Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Fallega
jólaskeiðin
frá Ernu
Jólaskeiðin 2012
er hönnuð af
Sóleyju Þórisdóttur.
Skeiðin er smíðuð á
Íslandi úr ósviknu silfri.
Verð: 18.500.- stgr.
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Sýslumannsembættið á Selfossi
hefur gengið frá rekstraráætlun
fyrir árið 2013 til innanríkisráðu-
neytisins. Að sögn Odds Árnason-
ar yfirlögregluþjóns gerir áætl-
unin ráð fyrir að lögreglumönnum
og starfsmönnum sýsluskrifstofu
fækki enn frekar frá því sem nú
er. Fastar stöðu lögreglumanna á
Selfossi eru 24 í dag en Oddur
segir að til uppsagna geti komið á
fjórum föstum stöðum, verði eng-
ar breytingar gerðar á fjár-
veitingunum.
Oddur hefur í bréfi til sinna lög-
reglumanna gert þeim grein fyrir
stöðu mála. Þar segir að fyrir liggi
að halli hafi verið á rekstri emb-
ættisins bæði árið 2011 og fyrirséð
að hann verði einnig á þessu ári.
Ráðuneytið geri kröfu um að
rekstraráætlunin miði að því að
leysa uppsafnaðan halla innan
eðlilegra tímamarka og að rekstur
verði innan heimilda fjárlaga. Því
geri ný áætlun ráð fyrir að lög-
reglumönnum og starfsmönnum
sýsluskrifstofu fækki enn frekar
frá því sem nú er. Fjárveitingin á
fjárlögum er um 262 milljónir
króna, sem er svipað og verið hef-
ur, en uppsafnaður halli er um 50
milljónir króna. Er hann að miklu
leyti kominn til vegna langtíma-
veikinda starfsmanna, að sögn
Odds.
Alþingi hefur fjárlögin fyrir
2013 nú til meðferðar og undir-
stofnanir verið að skila ráðu-
neytum rekstraráætlunum sínum,
sem byggðar eru á fjárveitingum
á fjárlögum. „Ef við eigum að
reka okkur á fjárveitingum frum-
varpsins, og vinna á uppsöfnuðum
halla síðustu ára, þá þýðir það að
við þurfum að segja upp fólki á
lögreglustöðinni og sýslumaðurinn
þarf að segja upp fólki á sýslu-
skrifstofunni. Með því er talið að
hægt sé að ná niður hallanum á
þremur árum. Þingmenn hafa lýst
því yfir að úr þessu þurfi að bæta
og við gerum okkur vonir um að
þau fyrirheit skili sér við af-
greiðslu fjárlaganna,“ segir
Oddur.
Þurfa að lágmarki
34-36 menn
Fram til ársins 2007 hafði emb-
ættið 28 fastar stöður lögreglu-
manna. Sjúkraflutningar voru
meðtaldir en þegar þeir fluttust
annað fór 4½ stöðugildi. „Þá átt-
um við uppsafnaða fjármuni sem
fleyttu okkur áfram án þess að
segja upp lögreglumönnum en
núna er það ekki í boði lengur.
Ráðuneytið hefur úthlutað okkur
fjármunum af safnliðum, auk þess
sem fé hefur verið veitt til okkar í
fjáraukalögum. Það hefur verið
viðurkennt að við fáum of lítið en
það hefur ekki skilað sér inn í
fjárlögin.“
Í úttekt ríkislögreglustjóra frá
árinu 2006 kemur fram að emb-
ættið á Selfossi þurfi að lágmarki
34-36 lögreglumenn til að sinna
sínu umdæmi, sem er mjög stórt
og inniheldur auk nokkurra þétt-
býlisstaða þúsundir sumarbústaða
og fjölsótta ferðamannastaði.
Oddur segir að með 20-24
mönnum sé ljóst að lögreglan á
Selfossi geti aðeins sinnt við-
bragðslöggæslu. Forvarna- og eft-
irlitsverkefni hafa þurft að sitja á
hakanum.
Gætu þurft að segja upp fjórum
Frekari niðurskurður á rekstri blasir
við lögreglunni á Selfossi á næsta ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Löggæsla Hluti bílaflota lögreglunnar á Selfossi, sem sér fram á enn meiri niðurskurð miðað við fjárlagafrumvarp.
