Eftir: Gunnar Theódór Eggertsson.
Útgefandi: Vaka-Helgafell.
283 blaðsíður.
Hrollvekjandi framtíðarsýn er dregin upp í
Steinskrípunum eftir Gunnar Theódór Egg-
ertsson. Veröldin er grá og líflaus því öllu,
bæði lifandi og dauðum hlutum, hefur verið
breytt í stein af steinskrípunum, sem eru
hrikalegar ófreskjur sem engu eira.
Söguhetjan Bergur vaknar einn góðan veð-
urdag við mikinn hávaða. Veröldin sem mætir
augum hans er steingerð, hann hefur ekki
hugmynd um hvað hefur gerst en fjótlega
skýrast málin er hann hittir hina huguðu Hlín.
Hún hafði lifað af umbreytingarnar á heim-
inum með foreldrum sínum sem voru í hópi
flóttafólks sem hefst við í
leyni ofan í jörðinni,
Bergur hafði aftur á móti
verið leystur úr álögum
steins með vökva stein-
skrípis sem hugðist
leggja hann sér til
munns. Hlín er í mik-
ilvægri sendiför og þarf
að finna fólkið sem býr
neðanjarðar, því hún er
með grip sem gæti leyst
jörðina úr álögum stein-
skrípanna. Þau Bergur og Hlín hefja mikla
ævintýra- og hættuför þar sem einskis er
svifist til að komast á leiðarenda og leysa
jörðina og íbúa hennar úr álögum skrímsl-
anna.
Á bókarkápu segir að Steinskrípin séu
sjálfstætt framhald Steindýranna, sem kom
út árið 2008. Steinskrípin standa þó algerlega
fyrir sínu sem sjálfstæð saga og það verður
að segjast eins og er að þetta er einfaldlega
miklu betri og skemmtilegri bók en Stein-
dýrin, sem fékk Íslensku barnabókaverðlaun-
in árið 2008. Gunnar Theódór skrifar miklu
liprari texta nú en hann gerði fyrir fjórum ár-
um og spennan og skemmtunin heldur alla
bókina út í gegn. Þetta er frumleg, spennandi,
vel skrifuð og umfram allt skemmtileg barna-
og unglingabók sem á eflaust eftir að kæta
margt ungmennið. Boðskapur um verndum
náttúru og jarðar er ekki langt undan, án
þess að vera nokkurn tímann yfirþyrmandi
eða í predikunarstíl.
Líflegar „Myndirnar hans Halldórs Baldurssonar bæta heilmiklu við,“ segir um Grímsævintýri.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Yfirlit yfir nýútkomnar
íslenskar barnabækur
Barnabækur
Vinirnir og tónlist-
armennirnir Jónas
Sigurðsson og Ómar
Guðjónsson eru
þessa dagana á tón-
leikaferð um landið
og flytja lög af nýj-
um hljómplötum sín-
um, Þar sem himin
ber við haf með Jónasi og Lúðrasveit Þor-
lákshafnar og Útí geim, plötu Ómars.
Jónas og Ómar hyggjast halda fjórtán
tónleika á fjórtán dögum og sjá þeir saman
um allan tónlistarflutning og söng. Verða
þeir vopnaðir tveimur trommusettum, gítar,
bassa og hljómborði og munu þeir ferðast
um landið á húsbíl.
Tónleikaferðin hófst í Borgarnesi í gær-
kvöldi og í kvöld troða félagarnir upp í Hót-
el Stykkishólmi. Á morgun leika þeir Jónas
og Ómar í Sjóræningjahúsinu á Patreks-
firði, á Malarkaffi á Drangsnesi á föstudag,
á laugardagskvöld verða þeir í Húsinu á
Ísafirði og á Vagninum á Flateyri á sunnu-
dag – allir hefjast tónleikarnir klukkan 21 á
kvöldin.
Tónleikarnir á Malarkaffi á föstudag eru
hluti af Mölinni, mánaðarlegri tónleikaröð
staðarins. Þar kemur Borko einnig fram.
Vinir á fjórtán
daga ferðalagi
Vinir Jónas og Ómar eru
á langferð um landið.
Valerie Eliot, sem var rit-
ari breska skáldsins T.S.
Eliots (1888-1965) og gift-
ist honum skömmu áður en
hann lést, er látin 86 ára að
aldri. T.S. Eliot var eitt
helsta skáld liðinnar aldar
á enska tungu, höfundur
„Eyðilandsins“, og eftir
dauða hans gætti ekkjan
hans bókmenntalegu arf-
leifðar, af hörku að mati margra fræðimanna
sem hún veitti ekki aðgang að skjölum
skáldsins.
Valerie Eliot var nær 38 árum yngri en
skáldið og hafði verið ritari hans hjá Faber &
Faber-forlaginu í nokkur ár þegar þau gengu
í hjónaband. T.S. Eliot var afar annt um
einkalíf sitt og eftir að hann lést var ekkjan
mjög spör á upplýsingar og aðgang að hand-
ritum hans og bréfum. Hún ritstýrði hins veg-
ar vandaðri útgáfu „Eyðilandsins“ með at-
hugasemdum Ezra Pounds, og gaf út fyrsta
bindi bréfasafns skáldsins árið 1988.
Ekkja skáldsins
T.S. Eliots látin
Valerie Eliot
Matthías Nardeau óbóleikari og El-
ísabet Waage hörpuleikari flytja
verk eftir frönsku barokktónskáldin
Devienne og Couperin á hádegistón-
leikum í Salnum í Kópavogi í dag,
miðvikudag, klukkan 12.15. Eru
þetta fjórðu tónleikarnir í tónleika-
röðinni „Líttu inn í hádeginu“ í Saln-
um. Á undan tónleikunum, kl. 12, er
stutt kynning á verkunum.
„Þetta er afar ljúf tónlist sem á vel
við á stuttum tónleikum sem þess-
um, og á við í léttu og þægilegu and-
rúmslofti,“ segir Matthías. Þetta er í
fyrsta skipti sem þau Elísabet flytja
þessi tónverk og segir hann í raun
frekar sjaldgæft að þau heyrist. „En
við njótum þess að leika þau,“ segir
hann.
Tónleikaröðin hóf göngu sína í
ágúst síðastliðnum og er undir list-
rænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur.
Markmiðið með tónleikunum er að
veita andlega upplyftingu í dagsins
önn í miðbæ Kópavogs, auka fjöl-
breytni í tónleikahaldi og gefa vinn-
andi fólki tækifæri til að njóta fag-
urra tóna í hádegishléinu.
Tónleikarnir eru hálftímalangir
og er tónleikagestum boðið upp á te
og kaffi fyrir þá.
Franskt hádegisbarokk
Óbóleikarinn Matthías Nardeau
leikur ásamt Elísabetu Waage.
Hinir sívinsælu Álftagerðisbræður
úr Skagafirði halda söng-
skemmtun í Tónbergi á Akranesi í
kvöld, miðvikudag, og hefst hún
klukkan 20. Þeim til aðstoðar er
Stefán R. Gíslason frá Miðhúsum.
Mun ágóði af tónleikunum
renna til styrktar útgáfu tvöfalds
geisladisk með söng karlakórsins
Svana.
Álftagerðisbræður
á Akranesi í kvöld
Bræðurnir Ágóði af tónleikunum rennur til
útgáfu disks með söng karlakórsins Svana.