Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 1
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ef ekki koma frekari fjárveitingar til lögreglunnar
og sýslumannsins á Selfossi þarf að segja upp
fjórum lögreglumönnum og einnig starfsfólki á
sýsluskrifstofu.
Fastar stöður lög-
reglumanna á Sel-
fossi eru 24 en
voru 28 fyrir fáum
árum. Í úttekt rík-
islögreglustjóra
frá árinu 2006
kemur fram að
embættið á Sel-
fossi þurfi að lág-
marki 34-36 lög-
reglumenn til að
sinna sínu um-
dæmi. Það er mjög
stórt og inniheldur
auk nokkurra
þéttbýlisstaða þús-
undir sumarhúsa
og fjölsótta ferða-
mannastaði.
Oddur Árnason,
yfirlögregluþjónn
á Selfossi, segir
við Morgunblaðið
að með 20-24
mönnum sé ljóst að lögreglan geti aðeins sinnt
viðbragðslöggæslu. Hafa forvarna- og eftirlits-
verkefni orðið að sitja á hakanum. „Við höfum
þurft að forgangsraða útköllum okkar og nokkrum
sinnum orðið að neita fólki um þjónustu,“ segir
Oddur og tekur dæmi af útköllum vegna innbrota
í sumarbústaði, sem hafa orðið að víkja vegna
slysa og bráðatilvika.
Fjárveiting til embættisins á fjárlögum er um
262 milljónir kr., sem er svipuð og verið hefur, en
uppsafnaður halli á rekstrinum er um 50 milljónir.
Miðað við hvern íbúa umdæmisins fær lögreglan á
Selfossi minna fé en mörg önnur embætti.
Fjársvelti
» Lögreglan á Selfossi
hefur fengið á fjárlögum
um 262 milljónir króna.
» Miðað við rekstrar-
áætlun næsta árs þarf
að segja upp fjórum
lögreglumönnum.
Halli upp
á fimmtíu
milljónir
Uppsagnir hjá lögreglu
á Selfossi yfirvofandi
MGætu þurft að segja upp fjórum »4
F I M M T U D A G U R 1 5. N Ó V E M B E R 2 0 1 2
Stofnað 1913 268. tölublað 100. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
FYLGIR MEÐ
MORGUNBLAÐINU
Í DAG
HALDA ÞAKKAR-
GJÖRÐARHÁTÍÐ
FYRIR ALLA
ÓVISSAN
ER DÝR
FYRIR ALLA
AÐ FINNA
LJÓÐIÐ Í HINUM
VIRKU DÖGUM
VIÐSKIPTABLAÐ ÓSKAR ÁRNI ÓSKARSSON 42EKTA ARMERÍSKT 10
Álftirnar una sér jafnan vel á Reykjavíkurtjörn þegar veður er stillt og gott. Hins vegar er slæm
veðurspá í kortunum og samfara lágum loftþrýstingi verður sjávarhæð óvenjumikil næstu daga.
Landhelgisgæslan hefur m.a. beðið umráðamenn skipa og báta að hafa varann á næstu daga.
Morgunblaðið/Golli
Spegla sig á tjörninni
Rekstrarfélag íslensku Iceland-
verslunarinnar fór fjárfestingarleið
Seðlabankans og sótti 160 milljónir
kr. með skuldabréfaútgáfu, skv.
gögnum sem Morgunblaðið hefur
undir höndum. Jóhannes Jónsson,
aðaleigandi fyrirtækisins, segir
þetta tengjast því að breska versl-
anakeðjan Iceland hafi á dögunum
keypt 37% hlut í fyrirtækinu. Þetta
séu fjármunir sem hún kom með til
landsins. Með fjárfestingarleiðinni
er erlendum gjaldeyri skipt í krón-
ur með um 20% afslætti gegn því að
binda fjármagnið í fjárfestingu hér
til lengri tíma. »Viðskipti
Iceland-keðjan kom
með 160 milljónir
Íhlutir í líkam-
ann eins og
brjóstapúðar eða
tungulokkar auk
húðflúrs eru nýtt
lýðheilsuvanda-
mál sem er orðið
stórt og algengt
og mun sækja í
sig veðrið er
fram líða stundir
að sögn Vil-
hjálms Ara Arasonar heimilis-
læknis. Hann segir slíka íhluti stórt
inngrip í líkamann og læknar sjái
oft slæmar afleiðingar þess þar sem
fólk er nær dauða en lífi vegna sýk-
inga. »16
Fólk nær dauða en
lífi vegna sýkinga
Aðskotahlutur
Brjóstapúði.
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
„Hluti af fjármögnun verkefnisins er
að tryggja að stofnunin hafi starfs-
krafta til að sinna verkefninu,“ segir
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnu-
málastofnunar. Í gær var sveitar-
félögum kynnt tillaga er miðar að því
að virkja þúsundir atvinnuleitenda
sem hafa annaðhvort fullnýtt eða
munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn
innan atvinnuleysistryggingakerfis-
ins á næstunni. Afstaða verður tekin
til tillögunnar í stjórn Atvinnuleysis-
tryggingasjóðs í dag og væntanlega í
ríkisstjórn á morgun.
Í tillögum til nýrra vinnumarkaðs-
úrræða felst aukið álag á Vinnumála-
stofnun en í fjárlagafrumvarpi fyrir
næsta ár er gert ráð fyrir 200 milljóna
kr. niðurskurði í rekstri stofnunarinn-
ar. Frá þeim áformum verður vænt-
anlega fallið að sögn Gissurar.
„Illskásta lausnin“
Átaksverkefnið var kynnt á fundi
18 sveitarfélaga í gær. Heildarkostn-
aður Atvinnuleysistryggingasjóðs
vegna verkefnisins er 2,6-2,7 milljarð-
ar. Kostnaður sveitarfélaganna mun
nema 1,3 milljörðum. „Það eru aðeins
skiptar skoðanir um málið. En ég
held að sveitarstjórnarmenn hafi ver-
ið á því að þetta sé illskásta lausnin,“
segir Halldór Halldórsson, formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
„Það mikilvægasta er að fólk komist í
vinnu, fái þessa virkni og eigi því auð-
veldara með að komast í vinnu á hin-
um almenna markaði. En eins og ég
hef ítrekað, og margir sögðu í dag, er
eina varanlega lausnin sú að atvinnu-
lífið í landinu fari af stað aftur.“ »14
Segir hætt við niðurskurð
Átaksverkefni kostar sveitarfélögin og Atvinnuleysistryggingasjóð um 4 milljarða
Óttast að verkbann
bitni á þjóðinni allri
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambandsins, segist ótt-
ast að grípi útgerðarmenn til verk-
banns á sjómenn bitni það á þjóð-
inni í heild. Fundur hefur verið
boðaður í kjaradeilu útgerðar-
manna og sjómanna í dag, en engin
lausn virðist vera í sjónmáli. Á
morgun fjallar stjórn LÍÚ um
verkbann á sjómenn. »12