Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Tilboðsdagar peysur, toppar, töskur og treflar á 20% afslætti dagana 14.-17. nóvember. Verið velkomin. Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fram kemur í nýrri skýrslu frá Al- þjóðaorkumálastofnuninni, IEA, að líkur séu á að Bandaríkin verði orðin mesti olíuframleiðandi heims árið 2017, að sögn blaðsins Guardian. Einnig að landið geti orðið sjálfu sér nægt um orku fyrir 2035. Ástæðan fyrir þessum umskiptum er að þróuð hefur verið aðferð til að vinna olíu og gas úr grjóti og sandi djúpt í jörðu. Geysilegt magn er af þessu jarð- efnaeldsneyti víða um landið. Þótt deilt sé vestra um áhrifin sem vinnslan geti haft á náttúruna, m.a. hættu á jarðskjálftum vegna borana á umræddum svæðum, þykir ljóst að framleiðslan muni aukast hratt. Umhverfisverndarsinnar í ýmsum Evrópulöndum berjast ákaft gegn aðferðinni sem þeir segja valda mikilli mengun. Aðalhagfræðingur IEA, Fatih Birol, segir að gangi þessar spár eft- ir muni yfir 90% af olíu og gasi frá Mið-Austurlöndum innan fárra ára verða seld til Asíulanda, ekki síst Kína. Áhrifin af þessum breytingum á alþjóðamál eru augljóslega svo mikil að tala má um vatnaskil. Áhugi Bandaríkjamanna á Mið-Austur- löndum hefur að verulegu leyti átt rætur að rekja til þess hve ríkið sjálft og bandamenn þess í Evrópu og Japan eru háð orkulindum í Sádi- Arabíu, Írak og fleiri olíuríkjum. Þessir hagsmunir verða ekki jafn mikilvægir þegar Bandaríkjamenn geta látið nægja að kaupa olíu frá grönnum sínum í Kanada og Mexíkó og jafnvel orðið óháðir þeim. Bráðum óháðir olíuinnflutningi  Bandaríkin að verða mesta olíuríkið Orka Miklar birgðir af olíu og gasi leynast í möl og sandi djúpt í jörðu. Eykur losun koldíoxíðs » Vinnsla á gasi og olíu úr grjóti djúpt í jörðu er talin geta aukið verulega losun koldíox- íðs. » Slík hnattræn losun hefur aldrei verið meiri en í fyrra, einkum vegna hagvaxtar í Kína og Indlandi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.