Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku hjartans Bjössi okkar,
það er svo erfitt að kyngja því
að þú sért farinn. Þú varst ynd-
islegur frændi og minning þín
mun alltaf lifa í hjörtum okkar.
Elsku Lísa, Inga Lilja og
Arinbjörn Axel
Georgsson
✝ Arinbjörn AxelGeorgsson
fæddist á Vopna-
firði 10. desember
1959. Hann lést 30.
október 2012.
Útför Arinbjörns
Axels fór fram frá
Akraneskirkju 9.
nóvember 2012.
Hlynur Steinn.
Megi góður guð
styðja ykkur og
styrkja á þessum
sorgartímum. Hug-
ur okkar er hjá
ykkur.
Sigurbjörg
Hjálmarsdóttir,
Daggrós
Hjálmarsdóttir
og Sigmar Þór
Hjálmarsson.
Elsku Bjössi minn.
Með nokkrum orðum langar
mig að minnast þín og kveðja
þig hinstu kveðju. Ég kynntist
þér þegar þið Lísa byrjuðuð
saman. Ég rifja upp allar stund-
irnar mínar hjá ykkur Lísu þeg-
ar þið byrjuðuð að búa. Alltaf
var ég velkomin á ykkar heimili
og fannst ég vera ein af ykkur.
Sjaldan hef ég séð jafn sæl and-
lit eins og þegar þið áttuð ynd-
islegu börnin ykkar 10. júní
1997. Og svo aftur 28. janúar
2000. Maður sá stoltið í augum
þínum þegar þú talaðir um Ingu
Lilju og Hlyn Stein. Þú varst
gull af manni og mér þótti svo
óskaplega vænt um þig þó ég
hafi nú örugglega ekki verið
dugleg að segja þér það. Alltaf
gat ég leitað til ykkar Lísu ef
eitthvað bjátaði á og þið voruð
tilbúin með ráð og tillögur um
hvað gera skyldi. Ein jólin var
ég hjá ykkur á skaganum þegar
þannig stóð á að Helga Jóna mín
var hjá pabba sínum og restin af
fjölskyldunni minni erlendis.
Þau jól voru dásamleg og mér
leið svo vel hjá ykkur eins og
reyndar alltaf þegar ég var hjá
ykkur. Ég var svo stolt af að fá
að vera viðstödd þegar þið giftuð
ykkur og glæsilegri hjón hef ég
sjaldan séð. Alltaf var stutt í
húmorinn og hlógum við oft
hvert að annars aulabröndurum.
Það er svo margt sem rifjast
upp þegar ég skrifa þessi fátæk-
legu orð. Útilegur, Spánarferð,
tónleikar, leikhús, partí og fjöl-
skylduboð svo fátt eitt sé nefnt.
Alltaf varstu tilbúinn til að að-
stoða alla ef þú mögulega gast.
Elsku Lísa, Inga Lilja, Hlyn-
ur Steinn, ég sendi ykkur mínar
dýpstu samúðarkveðjur og bið
Guð að vernda ykkur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
.....
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ég kveð þig, elsku Bjössi,
með sorg í hjarta og vona að þú
sért á góðum stað.
Sigurbjörg Guðleif (Sibba).
Kæri Bjössi.
Minning þín er mér ei gleymd,
mína sál þú gladdir,
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Lísa, Inga Lilja og
Hlynur Steinn, við sendum okk-
ar samúðarkveðjur og biðjum
Guð að vernda ykkur.
Friðgeir Gíslason og Helga
Jóna Kristmundsdóttir.
Íslensk veðrátta getur verið
rysjótt eins og sannast hefur á
þessum dimmu haustdögum.
Eins er háttað með æviskeið
okkar mannanna, einn daginn er
gleði og þann næsta sorg. Allt
háð duttlungum örlaganna.
Þriðjudaginn 30. október bár-
ust okkur fregnir af andláti Ar-
inbjörns Axels Georgssonar,
samstarfsmanns og félaga til
margra ára hjá Norðuráli á
Grundartanga. Þær fregnir
komu sannarlega á óvart, því
þótt hann hefði átt við veikindi
að stríða um nokkurt skeið töld-
um við þau ekki vera þess eðlis
að svona færi.
Arinbjörn hóf störf á farar-
tækjaverkstæði Norðuráls í
febrúar árið 2001 og starfaði þar
svo lengi sem heilsa hans leyfði.
