Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 6
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Landssambands hesta- mannafélaga hefur fengið viðbrögð úr öllum áttum eftir að niðurstaða heilsbrigðisskoðunar dýralækna á hestamótum og kynbótasýningum ársins lá fyrir. Gagnrýnin umræða hefur verið um málið innan FEIF, alþjóðasamtaka eigenda íslenska hestsins, og stjórn Dýravernd- unarsambands Íslands hefur lýst yfir áhyggjum vegna þróunar í hestamennskunni og hvatt öll sam- tök hestamennskunnar til að bæta úr. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, vekur athygli á því að lands- sambandið hafi í samvinnu við dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun komið á heilbrigð- isskoðun á mótum fyrir fjórum ár- um. Tilefnið hafi verið öfgakennd umræða erlendis um hestinn. Markmiðið hafi verið að búa til einfalt og skil- virkt kerfi sem tæki á öllum þáttum í heil- brigði hesta sem taka þátt í keppni. „Ég er mjög ánægður með reynsluna af því. Kerfið virkar. Ef við hefðum ekki verið með það hefði kannski enginn vit- að um þessa áverka í munni því þeir sjást ekki og ekki blæðir úr þeim,“ segir Haraldur. Niður- stöður heilbrigðisskoðunarinnar sýndu að áverkar í munni hafa verið að aukast. Haraldur leggur áherslu á að unnið verði með nið- urstöðurnar þannig að hestarnir verði sannarlega klárir í keppni. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um aðgerðir til að draga úr áverkum í munni keppnishrossa, meðal annars bann við ákveðnum mélum, aukin fræðsla og breyt- ingar á keppnisgreinum. Velferð- arnefnd sem stjórn LH skipaði er ætlað að koma með tillögur um að- gerðir. Hún fundar í dag. Haraldur segir að tillögurnar verði sendar til FEIF, alþjóða- samtaka eigenda íslenska hestsins, því vandamálið sé væntanlega ekki bundið við Ísland. Sami búnaður sé notaður á heimsmeistara- og Norðurlandamótum og að hluta til af sömu knöpunum. Við umræðu um málið innan FEIF hafa meðal annars heyrst kröfur um að árangur í keppnum hér á landi verði ógiltur, vegna niðurstöðu heilbrigðisskoðunar- innar. Haraldur reiknar ekki með slíku enda hafi allir hestar sem komið var með til keppni verið skoðaðair af dýralæknum fyrir keppni. Tillögur til úrbóta verða sendar til FEIF  Velferðarnefnd LH fundar um aðgerðir vegna áverka Morgunblaðið/Árni Sæberg Hestar Áverkar í munni eru taldir helsta ógnin við velferð hrossa sem koma til keppni og sýninga. Haraldur Þórarinsson Sprenging í útgáfu vegabréfa SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt fjáraukalögum fyrir þetta ár er gerð tillaga um að Þjóðskrá Íslands fái 125 milljónir króna vegna halla af útgáfu vega- bréfa á þessu ári. Einnig er gerð tillaga um að embætti ríkislögreglustjóra fái 15 milljónir króna til að mæta halla af útgáfu öku- skírteina á þessu ári og því síðasta. Í báðum tilvikum fer prentunin fram erlendis og hefur hækkað í verði eftir hrunið. Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjár- laganefndar að útgefin vegabréf verði í ár um 54 þúsund talsins, það er um 20% aukning frá síðasta ári þegar um 44 þúsund bréf voru gefin út. Innkaupsverð bréfanna er um 215 milljónir króna og annar kostnaður við útgáfuna um 68 milljónir. Í fjárlögum fyrir árið 2012 var gert ráð fyrir 30 milljóna kr. viðbót- arframlagi til að auka útgáfuna og kaupa inn um 10 þúsund bækur umfram þær 33 þúsund sem keyptar höfðu verið að meðaltali undanfarin ár. 240 milljóna kostnaður í ár Að sögn Jóns Inga Einarssonar, fjár- málastjóra Þjóðskrár, hækkaði viðbót- arframlagið fjárveitingu ríkisins úr 86 millj- ónum króna árið 2011 í 116 milljónir í ár. Kostnaðurinn á þessu ári stefnir í um 240 milljónir króna og Jón Ingi segir viðbótina á fjáraukalögum tryggja fjármögnun vegabréfa á árinu. Enn sé verið að vinna í að tryggja nægjanlegt fjármagn vegna næsta árs. Í álitinu segir jafnframt að aukin útgáfa vegabréfa í ár og næstu fjögur árin komi til af því að árið 2006 var gildistími bréfanna styttur í fimm ár. Á næstu árum komi því til endurútgáfu bæði vegabréfa til fimm ára og tíu ára. Þjóðskrá Íslands hefur ekki tekist að ná tökum á kostnaði við þetta verkefni og hefur myndast viðskiptaskuld við erlendan birgi bókanna upp á nærri 200 milljónir króna, sem þarf að greiða niður. Gildistími lengdur aftur? „Innanríkisráðuneytið og fjármálaráðu- neytið fyrirhuga að gera frekari úttekt á fyr- irkomulagi og kostnaði við útgáfuna hjá stofnuninni. Einnig er áformað að tekin verði aftur upp vegabréf með tíu ára gildistíma, til að draga úr kostnaði við framleiðsluna og kostnaði þeirra sem nota vegabréfin,“ segir í áliti fjárlaganefndar. Almennt verð fyrir vegabréf er 7.700 krón- ur og 2.900 kr. fyrir börn, aldraða og öryrkja. Hraðafgreiðsla fyrir 18-66 ára kostar 15.200 kr. en 5.650 kr. fyrir hinn hópinn. Þessi gjöld eru innheimt af sýslumönnum og renna beint í ríkissjóð, samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Jón Ingi segir að þessi fjárhæð geti numið um 280 milljónum í ár og 288 milljónum á næsta ári. Aukinn kostnaður af ökuskírteinum Vegna tillögu um 15 milljónir til ríkislög- reglustjóra vegna útgáfu ökuskírteina kemur fram hjá fjárlaganefnd að í kjölfar efnahags- hrunsins hafi kostnaður við útgáfuna aukist verulega. Er það m.a. vegna þess að inn- kaupsverð kortanna er bundið gengi á er- lendum gjaldeyri. