Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 ✝ Páll ÞorsteinnJóhannsson fæddist á Siglu- firði 5. október 1948. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 31. október 2012. Foreldrar hans voru Jóhann Sig- urður Jóhannsson, f. á Siglufirði 9. september 1906, d. 14. júlí 1993 og Soffía Margrét Páls- dóttir, f. í Héðinsfirði 20. febr- úar 1917, d. 25. maí 1990, bræður hans eru: Helgi, f. 19. janúar 1950, Már, f. 14. des. 1951, og Oddur Guðmundur, f. 15. desember 1954. Páll giftist Guðrúnu Maríu Ingvarsdóttur sjúkraliða 12. september 1971, f. 15. des. 1948, foreldrar hennar voru Ingvar Guðni Brynjólfsson, f. 8. mars 1914, d. 28. janúar 1979, lektor í þýsku við Há- skóla Íslands og kona hans var Fríða Sigríður Hallgrímsdóttir, f. 5. júlí 1907, d. 4. mars 2006, húsfreyja. Páll og María eign- uðust tvo syni saman: 1) Sig- urður Kristinn Pálsson, f. 26. janúar 1977, bifvélavirki á Ak- ureyri, kona hans er Geir- Páll í sveit til 1962 á Siglunesi hjá Erlendi Magnússyni frænda sínum og konu hans Elfríði Pálsdóttur. Með skóla vann hann við beitningar á bátnum Björg SI 84. Sumrin 1963-1966 var hann á handfæraveiðum með Gísla Jónssyni á trillunni Jón Kr SI 3 og var góður afli öll árin en þó sérstaklega góð- ur 1966. Eftir að venjulegri skólagöngu lauk í Gagnfræða- skóla Siglufjarðar lá leiðin í Hólaskóla þar sem hann lauk búfræðiprófi vorið 1967. Í kjöl- farið fór hann að læra mjólk- urfræði á Akureyri og vorið 1969 fluttist hann til Danmerk- ur til að ljúka náminu og um mitt sumar 1970 kom hann svo aftur heim og hóf störf sem mjólkurfræðingur hjá Mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri og starfaði þar í samtals 33 ár. Páll og María slitu samvistum í byrjun árs 2002 og Páll futtist búferlum suður á bóginn og hóf störf hjá Actavis í Hafna- firði og starfaði þar síðustu ár- in. Fljótlega eftir að Páll kom suður árið 2002 kynntist hann vinkonu sinni Grétu Sigurð- ardóttur, f. 19. des. 1951, og áttu þau góðan tíma saman síð- ustu árin hans Páls. Þau áttu mörg sameiginleg áhugamál sem voru meðal annars ferða- lög og fjallgöngur. Gréta á þrjú börn og sjö barnabörn. Útför Páls fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. nóvember 2012, og hefst at- höfnin klukkan 13. þrúður Gunnhild- ardóttir, f. 26. september 1975. Börn þeirra eru: a) Kristína Marsibil, f. 7. febrúar 2005, b) Hallgrímur Nikulás, f. 20. apr- íl 2009 og c) Kol- grímur Maríus Páll Kristinn, f. 12. janúar 2012. Geir- þrúður átti fyrir eitt barn Gottskálk Leó Guð- mundsson, f. 6. júní 2003. Yngri sonur þeirra er 2) Jó- hann Ásgrímur Pálsson, f. 20. janúar 1981, viðskiptafræð- ingur á Selfossi, kona hans er Heiða Ösp Kristjánsdóttir fé- lagsráðgjafi, f. 16. júlí 1981. Þau eiga tvo syni: a) Kristján Breki, f. 31. janúar 2008 og b) Patrekur Brimar, f. 5. apríl 2012. Páll átti dóttur fyrir hjónaband með Guðlaugu Er- lendsdóttur, f. 8. júní 1951: Rut María, f. 7. júní 1969, hjúkr- unarfræðingur á Ólafsfirði, maður hennar er Magnús Al- bert Sveinsson, f. 31. janúar 1965. Börn þeirra eru: a) Leó Pétur, f. 5. febrúar 1993 og b) Eydís Ásta Magnúsdóttir, f. 5. apríl 2001. Á unglingsárum