Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 11
Gnægtarborð Grasker og fleira góðgæti verður á borðum um helgina.
einhvern annan hátt,“ segir Dagmar
og ítrekar að allir séu velkomnir
sem hafi áhuga á að halda upp á
þakkargjörðarhátíðina nú á laug-
ardag með þeim.
Bjó í fjögur ár í Ameríku
Dagmar segir að matseðillinn
sé nokkuð frábrugðinn því sem fólk
þekkir á venjulegum hátíðarmat-
seðlum hér á Íslandi. „Fyllti kalkún-
ninn er aðalrétturinn á matseðlinum
eins og vera ber, sem og sætar kart-
öflur með sykurpúðum, trönuberja-
sulta og waldorfsalat. Svo eru alls
konar pæ í eftirrétt; pekanpæ, gras-
kersfræ og eplapæ.“
Þó svo að þakkargjörðardagur-
inn sé ekki fyrr en í næstu viku,
hinn 22. nóvember, ætli þau að taka
forskot á sæluna og blása til veisl-
unnar aðeins fyrr og nota helgina
þegar fólk er í fríi. „Við verðum með
skemmtilega dagskrá og Þóra Arn-
órsdóttir verður veislustjóri og
Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræð-
ingur verður ræðumaður kvöldsins.
Svo verður happdrætti og ýmislegt
fleira,“ segir Dagmar og bætir við
að þetta sé í þriðja árið í röð sem
þau halda slíkan kvöldverð og um-
fang viðburðarins fari vaxandi með
hverju árinu. „Þetta er leið til fjár-
öflunar fyrir námssjóð sem félag
fyrrverandi Fulbright-styrkþega
sér um, en það hefur verið niður-
skurður í þessu eins og öðru og
styrkjum fækkað í gegnum árin.
Með veislunni erum við að gefa fyrr-
verandi styrkþegum og öðrum vel-
unnurum tækifæri til að safna í
sjóðinn og veita þannig fleirum
tækifæri á að fá námsstyrki.“
Dagmar bjó sjálf í fjögur ár í
Bandaríkjunum og þekkir því hefð-
ina vel. „Ég bjó í Blacksburg í Virg-
iníu og fyrsta árið mitt í Bandaríkj-
unum fór ég til Flórída til móður-
systur minnar og var þar í þakkar-
gjörðarveislu með hennar fjölskyldu
og vinum. Árið eftir var ég boðin
annað en síðustu tvö árin héldum
við Íslendingarnar sem vorum
þarna í Blacksburg í námi saman
okkar eigin þakkargjörðarveislur
heima hjá einni fjölskyldunni. Þessi
hópur hefur haldið þeirri hefð áfram
eftir að við fluttum til Íslands og sú
veisla verður helgina eftir sjálfan
þakkargjörðardaginn. Þetta er um
tuttugu manna matarveisla og mikið
fjör og stemning.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
www.volkswagen.is
Frelsi til
að ferðast
Volkswagen Tiguan
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
5.890.000 kr.
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
Fullkomið leiðsögukerfi
fyrir Ísland
mv. VW Tiguan sjálfskiptan, 50% útborgun og
bílasamning á gullvildarkjörum frá Ergo til 84
mánaða. Hlutfallsleg tala kostnaðar 11,12%.
49.785kr.
á mánuði
Hagkaup
Gildir 15.-25. nóvember verð nú verð
áður
mælie. verð
Íslandsnaut T-bone-steak ........... 2.794 4.299 2.794 kr. kg
Nautaat Ribeye frosið í sneiðum.. 3.198 3.998 3.198 kr. kg
New Orleans BBQ-svínarif........... 1.154 1.649 1.154 kr. kg
Holta BBQ-vængir, 800 g ........... 449 697 449 kr. pk.
Holta buffalóvængir, 800 g ......... 449 697 449 kr. pk.
Hvítlauksostabaguettebrauð ....... 299 499 299 kr. stk.
Rúsínu- og valhnetubrauð........... 299 469 299 kr. stk.
Fjarðarkaup
Gildir 15.-17. nóvmber verð nú verð
áður
mælie. verð
Grísagúllas úr kjötborði .............. 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Grísabuff úr kjötborði ................. 1.198 1.798 1.198 kr. kg
Hamborgarar, 2 x 115 g ............. 420 504 420 kr. pk.
