Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Sérsmíðaðar baðlausnir Speglar • Gler • Hert gler Öryggisgler • Litað gler • Bílspeglar Sandblástur • Álprófílar Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu-skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á nýrri heimasíðu okkar glerslipun.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Vatnagarða 12 þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. Vatnagarðar 12 | Sími 588 5151 | Fax 588 5152 | glerslipun.isSTOFNAÐ 1922 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú færð hverja hugmyndina á fætur annarri en gengur illa að gera þær allar að veruleika. Framtíðin er björt. 20. apríl - 20. maí  Naut Slitnað gæti upp úr mikilvægu sam- bandi í dag. Ef einhverjar breytingar þarf að gera þurfa þær að vera í allra þágu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér bjóðast góðir fjárfest- ingamöguleikar næsta mánuðinn og þér á eftir að reynast auðvelt að fá lánað fé. Til allrar hamingju er svarið við spurningu þinni beint fyrir framan þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Samstarfsfólk þitt er einstaklega samvinnuþýtt þessa dagana. Skyndilega sérðu skóginn en ekki bara trén. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vinnan krefst þess að þú sért skap- andi og þú ert svo sannarlega heppin/n að því leyti. Gerðu þitt besta og haltu þér í góðu jafnvægi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert með óþarflega miklar áhyggj- ur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Framkvæmdafólkið finnur ekki tíma til að gera hlutina – það stelur honum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Best færi á að nota daginn til þess að leysa vandamál tengd heimili og eignum. Hafðu engar áhyggjur af ungviðinu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áður en draumsýn verður að veruleika verður þú að freista gæfunnar. Láttu það eftir þér að dreyma dagdrauma en gættu þess bara að fara ekki yfir strikið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vinur gæti valdið þér von- brigðum í dag vegna fjármála eða einhvers sem þú átt. Vertu bjartsýn/n og ætlastu til þess sama af öðrum. Búðu þig undir spenn- andi tækifæri á næstu vikum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er komið að því að þú upp- skerð laun erfiðis þíns. Þú ert uppfull/ur af hugmyndum sem þú ættir að reyna að koma í framkvæmd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Taktu þér frí í dag. Haltu ró þinni, brjóttu málin til mergjar og framkvæmdu svo. Þú finnur að áhugamálin taka of mikinn tíma, gerðu eitthvað í málunum áður en illa fer. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú gætir komið auga á leiðir til að spara peninga heima fyrir eða innan fjöl- skyldunnar. Annaðhvort heldur þú áfram á sömu braut eða söðlar um. Hagyrðingakvöld verður haldið íBreiðfirðingabúð annað kvöld kl. 20 undir stjórn Kristjáns Jó- hanns Jónssonar. Þar verður margt góðra hagyrðinga, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Hermann Jóhann- esson, Jóhanna Fríða Dalkvist, Halla Gunnarsdóttir, Kristján Run- ólfsson og Jón Kristjánsson. Fyrripartar handa sal og hagyrð- ingum eru birtir á heimasíðu fé- lagsins, www.bf.is, þar á meðal: Alþingi er setið afbragðsmönnum, sem allir virða og dá. Búum ganga bændur frá, og býsna svangir þvarga. „Við leiði drykkjumanns“ nefnist þessi tregablandni bragur Péturs Stefánssonar: Leiðin þín var löngum þyrnum stráð, og ljón á vegferð þinni óteljandi. Þú misstir vit og rænu, dug og dáð, og drakkst þig út úr góðu hjónabandi. Í lífinu þú áttir enga vörn. Eftir hinum breiða vegi gekkstu. Þú