Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 16
Skúli Hansen skulih@mbl.is Sérfræðingahópur, sem fór yfir tillögur stjórnlaga- ráðs að nýrri stjórnarskrá, gerði 75 breytingar á til- lögunum en auk þess lagði hópurinn fram þónokk- urn fjölda ábendinga varðandi tillögur ráðsins. Þannig bendir hópurinn meðal annars á að stjórnarskránni sé ætlað að kveða með tiltölulega almennum hætti á um grundvallarreglur réttar- kerfisins en óhjákvæmileg afleiðing þess sé sú að efnislegt inntak ákvæða hennar þurfi gjarnan að skýrast og mótast í framkvæmd og með hliðsjón af túlkun dómstóla. „Með tímanum skjóta þannig stjórnarskrárákvæðin dýpri rótum í réttarkerfinu og óvissa um inntak þeirra minnkar. Í ljósi þessa er almennt séð ástæða til þess að fara varlega í breyt- ingar á ákvæðum stjórnarskrár, er mótast hafa í framkvæmd, ef ekki liggur skýrt fyrir að slíkar breytingar séu til bóta,“ segir í skilabréfi hópsins. Þörf á mati á heildaráhrifum Þá segir einnig í skilabréfinu að ekki hafi farið fram heildstætt og skipulagt mat á heildaráhrifum stjórnarskrártillagnanna og að það verkefni kalli á þverfaglega vinnu sem hópnum hafi ekki verið falin. Hópurinn gerir ráð fyrir því að slíkt mat muni fara fram á vettvangi þingsins en bendir þó sérstaklega á þau atriði sem kalla, að hans mati, einkum á nán- ari skoðun. Hópurinn bendir á að í 39. gr. frumvarps stjórn- lagaráðs felist bann við öllum þröskuldum við út- hlutun þingsæta. Telur hópurinn rétt að benda á að sú breyting sé til þess fallin að auðvelda frambjóð- endum smærri stjórnmálaflokka að ná kjöri á Al- þingi en af þeim sökum kunni að verða erfiðara að mynda ríkisstjórnir sem njóta stuðnings stöðugs þingmeirhluta. Þá bendir hópurinn einnig á að 39. greinin gangi langt í að opna fyrir persónukjör sem meginreglu og að hún muni takmarka möguleika flokka á að ráða eigin málum, t.d. uppröðun á fram- boðslista. „Rétt væri að meta betur áhrif þessara breytinga sem og annarra breytinga sem lagðar eru til á fyrirkomulagi kosninga til Alþingis,“ segir í skilabréfinu. Breytingar og ný ákvæði Í skilabréfinu koma einnig fram ýmsar ábend- ingar um þau ákvæði er snúa að hlutverki forset- ans. T.d. bendir hópurinn á að ákvæði frumvarpsins um lagalega ábyrgð forseta, sem gerir ráð fyrir að almennir dómstólar en ekki sérdómstóll dæmi um þau mál, sé óvenjulegt í evrópskum samanburði. Jafnframt vekur hópurinn athygli á því að í frum- varpi stjórnlagaráðssé ekki fjallað um hlutverk for- setans í samskiptum við önnur ríki en það hefur þó verið eitt af hans helstu hlutverkum. Á meðal helstu breytinga sem hópurinn gerði á tillögum stjórnlagaráðs eru þær að ákvæði um kirkjuskipan landsins verði breytt á þann veg að kveðið sé á um tilvist þjóðkirkju í samræmi við nið- urstöður nýafstaðinnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá bætti hópurinn við tillögurnar ákvæði sem kveður á um að enginn skuli eiga á hættu að sæta opinberri málsmeðferð eða refsingu að nýju fyrir sama brot og hann hefur áður verið sakfelldur fyrir eða sýkn- aður af með endanlegri úrlausn. Einnig bætti hann við ákvæði við mannréttindakaflann sem kveður á um að réttur foreldra til að tryggja að menntun barna þeirra sé í samræmi við trúar- og lífsskoðanir þeirra skuli virtur. Sérfræðinga- hópur gerði fjölda breytinga 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is „Mér fannst hún mjög góð og ég er virki- lega ánægður með þetta,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði, spurður út í skýrslu sérfræðingahópsins sem fór yfir tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá en hópurinn skilaði nið- urstöðum sínum til stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar í fyrradag. Að sögn Eiríks sýnist honum tillögur sér- fræðingahópsins almennt vera til bóta. „Sumt er kannski smekksatriði en mér finnst þær almennt til bóta,“ segir Eiríkur. Hópurinn gerði samtals 75 breytingar á til- lögum stjórnlagaráðs. Aðspurður hvort sá mikli fjöldi breytinga feli í sér áfellisdóm yf- ir tillögum stjórnlagaráðs segir Eiríkur: „Nei, hreint ekki. Það hefur ekki einu sinni hvarflað að mér. Þetta er það sem við er að búast eftir svona yfirferð. Við skrifum sumsé textann og komum með efnisatriðin en þetta er auðvitað lagatexti og það er mjög eðlilegt að það sé farið yfir hann með þessum hætti og það skýrt sem er ekki nægilega skýrt og orðalag fært nær hefð- bundnara lagamáli þar sem það er nauðsyn- legt.