sínum var Kæri pabbi minn, nú ert þú far- inn og kominn í annan heim, en við hin hér í okkar veraldlega lífi. Á svona tímamótum rennur hug- urinn aftur um allmörg ár og hugsa ég um gömlu góðu árin sem við áttum saman í reykhúsum. Þú varst alltaf mikið fyrir útivist, gekkst til fjalla og ófáar ferðirnar út að Brókánni. Man að þegar ég var um 3 ára dróstu mig á þríhjól- inu mínu alla þessa leið fram og til baka, ca. 2,5 km. Svo fórum við til berja en tínslan var nú ekki mikil, þar sem ég var mest spenntur fyrir nestinu. Við héldum heim á leið að loknum nestistíma. Síðan fórst þú bara einn af stað aftur og tíndir bláber og krækiber sitt í hvorn dallinn, þú tíndir svo snyrtilega í dallana að aldrei sáust nein óhreinindi né annað kusk innan um berin. Já, þú varst alltaf svo nákvæmur með allt. Litla Gula höllin var engin höll þegar þið mamma eignuðust hús- ið fyrir ca. 40 árum. Þú gerðir upp húsið af mikilli snilld bæði utan og innan nánast allt gert með eigin höndum, og stenst það tímans tönn. Síðar þegar ég var um 7 ára hófst kassabílaútgerðin. Þá varst þú ávallt tilbúinn að koma með spýtur, dekk og bönd til þessara smíða. Við áttum notalegar stund- ir í skúrnum við að breyta og bæta kassabílana. Svo komu hjól- reiðarnar til sögunnar, við fórum ófáar ferðirnar í Skíðaþjónustuna til þess að eiga viðskipti við Vidda. Þú og Viddi unnuð saman í Sam- laginu í gamla daga og það var hrein unun að fylgjast með ykkur prútta um verð og afslætti á hjól- unum. En þið komust alltaf að samkomulagi að lokum, með bros á vör. Já, og ekki var slæmt að hafa þig með í ráðum varðandi bílakaup. Til að prútta og fá af- slætti, því það var þitt aðalsmerki. Hvíl í friði, minn pabbi. Sigurður Kristinn Pálsson. Elsku pabbi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn og ótrúlega margar góðar minningar um þig koma upp í hugann. Ein er þó mjög minnisstæð en það er ferðin okkar sem við fórum fótgangandi frá Siglufirði til Héðinsfjarðar þegar ég var unglingur. Þar átt- um við góðar stundir saman þar sem við vorum bara tveir saman í öllum firðinum og mér fannst hreinlega eins og við værum aleinir í öllum heiminum. Þú ljóm- aðir alltaf þegar þú talaðir um Héðinsfjörðinn þinn og draumur- inn þinn var alltaf að byggja sum- arbústað þar sem þú gætir verið í ellinni. Örlögin gripu svo inn í þegar þú greindist með krabba- meinið haustið 2010 og allur þinn tími og öll þín orka fór í baráttuna við meinið sem varð þess valdandi að draumurinn um bústaðinn í Héðinsfirði varð aldrei að veru- leika. Þú smitaðir okkur bræður snemma af mikilli bíladellu og saman fórum við reglulega á bíla- sölurúnta og á bílasýningar. Þú hafðir alltaf mikinn metnað fyrir því að við værum á góðum og traustum bílum. Við bræður vor- um ekki nema þrettán ára þegar við fengum okkar fyrstu skelli- nöðrur og ekki einu sinni orðnir sautján ára gamlir þegar við feng- um okkar fyrstu bíla en það hefð- um við auðvitað aldrei getað gert án þinnar hjálpar. Svo hefur þessi áhugi smitast til barnabarnanna þinna líka þar sem sonur minn Kristján Breki hefur brennandi áhuga á bílum og talar alltaf um Palla afa á jeppanum og vildi