Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 10

Morgunblaðið - 14.11.2012, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is Sænska fantasíuskáldsaganHringurinn fjallar um sexólíkar unglingsstúlkur ílitlum smábæ. Eina nóttina liggur leið þessara stúlkna saman og komast þær þá að því að þær eru all- ar nornir sem ætlað er að bjarga heiminum frá heimsendi. Höfundar bókarinnar eru þau Mats Strand- berg og Sara B. Elfgren en íslensk þýðing er í höndum Þórdísar Gísla- dóttur. Hringurinn er fyrsti hluti af þremur bókum og vinna höfundar nú að þriðju bókinni. Dýnamík ólíkra karaktera Hugmyndin að Hringnum byggir á því að setja saman ólíka unglinga sem verða að takast á við stórt verkefni og segir Mats hug- myndirnar virkilega hafa byrjað að þjóta fram þegar þau ákváðu að gera stelpurnar að nornum sem yrðu að stöðva heimsendi. „Í svona litlum bæ eins og Englafossi þar sem sagan gerist hef- ur fólk þekkst lengi. Foreldrarnir þekkjast og krakkarnir þeirra hafa jafnvel verið saman í bekk alla barn- æskuna þannig að fólk gerir sér oft fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvert annað. Okkur langaði þess vegna að setja saman stúlkur sem búið væri að eyrnamerkja á ákveð- inn hátt og sjá hvað yrði úr því. Þannig er ein stúlkan í hópnum t.a.m. gerandi að einelti en önnur hefur veið lögð í einelti allt sitt líf og nú verða þær að vinna saman,“ segir Mats og Sara segir að með þessu hafi þau viljað skapa áhugaverða dýnamík í sögunni. „ Sænskir bæir eru líka oft sett- ir fram sem mjög fallegir og mynd- rænir en það er ekki alltaf þannig. Ég kem frá bæ sem blómstraði með- an þar var iðnaður en fékk á sig allt annan svip eftir að iðnaðurinn lagðist af. Ég vildi frekar skrifa um slíkan bæ og þannig varð Englafoss til,“ segir Mats. Sara er frá Stokkhólmi og hefur því dálítið aðra sögu að segja en hún minnist þess að hafa gengið mjög mikið um Stokkhólm sem unglingur. Þannig hafi hún getað verið í friði þar sem enginn þekkti hana en per- sónur bókarinnar hafi ekki mögu- leika á slíku. Gegn náttúrulögmálunum Sara og Mats vinna með ýmis sagnaminni í bókinni, t.d. að nornir geti gert samning við dýr sem verði þá líkt og þeirra annað sjálf. Þau segjast sjálf hafa mjög gaman af því að lesa bækur þar sem sótt er í slík- an arf og hafi nýtt sér þekkingu bæði úr bókum og sjónvarpsefni til að vinna eftir. Sara segist ætíð hafa haft mikið dálæti á ævintýrum en við skrif bókarinnar lásu þau sér nánar til um nornir. Þau vildu þó ekki kafa of djúpt þar sem baráttan á milli góðs og ills getur snert á trúarlegum málum og þeim hafi fundist slík tenging of viðamikil. Mats segir þau einna mest hafa rannsakað hluti eins og það að ef einhver er ósýnilegur opnist ekki sjálfvirkar dyr fyrir viðkomandi. Slíkir hlutir þurfi að vera á hreinu eigi sagan að geta verið hnökralaus. Þá settu höfundar saman excel- skjal til að halda utan um þann kraft sem hver karakter býr yfir og til að hafa gott skipulag á þeim reglum sem fylgja yfirnáttúrulegum hlutum bókarinnar. Sara bætir hér við að það verði þó vissulega að beygja reglurnar inn á milli til að sagan verði ekki leiðinleg og vissulega geti ósamræmis gætt þegar barist er gegn náttúrulögmálum. Snýst um málamiðlanir Samstarf Mats og Söru má rekja til þess er framleiðslufyrirtæki Hringur norna í sænskum smábæ Í sænsku fantasíuskáldsögunni