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra stefnir í að kostnaður við útgáfu ökuskírteina verði um 24 milljónir króna, sem er svipað og á síðasta ári. Grunnfjárveiting til verksins var um 11 milljónir króna. Bæði útgáfa vegabréfa og ökuskírteina eru svonefnd öryggisprentun, sem er mjög sér- hæfð og fyrst og fremst erlend fyrirtæki sem boðið hafa í verkið með langtímasamningum við ríkið. Jón Ingi segir að vegabréfin séu fullgerð hér innanlands með áritun persónuupplýs- inga, eftir að sjálfar bækurnar hafa verið prentaðar erlendis. „Öryggisprentunin kallar á flókinn tækjabúnað, svipaðan og notaður er við prentun peningaseðla, sem er ekki hag- kvæmt að setja upp fyrir þann fjölda vega- bréfa sem framleiddur er á hverju ári,“ segir Jón Ingi hjá Þjóðskrá.  Þjóðskrá Íslands fær 125 milljónir króna á fjáraukalögum til að minnka halla á útgáfu vegabréfa  Um 20% fleiri vegabréf í ár  Nærri 200 milljóna skuld erlendis  Einnig halli á útgáfu ökuskírteina Ljósmynd/Þjóðskrá 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Til greina kemur að leita álits er- lendra sérfræðinga á tillögum stjórnlagaráðs ef slík álitsöflun rúm- ast innan tímaramma málsins, segir Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Aðspurð hvort álitanna verði aflað á milli þingumræðna segir Val- gerður að nú fái málið þinglega með- ferð og að húni voni að það takist. „Þau leggja til ákveðnar breytingar á texta og eitthvað svoleiðis sem þau segja vera lagatæknilegt,“ segir Val- gerður aðspurð út í athugasemdir sérfræðingahópsins og bætir við: „Annað er á mörkunum að vera lagatæknilegt og efnislegt, eins og bráðabirgðaákvæðin sem eiga að gilda um hvenær eigi að byrja að telja að forsetinn megi einungis sitja þrjú kjörtímabil.“ Þingið líti til ábendinga Þá bendir Valgerður á að hóp- urinn hafi komið með ábendingar um einhver atriði sem þingið hljóti að líta til á milli fyrstu og annarrar umræðu. „Þetta eru ábendingar frá þeim en það þýðir ekkert endilega að þau hafi rétt fyrir sér. Það eru kannski einhverjir aðrir sem telja að hlutirnir eigi að vera öðruvísi, það er alveg ljóst að allt fólkið í stjórnlaga- ráði taldi að hlutirnir ættu að vera öðruvísi og nú er það stjórnmála- mannanna að takast á við þetta verkefni,“ segir Valgerður. Aðspurð hvort hún eigi von á að margar þessara breytingatillagna verði teknar til greina segist Val- gerður ekkert vita um það. „Við eig- um eftir að ræða þetta í nefndinni og við eigum að brjóta þetta til mergjar,“ segir Valgerður. Á ekki orð Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- prófessor hélt því m.a. fram í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í gær að þjóðar- atkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs hefði verið gott dæmi um misnotkun á þjóðaratkvæða- greiðslu. Aðspurð út í þessi ummæli Gunnars Helga segir Valgerður að hún eigi ekki orð yfir það að hann setji svona fram sem fræðimaður. „Ég á ekki orð yfir það að þessi mað- ur telji sig sem fræðimann en hann vann minnisblöð fyrir lögfræðingana sem unnu fyrir okkur og við höfum þau,“ segir Valgerður og bætir við: „Það eru stjórnmálamennirnir sem takast á við þessi verkefni og það er til þess sem pólitík er. Það getur vel verið að hann sé sérfræðingur í að lesa einhverja pólitík en það að vera stjórnmálafræðingur er ekki það sama og að vera stjórnmálamaður.“ Hafa allt á hornum sér Spurð út í þá fullyrðingu Gunnars Helga að mögulega hefði vel unnin skoðanakönnun getað reynst gagn- legri en þjóðfundurinn og þjóðar- atkvæðagreiðslan segir Valgerður: „Það er hans skoðun en ég er nú ansi hrædd um það að ef gerð hefði verið vel unnin skoðanakönnun þá hefði verið sagt: „Þetta er bara skoðana- könnun.““ Þá bætir hún við að af einhverjum ástæðum hafi gamlir fræðimenn, á borð við Gunnar Helga, allt á hornum sér gagnvart þessu máli. Til greina kemur að afla erlendra álita  Valgerður Bjarnadóttir gagnrýnir ummæli stjórnmálaprófessors Valgerður Bjarnadóttir 53.800 vegabréf gefin út á þessu ári skv. áætlun 44.000 vegabréf voru gefin út á síðasta ári. 240 milljóna króna kostnaður af útgáfunni í ár ‹ ÚTGÁFA VEGABRÉFA › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.