Hann var bifvélavirki að mennt
og ekki er ofsagt að hann hafi
verið með þeim betri í þeirri
grein, glöggur og úrræðagóður.
Eftir hann liggja meðal annars
sérsmíðuð verkfæri gerð af mik-
illi hugkvæmni. Oft og tíðum var
leitað til hans með vandamál
sem aðrir höfðu gefið frá sér og
leysti hann þau gjarna því hjálp-
semi var honum í blóð borin.
Fagmennskan var í fyrirrúmi í
öllum hans verkum.
Arinbjörn var húmoristi,
gæddur mikilli frásagnargáfu og
brá gjarna fyrir sig austfirsku
stílbragði sem gerði frásögnina
enn skemmtilegri. Ekki urðu
aðrir kunnir þessum eiginleika
en þeir sem umgengust hann
mikið, því hann var hógvær og
lítt fyrir fjölmenni. Þrátt fyrir
það var hann vinmargur og
sóttu menn í félagsskap við
hann.
En nú erum við komin að
vegamótum og tími kominn til
að kveðjast, þakka samfylgdina
og síðan heldur hver sína leið.
Við sem vorum svo lánsöm að
kynnast Arinbirni eigum góðar
minningar til að ylja okkur við.
Lísu og börnunum sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsmanna
hjá Norðuráli.
Björn
Jóhannesson.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum ömmu Bínu og afa
Villa, Ragnhildar Jósefínu Páls-
dóttur og Vilhelms Ragnars Ingi-
mundarsonar, en bæði létust fyrr á
árinu. Hinn 3. nóvember fögnuðum
við fjölskyldan lífshlaupi þeirra
með veisluhöldum og glöddumst
saman í tilefni af níræðisafmæli
þeirra beggja. Afi Villi hefði orðið
90 ára 10. janúar sl. og amma Bína
22. október sl. Mér og bróður mín-
um var tekið opnum örmum þegar
mamma kom inn í fjölskylduna og
foreldrar okkar tóku að rugla sam-
an reytum um miðjan áttunda ára-
tuginn. Upp frá því vorum við orð-
in partur af fjölskyldunni og eigum
við systkinin margar minningar
um góðar stundir á Háaleitisbraut-
inni hjá afa Villa og ömmu Bínu.
Það er mér ógleymanlegt þegar ég
hitti afa Villa í fyrsta sinn, ég hef
sennilega verið um 9 ára og kallinn
gerði mig dauðskelkaða. Þarna var
greinilega sterkur karakter á ferð
sem lét ekki plata sig. Það var allt-
af gaman að tala við hann, hlusta á
visku hans og skiptast á skoðunum
um hitt og þetta. Þannig varð það
upp frá því. Mamma og amma Bína
tengdust fljótlega sterkum bönd-
um og urðu nánari með árunum og
miklar vinkonur. Mamma talaði
mikið um hvað Bína hefði reynst
henni vel. Amma Bína var einstök
Ragnhildur J. Páls-
dóttir og Vilhelm
Ragnar Ingimundarson
✝ Vilhelm Ragn-ar Ingimund-
arson fæddist í
Reykjavík 10. jan-
úar 1922. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 8. janúar
2012.
Útför Vilhelms
fór fram frá Foss-
vogskapellu 13.
janúar 2012.
Ragnhildur J.
Pálsdóttir fæddist í Reykjavík
22. október 1922. Hún lést á
Landspítalanum við Hringbraut
3. ágúst 2012.
Útför Ragnhildar fór fram frá
Fossvogskirkju 15. ágúst 2012.
sál og ekki margir sem fylgja orð-
um í athöfnum líkt og hún Bína
mín. Sumir hafa þann eiginleika
að sjá það góða og dæma ekki út
frá kápunni einni saman. Það var
eiginleiki ömmu sem kenndi mér
svo mikið um kærleikann og áttina
til hins djúpa skilnings sem hann
veitir okkur. Amma var afskap-
lega falleg kona og ég minnist
blíðu hennar og hins fallega bross.
Það stafaði frá henni sérstök birta
sem greip mann og hún hafði einn-
ig einstakt lag á að hlusta. Allt
sem hún tók sér fyrir hendur gerði
hún af ástúð og þolinmæði og stóð
sem klettur þegar eitthvað bjátaði
á. Hún hafði þetta sérstaka
hjartalag og átti auðvelt með að
tengjast fólki persónulega. Það er
eiginlega ekki hægt að minnast
þeirra án þess að segja frá hinu
fallega rómantíska hjónabandi
þeirra og því hvernig þau tengd-
ust hvort öðru á ólýsanlegan hátt.
