Morgunblaðið - 14.11.2012, Side 27

Morgunblaðið - 14.11.2012, Side 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 ✝ Sólveig Guð-björg Eiríks- dóttir fæddist á Hellissandi 28. ágúst 1930. Hún lést í Skógarbæ 7. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Eríkur Kúld Andrésson, f. 3. júlí 1903, d. 3. desem- ber 1931 og María Kristrún Ketils- dóttir, f. 30. júní 1898, d. 17. júlí 1932. Bræður Sólveigar eru: 1) Hinrik Eiríksson, f. 30. sept- ember 1921, d. 15. október 1992, kona hans var Kristín Jónsdóttir, f. 14. júní 1923, d. 8. júlí 1995. 2) Kristinn Breiðfjörð Eiríksson, f. 21. október 1928, kona hans er Sigurlaug Sigurfinnsdóttir, f. 29. nóvemer 1929. 3) Jón Þorsteinn Eiríksson, f. 4. júlí 1927, kona hans er Erla Sigurðardóttir, f. 23. febrúar 1943. Hálfbróðir Sól- veigar sammæðra var Björgvin Magnússon, f. 31. maí 1920, d. 25. janúar 2000. Sólveig giftist Þorbirni Tóm- Eiríkur Ísfeld Andreasen, f. 26. nóvember 1957, d. 9. desember 2004. Börn hans eru: a) Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 1. júní 1978, d. 16. febrúar 1981, b) Kristinn Ísfeld Andreasen, f. 3. mars 1981, d. 16. nóvember 2008. Dóttir hans er Sunna Ísfeld Andreasen, f. 21. júní 2002, c) Þorbjörn Eiríksson, f. 16. febrúar 1982. Móðir þeirra er Elsabet Sigurðardóttir, f. 2. apríl 1961, d) Guðlaugur Ísfeld Andreasen, f. 27. maí 1988, e) Magnús Ísfeld Andreasen, f. 17. mars 1994. Móðir Guðlaugs og Magnúsar er Lilja Guðlaugs- dóttir, f. 24. maí 1968. Sólveig fór 17 mánaða í fóstur að Hofstöðum í Helgafellssveit og bjó þar alla sína barnæsku. Sólveig flutti í Smálöndin þar sem hún kynntist Þorbirni og fluttist hún til hans á Korpúlfs- staði stuttu síðar, þar bjuggu þau til ársins 1967, er þau fluttu að Kársnesbraut 96 í Kópavogi og hafa þau búið í Kópavogi síð- an. Sólveig var mikil handverks- kona og var handavinnan alltaf ofarlega í hennar huga. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn hafði hún un- un af að ferðast og var alltaf glaðlynd. Útför Sólveigar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 14. nóv- ember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. assyni fæddum í Fuglafirði í Fær- eyjum 23. október 1931. Foreldrar hans voru Tummas Andreasen, f. 27. ágúst 1888, d. 16. apríl 1971 og Júl- íana Martína Lovísa Karlsdóttir, f. 29. mars 1894, d. 17. ágúst 1980. Fóstur- foreldrar Sólveigar voru Guðjón Jóhannsson og Jón- ína Þorbjörg Árnadóttir. Fóst- ursystkini hennar eru Árni, Kristrún, Anna og Berta. Synir Sólveigar og Þorbjörns eru: 1) Guðjón Þorbergur Þorbjörns- son, f. 14. apríl 1952, börn hans eru: a) Ragnar Karl, f. 23. janúar 1976, börn hans eru Simon Karl og Lea. Móðir Ragnars er Sól- veig Ólafsdóttir, f. 6. júlí 1956, b) Sólveig Valerie, f. 14. apríl 1982, c) Þorbjörn Jindrich, f. 17. maí 1983, börn hans eru Katla Sjöfn og Hannes Daníel. Móðir Sól- veigar og Þorbjörns er Stepanka Vavrickova, f. 7. janúar 1955. 