Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 32

Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 ✝ Hjördís Magn-úsdóttir fædd- ist í Reykjavík 12. apríl 1933. Hún lést á Droplaug- arstöðum 6. októ- ber 2012. Foreldrar henn- ar voru Margrét Jónsdóttir, fædd á Stóra-Hálsi í Grafningshreppi 26.11. 1906, d. 31.1. 1985 og Guðmundur Magnús Ólafsson, fæddur í Eyvík í Klausturhólasókn í Árnessýslu 2.8. 1901, d. 12.5. 1973. Hjördís átti fjögur systkini. Þau eru Ás- laug Hulda f. 10. febrúar 1928, d. 5.9. 2012, Gylfi, f. 5.5.1930, d. 14.12. 2009, Jón Heiðar, f. 22.5. 1936 og Rúnar, f. 27.4. 1946. Hjördís ólst upp í foreldra- húsum en lengst bjuggu for- eldrar hennar á Mjóanesi í Þingvallasveit. Hjördís flutti í Sólheima í Gríms- nesi árið 1980 og var þar í þrjú ár, en þá flutti hún að sambýlinu Dreka- vogi 16 þar sem hún bjó næstu sex- tán árin. Hjördís flutti í ein- staklingsíbúð að Austurbrún 2 árið 1998 og síðan flutti hún í þjónustuíbúð fyrir aldraða að Norðurbrún 1 þar sem hún bjó í níu ár. Hjör- dís vann við ýmis störf á lífsleið- inni, m.a. vann hún í fataverk- smiðjunni Dúkur hf. til ársins 1987 eða þar til verksmiðjan var lögð niður. Þá fór Hjördís að vinna í Glit. Í allmörg ár vann Hjördís sem hringjari í Langholtskirkju. Útför Hjördísar fór fram frá Fossvogskapellu 15. október 2012. Hún Hjördís vinkona mín til margra ára er látin. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman þegar hún flutti á Sólheima árið 1980 þar sem ég starfaði. Þegar sambýlið að Drekavogi hóf starfsemi vorið 1983 gerðist ég forstöðumaður þar og flutti Hjördís þangað skömmu síðar. Þar hófust okkar kynni fyrir alvöru sem þróuðust í góða vináttu sem stóð til loka. Hjördís var fróðleiksfús, hafði gaman af ættfræði, las mikið, hlustaði á útvarp og fylgdist með þjóðmálum. Hún naut þess að hlusta á tónlist og hafði gam- an af að dansa þegar tækifæri gáfust. Hjördís var mjög minnug og það var gaman að ferðast með henni um landið þar sem hún vissi um nöfn á fjöllum, dölum, ám og stöðum. Sérstaklega var gaman að fara með henni um Þingvallasvæðið, en þar þekkti hún sig mjög vel. Hjördís var í Íþróttafélaginu Ösp og æfði með því bæði boccia og keilu. Hún keppti bæði innanlands og utan með félaginu og keppti m.a. keilu á Special Olympics í Norð- ur-Karólínu árið 1999. Á sambýlinu að Drekavogi mynduðust sérstök tengsl á milli íbúa og mikil og góð vinátta sem haldist hefur æ síðan. Hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að njóta vináttu þessa hóps sem hefur ferðast saman bæði innan- og utanlands. Hjördís var alltaf til í að vera með, hvort sem ferðinni var heitið í sum- arbústað á Íslandi, að ganga í austurrísku Ölpunum, skoða kirkjur í Salzburg, hjóla á milli staða í Hollandi og Belgíu, njóta náttúrufegurðarinnar á Ma- deira, aka um Þýskaland þvert og endilangt, skoða söfn, garða og kastala, ganga upp og niður Römbluna í Barcelona eða menningarferð í Kaupmanna- höfn, alltaf naut hún sín vel. Hópurinn úr Drekavogi hefur haldið áfram að hittast einu sinni til tvisvar á ári, þó að sam- býlið hafi verið lagt niður. Eftir að Hjördís flutti að Austurbrún 2 og varð húsmóðir á eigin heimili, fór hún í allmörg ár í húsmæðraorlof og ferðir með húsmæðrum á Suðurlandi. Hún hafði gaman af því að kynnast fólki og naut sín vel í þessum félagsskap. Síðustu árin bjó Hjördís að Norðurbrún 1 og þar eignaðist hún marga góða vini sem hún átti gott samneyti við. Hjördís hélt upp á sextugs- afmæli sitt með því að fara til Flórída, en þegar hún varð sjö- tug hélt hún veglega veislu á Hótel Íslandi. Fjölmargir vinir og samferðafólk heiðruðu hana með heillaóskum og gjöfum, en eftirminnilegust var gjöfin sem starfsfólk