misstir vinnu, húsið, bílinn, börn. Á börunum á kvöldin einatt hékkstu. Í upphafi þú ollir stórri sorg, uns ættingjanna sinnið gerðist dofið. Langar nætur læddist þú um borg í leit að stað til þess að geta sofið. Við vitum öll að brennivín er böl, að Bakkus gamli eyðir mannsins vonum. Þú áttir trú og aðra betri völ, en ákvaðst samt að fylgja og þjóna honum. Á þinni eymd varð aldrei nokkur töf, þú endaðir þitt líf í kvöl og pínu. – Nú ertu hér í ísakaldri gröf, og enginn fellir tár að leiði þínu. Kristbjörg F. Steingrímsdóttir orti að vörmu bragði: Líkaminn frosinn finnur ei til fastur í viðjum sínum en sál hans kennir eflaust yl frá eftirmælum þínum. Ármann Þorgrímsson yrkir í til- efni af endalausum stríðsfréttum: Trúna, sem var takmörkuð, truflar lestur slíkra frétta að almáttugur góður guð geti ekki stoppað þetta. Sigrún Haraldsdóttir var fljót til svars: Vargöld, illska og vopnapuð, verður fólk að skilja, er vegna þess hinn góði guð gaf oss frjálsan vilja. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af leiði drykkjumanns, stríði og hagyrðingakvöldi Í klípu „ÞETTA ER SENNILEGA EKKERT, EN VIÐ ÆTTUM AÐ PANTA LÍKAMSSKÖNNUN Á FLUGVELLINUM TIL ÖRYGGIS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „TAKK FYRIR GÓÐA VEISLU Í GÆR. ÉG VEIT AÐ HERMANN SKEMMTI SÉR VEL.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem höfðar til hjartans. HÉR STENDUR AÐ VÉLMENNI MUNI EINHVERNTÍMA LEYSA GÆLUDÝR AF HÓLMI. TÓK HANN EFTIR EINHVERJU? NEI. HRÓLFUR ER HEIMA Á MILLI RÁNSFERÐA! ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA NOTALEGT AÐ HAFA MANNINN SVONA MIKIÐ HEIMA? Í TILFELLI HRÓLFS ER LÍKA NOTALEGT AÐ HAFA SVONA MIKINN MANN HEIMA! Ósló ber enn merki hryðjuverk-anna 22. júlí 2011. Aðeins er hægt að komast fótgangandi að stjórnarbyggingunum, sem eyðilögð- ust í sprengjuárás Anders Behrings Breivik á miðborg Ósló áður en hann réðst til atlögu á Útey. Settir hafa verið steypustöplar til að hindra för bíla. Enn er verið að gera við bygg- ingarnar og yfir svæðinu hvílir drungi. x x x Aðkoman að höfuðstöðvum dag-blaðsins VG er sláandi. Fyrir ut- an er glerkassi og hríslast sprungur um glerið, sem snýr að götunni. Þar hanga enn uppi síður blaðsins, sem kom út 22. júlí 2011 líkt og fryst mynd af heiminum eins og hann birt- ist Norðmönnum daginn fyrir at- burðinn, sem öllu breytti. Það er greinilegt að á blaðinu hefur verið ákveðið að minnast tilræðis Breivik við hið siðmenntaða samfélag með þessum hætti. x x x Þess er án efa langt að bíða aðNorðmenn jafni sig á áfallinu eftir hryðjuverk Breivik. Ekki þarf hins vegar að fara langt frá vettvangi hryðjuverksins til að upplifa þensl- una og uppganginn í Ósló. Víkverji skrifaði um daginn um hið nýja Ast- rup Fearnley-safn, sem opnað var fyrir rúmum mánuði í nýjum húsa- kynnum. Allt í kringum safnið eru lítil gallerí og söfn. Nýtt ríkislista- safn og nýtt landsbókasafn eru á leiðinni. Olíupeningarnir leyna sér ekki. x x x Tæplega ein og hálf milljón mannabýr nú í Ósló og nágrenni og vex hún nú hraðast allra borga í Evrópu. Ósló er ekkert sérlega væn við pyngjuna og best að hugsa sem minnst um gengið þegar þarf að draga fram veskið. Ósló mun vera ein dýrasta borg heims og jafnframt meðal þeirra borga, sem þykja bjóða upp á mest lífsgæði. Ósló á sér næst- um því þúsund ára sögu. Borgin var stofnuð árið 1048. Ekki er ljóst hvað nafnið þýðir. Getgátur eru um að Ósló þýði „engið við hlíðarfótinn“ eða engið „helgað guðunum“, en ekki mun vera átt við árós. víkverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóhannes- arguðspjall 1:12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.