Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 6
Að Íbúðalánasjóði hafi ekki verið heimilt að krefjast greiðslu verðbóta af láninu á
grundvelli vísitölu neysluverðs, enda hafi hvorki fjárhæð þeirra né árleg
hlutfallstala lántökukostnaðar verið tilgreind í lánasamningi.
Með því er vísað til sömu greina laga um neytendalán og vikið er að í aðalkröfunni.
Þá er vísað til 14.greinar neytendalaganna.
Stefnendur telja að neytendalánalög séu sérlög og gangi framar ákvæðum vaxta-
laga, að neytendalánalög snúi fyrst og fremst að neytendum og hagsmunum þeirra
sem gangi framar þeim almennu hagsmunum lánveitenda og annarra sem um er
fjallað í vaxtalögum.
Hjón stefna Íbúðalánasjóði
Að allur kostnaður frá töku lánsins verði felldur niður umfram afborganir af
láninu, þ.e. kostnaður við verðbætur, vexti og lántökugjald. Vísað er til þess að
Íbúðalánasjóður hafi ekki tilgreint heildarlántökukostnað við lántöku, enda hafi
árleg hlutfallstala kostnaðar af láninu ekki komið fram á lánasamningi eða í öðrum
gögnummálsins. Það sé brot á lögum um neytendalán.
Með því er vísað til 5. gr. í II. kafla laga um neytendalán um upplýsingaskyldu
lánveitanda. Þar segir að lánasamningur skuli gerður skriflega og að þar skuli með
vísan til 6. gr. laganna m.a. kveðið á um að við gerð lánssamnings skuli
lánveitandi gefa neytanda upplýsingar um heildarlántökukostnað (vexti, verð-
bætur, lántökugjöld) og árlega hlutfallstölu kostnaðar, þ.e. þá prósentutölu heildar-
lántökukostnaðar sem greiða skuli af láninu út lánstímann.
Að auki skuli lántaki við gerð lánssamnings fá upplýsingar um þá heildarupphæð
sem greiða skal, þ.e. samtölu höfuðstóls, vaxta og lánskostnaðar og fjölda
einstakra greiðslna, fjárhæð þeirra og gjalddaga.
Þar sem enginn heildarlántökukostnaður var uppgefinn af hálfu Íbúðalánasjóðs við
töku lánsins né að árleg hlutfallstala kostnaðar væri tilgreind í fasteignaveðbréfinu
eða fylgiskjölum þess, var Íbúðalánasjóði ekki heimilt að krefjast neins lántöku-
kostnaðar skv. 14. gr. og 24. gr. neytendalánalaga, að mati stefnenda.
Varakrafa
Aðalkrafa
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lögmaður hjónanna Theodórs
Magnússonar og Helgu Margrétar
Guðmundsdóttur sem hafa stefnt
Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs
fasteignaláns treystir sér ekki til að
áætla hvaða áhrif
það hefði á fjár-
málakerfi lands-
ins ef málið
vinnst. Hitt megi
ætla að fjárhæð-
irnar sem í húfi
séu hlaupi ekki á
milljarðatugum
heldur hundr-
uðum milljarða.
Málið geti haft
fordæmisgildi á önnur lán en fast-
eignalán og geti því haft gríðarleg
áhrif. Gunnar Baldvinsson, formaður
Landssamtaka lífeyrissjóða, og Sig-
urður Erlingsson, forstjóri Íbúða-
lánasjóðs, treystu sér hvorugur til að
ætla áhrifin á lífeyrissjóðina annars
vegar og Íbúðalánasjóð hins vegar ef
sjóðurinn tapaði málinu. Eru þá
ótaldir viðskiptabankarnir og fleiri
hagsmunaaðilar á markaði.
Þórður Heimir Sveinsson héraðs-
dómslögmaður rekur málið fyrir
hjónin. Stefnan skiptist í aðalkröfu
og varakröfu og er útskýrð hér til
hliðar. Málið var þingfest í Héraðs-
dómi Reykjavíkur hinn 18. október
sl. og mun Íbúðalánasjóður skila
sinni greinargerð 13. desember.
Þórður Heimir vonast til að málið
verði flutt munnlega í febrúar eða
mars. Hann skýrir stefnuna svo:
Óheimilt að rukka kostnað
„Í aðalkröfunni er gerð krafa um
að viðurkennt verði að Íbúðalána-
sjóði hafi verið óheimilt að krefjast
neins heildarlántökukostnaðar aftur
til ársins 2003 þegar hjónin tóku
lánið, þar með talið af vöxtum,
verðbótum og lántökugjaldi.
Við tilgreindum ekki neina fjár-
hæð heldur reyndum við að orða
stefnuna á eins skiljanlegan hátt og
hægt var. Ef dómari samþykkir að
sjóðurinn hafi brotið lagaákvæðin
sem vísað er til í stefnunni felur það í
sér að Íbúðalánasjóði er ekki heimilt
að rukka neinn kostnað af láninu.
Til vara er gerð sú krafa að viður-
kennt sé að Íbúðalánasjóði hafi verið
óheimilt að krefjast greiðslu á verð-
bótum á grundvelli vísitölu neyslu-
verðs en að vextir haldi sér að öðru
leyti,“ segir Þórður Heimir og vísar
til neytendalánalaga.
„Þetta er grundvallað á neytenda-
lánalögunum. Þar eru ákvæði sem
segja að þegar fólk undirgengst
samninga við lántöku skuli liggja
fyrir upplýsingar um heildar-
lántökukostnað af láninu, að hann sé
ekki dulinn. Í lögunum teljum við
jafnframt að sé að finna heimildir
fyrir því að fella niður allan kostnað
af láninu eða þá hluta hans.“
Fram kom í máli Þórðar Heimis á
fundi Hagsmunasamtaka heimilanna
í fyrrakvöld að hann er vongóður um
sigur í málinu, þar sem vísa megi
meðal annars til dómafordæma frá
Evrópudómstólnum.