allt- af fá að skoða jeppann þinn þegar hann hitti þig. Þú ætlaðir alltaf að sigra krabbameinið, annað kom aldrei til greina. Ég hef aldrei fundið jafn mikinn baráttuvilja hjá nokkrum manni eins og hjá þér síðasta mánuðinn en á endanum hafði meinið betur. Nú kveð ég þig, elsku pabbi, og hugsa fallega til þín og hugsa um allar góðu minningarnar sem ég á um þig og enginn getur tekið frá mér. Hvíldu í friði, elsku pabbi. Jóhann Ásgrímur Pálsson. Komið er að kveðjustund og baráttunni er lokið. Minningarn- ar streyma fram og finnst mér það alveg ótrúlegt að það séu komin tæp tíu ár síðan tvær ein- mana sálir fundu hvor aðra og eft- ir það voru það alltaf mamma og Páll í einu og öllu. Við tókum þér opnum örmum enda var ekki ann- að hægt þar sem augljóst var að mömmu og þér leið mjög vel sam- an. Aldrei hef ég fyrirhitt jafn skipulagðan og reglusaman mann og fór það oft í taugarnar á þér óskipulagið í mömmu því allt þurfti að vera skipulagt út í ystu æsar. Þið nýttuð tímann vel sem hefði samt átt að vera svo miklu lengri, fóruð landshlutanna og heimshornanna á milli, að ógleymdu LSH-göngunum sem við örkuðum saman og þú tilbúinn með flatkökurnar og kaffið þegar stoppað var. Við áttum gott sam- band af sérstökum ástæðum og þau voru ófá skiptin sem þú hringdir í mig ef þér lá eitthvað á hjarta varðandi mömmu en mátti alls ekki segja að það væri frá þér komið. Mikið á ég eftir að sakna þín og samtalanna okkar, annað skarð er komið í fjölskylduna okk- ar. Þakka þér fyrir allt, minning þín mun lifa með okkur alla tíð. Ég bið góðan Guð að styrkja mömmu í sinni miklu sorg, og votta börnum Páls og fjölskyldum þeirra samúð mína. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Margrét Eðvaldsdóttir. Í dag verður kær vinur minn og félagi Páll Jóhannsson borinn til hinstu hvíldar. Kynni okkar Páls hófust fyrir um áratug þegar móðir mín kynnti mig fyrir hon- um. Var hann þá kynntur til sög- unnar sem ferðafélagi sem hún hafði nýlega komist í kynni við. En samband móður minnar og Páls varð þó fljótlega mun nánara og innilegra heldur en búast má við af ferðafélögum. Þau hafa upp frá því verið nær óaðskiljanleg og ferðast vítt og breitt um heiminn og nutu þess að vera saman öllum stundum. Strax í upphafi kunni ég vel við þennan hávaxna, skýr- mælta og reglusama mann. Hann brást ekki væntingum mínum og reyndist móður minni og okkur systkinunum afar vel. Var Páli enda tekið opnum örmum af okk- ur og litið á hann sem einn af stór- fjölskyldunni. Ég á margar minn- ingar um Pál og efa að ég eigi nokkurn tíma eftir að kynnast jafn greiðviknum og framtaksfús- um manni. Það virtist alveg sama við hvað maður var að sýsla eða að vandræðast. Ef mig vantaði hjálp við eitthvað, gat ég ávallt stólað á aðstoð hans. Ennfremur var þörf hans á að vera að dytta að ein- hverju, mála, lagfæra og endur- bæta nær óseðjandi. Fasteign móður minnar ber til að mynda þess glöggt vitni að um hana hef- ur verið hugsað af alúð undanfar- in ár, og á Páll allan heiðurinn af því. Við félagarnir eigum margar samstarfsstundirnar í gegnum árin og áttum þá oft gott spjall um hitt og þetta. Sumt sagði hann mér sem ekki