Langholtskirkju færði henni, en það var söngur Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur við undirleik Jóns Stefánssonar. Hjördís hafði mikið að gefa og laðaði fólk að sér, hún var mikill vinur vina sinna og var hjálpsöm við þá sem þurftu þess með. Hjördís var traust og góð mann- eskja, stórt skarð er höggvið í vinahópinn úr Drekavogi og verður hennar sárt saknað. Þann 3. ágúst sl. flutti Hjör- dís að Droplaugarstöðum og lést þar laugardagsmorguninn 6. október. Ég er þakklát að hafa fengið tækifæri til þess að vera hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim og er þess fullviss að það verða fagnaðarfundir þegar við hittumst aftur. Katrín Guðmundsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Hjördís Magnúsdóttir Kær tengdafaðir minn, Krist- inn Gunnarsson, er látinn eftir að hafa dvalið síðustu æviár sín á dvalarheimilinu Sóltúni. Ég kynntist Kristni þegar við Dísa, næstelsta dóttirin, hófum okkar samband haustið 1974. Tóku þau hjónin Kristinn og Bryndís mér frá upphafi mjög vel og var alltaf gott að koma inn á þeirra heimili í Ás- endanum. Á þeim tíma vorum Kristinn Gunnarsson ✝ Kristinn Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 10. september 1919. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 22. október 2012. Útför Kristins fór fram frá Laugarneskirkju 6. nóvember 2012. við Dísa bæði í há- skólanámi og þegar við eignuðumst okkar fyrsta barn, Bryndísi Björk, voru þau hjón ávallt boðin og búin að aðstoða okkur með að gæta henn- ar og síðar hinna barnanna, Magnús- ar Kristins og Ás- dísar Sigríðar. Var sú hjálp þeirra okkur ómetan- leg. Varð þetta eflaust til þess að samskipti mín við tengdafor- eldrana urðu enn nánari en ella hefði orðið. Voru þau samskipti ávallt ljúf og aldrei bar þar skugga á. Spillti þar ekki fyrir að við Kristinn störfuðum á tímabili báðir sem lögmenn og komu því ýmis málefni stétt- arinnar iðulega til umræðu okk- ar í milli. Var þá oft gott að leita til Kristins, m.a. vegna ýmissa lögfræðilegra álitamála og mála er tengdust rekstri lögmanns- stofu. Reyndist hann þá mér alltaf úrræðagóður og hjálpsam- ur. Kristinn var afskaplega ljúfur og þægilegur maður í allri um- gengni. Hann var laus við alla yfirborðsmennsku og hroki, sýndarmennska og sjálfumgleði var honum lítt að skapi. Fjöl- skyldan var honum kær og virt- ist mér sem honum liði ávallt best með sínum nánustu. Kristinn var alla tíð afar vinnusamur maður og vandvirk- ur í því sem hann tók sér fyrir hendur. Að loknu laganámi á árinu 1945 starfaði hann sem lögmaður allt til ársins 1962 þegar hann hóf störf í stjórn- arráðinu sem fulltrúi og síðar deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu. Hann hélt þó áfram miklum tengslum við starfsvett- vang lögmennskunnar. Þannig hafði hann lengi vel með hönd- um í ráðuneytinu rekstur ým- issa ágreiningsmála ríkisins fyr- ir dómstólum á sviði samgöngumála. Þá má einnig geta þess að hann hafði um langt skeið sem aukastarf að út- búa fyrir lögmenn og ákæru- valdið svokallað hæstaréttará- grip í málum sem áfrýjað hafði verið til Hæstaréttar. Eftir að Kristinn lét af störfum í ráðu- neytinu 65 ára að aldri, í árslok 1984, sinnti hann þessu starfi áfram frá sínu heimili, óslitið allt þar til heilsa hans brast á árinu 2007. Á sama tímabili sinnti hann einnig lögmannsstörfum, en þó í minna mæli en fyrr. Undraðist ég oft hversu mikið þrek hann hafði til að geta sinnt þessum störfum með þeim hætti sem hann gerði, en áhersla hans á heilsusamlegt líferni, þar sem dagleg iðkun sunds var ómiss- andi þáttur, er þar mjög nær- tæk skýring. Þá var og augljóst að Kristinn hafði gaman af þessu starfi, meðal annars vegna þeirra samskipta