Vísar til dómafordæma
„Það hafa fallið minnst tveir dóm-
ar sem nú er búið að þýða þar sem
uppi eru svipuð sjónarmið og eiga við
um þessa stefnendur.
Það eru mjög skýr lagaákvæði í
neytendalánalögunum. Það er
ástæðan fyrir því að við tókum þenn-
an pól að fara með þetta í gegnum
neytendalánalögin en ekki vaxtalög-
in,“ segir hann en neytendalánalögin
eru hluti af samræmdri evrópskri
löggjöf og voru innleidd í aðdrag-
anda EES-samningsins.
Þórður Heimir útilokar ekki að
málinu verði áfrýjað til dómstóls í
Evrópu ef það vinnst ekki á Íslandi.
„Fasteignalánin komu inn í neyt-
endalánin árið 2000 með breytingar-
tillögu sem flutt var á Alþingi það ár
en hún kom í gegnum efnahags- og
viðskiptanefnd. Íbúðalánasjóður var
þá aðallánveitandinn og samþykkti
hana án athugasemda. Síðan gerist
ekkert meir. Frá árinu 2000 er ekk-
ert hugað að því að farið sé eftir
þessum lögum þegar lán eru veitt, að
allur kostnaður sé hafður uppi á
borðinu. Það er fyrst núna á síðustu
tveim árum sem ég sé hugtakið árleg
hlutfallstala kostnaðar í sumum lán-
um. Hún hefur líka sést í verð-
tryggðum lánum hjá stöku lána-
stofnunum en þá eru verðbæturnar
núll.“
Kostnaður við lán falli niður
Lögmaður hjóna sem stefna Íbúðalánasjóði segir málið varða hagsmuni upp á hundruð milljarða
Aðalkrafan snýst um að sjóðnum hafi verið óheimilt að innheimta heildarkostnað við fasteignalán
Þórður Heimir
Sveinsson Morgunblaðið/RAX
Fasteignabóla springur Hálfkláruð hús og húsgrunnar í Úlfarsárdal. Margir fóru illa út úr efnahagshruninu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Borgardekk
„Við tókum 22 milljóna fasteignalán
árið 2006. Nú stendur lánið í tæpum
35 milljónum króna en fasteignin er
metin á 28 milljónir. Við höfum aldr-
ei verið í vanskilum heldur höfum
við alltaf greitt af láninu. Afborgun-
in hefur hækkað um 50% og er nú
um 180 þúsund krónur og hækkar í
hverjum mánuði,“ segir kona á
Akranesi um reynslu sína og eigin-
manns síns.
Konan vildi ekki koma fram undir
nafni en vildi segja sögu sína.
„Manni finnst þetta ömurlegt.
Maður spyr sig í hvað peningarnir
hafa farið. Nú er ég búin að ákveða
að hætta að greiða af láninu. Ég er
búin að gefast upp. Maðurinn minn
vildi hætta fyrir löngu síðan en ég
sagði alltaf að meðan við gætum
keypt okkur að borða að þá slyppi
þetta fyrir horn. Seinustu mánuði
hefur það verið ansi naumt og í síð-
asta mánuði fóru allir peningarnir
strax. Það var ekkert eftir.“
Vill standa við skuldbindingar
Spurð hvað hún vilji að gerist í
málinu á þessu stigi segist konan
vilja að verðbætur vegna gífur-
legrar verðbólgu eftir efnahags-
hrunið verði látnar ganga til baka
þannig að afborganirnar verði við-
ráðanlegri og lánið sanngjarnt.
„Ég myndi vilja að þetta yrði leið-
rétt. Mig langar alls ekki til að hætta
að borga. Ég skrifaði undir plagg og
skuldbatt mig til að greiða af láninu
og við hjónin höfum reynt að standa
í skilum eftir mætti. En nú er þetta
orðið of mikið,“ segir konan sem tók
verðtryggt lán. Hún segist þekkja
marga sem eru í svipaðri stöðu, m.a.
konu sem sé að missa húsið sitt.
Eiga ekki
lengur
fyrir mat
Hjón á Akranesi
töpuðu öllu eigin fé
Morgunblaðið/ÞÖK
Á Akranesi Hjónin tóku lán 2006.
Mannanafnanefnd vill ekki sam-
þykkja nafnið X sem millinafn. Hins
vegar hefur nefndin samþykkt
eiginnöfnin Tolli, Leila og Kali.
Í úrskurði nefndarinnar um
kvenmannsnafnið Leila segir að
nafnið taki íslenska beygingu og
uppfylli öll önnur skilyrði manna-
nafnalaga og sé því samþykkt.
Sömu rök gefur nefndin fyrir því
að samþykkja karlmannsnafnið
Kali. Nafnið tekur íslenska beyg-
ingu í eignarfalli, Kala, og telst að
öðru leyti uppfylla ákvæði 5. gr.
laga nr. 45/1996 um mannanöfn og
er því samþykkt. Öðru máli gegnir
um beiðni um millinafnið X. Í
úrskurði nefndarinnar segir að rit-
háttur millinafnsins X geti ekki tal-
ist í samræmi við almennar rit-
reglur íslensks máls enda bók-
stafurinn x ekki ritaður í upphafi
orðs í íslensku.
Má ekki heita X
Mannanafnanefnd hefur samþykkt
eiginnöfnin Tolli, Leila og Kali
Morgunblaðið/RAX
X Beiðni um millinafnið X hafnað.