mátti fara lengra og það mun ég geyma þó svo vinur minn sé fallinn frá. Páll hafði lúmskt gaman af því hve mér var skemmt yfir norðlenskunni hans. Fyrir borgarbarn eins og mig var framandi að heyra mann tala um kuta í stað hnífs og niðurfallið var kallað svelgur. En það toppaði ekkert þegar dekkið á bílnum var „púnterað“. En frá blautu barns- beini hafði ég aldrei heyrt um annað en dekk væri bara hrein- lega sprungið þegar það er loft- laust. Páll var ekki maður sem lá á skoðunum sínum. Hann var vanur að lýsa óspart skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Aldrei virtist maður koma að tómum kofunum hjá honum þegar maður spurði hann álits á einhverju. Það lagðist þungt á Pál að greinast með krabbamein fyrir rúmum tveimur árum. Meðferðirnar við krabbanum gerðu það að verkum að hann varð nær alveg úthalds- laus. Fyrir jafn iðinn mann og hann var erfitt að kyngja því að geta ekki tekið þátt í viðhalds- verkefnum eða verið að dytta að einhverju. Það var engu að síður aðdáunarvert að sjá hvernig hann tókst á við veikindi sín. Það var sama hve útlitið var orðið svart, hann ætlaði sér ávallt að sigrast á þeim. Móðir mín studdi hann og stóð við hlið hans eins og klettur allt þar til yfir lauk, og ekki fór framhjá neinum að hann kunni að meta hennar stuðning. Ég er fullur þakklætis að hafa fengið tækifæri til að kynnast Páli þó svo ég hefði gjarnan viljað að samfylgdin hefði orðið lengri. Kveðjustundin er erfið en minn- ingin um þennan góða dreng mun lifa í fjölskyldunni um ókomin ár. Ég bið guð almáttugan að styrkja alla þá sem nú eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Sigurður Eðvaldsson. Ræs. Klárir í bátana. Báðir í kláfinn. Komum betur að þessu síðar. Páll mágur, Páll Þ. Jóhannsson mjólkurfræðingur frá Siglufirði, er allur. Hann lést á líknardeild Landspítalans hinn 31. október síðastliðinn eftir stutta legu. For- eldrar hans voru hjónin Soffía Pálsdóttir, ættuð úr Héðinsfirði, og Jóhann Jóhannsson frá Siglu- nesi. Páll var elstur fjögurra sona þeirra, sem upp komust, frum- burður hjónanna dó í bernsku. Uppvaxtarárin í foreldrahús- um á Siglufirði mótuðu Pál var- anlega. Boðskapurinn var einfald- ur og sjálfgefinn; ósérhlífni, vinnusemi og skyldurækni, og með þetta veganesti hélt hann að heiman, fyrst í Hólaskóla og síðan til Danmerkur að læra mjólkur- fræði. Eftir það réðst hann til Mjólkursamlags KEA, Akureyri, þar til hann fluttist til höfuðborg- arsvæðisins og vann þar hjá Ac- tavis til æviloka. Páll var vinnuvíkingur meðan heilsa leyfði. Iðjuleysi var eitur í hans beinum. Hann var nákvæm- ur og kröfuharður við sjálfan sig og aðra og líklega gott efni í for- mann á hákarlaskipi, en slíkt var ekki í boði. Hann var alla ævi stálhraustur og þrekmikill þar til illkynja meinsemd greindist hjá honum fyrir rúmlega tveimur árum og hefur nú lagt hann að velli eftir hraustlega vörn en litla batavon. Hann varð 64 ára gamall, sem er ekki hár aldur nú á tímum. Kringum síðustu aldamót ferð- uðumst við saman á jeppum nokkrum sinnum, m.a. suður Sprengisand, austur í Loðmund- arfjörð, norður í Flateyjardal og Fjörður og vestur í nágranna- byggðir. Þar