Morgunblaðið - 14.11.2012, Side 34

Morgunblaðið - 14.11.2012, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Ég mæti í vinnuna og stefni svo að því að vera í faðmi fjöl-skyldunnar um kvöldið, þeirra sem eru hér heima það er aðsegja,“ segir Petrea Ingibjörg Jónsdóttir sem í dag fagnar 63 ára afmæli sínu. Petrea hefur búið á Seltjarnarnesi í 37 ár og kann mjög vel við sig. Hins vegar tekur hún stolt fram að hún sé Ak- urnesingur að upplagi. Petrea er að eigin sögn mikil afmælismann- eskja og þykir einkar skemmtilegt að hitta fólkið sitt. „Þegar við maðurinn minn urðum sextug héldum við stóra veislu saman. Þá átt- um við einnig fjörutíu ára brúðkaupsafmæli. Við buðum fullt af fólki og skemmtum okkur vel,“ segir Petrea Í vetur eru miklar annir framundan hjá Petreu sem starfar sem skrifstofustjóri Sjálfstæðisflokksins en bæði kosningar og lands- fundur flokksins eru á næsta leiti. Petrea og eiginmaður hennar, Kristinn Guðmundsson, eiga þrjú börn og átta barnabörn. Tvö af börnum þeirra búa á Norðurlöndunum, í Svíþjóð og Danmörku, en hjónin fóru einmitt í heimsókn til þeirra í sumar. „Við fórum einnig í mikla göngu í Skagafirði með góðum vinum. Svo fór ég til Englands þar sem við bjuggum lengi og hitti vinafólk okkar,“ segir Petrea sem hefur mikinn áhuga á útivist og er virk í slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi. Þá hefur Petrea mikinn áhuga á fótbolta og fylgir Skagamönnum og Gróttu að málum hér heima en Man- chester United í enska boltanum og hefur gert lengi. heimirs@mbl.is Petrea Ingibjörg Jónsdóttir 63 ára Afmæli Petrea er mikil afmælismanneskja þótt hún slái ekki upp veislu í dag en hún ætlar að njóta kvöldsins í faðmi fjölskyldunnar. Útivistarkona með áhuga á slysavörnum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Gunnar Bjarnason, fyrrverandi bóndi og hreppstjóri í Böðvarsholti, verður níræður 16. nóvember næstkomandi. Af því tilefni verður opið hús fyrir ættingja, vini, sveitunga og annað samferðafólk sem vill gleðjast með Gunnari og fjölskyldu í félagsheimilinu að Lýsuhóli í Staðarsveit, laugardaginn 17. nóv- ember milli kl. 15 og 18. Gunnar afþakkar af- mælisgjafir, en mun færa styrktarsjóði Land- spítala peningagjöf í minningu látinna ástvina, og er afmælisgestum velkomið að taka þátt í því. Árnað heilla 90 ára Stykkishólmur Alma Rós fæddist 29. febrúar kl. 20.29. Hún vó 3.445 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Hildur Lára Ævarsdóttir og Patryk Krzysztof Kilanowski. Nýir borgarar Reykjavík Samúel Bryngeir fæddist 24. febrúar kl. 13.52. Hann vó 3.030 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Margrét Samúelsdóttir og Bryn- geir Arnar Bryngeirsson. K ristín fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í Hlíðunum. Hún var í Hlíðaskóla og Kvennaskólanum, lauk stúdentsprófi frá MH 1972, hóf síðar nám í hjúkrunarfræði við HÍ 1978 og lauk B.Sc.-prófi í hjúkr- unarfræði frá HÍ 1983. Kristín fór að hugsa um börn og bú skömmu eftir stúdentspróf, var flugfreyja í sumarafleysingum, læknaritari og síðan hjúkr- unarfræðingur við gigtar- og nýrna- deild Landspítala frá 2000, var hjúkrunarfræðingur hjá Alhjúkrun 2007-2008 og er hjúkrunarfræð- ingur í Sunnuhlíð í Kópavogi frá 2010. Kristín hefur sinnt sjálfboðastarfi hjá Rauða krossi Íslands. Kristín Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur við Sunnuhlíð – 60 ára Stórfjölskyldan Kristín og Jón Steinar, ásamt börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Fjölskyldukona og málsvari frjálshyggju Mæðgurnar Kristín Pálsdóttir, ásamt dóttur sinni, Huldu Björg Jónsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.