Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir þjóðkirkj- una hafa sýnt mikið langlundargeð gagnvart ríkisvaldinu undanfarin ár, en það hafi ekki einvörðungu dregið úr framlögum til kirkjunnar heldur seilst dýpra í vasa hennar með því að skila ekki að fullu innheimtum sóknargjöldum. Birgir var málshefjandi sérstakrar umræðu á Alþingi í gær um stöðu þjóðkirkjunnar og safnaða landsins í ljósi niðurskurðar undanfarinna ára en hann beindi máli sínu til innanrík- isráðherra og spurði m.a. hvernig ráðherra sæi fyrir sér þróunina í samskiptum ríkis og kirkju á næstu árum og hvort breytingar væru fyrirhugaðar á svokölluðu kirkju- jarðasamkomulagi frá 1997. „Árið 1997 skuldbatt ríkið sig til ákveðinna greiðslna til kirkjunnar og fékk í staðinn kirkjujarðirnar, sem höfðu verið eign kirkjunnar um ára- tuga og margra alda skeið,“ segir Birgir. „Það eru þarna lög og samn- ingar sem búa að baki en ríkið hefur ekki staðið við sinn hluta af þessu samkomulagi undanfarin ár.“ Hafa samþykkt skerðingu Í svari sínu sagði innanríkisráð- herra, Ögmundur Jónasson, að fram- lög ríkisins væru af tvennum toga: í fyrsta lagi framlag til Biskupsstofu, sem bundið væri í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar frá 1997, og í öðru lagi framlag á fjár- lögum sem bundið væri í lögum um sóknargjöld frá 1987, en sóknargjöld- in væru umreiknuð yfir í tiltekið hlut- fall tekjuskatts. „Framlögin sem byggjast á kirkju- jarðasamkomulaginu hafa verið skert með samkomulagi við þjóð- kirkjuna og hefur kirkjuþing árlega samþykkt slíka skerðingu,“ sagði Ögmundur. Hann sagði kirkjuna aldrei hafa andmælt því að hún lyti sömu skerð- ingu og aðrir aðilar í þjóðfélaginu en sagði jafnframt að skýrsla, sem unnin var í fyrra, hefði sýnt fram á að sókn- argjöldin hefðu sætt meiri skerðingu en almennt gerðist hjá stofnunum hins opinbera. Ekki eins og hver annar skattur Birgir segir að alvarlegast sé að ríkið, sem sjái um innheimtu sóknargjalda, hafi á undanförnum ár- um ekki skilað nema hluta þeirrar fjárhæðar sem það hafi innheimt til safnaðanna. „Ríkið hefur á þessu árabili haldið eftir stórum hluta þeirra upphæða sem lögum samkvæmt eru skilgreind sem sóknargjöld,“ segir Birgir. „Það er ekki um það að ræða að sóknar- gjaldið sé bara eins og hver annar skattur sem ríkið leggur á og ræður síðan hvað það gerir við.“ Skert fjárframlög til kirkjunnar  Birgir Ármannsson segir ríkið ekki hafa staðið við samkomulag við þjóðkirkjuna  Kirkjuþing hefur samþykkt skerðingu fjárframlaga, segir innanríkisráðherra  Tilbúin að setjast að samningaborði Morgunblaðið/Eggert Niðurskurður Eftir efnahagshrunið haustið 2008 voru bæði fjárframlög ríkisins til þjóðkirkjunnar skert. Birgir segir ýmsa aðila innan kirkjunnar hafa sett sig í sam- band við þingmenn að undan- förnu. Hann hafi stofnað til um- ræðunnar ekki síst vegna þess að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé ýjað að því að sam- komulagið frá 1997 verði tekið upp og lögin um stjórn og starfshætti kirkjunnar endur- skoðuð. Í svari sínu sagði Ögmundur að ríkið væri reiðubúið að setj- ast að samningaborðinu og endurskoða kirkjujarðasamn- inginn. „Við munum eiga við- ræðufundi með kirkjunni um það efni,“ sagði hann. Birgir segir að enn skorti þó á skýr svör hvað þetta varðar, jafnvel þótt greina hafi mátt já- kvæðan anda gagnvart sjón- armiðum kirkjunnar í orðum ráðherra. „Endurskoðun á gildandi samningum verður að eiga sér stað við samningaborðið en verður ekki ákveðin einhliða af hálfu ríkisins,“ segir Birgir. Samningar endurskoðir? RÍKI OG KIRKJA Gunnlaug Auðun Árnason Stykkishólmur Þess var minnst á föstudaginn að 20 ár eru síðan St. Franciskusspítali stofnaði háls- og bakdeild innan spítalans. Deildinni var komið á fót af þeim Jósef Blöndal og Luciu de Korte og eru þau enn í forsvari starfseminnar. Háls- og bakveiki eru með al- gengustu sjúkdómum hér á landi. Talið er að um 80% fullorðinna kynnist bakveiki á lífsferlinu á einn eða annan hátt. Því er það stór hóp- ur sem leitar eftir lækningu við bakveiki. Starfsemi deildarinnar byggist á því að greina og með- höndla bakverki. Lækningin felst m.a. í því að sjúklingar nái bata án þess að fara í skurðaðgerð. Byggt er á þekkingu færustu sérfræðinga á þessu sviði. Sjúklingar læra að beita líkamanum rétt og stunda æf- ingar, fyrst undir handleiðslu sjúkraþjálfara, en síðan óstuddir eftir útskrift og þá reynir á að vera samviskusamur. Á háls- og bakdeildinni eru 13 rúm fyrir sjúklinga sem dvelja að meðaltali í 2 vikur. Um 200-250 sjúklingar koma árlega til lækn- inga. Árangur starfseminnar hefur verið góður, þó stundum sé erfitt að meta hann. Bakveiki getur verið mjög kvalafullur sjúkdómur og það vita þeir sem reynt hafa. Eitt er víst að margur hefur farið betri maður heim á síðustu tuttugu árum eftir meðferð og hjálp starfsfólks á háls- og bakdeild St. Franciskusspítala. Starfsemi St. Franciskusspít- alans í Stykkishólmi stendur á gömlum merg og á sér merkilega sögu. Það er ósk bæjarbúa á þess- um tímamótum að starfsemi háls- og bakdeildar verði tryggð og þær tillögur sem liggja fyrir um framtíð spítalans verði að veruleika áður en mörg ár líða. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Fagnað Starfsfólkið ásamt Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra og Guðjóni Brjánssyni framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Háls- og bakdeildin fagnaði góðum árangri í 20 ár VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Ævintýraferð með VITA um báðar eyjar Nýja-Sjálands með Sue Olafsson, sem leiðir þig á alla sína uppáhaldsstaði en Sue þekkir landið eins og lófann á sér. Stoppað í Dubai á heimleið. Fararstjóri: Sue Marie Ólafsson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 61 92 1 11 /1 2 Ferðakynning! Sue Marie Ólafsson fararstjóri verður með kynningarfund á skrifstofu VITA, Suðurlandsbraut 2, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 17:30. Allir velkomnir Nýja-Sjáland og Dubai 16. feb. - 12. mars 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.