2) Elsku Solla mín, nú er þessari erfiðu baráttu þinni lokið. Þú veist Solla mín að ég kem bráðum til þín og hitti ykkur öll. Sambúð okkar hefur alltaf veitt mér gleði og hamingju því þú varst alltaf svo lífsglöð þrátt fyrir öll þín veikindi. Að lokum vil ég senda þér ljóð sem segir mína hinstu kveðju til þín og það segir allt sem segja þarf um tilfinningar mínar til þín. Með þér vonir mínar bestu falla, myrkva slær á framtíðina alla, með þér allt sem átti helgast brast, allt mitt besta átti, sem þú varst. Enga vini átti ég, betri þér, enginn vinur tryggari reyndist mér, þín viðkynning þótti alltaf best, þín skal minning dýpst í hug minn fest. Þegar eitthvað þungt mér blés á mót, þá ein varstu rauna minna bót, þér ég treysti, þér af reyndi ei tál, þú ein vissir öll mín leyndarmál. Nú mér þykir fokið flest í skjól, nú felst í skýjum vona minna sól, mér finnst ég standa einn, sem barrlaus björk, bugaður stormi á lífsins eyðimörk. Það er svo margt sem þér ég þakka þarf, þakka sambúð, þakka unnið starf, þakka góðvild, þakka hreina dyggð, þakka sýnda vináttu og tryggð. Minning þína mun í hjarta geyma, meðan finn ég blóð í æðum streyma. Þó nú leggist liðið hold á mold, lifir góður orðstír þinn á fold. Þakka ég alla alúð, tryggð og blíðu, er þú sýndir mér í blíðu og stríðu, vertu sæl, ég kveð þig síðasta sinn, saknaðar tárum vökva legstað þinn. (Guðlaugur Sig.) Hvíl í friði, elsku Solla mín. Þinn Þorbjörn. Oft eru orð á blaði aðeins það sem hugurinn geymir, mörg ósögð orð koma upp í bland við minningarnar. Hvað skal segja, hvernig skal kveðja á slíkum stundum? Þegar að kveðjustund er komið verður oft tregt um tungu og stirt um orð, aðeins minningar sem birtast ein af ann- arri. Solla var alltaf kát og ánægð og stutt í brosið, glettnina og hlát- urinn þrátt fyrir að hafa verið sjúklingur frá unga aldri. Sólveig og Þorbjörn ferðuðust mikið inn- an lands og til útlanda meðan heilsan hjá Sollu leyfði og voru þau mjög dugleg að taka barna- börnin með. Einnig voru ófá spila- kvöldin uppi á Borgó meðan þau bjuggu þar. Solla hefur þurft að reyna mikið, hún missti yngri son sinn fyrir tæpum átta árum og svo hefur hún séð á eftir tveimur barnabörnum sínum yfir móðuna miklu. Ég trúi að nú hafi hún hitt þau og það hafi verið fagnaðar- fundir. Á kveðjustundu hef ég margt að þakka þér, þakka allt það góða er sýndir þú mér. Þökk fyrir samleið þína og hreina dyggð, þakka fasta vináttu og tryggð. Því elskan hún lifir þó lögð sértu nár, hún hljómar sem ársól í heiði. Og harmandi ástvina hrynjandi tár, sem himindögg vökvar þitt leiði. (Guðlaugur Sigurðsson) Hvíl í friði, elsku mamma og tengdamamma, Guðjón og Lilja. Elsku amma mín, mér þykir það svo sárt að þú sért farin, en núna ertu vonandi komin á betri stað og kvelst ekki lengur og líður vel og hittir pabba. Ég mun alltaf elska þig amma mín og mun ég þér aldrei gleyma. Nú ætla ég að kveðja þig með orðunum sem pabbi sagði alltaf þegar ég bauð góða nótt: Góða nótt og guð blessi þig, elsku amma mín. Mig langar að kveðja ömmu mína með þessum orðum. Sem stormur hreki skörðótt ský, svo skunda burt vor ár. Og árin koma, ný og ný, með nýja gleði og tár. Því stopult, hverfult er það allt, sem oss er léð, svo tæpt og valt, jafnt hraust og veikt, og fé og fjör, það flýgur burt sem ör. Við ljósið það skal lagt af stað til lands, er bíður vor. Það lýsa mun, sem lýsti það á löngu horfin spor. (Sigurjón Guðjónsson) Elsku afi minn, Gaui, og aðrir aðstandendur, megi Guð senda ykkur styrk í raunum ykkar og hugga á þessum erfiðu tímum. Hvíl í friði. Þinn