Morgunblaðið - 14.11.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 14.11.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Kapp er lagt á að húsið við Lautarveg 18 í vestast í Fossvogs- dalnum verði fokhelt fyrir lok árs- ins. Þar er Ás styrktarfélag að reisa þjónustu- kjarna fyrir fólk með þroska- hömlun og verð- ur þetta tíunda sambýlið/ þjónustukjarn- inn á vegum fé- lagsins. Hús- næðið verður væntanlega tek- ið í notkun næsta haust. Þóra Þórarinsdóttir framkvæmda- stjóri segir að brýn þörf sé á þessu og fleiri búsetuúrræðum fyrir fatlaða því nú séu um 90 manns á biðlista eftir sértæku húsnæði. Of lítið framboð á húsnæði „Biðlistinn lýsir ákveðinni heildarþörf í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi, en segir þó ekki alla söguna því bæði er verið að breyta úr herbergjasambýli í íbúðir sam- kvæmt nýrri reglugerð um þjón- ustu við fatlað fólk á heimilum sín- um auk þess sem nokkur hreyfing er á fólki og það er alls ekki þann- ig að fólk á biðlistanum sé á göt- unni. Oft er um að ræða fólk sem vill breytingar eða er í búsetu sem hentar ekki,“ segir Þóra. „Því verður þó ekki neitað að al- mennt séð hefur verið of lítið framboð á húsnæði fyrir fólk með þroskaskerðingu. Það er fyrst og fremst sveitarfélaganna að sjá til þess að þessi biðlisti lengist ekki og að það fólk sem á honum er fái tilboð um búsetuþjónustu.“ Í þjónustukjarnanum við Lautarveg verða sex einstaklings- íbúðir, um 50 fermetrar hver. Húsið er svipað því sem félagið tók í notkun við Langagerði fyrir fjórum árum. Þóra segir að reynt sé að halda byggingarkostnaði í lágmarki og lýkur lofsorði á sam- starf við verktaka, verkfræðinga og arkitekta. Frá árinu 2011 heyra málefni fatlaðra undir sveitarfélög og Reykjavíkurborg rekur 33 sambýli og þjónustukjarna, en Ás á og rekur níu sambýli. Þóra segir að á síðustu árum hafi orðið mikil þró- un í búsetuaðstöðu fólks með þroskahömlun og Ás hafi lagt mikla áherslu á að íbúar hafi meira einkarými en áður var og heimilisaðstæður séu eðlilegri. Í þjónustukjarna um sextugt „Íbúar í okkar húsnæði eru margir farnir að eldast og sumir hafa verið í okkar húsnæði frá árinu 1976 er fyrsta sambýlið á vegum félagsins, þá Styrktarfélags vangefinna, var opnað í Sigluvogi. Enn koma tilvik um að fólk flytji frá öldruðum foreldrum sínum og í þjónustukjarna þegar það er kom- ið fast að sextugu,“ segir Þóra. Ás styrktarfélag er sjálfseignar- stofnun en er í nánu samstarfi við Velferðarsvið Reykjavíkur. Félag- ið veitir rúmlega tvö hundruð manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Dagþjón- usta félagsins er viðamikil og er Ás með tæplega 80% þeirrar dag- þjónustu sem veitt er þroskaskert- um í Reykjavík. Starfsmenn fé- lagsins eru um 250 í 132 stöðugildum. Brýn þörf á fleiri búsetuúrræðum  Ás styrktarfélag byggir í Fossvogi  90 manns á biðlista Morgunblaðið/Kristinn Ás byggir Í þjónustukjarnanum við Lautarveg verða sex einstaklingsíbúðir, hver þeirra um 50 fermetrar að stærð. Ás styrktarfélag er sjálfseignar- stofnun, sem er í nánu sam- starfi við Velferðarsvið Reykja- víkur. Félagið veitir rúmlega tvö hundruð manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu og vinnu. Dagþjónusta félagsins er viðamikil og er Ás með tæplega 80% þeirrar dagþjónustu sem veitt er þroskaskertum í Reykja- vík. Starfsmenn félagsins eru um 250 í 132 stöðugildum. Um 250 starfsmenn VIÐAMIKIL DAGÞJÓNUSTA Þóra Þórarinsdóttir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Drög að samkomulagi Fjallabyggð- ar og Akureyrarkaupstaðar um framlag til stofnkostnaðar við Menntaskólann á Tröllaskaga voru lögð fyrir síðasta fund bæjarráðs Akureyrar. Í drögunum kemur m.a. fram að fulltrúar Fjallabyggðar og Akureyrar hafi fallist á að kröfu um þátttöku síðarnefnda sveitar- félagsins í húsaleigu skólans verði vísað til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) til umfjöllunar og afgreiðslu. Bæjarráð samþykkti ekki fyrir- liggjandi drög og taldi farsælast að sveitarfélögin leystu málið án að- komu AFE. Var bæjarstjóra og for- seta bæjarstjórnar falið að vinna að lausn málsins. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæj- arstjóri Akureyrar, segir Fjalla- byggð hafa byggt upp menntaskól- ann. Í upphaflegum samningi frá árinu 2009 hafi átt að fara í nýbygg- ingu og þá samþykkt að Akureyr- arbær kæmi að þeirri uppbyggingu með einhverjum hætti. Forsendur breyst „Síðan hafa forsendur breyst, ákveðið var að fara ekki í nýbygg- ingu heldur nota gamla gagnfræða- skólann í Ólafsfirði. Í tengslum við það var gerður samningur við ríkið sem skapaði ákveðnar leigu- greiðslur. Við töldum að forsendur hefðu breyst, vorum tilbúin til að greiða okkar föstu greiðslu, í sam- ræmi við að um uppbyggingu væri að ræða. Við höfnuðum því að fest- ast inni í einhverjum leigusamningi sem Fjallabyggð hafði gert við ríkið,“ segir Eiríkur Björn. Málefni framhaldsskólanna á svæðinu voru áður á borði héraðs- nefndar en þegar hún var lögð niður tók AFE við skólunum. „Þetta er bara ágreiningur á milli tveggja sveitarfélaga og við sáum ekki ástæðu til að leysa það á vettvangi AFE, til að blanda ekki öðrum sveitarfélögum inn í það.“ Að sögn Eiríks var Akureyrar- bær reiðubúinn til að leggja fram um 11 milljónir króna til uppbygg- ingar skólans en með leigusamn- ingnum bætist við um 1,5 milljónir á ári. Eiríkur segir það ekki liggja ljóst fyrir hvað leigugreiðslurnar eiga að standa yfir í mörg ár. Ekki náðist í Sigurð Val Ásbjarn- arson, bæjarstjóra Fjallabyggðar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekuð skilaboð. Sveitarfélög deila um kostnaðinn  Akureyri og Fjallabyggð ræða um mál Menntaskólans á Tröllaskaga Ljósmynd/MTR Tröllaskagi Útskriftarnemendur síðasta vor frá skólanum. Menntaskóli » Menntaskólinn á Tröllaskaga tók til starfa í Ólafsfirði á vor- dögum 2010. » Starfsmenn skólans eru um 20 og nemendur ríflega 100. » Fjárveiting til skólans á fjár- lögum 2013 er 160 milljónir. » Framlag á fjárlögum 2012 var 140 milljónir og reikningur síðasta árs var upp á tæpar 90 milljónir króna. Foreldradagur Heimilis og skóla verður haldinn fimmtudaginn 15. nóvember í Ölduselsskóla í Hafnarfirði. Markmiðið er að veita hagnýtar upplýsingar um uppeldi og foreldrahlutverkið. Þemað í ár er samskipti í víðu samhengi. „Mál- efni sem á erindi við alla foreldra, til dæmis samskipti foreldra og barna, samskipti fjölskyldna við skóla og rafræn samskipti,“ segir í tilkynningu. Dagskráin stendur frá kl. 13.30 til klukkan 16.30. Flutt verða fimm erindi og síðan verða umræður og fyrirspurnir. Skráning er á www.heimiliogskoli.is. Samskipti rædd á foreldradegi Járnskortur er oft ein af ástæðum þess að við erum þreytt og slöpp. Floradix járnmix-túrurnar eru hreinar náttúruafurðir, gerðar úr nýpressuðu grænmeti, ávöxtum og hveitikími, fullar af vítamínum og steinefnum. Engin aukefni hrein náttúruafurð. Floradix blandan stuðlar að : • Betri upptöku járns, vegna c vítamín innihalds. • Myndun rauðra blóðkorna og hemóglóbíns, aukið súrefnisflæði. • Orkugefandi efnaskiptum • Betra ónæmiskerfi • Eðlilegri frumuskiptingu • Auknu blóðstreymi • Aukinni orku • Auknum lífskrafti Floradix formúlurnar er hægt að kaupa í apótekum, matvöru- verslunum og heilsubúðum. Þreytt og slöpp ?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.