Kjarnafæði reykt folaldakjöt ........ 898 1.174 898 kr. kg
Kjarnafæði saltað folaldakjöt ...... 898 1.174 898 kr. kg
FK hangilæri úrb. ....................... 2.798 3.298 2.798 kr. kg
FK hangiframpartur úrb. ............. 1.998 2.668 1.998 kr. kg
Fjallalambs ódýrt lambasaltkjöt .. 669 798 669 kr. kg
Helgartilboð
Ekta amerísk þakkargjörð að hætti
Félags Fulbright-styrkþega á Íslandi
verður haldin næsta laugardagskvöld,
17. nóvember, á Hilton Reykjavík Nor-
dica. Veislan hefst með fordrykk kl.
18.30. Veislustjóri er Þóra Arnórs-
dóttir, ræðumaður Bryndís Brands-
dóttir jarðeðlisfræðingur. Séra Pétur
Þorsteinsson flytur þakkargjörð.
Happdrætti og skemmtiatriði. Borða-
pantanir í síma 444-5024 eða senda
tölvupóst á lindam@icehotels.is.
OPIN VEISLA Á HILTON REYKJAVÍK NORDICA
Ekta amerísk þakkargjörð
Barnabókasetur, rannsóknarsetur
um barnabókmenntir og lestur
barna, ásamt menningarhúsinu
Hofi, standa fyrir viðburðinum
Yndislestur. En honum er ætlað að
lokka börn á öllum aldri til að vera
duglegri að lesa. Hefst dagskráin í
Hofi næstkomandi laugardag 17.
nóvember klukkan 13 og verður
ýmislegt á dagskrá.
Barnabókahöfundarnir Kristín
Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur
Þórarinsdóttir, Þorgrímur Þráins-
son og Kristjana Friðbjörnsdóttir
lesa upp úr nýútkomnum bókum
sínum og rifja upp bernskulestur
sinn. Freyvangsleikhúsið sýnir at-
riði úr leikritinu Skilaboða-
skjóðunni. Leikarar munu skemmta
og syngja með börnum og full-
orðnum í notalegri kaffihúsastemn-
ingu sem ríkja mun í Hömrum í
Hofi. Þá geta áhugasamir gestir
skoðað sýninguna Yndislestur
æsku minnar sem var fyrsta verk-
efni Barnabókasetursins. Þar segja
kunnir Akureyringar ásamt þjóð-
þekktum einstaklingum frá uppá-
halds barnabókinni sinni. Auk þess
gefst tækifæri til að skoða og
glugga í 100 bestu barnabækurnar
á íslensku að mati bókavarða af
öllu landinu. Það er Amtsbóka-
safnið á Akureyri sem býður gest-
um að kíkja í bók í Hofi. Um leið
verður Bókamessa í Hofi-Eymunds-
son þar sem kynntar verða nýjar
barnabækur.
Yndislestur í Hofi
Yndislestur Það er bæði gleðjandi og gefandi að lesa skemmtilega bók.
Bókalestur og leiklist í bland
Til þess að búa til ís úr gras-
keri er best að nota nið-
ursoðið grasker úr dós frekar
en ferskt grasker, því það fer
einfaldlega út um allt. Gras-
ker úr dós er einnig notað til
að gera hefðbundna graskers-
böku (pumpkin pie) sem er
hinn dæmigerði eftirréttur á
Þakkargjörðarhátíðinni.
2 stór egg
¾ bolli sykur
2 bollar rjómi
1 bolli mjólk
1 bolli grasker úr dós (fæst í
Kosti)
1 tsk. negulduft
1 tsk. kanill
1. Þeytið egg í skál þangað til
blandan verður ljós og létt,
1-2 mínútur.
2. Þeytið sykrinum smám
saman við og blandið vel.
3. Hellið rjómanum og mjólk-
inni út í og þeytið aðeins.
4. Hellið 1 bolla af þessari
blöndu í aðra skál, bætið
graskerinu, negulnum og
kanilnum út í og hrærið
vel. Blandið nú þessari
graskersblöndu við restina
af rjómablöndunni og
hrærið.
5. Hellið blöndunni í ísvél og
hrærið þangað til blandan
er orðin frosin (um 30-60
mínútur).
Þessi uppskrift verður að
1-1,5 lítra af ís.
Uppskrift að
graskersís
að hætti Ben
og Jerrýs
Heimagerður ís