ömmustrákur, Magnús. Elsku Solla. Nú er langri og erfiðri þrauta- göngu í lífi þínu lokið. Alltaf varstu kát og glöð sama hvað gekk á hjá þér. Það var ótrú- legt hvað þú gast heklað og saum- að þrátt fyrir þína fötlun. Þú hafð- ir yndi af því að ferðast, bæði innanlands og utan. Við Jón ferðuðumst mikið með ykkur Tobba á húsbílnum ykkar og alltaf var tekið í spil bæði í ferðalögum og heima, þú hafðir svo gaman af því að spila kana, og eigum við margar skemmtilegar minningar til að ylja okkur við. Þú hefðir ekki getað eignast betri mann en hann Tobba þinn, sem bar þig á höndum sér í orðs- ins fyllstu merkingu og gerði allt til að létta þér lífið. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Elsku Tobbi og fjölskylda, við vottum ykkur innilega samúð okk- ar. Erla og Jón. Sólveig Guðbjörg Eiríksdóttir Okkur langar til að minnast vinar okkar í Íþróttafélaginu Nesi, Árna Jakobs Óskarssonar, sem lést 24. október síðastliðinn. Þegar Árni Jakob gekk í Íþrótta- félagið Nes var hann frekar feim- inn og lét lítið fyrir sér fara en ekki leið á löngu þangað til hann var orðinn hrókur alls fagnaðar, alltaf hress og kátur og hinn skemmtilegasti félagi. Honum þótti alltaf gaman á æfingum og þegar Nesarar tóku þátt í Hængs- mótum á Akureyri var Árni Jakob í essinu sínu og skemmti sér vel í Árni Jakob Óskarsson ✝ Árni JakobÓskarsson var fæddur í Reykjavík 2. febrúar 1961. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. október síðastlið- inn. Árni Jakob var jarðsunginn frá Njarðvíkurkirkju, Innri-Njarðvík, 1. nóvember 2012. góðra vina hópi. Guðný systir hans og Gauja mamma hans fóru með á Hængsmótin og það var gaman að taka þátt í mótunum með þeim þremur. Árni var svolítið stríðinn og hafði góðan húmor og var félagi sínu til sóma á öllum mótum sem hann tók þátt í. Hann var mikill áhugamaður um fótbolta og hélt með Liverpool í enska boltanum. Þegar hann var hættur að æfa sjálfur gerðist hann aðstoðarþjálf- ari í botsía og naut þess að aðstoða aðra í íþróttinni. Félagarnir í Nesi þakka Árna Jakobi allar góðar samverustund- ir og minnast hans með hlýhug um leið og þeir senda Guðnýju og fjölskyldu þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Fyrir hönd stjórnar og félaga í Íþróttafélaginu Nesi, Petrína Sigurðardóttir formaður. Virtur félagi okkar í stjórn Sjálfstæðis- félagsins í Bakka- og Stekkja- hverfi, Elinór Hörður Mar, er fallinn frá og viljum við félagar hans í stjórninni og fyrrverandi stjórnarmenn minnast hans í nokkrum orðum. Hörður hefur verið í félaginu í marga áratugi og setið í stjórn í þrettán ár. Hann var í fulltrúaráði flokks- ins frá 1999 og stuttu síðar kos- inn á landsfund en hann hefur setið hvern landsfund frá þeim tíma. Árið 2003 var hann kosinn gjaldkeri félagsins og hefur gegnt því starfi með sæmd alla tíð. Hörður bar mikla virðingu fyrir hugsjónum Sjálfstæðis- flokksins og lét okkur hin vita ef við hvikuðum af leið. Herði var umhugað um unga fólkið og skuldastöðu þeirra með „venju- legu lánin“ og lagði mikla áherslu á að flokkurinn mætti ekki gleyma þessum hópi. Elinór Hörður Mar ✝ Elinór HörðurMar fæddist í Reykjavík 30. nóv- ember 1950. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 22. október 2012. Útför Harðar fór fram frá Bústaða- kirkju 2. nóvember 2012. Stundvísi og skyldurækni var honum í blóð borin, enda fyrsti maður til að mæta á alla stjórnarfundi og var búinn að merkja borð fyrir okkur félagana úr Breiðholtinu áður en landsfundur var settur. Hörður var mjög virkur þátttakandi í allri kosn- ingabaráttu Sjálfstæðisflokks- ins frá 1994, um tíu skipti alls. Hann var boðinn og búinn að fara margar ferðir með borð og veitingar frá sal félagsins á þriðju hæðinni í Mjóddinni nið- ur í göngugötuna þegar boðið var upp á kaffi fyrir eldri borg- ara, og taldi ekki einu sinni eft- ir sér að axla burðarólar með risastórt píanó til að bjarga tónlistaratriði ef þess þurfti. Við munum sakna Harðar, kímninnar hans og hvassra at- hugasemda, því hann lá ekki á skoðunum sínum og fals var ekki til í hans orðabók. Um leið og við þökkum Herði samfylgd- ina vottum við fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd stjórnar Sjálf- stæðisfélagsins í Bakka- og Stekkjahverfi, Elsa Dóra Grétarsdóttir, formaður. ✝ Okkar kæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, REYNIR JÓHANNSSON, Skúlaskeiði 32, Hafnarfirði, lést mánudaginn 12. nóvember á Sólvangi, Hafnarfirði. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfríður Finnbogadóttir. ✝ Ástkær sonur okkar, VALDIMAR HILMARSSON, lést á Landspítalanum aðfaranótt mánudagsins 12. nóvember. Útför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðjóna Valdimarsdóttir, Grétar Friðleifsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGIBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Klauf, Eyjafjarðarsveit, sem lést föstudaginn 2. nóvember á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 16. nóvember kl. 13.30. Geir Guðmundsson, Heiðbjört Eiríksdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón Eggertsson, Guðný Ósk Agnarsdóttir, Leifur Guðmundsson, Þórdís Karlsdóttir, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Haukur Geir Guðnason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og dóttir, KRISTÍN STEINARSDÓTTIR kennari, Bleikjukvísl 11, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 12. nóvember. Sigurbjörn Magnússon, Magnús Sigurbjörnsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir, Steinarr Guðjónsson, Elsa Pétursdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, LAUFEY KRISTJÁNSDÓTTIR, Flétturima 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 10. nóvember. Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. nóvember kl. 13.00. Blessuð sé minning hennar. Sigurður Guðmundsson Hafdís Engilbertsdóttir, Baldvin Steindórsson, Kristján Eggert Engilbertsson, Sif Jónsdóttir, Jón Arnar Sigurjónsson, Eva Mjöll Ingólfsdóttir, Kristinn S. Helgason, Andri Már Ingólfsson, Valgerður Franklínsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓHANNA ÞORVALDSDÓTTIR, fv. stöðvarstjóri Pósts og síma, Reykholti, Borgarfirði, lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð, Borgarbyggð, föstudaginn 9. nóvember. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 11.00. Þórir Jónsson, Hulda Olgeirsdóttir, Þorvaldur Jónsson, Ólöf Guðmundsdóttir, Eiríkur Jónsson, Björg Guðrún Bjarnadóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Haraldur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.