Hringurinn segir af sex stúlkum sem leiddar eru saman eina nóttina og þeim tjáð að þær séu nornir sem nota eigi krafta sína til að bjarga heiminum frá heimsendi. Bókin er sú fyrsta af þremur í bókaflokki þeirra Mats Strandberg og Söru B. Elfgren og hefur notið vinsælda víða um heim. Friðsæld Englafoss virðist ósköp venjulegur sænskur bær úti á landi. Nú þegar harðnar í ári er vert að huga að smáfuglunum og ekki úr vegi að líta inn á vef Fuglaverndarfélags Ís- lands, Fuglavernd.is. Þar má fræðast um allt það sem félagið stendur fyrir og þar kemur meðal annars fram að í kvöld kl. 20.30 verður fræðslufundur á vegum Fuglaverndar í húsakynnum Ar- ion banka í Borgartúni 19. Á fræðslufundinum ætlar Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur að vera með erindi um sendlinga og lífs- hlaup þeirra. Sendlingar eru norrænir varpfuglar frá heimskautaeyjum NA- Kanada í vestri til Taimyr-skaga í Rússlandi. Innan þessa svæðis eru nokkrir stofnar sem eiga það sam- eiginlegt að halda til í grýttum fjörum í Atlantshafi yfir vetrartímann en eng- ir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega og sendlingarnir. Á Íslandi verpir sérstök undirtegund sendlinga sem talin er vera staðfugl en utan varptímans koma hingað til lands aðr- ir stofnar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir lífshlaup sendlinganna, helstu stofna og ferðalög auk verndargildis þeirra stofna sem tengjast Íslandi. Allir velkomnir á fræðslufundinn. Vefsíðan www.fuglavernd.is Ljósmynd/Gunnar Þór Hallgrímsson Sendlingur Engir aðrir vaðfuglar þola vetursetu jafn norðarlega. Frá heiðalæpu til þangrottu MARK – miðstöð margbreytileika og kynja- rannsókna kynnir fyrirlesturinn „Þetta er ekki bara hlýðni“: Sjálfsímyndarsköpun múslím- akvenna þar sem Valdís Björt Guðmunds- dóttir, MA í mannfræði, kynnir rannsókn sína á íslenskum múslímakonum. Íslam eru ein um- deildustu trúarbrögð samtímans. Því hefur verið haldið fram að íslam samrýmist ekki lýð- ræði og múslímakonur víða um heim séu kúg- aðar vegna trúar sinnar. Í rannsókninni er skoðað hvernig konur upplifa sig innan íslam, hvert þær sækja trúarlegu þekkingu sína og hvernig trúarleg sjálfsmynd þeirra er samsett. Rannsóknin er eigindleg og byggist á vett- vangsathugunum og viðtölum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 á morgun, fimmtudaginn 14. nóvember, í stofu 201 í Lögbergi. Endilega … … heyrið af ímyndarsköpun múslímakvenna AFP Ímynd Stúlka leikur sér að búrkunni sinni bláu og fallegu með bros á vör. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. www.volkswagen.is A uk ab ún að ur á m yn d: Þa kb og ar Volkswagen Polo Meðaleyðsla aðeins 3,8 lítrar á hverja 100 km* Þarfir okkar eru misjafnar og við leitum leiða til þess að uppfylla þær. Volkswagen Polo er öruggur, hagkvæmur og þægilegur bíll sem mætir þínum þörfum fullkomlega. Komdu og reynsluaktu nýjum Volkswagen Polo í dag. Polo Trendline 1.2 bensín, 70 hestafla, beinskiptur Polo kostar aðeins frá 2.350.000kr. * Miðað við blandaðan akstur á beinskiptum Volkswagen Polo Trendline 1.2 TDI Við fjármögnum þín bílakaupmiðað við Volkswagen Polo Trendline 1,2 TDI beinskiptan og óverðtryggðan bílasamning með gullvildarkjörum frá Ergo til 84 mánaða og 25% útborgun. Hlutfallstala kostnaðar 11,25%. 29.898 kr. á mánuði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.