Amma var afa Villa allt og hann
var henni líka allt. Afi Villi með
sína sterku jafnaðarstefnusýn á
lífið og réttlætiskennd sem hefði
skákað hverjum manni og er sem
meitlað í stein innra með mér.
Amma Bína með sitt stóra hjarta
og mikla umburðarlyndi. Saman
voru þau sterk heild og stóðu þétt
við bakið á hvort öðru. Kveð ég
svo með ljóði sem ég tel vel við
hæfi.
Ég á þrjár gersemar sem ég varðveiti og
met mikils. Hin fyrsta er mildi, önnur
einfaldir lifnaðarhættir, og sú þriðja er
auðmýkt.
(Höf. Lao-Tse)
Tania Íris Melero.
✝ Kári Guð-mundsson
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1929.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 5.
nóvember 2012.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Haraldur Árnason
stýrimaður, f. 26.
febrúar 1898 á
Gíslastöðum í Grímsnesi, d. 3.
febrúar 1979 og Katrín Krist-
ófersdóttir húsmóðir, f. á Vind-
ási í Landsveit 1. júní 1900, d.
23. nóvember 1969. Systkini
Kára voru Árni Haraldur, f. 8.
apríl 1928, d. 22. febrúar 1996
og Lára Hrönn, f. 30. apríl
1930, d. 19. ágúst 1998.
Kári kvæntist 1. desember
1963 Elínu Sigurjónsdóttur, f.
28. apríl 1945. Börn þeirra eru:
1) Margrét, f. 18. mars 1964,
viðskiptafræðingur, sambýlis-
maður Jón B. Eysteinsson, son-
ur þeirra er Ágúst Björn, f. 15.
ágúst 2003. 2) Sigrún, f. 15.
mars 1965, sambýlismaður Er-
lendur Björn Magnússon, börn
þeirra eru Harpa, f. 7. október
1993 og Gunnar
Kári, f. 11. október
2002. 3) Katrín
María, f. 2. febrúar
1972, aðjunkt við
Listaháskóla Ís-
lands, dóttir henn-
ar er Sóley Rut Jó-
hannsdóttir, f. 10.
mars 1993. Þau
Kári og Elín slitu
samvistum árið
1986.
Kári útskrifaðist sem
loftskeytamaður 1946 og starf-
aði um árabil á togurum og
fragtskipum, gerðum út frá
Reykjavík. Árin 1960-1977 var
hann starfsmaður Pósts og
síma á Lóranstöðinni á Reyn-
isfjalli í Vík í Mýrdal. Eftir að
stöðin var lögð niður fluttist
fjölskyldan til Reykjavíkur og
starfaði hann á lóranmónitor-
stöðinni á Keflavíkurflugvelli
til ársins 1994. Á þessum árum
aflaði hann sér meistararétt-
inda í rafeindavirkjun og sím-
virkjun.
Útför Kára verður gerð frá
Hallgrímskirkju í Reykjavík í
dag, 15. nóvember 2012, og
hefst athöfnin kl. 15.
Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.
Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt.
„Himneskt er að lifa!“
(Hannes Hafstein)
Ágúst Björn Jónsson.
Kári Guðmundsson
Nú, þegar ég kveð þig, elsku
afi, rifjast upp svo margar minn-
ingar og allar eru þær góðar. Þú
varst einstakur á svo marga
vegu, minn uppáhaldsafi. Mér
hefur alltaf þótt þú svo fyndinn
og höfum við hlegið mikið saman.
Þegar ég var lítil glamraðir þú
alltaf saman fölsku tönnunum og
það fannst mér ótrúlega fyndið
og þá brostir þú svo breitt, svo
glaður yfir að geta fengið mig til
að hlæja.
Vigfús Ólafsson
✝ Vigfús Ólafs-son fæddist í
Sigtúnum á Kljá-
strönd í Höfða-
hverfi 7. nóvember
1922. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
19. október 2012.
Útför Vigfúsar
fór fram frá Ak-
ureyrarkirkju 7.
nóvember 2012.