áður vorum við býsna sprækir á fæti í nokkur ár og gengum yfir Heljardalsheiði heim að Hólum, úr Siglufirði yfir Hestskarð í Héðinsfjörð og til baka og tvívegis yfir Tröllaskaga milli framdala Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Þá kom ýmislegt í ljós, enda Páll af kyni Hvanndala- fólks og hafði fágætt skopskyn og sérstaka kímnigáfu, sem nutu sín annars of sjaldan í dagsins önn. Eitt sinn villtumst við og kom- um seint að kvöldi að jökulá ná- lægt kláfferju, urðum varir við mannaferðir handan árinnar og sáum loks mann ganga að stýri- búnaðinum til að draga okkur yfir jökulána. Við vorum byrjaðir að bollaleggja um það hvor okkar ætti að fara á undan yfir ána og þá er hrópað: „Báðir í kláfinn.“ Þessu hlýddum við þegjandi, en hugsuðum margt. Ferðin gekk slysalaust og er enn í minnum höfð. Páll er nú lagður af stað í hinstu för sína hér á jörð. Ég sé hann í anda halda í vestur þar sem sól sest og lýkur degi. Hann er einn í kláfferju hátt yfir lygnu fljóti, sem við öll förum yfir að lokum. Við veifum hvor til annars hróðugir yfir að fara ekki báðir í einu, þó að fararstjórinn mikli hafi kvatt Pál til þessarar ferðar einum til tveimur áratugum of snemma. Rólegheitaheilsubótarganga heilla gerði sjaldan Þorstein Pál. Skylduræknin skelfilega stranga skaut svo djúpum rótum í hans sál, en uppi á fjöllum, hátt í hlíðarvanga, heyrðust iðulega gamanmál. Hún bíður allra sama leiðin langa, því lyftum bræður okkar kveðjuskál. Brynjólfur Ingvarsson. Páll Þorsteinn Jóhannsson, frændi minn, er fallinn frá 64 ára gamall, þykir það ekki hár aldur í dag. Langar mig að minnast hans með nokkrum orðum. Hann fæddist og ólst upp á Siglufirði ásamt bræðrum sínum, Helga, Má og Oddi Guðmundi og var alla tíð mikill Siglfirðingur. Við vorum systkinabörn og mikill samgangur var alltaf á milli æskuheimila okkar á Siglufirði. Þrátt fyrir að hann færi ungur að heiman vissum við ávallt hvort af öðru, þótt fjarlægðin væri oft mikil. Síðustu árin var samband okkar meira og nánara. Margt kemur í hugann er ég lít til baka. Ég minnist þess t.d. er við fórum saman frá Reykjavík til Siglufjarðar sl. haust og stoppuð- um í sumarbústað hans í Borg- arfirði. Þetta var ógleymanleg ferð og skemmtileg og mikið spjallað. Palli var samviskusamur, traustur, trúr og tryggur vinum sínum. Síðustu ár Palla voru hon- um erfið. Hann glímdi við mikil veikindi og stóð Gréta vinkona hans allan tímann eins og klettur við hlið hans. Aldrei heyrði ég hann kvarta eða barma sér. Ég heimsótti hann á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þremur dögum áður en hann lést og var þá auðséð að ekki var langt eftir. Ég þakka Palla frænda mínum allar góðu stundirnar sem við átt- um saman í gegnum árin. Að- standendum öllum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans. Brynja Stefánsdóttir. Ég kynntist Páli fyrir tæpum áratug þegar hann kom inn í líf Grétu vinkonu minnar. Með sanni má segja að þau hafi auðgað líf hvort annars og að líf beggja hafi orðið fylltara lífsgæðum þegar þau gengu saman þann hluta af lífsleiðinni sem þeim auðnaðist. Páll var góður maður og skemmtilegur. Alltaf var stutt