við lög- menn sem nauðsynleg voru í tengslum við það. Með Kristni er genginn mikill sómamaður, sem ég kveð með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Ásgeir. Elsku afi. Það er erfitt en jafn- framt gott að setjast niður og rifja upp allar góðu og dýrmætu minningarnar sem ég á með þér. Þú varst bæði klár og dugleg- ur maður. Þegar ég var í heim- sókn hjá ykkur ömmu, hvort sem var heima í „Barðó“ eða á Langa- vatni, varstu alltaf á fullu að vinna. Ýmist varstu að rækta lóð- ina, dytta að húsinu/bústaðnum eða vinna á skrifstofunni. Það var fátt skemmtilegra en að fá að snúast í kringum þig og fylgjast með því sem þú varst að gera. Mér fannst svo gaman að sitja á skrifstofunni þinni, á meðan þú vannst í tölvunni eða öðru skrif- stofutengdu, og skoða eldspýtu- stokkasafnið þitt, sem var mjög veglegt. Einnig fannst mér ein- staklega skemmtilegt að fá að fara með þér niður í kjallara, inn um pínulitlu dyrnar (leynidyrn- ar) inn af litla baðherberginu og á blaðalagerinn þinn. Í minning- unni var þar fullt af alls konar blaðabunkum með auðum blöð- um í öllum stærðum og gerðum fyrir skrifstofuna, nóg af blöðum til að lita á. Þið amma voruð alltaf tilbúin til að hýsa fólkið ykkar í kjall- aranum ef á þurfti að halda. Við Sigþór fengum þann heiður að búa einn vetur hjá ykkur þegar við flutt- um til Reykjavíkur. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman þá. Ein dýrmætasta minningin sem ég á með þér er þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið þeg- ar við Sigþór giftum okkur sum- arið 2010. Pabbi var veikur í bak- inu og gat því ekki leitt mig inn gólfið. Þrátt fyrir að þú værir orðinn mjög fullorðinn varstu tilbúinn að taka verkefnið að þér. Þú varst stoltur og tókst hlut- verkið alvarlega. Þú varst svo fallegur og glæsilegur þegar þú tókst á móti mér í anddyri kirkj- unnar, klæddur kjólfötunum þín- um. Ég var svo stolt af þér og þakklát. Þú hugsaðir vel um heilsuna, borðaðir hollan mat og hreyfðir þig reglulega. Þrátt fyrir að vera að verða 98 ára gamall fórstu í 2 tíma gönguferðir á dag í öllum veðrum og áttir ekki í neinum vandræðum með að taka arm- beygjur. Þú hefðir klárlega unnið mig í armbeygjukeppni. Þú lést ekkert stoppa þig og gafst ekki auðveldlega upp. Elsku afi, það er sárt að hugsa til þess að nú sértu farinn frá okkur. Aftur á móti er gott að hugsa til þess að nú séu þið amma saman á ný. Ég veit að þið hafið það gott þar sem þið eruð og munuð taka á móti okkur þeg- ar við hin komum til ykkar. ✝ ErlingurDagsson fæddist á Baugs- stöðum, Stokks- eyrarhreppi, 7. nóvember 1914. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 26. október 2012. Útför Erlings fór fram frá Lang- holtskirkju 6. nóv- ember 2012. Þótt döpur sé nú sálin, þó mörg hér renni tárin, mikla hlýju enn ég finn þú verður alltaf afi minn. (Höf. ók.) Ég elska þig afi minn. Þín, Ingunn Heiða Kjartansdóttir Elsku Ell-afi eins og ég kallaði þig alltaf. Ég sest niður með söknuði til að skrifa um þig fal- legar minningar sem mér eru minnisstæðar. Það eru dýrmæt- ar minningar sem við eigum saman og er ég mjög þakklát fyr- ir þær. Mér eru minnisstæðar allar sumarbústaðaferðirnar upp á Langavatn en þar var alltaf skemmtilegt að vera. Að kasta steinum út í og vaða í Langavatni var svo skemmtilegt. Bústaður- inn var alltaf fallegur og þið amma hirtuð hann svo fallega sem og ykkar eigið heimili. Það var alltaf fínt og snyrtilegt í kringum ykkur. Ég man eftir því þegar ég var með þér í bústaðn- um og þú varst að helluleggja fyrir utan útidyrnar. Ég var lík- lega 3ja ára þegar ég var með þér þarna. Ég labbaði yfir allan sandinn sem þú varst búinn að slétta allan svo fínt. Þú æstir þig ekki mikið yfir þessu heldur sléttirðu smá part og settir steina á jafnóðum. Það var nú líklega eina vitið. Það var svo gaman að verja tímanum með þér, svo skemmtilegt var að koma til þín, því alltaf fékk ég að heyra: „Nei, er litli villingurinn minn kominn?