“ Eins og prófarkalestur Þá bendir Eiríkur á að eftirtektarvert sé að hópurinn gerir nær engar efnisbreyt- ingar á ákvæðum tillagna stjórnlagaráðs. „Þær breytingar sem gerðar eru, eru flestar teknar úr skilabréfi stjórnlagaráðs frá því í mars síðastliðnum. Eins og til dæmis kosn- ingalagakaflinn, sem við einfölduðum mjög þar, þar er ekki hnikað til orði frá þeim texta sem við skiluðum þar,“ segir Eiríkur og bætir við: „Þannig að þetta er nú aðeins eins og hver annar prófarkalestur í þessu lagalega samhengi.“ Aðspurður út í tillögur sérfræðingahóps- ins þess efnis að aflað verði álits erlendra sérfræðinga, þ.á m. Feneyjanefndar Evr- ópuráðsins, segir Eiríkur: „Við lögðum það sjálf til þegar við skiluðum af okkur fyrir einhverjum 15 til 16 mánuðum, þannig að það er fínt að þeir skuli taka undir það.“ Þá segist hann eiga von á því að þingið fylgi eftir þeim breytingatillögum sem hópurinn lagði fram. „Mér finnst ekki að menn eigi að hanga í einhverju eignarhaldi á orðalagi, mér finnst það ekki vera aðalatriði í málinu. Það sem er aðalatriði í málinu er að við fáum góða stjórnarskrá,“ segir Eiríkur. „Ég kíkti yfir þetta aðeins í gærkvöldi og mér fannst nú flest það sem þar er lagt til vera til bóta,“ segir Pawel Bartozek, stærð- fræðingur og fyrrum fulltrúi í stjórnlag- aráði, aðspurður út í fyrstu viðbrögð sín vegna niðurstaðna sérfræðingahópsins. Aðspurður hvað honum finnist um til- lögur hópsins þess efnis að leitað verði álits erlendra sérfræðinga, eins og t.d. Feneyja- nefndar Evrópuráðsins, segir Pawel: „Það er nokkuð sem ég hafði sjálfur lagt til í bréfi til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrir einhverjum tveimur vikum síðan og ég hef ekki skipt um skoðun síðan þá.“ Ekki áfellisdómur Þá segir hann breytingatillögurnar ekki áfellisdóm yfir tillögum stjórnlagaráðs. „Það eru gerðar 75 breytingatillögur og sumir hafa sagt að þetta séu engir alvarlegir ágall- ar eða að menn hafi staðist áfallspróf. Það má velta því fyrir sér hvort það sé al- gjörlega rétt miðað við þennan fjölda en í rauninni skiptir það engu sérstöku máli, til- lögurnar eru það sem þær eru hjá nefndinni og hún semur frumvarp úr þessu,“ segir Pa- wel og bætir við: „Ég hef aldrei litið á það sem áfellisdóm, þannig lagað, ef menn finna einhverja galla og gera tillögur að úrbótum. Eina markmiðið hlýtur að vera að heildar- tillagan í lokin sé ásættanleg.“ Að sögn Pawels ættu þingmenn að nýta tímann frekar til þess að vinna vel úr tillög- unum heldur en að einblína á það markmið að setja væntanlegt frumvarp að nýrri stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það væri slæmt ef það markmið myndi koma niður á gæðum vinnunnar og taka burt tíma,“ segir Pawel. Breytingatillögur sér- fræðingahóps til bóta Morgunblaðið/Kristinn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Sérfræðingahópurinn kynnti niðurstöður sínar um tillögur stjórnlagaráðs fyrir þingnefndinni í fyrradag.  Segja tillögurnar ekki áfellisdóm yfir vinnu stjórnlagaráðs Breytingar Samtals gerði sérfræðingahóp- urinn 75 breytingar við tillögur stjórnlagaráðs. Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-20 Á Krúsku færðu yndislegan og heilsusamlegan mat. Opið frá 11-20 alla virka daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.