Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Það eru alltaf þjálfarar þér til aðstoðar … Heilsurækt fyrir konur Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði. Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca. 3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari núna. Curves er frábær staður með frábæru starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að æfa þegar það passar mér best. Paula HolmPaula Holm, 40 ára Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Nýtt! bjóðum nú einnig upp á tri mform Eitt stærsta rétt- lætismál þjóðarinnar er að laga gallað líf- eyrissjóðakerfi. Í dag er fólki gert með lagaboði að greiða jafnvel allt að 12% launatekna sinna í líf- eyrissjóð. Fólk er neytt til þess að greiða í ákveðinn stéttarsjóð og ræður litlu um það hvernig með þessa peninga þess er farið. Falli einstaklingur frá þá hirðir sjóðurinn þetta sparifé og eftirlif- andi erfingjar fá gjarnan lítið eða ekki neitt. Er það siðrænt og rétt að lögþvinga fólk til þess að leggja fé sitt í lífeyrissjóð og það meira að segja í einn eyrnamerktan stéttarsjóð? Hvaðan kemur sá réttur að taka peninga fólks af því með þessum hætti? Er fólki ekki treystandi til þess að hugsa sjálft um peningana sína, hvernig það vill ráðstafa þeim, ávaxta eða eyða? Er ekki réttara í lýðræð- isþjóðfélagi að þetta sé allt frjást? Að sparnað megi að sjálfsögðu leggja í lífeyrissjóð, en þá í sjóð/i að eigin vali, með frjálsum samn- ingum og á eigin forsendum? En ekki með kvöðum að ofan og í rauninni með ofbeldi. Óréttlætanleg forsjárhyggja Forsvarsmenn núverandi kerfis halda því fram að aðalmarkmið þvingunargreiðslnanna sé að tryggja þeim efnaminni öruggan ellilífeyri. Gott og vel, en er rétt að vera með þvingaða for- sjárhyggju af þeirra hálfu? Ríkið í gegnum TR á samkvæmt lögum að sjá um lágmarksframfærslu ör- orku- og ellilífeyrisþega þó að í raun hafi það verið margsvikið. Naumt er nú skammtað, en að sjálfsögðu þurfa slíkar trygg- ingabætur að vera mannsæmandi og þarf mjög að leiðrétta og að allir sitji þar jafnir við sama borð. Það að TR skeri niður framlag sitt ef viðkomandi með dugnaði og af ráðdeild sinni á eitthvað í hand- raðanum og festi fólk í fátækr- argildru er mikið óréttlæti og verður að afnema. En með þessu núverandi fyrirkomulagi fellur þetta sagða aðalmark- mið sjóðanna um öruggan lágmarkslíf- eyri vegna þeirra um sjálft sig. Þ.e.a.s. að hefði fólk ekki greitt í lífeyrissjóð þá væri það svo til á sama stað varðandi lág- marksframfærsluna. Maður spyr sig hvort ekki sé hugs- anlegt að langstærsti hluti al- mennings hafi skynsemi og burði til þess að ákveða sjálfur hvað og hvernig hann leggur fyrir til ör- yggis síns og eftirlauna. Eða er reynslan sú að þvingunarsjóðirnir hafi staðið sig vel í að hugsa um peninga og réttindi sjóðsfélaga og getur verið að einokun þeirra á sjóðsfélögunum hafi eitthvað með þá afleitu sögu að gera? Þjóðin er orðin almennt upplýst og ef hún fengi enn betri upplýsingar og kennslu um þessi mál en hingað til, þá er líkegra en ekki að fólk vilji sjá sér farborða í þessum efn- um sjálfviljugt. Mér er sagt að sá sem hefði af fúsum og frjálsum vilja sett sparifé sitt, sem annars hefði farið til lífeyrissjóðs, í áhættulítil ríkistryggð skuldabréf væri mun betur settur en hinn, sem er í sjóðnum. Grasserandi spilling Mér finnst að skilgreina þurfi með nýrri löggjöf hvað sé frjáls og óháður lífeyrissjóður og hvernig þeir megi starfa. Löggjöfin verður að vera hrein og bein á einföldu