“. Elsku afi. Það var svo gaman að vera inni á skrifstofu með þér þar sem þú vannst að bókhaldi og skipulagi heimilisins sem var svo sannarlega til sóma. Það var hægt að vera lengi, lengi þar inni að dunda sér við að skoða alla eldspýtustokkana sem þú varst búinn að safna og einnig frí- merkjasafnið þitt sem var svo stórt. Ég held að það eigi enginn eins skemmtilegar tröppur og var í Barðó eins og þú og amma áttuð. Það var svo gaman að fara í efstu tröppuna, setjast á rassinn og renna sér niður eða að hoppa alla leið niður á gólf. Ég held að öllum börnum hafi fundist þessar tröppur skemmtilegar. Þú varst svo duglegur afi og nánast fram á þinn síðasta dag fórstu í 2-3 klukkustunda göngutúra í Laug- ardalnum. Það er líklega það sem gerði þig svona rosalega hraustan eins og þú varst, hefðir orðið 98 ára núna á miðvikudag- inn. Elsku afi minn. Ég mun ávallt elska þig og þín er sárt saknað en nú var víst komið að þér. Þú ert kominn til Heiðu ömmu og þar líður þér vel. Hvíldu í friði. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún.) Þín, Kristín Erla Kjartansdóttir. Erlingur Dagsson Hann afi er nú látinn. Það má með sanni segja að nú sé jörðin orðin fátækari og himnaríki rík- ara. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til Frikka afa og Þór- nýjar ömmu, sama hvort það var á Vitateiginn eða í sumarbústað- inn þeirra í Ölver. Afi var alltaf góður við allt og alla. Gott var að knúsa afa og fann ég alltaf hlýjuna streyma frá honum alveg fram á síðasta dag. Þegar hugurinn reikar aftur Friðrik Eldjárn Kristinsson ✝ Friðrik EldjárnKristinsson fæddist á Seyð- isfirði 13. sept- ember 1935. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands á Akranesi 29. október 2012. Útför Friðriks fór fram frá Akra- neskirkju 6. nóv- ember 2012. þá minnist ég afa alltaf brosandi og glaðs, þrátt fyrir erfið veikindi undir það síðasta. Ég minnist td. skemmtilegra ferða upp á hálendið, og hafði afi gaman af að sullast yfir ár og læki á jepplingnum sínum. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Guð styrki ömmu í sorginni Minning þín mun alltaf lifa hjá mér Þín afastelpa, Elísa Björg. Ásta systir og mágkona kvaddi þennan heim 24. október eftir nokkurra vikna legu á sjúkra- húsi. Hún ólst upp á Hrauni á Skaga í stórum systkinahópi þar sem ellefu komust til fullorðinsára en eitt þeirra, Hrefna, dó á fyrsta ári. Var Ásta næstyngst þeirra er lifðu. Ásta kom á hverju sumri heim í Hraun eftir að hún hleypti heimdraganum og einnig eftir að hún og Benedikt eftirlifandi mað- ur hennar eignuðust dæturnar Ásta Steinsdóttir ✝ Ásta Steins-dóttir fæddist á Hrauni á Skaga 27. nóvember 1930. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 24. október 2012. Útför Ástu fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík , 2. nóvember 2012. þrjár og settust að í Reykjavík. Ræktarsemi hennar við Skagann og Skagafjörð var mikil og þótti Ástu gaman að renna fyrir fisk í vötnunum, heimsækja frænd- garðinn stóra og fylgdist hún vel með í þeim ranni. Ættarmótin voru Ástu hugleikin og mætti hún jafnan með alla sína afkomendur og naut samvistanna. Síðasta heimsókn Ástu á æskuslóðirnar var á liðnu sumri, en þá var heilsunni verulega tek- ið að hraka. Kæru vinir Bensi, Gunna ,Villa, Auður og fjölskyldur, ykk- ar missir er mikill. Megi Ásta hvíla í friði en minn- ing hennar lifa. Rögnvaldur og Guðlaug á Hrauni. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.