Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.11.2012, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 Ég hef átt þeirri gæfu að fagna að taka þátt í grasrótarstarfi í Sjálf- stæðisflokknum. Tekið þátt í lands- fundum, gegnt ýmsum emb- ættum í flokks- félögum, borið bæklinga í hús og sennilega hringt í helming lands- manna í aðdrag- anda kosninga. Á lífsleiðinni og þá sérstaklega í fé- lagsstarfi upp- götvar maður einstaklinga sem standa uppúr, eru leiðtogar. Einstaklingar sem eru óhræddir við að segja sína skoðun, þó að áheyrendur séu í fyrstu ekki á sama máli. Hanna Birna Kristjánsdóttir er leiðtogi sem sinnt hefur öllum íbúum Reykvíkur á vettvangi borgar- stjórnar og einnig sjálfstæðismönn- um í innra starfi flokksins. Í þessum hlutverkum hefur hún komið fram og sagt okkur hluti sem við vildum ekki heyra. Hún hefur tekið þátt í því að leiðrétta stefnuna þegar stefnan hefur villst af leið. Hún hef- ur ávallt verið í beinu sambandi við fólkið sitt og tekið þátt í starfi flokksins af miklum krafti, verið að- gengileg og tilbúin að hlusta. Þegar hún talar þá finna sjálfstæðismenn sig í orðum hennar. Hún hefur tekið þátt í málefnastarfinu og mótað hug- myndir sínar með okkur sem störf- um þar. Grasrótin er grunnurinn að velgengni Sjálfstæðisflokksins og ef hún er ekki ræktuð þá missa stjórn- málamenn jarðsamband sitt og fjar- lægjast fólkið. Hanna Birna hefur aldrei misst jarðsamband. Nú um stundir eru ein ráð stjórn- málamanna sem mynda meirihluta á Alþingi að hækka skatta. Öfugt við þá og félaga þeirra sem sjá aldrei annan kost í stöðunni, þá vill Hanna Birna gefa landsmönnum meira svigrúm. Hún hefur sýnt að „bákn- ið“ getur gert betur, getur betur far- ið með okkar fé og skilað okkur góðri þjónustu. Við þurfum stjórn- málamann sem treystir fólkinu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf og hún vill auka val þeirra. Hún vill sjá stjórnvöld sem treysta lýðræðinu og treysta fólkinu sjálfu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er leiðtogi sem þörf er á í íslenskum stjórnmálum. Hanna Birna er sú sem leiða á lista sjálfstæðismanna í kosningunum næsta vor. Ekki að- eins af því að hún er best til þess fallin að leiða listann til sigurs held- ur einnig af því að hún er best til þess fallin að greiða stefnu Sjálf- stæðisflokksins leið. Þannig að stjórnvöld komi fram af virðingu við landsmenn og auki val þeirra og frelsi til athafna, enda munu þá lífs- gæðin vaxa. KÁRI SÖLMUNDARSON, sölustjóri. Hanna Birna Kristjánsdóttir er leiðtogi sem þörf er á í íslenskum stjórnmálum Frá Kára Sölmundarsyni Kári Sölmundarson Það gladdi mig þegar Elínbjörg Magnúsdóttir verkakona sagði mér að hún hygðist gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins nú fyrir alþing- iskosningarnar. Ég kynntist henni fyrst í hvalstöðinni fyrir 40 árum. Hún er mikill dugnaðar- forkur, hrein- skiptin og gagn- kunnug kjörum og viðhorfum láglaunafólks. Hún hefur látið að sér kveða í verkalýðs- hreyfingunni. Lengst af hefur hún unnið við fiskvinnslu og síðustu árin á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Á mínum þingmannsferli kynntist ég forystumönnum úr verkalýðs- hreyfingunni, mönnum eins og Birni Jónssyni, Guðmundi J. Guð- mundssyni, Pétri Sigurðssyni og Guðmundi H. Garðarssyni. Störf slíkra manna á Alþingi hafa löngum verið vanmetin. Það er fljótfarið yf- ir það í þingsögunni að ríkisstjórn eins og sú sem nú situr myndi ekki sitja degi lengur í þeirra skjóli. Hinir lægstlaunuðu, atvinnulausir og gamalt fólk eiga ekki upp á pall- borðið á ríkisstjórnarfundum Jó- hönnu Sigurðardóttur. Elínbjörg