og skýru mannamáli, t.d. varðandi ábyrgð stjórnenda, gegnsæi og upplýsingaskyldu, innra og ytra eftirlit o.s.frv. Í öðru lagi þurfi að afnema með lögum að í stjórnum slíkra sjóða sitji aðrir en eigendur þeirra, sem kosnir skuli með lýð- ræðislegum kosningum á aðlafundi hvert ár. Þriðja atriðið, sem ég vil nefna, er að mótframlög atvinnu- rekenda í lífeyrissjóði eru hluti af umsömdum launakjörum launþega og eiga ekki að veita atvinnurek- endum ráðstöfunarrétt yfir þessu fé, sem ætti að vera greitt út eins og önnur vinnulaun. Á sama hátt kemur verkalýðsfélögum ekkert við hvað launafólk gerir við launin sín, eydd eða spöruð. Spillingu þá, sem hefur hingað til grasserað í kringum sjóðina með einveldi samtaka atvinnulífsins á þeim, verður að uppræta. Í fjórða lagi þyrfti að afnema greiðsluþving- urnarskylduna. Auðvitað eiga allir að vera frjálsir til að velja sína eigin sparnaðar- og skattlagning- arleið og þá að velja sér sinn eigin lífeyrissjóð og félagar allra sjóða hafi rétt til þess að færa sig á milli sjóða þegar þeir vilja án sér- stakrar refsingar. Í fimmta lagi verði sérstök ávöxtunarkrafa af- numin. Sjóðirnir skuli setja sér sín eigin markmið hver fyrir sig og keppa sín á milli um viðskipta- menn, m.a. með tilliti til ávöxt- unar, öryggis, skilmála, þjónustu o.s.frv. sem þeir bjóða. Í sjötta lagi skuli tryggt með lögum að all- ur lífeyrissparnaður sé sér- eignasparnaður, sem erfist eins og annað fé. Vilja ekki missa spónfyllina Líklegt er að ofangreindar sið- bætur leiði til átaka við hags- munaöfl ríkjandi ástands. Gera má ráð fyrir að verkalýðsbatteríð fari þar fremst í flokki með ýmis hags- munasamtök atvinnulífsins í tog- inu. Þau vilja ekki missa spónfyll- ina og vilja ráða og hafa framtíð fólks í höndum sér og sér einum. Hægri grænir telja að hinn venju- legi maður sé frjáls maður, sem megi og eigi að ráða örlögum sín- um sjálfur. Þetta er réttlætismál og Ísland verður betra land við svona umbætur og siðbót. Á xg.is, má sjá greinargerð um það, hvað flokkurinn ætlar að gera varðandi lífeyrismál o.fl. ef flokkurinn kemst til nægilegra áhrifa. Hugleiðingar um lífeyrismál Eftir Kjartan Örn Kjartansson Kjartan Örn Kjartansson »Er ekki hugsanlegt að langflestir hafi skynsemi og burði til þess að ákveða sjálfir hvað og hvernig þeir vilja leggja fyrir? Höfundur er fyrrv. forstjóri Prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi skilaði honum nýjum og öflugum nöfnum. Það fer eftir því hvort sóknarhugur kjósenda flokksins í komandi kosninga- baráttu verður meiri en nú, hvort sex sjálfstæðismenn verða fulltrúar þessa stóra kjördæmis. Ástæða er til að hugleiða vel hvernig það megi verða. Framboð mitt Ég færi þeim 1543 flokkssyst- kinum sem studdu mig í prófkjör- inu kærar þakkir. Þetta fólk gerir mun á flokkshollustu og for- ingjahollustu. Ég taldi það skyldu mína að stíga fram og segja það sem ég heyri sjálfstæðisfólk tala um við eldhúsborðið. Ég skerpti á orðum mínum og bauð mig aðeins fram í fyrsta sæti listans, vitandi að því sæti næði ég varla. Í það sæti fékk ég þó 533 atkvæði. Þögg- unin hefur hins vegar verið rofin, flokksmenn ræða nú loks opinskátt um vanda Sjálfstæðisflokksins. Vinur litla mannsins Með Vilhjálmi kemur „vinur litla mannsins“ til þingstarfa og við vit- um að hann mun lýsa skoðunum sínum um- búðalaust. Með Elínu Hirst hefur ný og öflug kona komið fram á vettvang stjórnmála. Útkoma þingmannanna Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur og Jóns Gunn- arssonar er