í glens og grín hjá honum, hvort sem ég hitti þau Grétu í Fjarð- arkaupum eða í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Mér fannst lífsþorsti einkenna Pál, en hann hafði sterka löngun til að ferðast og nota þau tækifæri sem lífið bauð upp á. Þau Gréta voru ötul við að leggja land undir fót og gerðu víð- reist; fóru m.a. til Kanada, Kúbu, Kína og Tyrklands svo dæmi séu tekin. Um tíma var Gréta í söng- skóla og því fylgdu möguleikar til ferðalaga sem þau nýttu sér. Í raun var aðdáunarvert hversu vel þau notuðu þann tæpa áratug sem þau áttu saman og það er þakkarefni nú að leiðarlokum. Rúmum þremur vikum áður en Páll dó sagði Gréta mér að hann vildi lifa og berjast áfram eins lengi og hægt væri. Það var engin uppgjöf í honum þrátt fyrir hat- ramma baráttu við illvígan sjúk- dóm. Gréta reyndist honum ein- staklega vel í veikindunum, en hún stóð sem klettur við hlið hans og var honum ómetanlegur styrk- ur. Það er mikill missir að Páli, sem kvaddi langt fyrir aldur fram, missir að elskulegum manni sem var fullur velvildar. Megi Guð styrkja Grétu í sorginni svo og fjölskyldur þeirra Páls. Með virðingu kveð ég Pál með hjartans þakklæti fyrir hans vin- áttu og góðvild í minn garð. Guð blessi minningu hans. Laura Sch. Thorsteinsson. Hann Páll var gull af manni og þrátt fyrir erfið veikindi var hann ávallt mjög jákvæður og hélt áfram að grínast og hlæja með manni. Ég man í eitt af seinustu skiptunum sem ég sá hann, þá var hann að skutla mér í vinnuna, ég mætti með nesti. Þá spurði hann mig: Ertu ekki með mjólk á flösku? Við hlógum öll í bílnum, ég, amma og Páll. Þetta er eitt mörgum atriðum sem lýsir hvað hann var jákvæður og spaugsam- ur þrátt fyrir erfið veikindi. Takk fyrir samfylgdina. Arnar Freyr Sigurðsson. Páll Þorsteinn Jóhannsson Elsku afi Kalli 92 ára kvaddir þú þennan heim. Þér fannst nú skrýtið að Guð skyldi leyfa þér að ná svona háum aldri og hnussaðir oft yfir því. En þegar þú varst minntur á það góða fólk sem í kringum þig var og öll afabörnin þín þá ljómaðir þú og varst fljótur að gleyma fyrra þrasi. Fyrir nærri 17 árum kynnt- ist ég þér, en það var þegar Eva Rós vinkona mín og Jói maður hennar eignuðust sitt fyrsta barn Karl Jónsson ✝ Karl Jónssonfæddist á Hraunfelli í Vopna- firði 23. febrúar 1920. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 4. október 2012. Karl var jarð- sunginn í kyrrþey frá Grafarvogs- kirkju 17. október 2012. og fluttu inn til þín í Mosfellsbænum. Þar hafa afaræt- urnar eflst mikið því þegar þau hjónakorn fluttu í sitt fyrsta húsnæði, þá fluttir þú fljót- lega við hliðina á þeim og síðar flutt- ir þú inn á þeirra heimili og varst orðinn einn af fjöl- skyldumeðlimunum. Aldrei var ég svo lánsöm að eiga afa á lífi en fann alveg hvað þú varst mikill og góður afi enda kall- aði ég þig ávallt afa Kalla. Alltaf fylgdist þú með mér og hafðir nú alltaf áhyggjur af kallaleysi mínu og yfirleitt var það fyrsta sem þú sagðir við mig þegar við hittumst: „Jæja Brynja mín, ertu búin að ná þér í kall?“ Takk fyrir að fá að kynnast þér, afi Kalli. Hinstu kveðjur. Unnur Brynja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.