Magnúsdóttir á erindi á Alþingi til þess að rödd alþýð- unnar heyrist þar. Hún er persónu- gervingur þess fólks, sem þrátt fyr- ir góðar gáfur átti þess ekki kost að ganga menntaveginn, heldur braust áfram af miklum dugnaði og sá vel fyrir sér og sínum. Hún skilur til fulls þau sannindi sem felast í grundvallarstefnu okkar sjálfstæð- ismanna að stétt vinni með stétt og að öllum eigi að hjálpa til sjálfs- bjargar. Það er svona fólk sem við þurfum á Alþingi, – konu með heilbrigða dómgreind, vel hugsandi og öfund- arlausa, konu sem þekkir hagi hins venjulega Íslendings og veit hvar skórinn kreppir. HALLDÓR BLÖNDAL, fyrrverandi forseti Alþingis. Það er svona fólk sem við þurfum Frá Halldóri Blöndal Halldór Blöndal Lífið er hverfult og ekkert okkar veit með vissu hvað morgundag- urinn ber í skauti sér. Öll getum við lent í þeirri aðstöðu að þurfa á blóð- gjöf að halda. Okkur finnst sjálfsagt að fá blóð ef svo ber undir og fæst okkar hugsa um hvað liggur að baki. Á bak við hverja blóðgjöf er blóðgjafi sem hefur lagt leið sína í Blóðbank- ann eða blóð- bankabílinn, gef- ið af sjálfum sér og tíma sínum til þess að tryggja að nóg blóð sé til þegar á þarf að halda. Það er ekk- ert sjálfsagt við það, en sem betur fer eru margir tilbúnir að gefa af sér með þessum hætti. Blóðgjöf er oft nauðsynleg. Við ýmsar fyrirfram ákveðnar aðgerðir er nauðsynlegt að gefa blóð og ekki síður í eða eftir bráðar aðgerðir. Einstaklingar geta þurft blóðgjöf reglulega vegna sjúkdóma um lengri eða skemmri tíma og alltaf þarf að vera til nóg neyðarblóð sem grípa getur þurft til við slys eða bráðatilvik sem þarf að bregðast við strax. Þúsundir blóðgjafa Blóðbankinn þarf að meðaltali 70 blóðgjafa á dag til þess að viðhalda sínum lager. Á bak við þessar blóð- gjafir standa á milli níu og tíu þús- und sem leggja leið sína í bankann reglulega. Það er nauðsynlegt fyrir bankann að fá inn nýja einstaklinga því alltaf eru einhverjir sem því miður þurfa að hætta að gefa, oft vegna reglulegrar lyfjanotkunar, sjúkdóma eða heilsubrests. Blóð- bankabíllinn er afar mikilvægur í öflun nýrra blóðgjafa og eru margir sem koma í fyrsta sinn með vinnu- félögum eða vinum í bílinn. Bíllinn er á ferðinni á þriðjudögum og mið- vikudögum. Hægt er að fylgjast með ferðum hans á www.blodbank- inn.is. Bíllinn fer víða um höf- uðborgarsvæðið og nágrenni þess. Sjá má bílinn fyrir utan skóla og fyrirtæki, við Fjarðarkaup, Borg- artún og fleiri staði innan höf- uðborgarsvæðisins. Auk þess fer hann í öll helstu nágrannasveit- arfélög og tvisvar á ári fer hann um Norður- og Vesturland. Opið er í Blóðbankanum við Snorrabraut mánudaga til fimmtudaga þar sem alltaf er hægt að koma við á af- greiðslutíma, fræðast, skoða og fá mat á því hvort maður geti orðið blóðgjafi. Við tökum vel á móti þér Blóðbankinn á 59 ára afmæli í dag 14. nóvember. Af því tilefni verða bakaðar vöfflur og boðið upp á skemmtilegar uppákomur yfir dag- inn. Það eru allir velkomnir, ekki bara í dag heldur alla daga. Starfsfólk og hjúkrunarfræðingar Blóðbankans taka vel á móti þér ef þú vilt kanna möguleika þína á því að verða virkur blóðgjafi. JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR deildarstjóri blóðsöfnunar í Blóðbankanum Við þurfum 70 blóðgjafa á dag Frá Jórunni Frímannsdóttur Jórunn Frímannsdóttir Blóðbankabíllinn -Viðhaldsfríir gluggar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 28 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Sigurveig Björgólfsdóttir svæfingahjúkrunarfræðingur - Ég er rosalega ánægð hérna! E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.