ágæt. Óli Björn Kárason er líklegur til að færa flokknum sjötta þingmann- inn. Þetta er harðsnúinn hópur. Deyfð og drungi Lítil þátttaka var í prófkjörinu, aðeins um þriðjungur tók þátt. Það er alvarlegt umhugsunarefni og ber merki um deyfð. Úrslitin veikja stöðu formanns flokksins, af því að búist er fyrirfram við betri árangri formanns í prófkjöri. Að- eins 53,8% þeirra sem greiddu at- kvæði veittu honum atkvæði sitt í fyrsta sætið. Formaðurinn þarf að horfast í augu við veikleikana í pólitískri stöðu sinni. Hann verður undir þrýstingi að gefa ekki eftir aðstöðu og völd sem formennsk- unni fylgja. Helstu trúnaðarmenn flokksins um allt land þurfa að eiga hreinskiptnar viðræður við hann fyrir Landsfund sem verður settur 24. febrúar nk. Næstu prófkjör Næstu daga mun athyglin bein- ast að prófkjörinu í Reykjavík. Þegar þau úrslit verða skoðuð ásamt úrslitunum í Kraganum fæst gleggri mynd. Mikilvægast er að flokkurinn gangi til kosningabar- áttunnar næsta vor laus við bagga hrunsins. Nokkrir núverandi þing- manna sem því tengdust eru samt í framboði. Öllu getur munað næsta vor að hafa náð að vekja baráttuhug með sjálfstæðisfólki. Flokksbundnir einir taka þátt og þeir einir geta tryggt flokknum endurnýjun. Aðeins þannig getum við blásið í glæður þess hug- sjónaelds sem er drifkraftur sjálf- stæðisstefnunnar. Vekjum baráttuhug með kjósendum Sjálfstæðisflokksins Eftir Ragnar Önundarson »Mikilvægast er að flokkurinn gangi til kosningabaráttunnar næsta vor laus við bagga hrunsins Ragnar Önundarson Höfundur tók þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 12. nóv. var háð tví- menningskeppni hjá FEB Stangar- hyl 4. Spilað var á 9 borðum. Með- alskor var 216 stig. Hæsta skor í N/S: Örn Isebarn - Kristján Guðmundss. 260 Björn Svavarss. - Jóhannes Guðmannss. 250 Ragnar Björnss. - Óskar Karlsson 238 Ingibj. Stefánsd. - Margrét Margeirsd. 223 A/V: Óli Gíslason - Hrólfur Guðmundss. 260 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 249 Friðrik Jónss. - Tómas Sigurjónss. 237 Bergur Ingimundars. - Axel Láruss. 233 Gullsmárinn Spilað var á 15 borðum í Gull- smára mánudaginn 12. nóvember. Úrslit í N/S: Þórður Jörundss. - Jörundur Þórðars. 302 Örn Einarsson - Jens Karlsson 295 Gunnar Alexanderss. - Birgir Ísleifss. 294 Pétur Antonsson - Guðlaugur Nielsen 287 A/V: Haukur Guðmss. - Stefán Ólafsson 354 Heiður Gestsd. - Hrólfur Gunnarsson 324 Ragnar Haraldsson - Bernhard Linn 281 Ernst Backman - Hermann Guðmss. 281 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er hafin fjögra kvölda tví- menningskeppni þar sem þrjú bestu kvöldin gilda til úrslita. Sunnudag- inn 11.11. var spilað á 9 borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 293 Sigurjóna Björgvinsd. - Gunnar Guðmss. 257 Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfss. 245 Austur/Vestur: Oddur Hanness. - Árni Hannesson 264 Jón Jóhannsson - Birgir Kristjánss. 264 Ragnar Haraldss. - Bernhard Linn 240 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 9.11. var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 368 Sig. Hallgríms.– Steinmóður Einarss. 344 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 343 Jóhann Benedikts.– Friðrik Hermannss. 343 A/V: Ólöf Jónsdóttir – Ólöf Hansen 376 Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 372 Sverrir Gunnarsson – Kristrún Stefánsd.364 Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 352 Oddur Halldórsson – Oddur Jónsson 352 Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.