Mínar fyrstu
minningar um þig
tengjast flestar
pressunni. Þú varst
vinnuþjarkur og
sinntir þínu fyrir-
tæki vel og þar vann
pabbi með ykkur
ömmu Dóra. Ég átti
það til að elta pabba
í vinnuna og þvæld-
ist svo mismikið fyr-
ir ykkur og fékk ým-
is verkefni til að vera minna fyrir,
t.d. að fara á pósthúsið, í bankann
eða í bakaríið. Svo kom að því að
ég fékk að gera gagn í afgreiðsl-
unni, merkja og pakka inn fötun-
um. Þar til ég var rúmlega tvítug
vann ég öll sumur, páska og jól í
pressunni og fékk ég alla þína at-
hygli sem ég vildi.
Þú varst oft ótrúlega fyndinn
án þess að ætla þér það, orðhepp-
in og hafðir mjög kröftugar
myndlíkingar í lýsingum þínum á
hinum ýmsu hlutum og án þess að
ætla þér það hló fólk sig oft mátt-
laust þegar þú sagðir frá og alveg
fram til síðasta dags var húmor-
inn aldrei langt undan. En það
var eitt sem þvældist oft fyrir þér
og það voru nöfn eða réttara sagt
að finna rétta nafnið. Ein áramót-
in sem oftar hringdir þú til Huldu
og mig langaði svo að fá að tala
við hana og segir það við þig. Þeg-
ar þú hafðir sagt allt sem þú hafð-
ir ætlað þér að segja heyri ég allt
í einu „Heyrðu… Anna, Silla,
Hulda, Dóra, nei dóttir hans
Sigga ætlar að tala við þig“ og svo
hlóstu kíminn á svip, á því augna-
blikinu gastu ekki með nokkru
móti komið því frá þér hvað ég
héti og það kostaði gott hláturs-
kast báðum megin á símalínunni.
Þú varst mikil aflakló og eitt
sinn bauðstu mér með þér út á
bát þegar við vorum á Kljáströnd
og þú varst að kíkja á hvernig
gæti fiskast. Í leiðinni sagðir þú
mér sögur af hnísum, hversu
stórar þær væru og gætu jafnvel
velt bátnum! Eftir sögustundina
varðstu að róa með mig í land
með það sama og ég labbaði heim
í Kljáströnd. Ég vildi líka bara
fara með þér þegar við veiddum á
færi, þú veiddir alltaf mest, enda
ekki margkrýndur aflakóngur
fyrir ekki neitt. Og ekki veit ég
ekki hversu marga Fnjóskár-
rúnta ég hef farið með þér og
pabba. Í minningunni fannst mér
þú þekkja hvern einasta hyl og að
vori sást þú alltaf einhverja
breytingu á ánni, sem lítt kunn-
ugri stúlkunni í aftursætinu þótti
ákaflega merkilegt.
Þú varst ótrúlega hjartahlýr
og það sá ég svo vel eftir að ég
eignaðist litlu dóttluna mína. Þú
varst mjög áhugasamur um allt
sem hún gerði, hvernig hún
þroskaðist og dafnaði og það fann
hún. Því hún var mjög hrifin af
þér og kvaddi þig alltaf með
kossi. Og það finnst mér svo dýr-
mætt að geta sagt henni seinna
meir þegar hún fer að spyrja um
þig og vil fá að heyra sögur af þér.
Elsku afi, með söknuði kveð ég
þig í dag, en ég veit að núna ertu
kominn til ömmu Dóru sem mun
taka svo vel á móti þér og saman
munuð þið vaka yfir okkur.
Þín,
Erla.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu,
ÓLAFAR MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar A1 á
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir
góða umönnun.
Sigríður J., Sigurlína, Þröstur og fjölskyldur.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu.
HALLFRÍÐAR MARGRÉTAR
MAGNÚSDÓTTUR,
Ólafsvegi 14,
Ólafsfirði.
Kristinn Kristófer Ragnarsson,
Ása Jóhanna Ragnarsdóttir, Ingi Vignir Gunnlaugsson,
Sigríður Anna Ragnarsdóttir, Haukur Friðriksson,
Sveina Guðbjörg Ragnarsdóttir,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Ástkær frænka okkar og mágkona,
RAGNHEIÐUR ÁSBJÖRG
GUÐJÓNSDÓTTIR,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
sem lést á Hjúkrunarheimilinu Eir sunnu-
daginn 4. nóvember, verður jarðsungin frá
Langholtskirkju fimmtudaginn 15. nóvember kl. 15:00.
Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson,
Kristján Björn Ríkharðsson, Þórunn Björg Einarsdóttir,
Adólf Adólfsson, Monika Magnúsdóttir,
Vilborg Inga Kristjánsdóttir
og fjölskyldur.