Getspá/Getraunir hafa fengið vottun
frá World Lottery Association
(WLA) um að fyrirtækið uppfylli
ýtrustu kröfur um ábyrga spilun
sem gerðar eru í heiminum. Áður
hafði Getspá/Getraunir fengið vott-
un frá European Lotteries (EL).
Getspá/Getraunir eru með Lottó,
Víkingalottó, 1x2 og Lengjuna.
Fyrirtækið er það fyrsta á íslensk-
um happdrættismarkaði sem fær
vottun um ábyrga spilun, bæði frá
EL og frá WLA, að sögn Stefáns
Konráðssonar framkvæmdastjóra.
Hann sagði Getspá/Getraunir skipa
sér með þessu í úrvalsflokk fyrir-
tækja á þessu sviði, en einungis 29
fyrirtæki frá 19 löndum hafa fengið
slíka vottun frá WLA. Innan sam-
takanna eru 147 fyrirtæki frá 82
löndum.
Staðallinn um ábyrga spilun felur
í sér margvíslega þætti sem taka
þarf tillit til í rekstri Getspár/
Getrauna. Lögð er áhersla á að
fyrirtækin nýti sér nýjustu rann-
sóknir á þessu sviði. Getspá/
Getraunir hafa stutt við bakið á dr.
Daníel Ólafssyni sem hefur gert
rannsóknir á spilahegðun Íslendinga
í mörg ár og stendur einna fremst
fræðimanna á þessu sviði. Þá hefur
verið lögð áhersla á þjálfun starfs-
manna fyrirtækisins og starfsmenn
sölustaða.
Haldin hafa verið námskeið fyrir
starfsfólk sölustaða og því sendar
upplýsingar um aldurstakmark í
leikjum Getspár/Getrauna sem og
viðbrögð við spilavanda. Eins fá allir
nýir sölustaðir fræðsluefni um
ábyrga spilun. Getspá/Getraunir eru
með afar öflugt sölukerfi á netinu en
þar eru ýmsar takmarkanir í anda
ábyrgrar spilunar svo sem að spil-
arar geta sett hámarksupphæð sem
þeir vilja spila fyrir á dag eða á viku.
Enn fremur geta spilarar útilokað
sig frá þátttöku í leikjunum um
lengri eða skemmri tíma. Áhersla er
lögð á 18 ára aldurstakmark í öllum
leikjum fyrirtækisins. gudni@mbl.is
Uppfylla ýtrustu kröfur
Morgunblaðið/Eggert
Vottun Getspá/Getraunir eru með
alþjóðlega og evrópska vottun.
Getspá/Getraun-
ir fá vottun um
ábyrga spilun
„Við höfum þurft að forgangsraða okkar útköllum og
nokkrum sinnum orðið að neita fólki um þjónustu,“
segir Oddur Árnason og tekur dæmi af útköllum vegna
innbrota í sumarbústaði, sem hafa orðið að víkja vegna
slysa og bráðatilvika. „Tjónþoli hefur mikla hagsmuni af
því að málin séu unnin strax og vont þegar almenningur
hefur ekki þann aðgang að lögreglu sem honum ber
samkvæmt lögum. Það getur komið niður á tjónþola
varðandi mögulegar bætur og annað,“ segir Oddur.
Hann lýsir stöðu löggæslumála á svæðinu með svip-
uðum hætti og fimm lögreglumenn á Suðurlandi gerðu
á dögunum í grein í Morgunblaðinu. Sögðu þeir ástandið grafalvarlegt og
versnandi, og orsakaðist af áralöngu fjársvelti.
SELFOSSLÖGREGLAN
Oddur
Árnason
Útköllum forgangsraðað
Ingiríður Vilhjálmsdóttir fagnaði
106 ára afmæli sínu í gær. Hún er
þriðji elsti núlifandi Íslendingurinn.
Ingiríður er ættuð frá Reykjum á
Skeiðum en fæddist í Reykjavík ár-
ið 1906. Hún ólst upp í Reykjavík en
flutti vestur í Súgandafjörð um
skeið með manni sínum, Salberg
Guðmundssyni, verkamanni og sjó-
manni sem lést árið 1952.
Ingiríður starfaði lengst af á
Þórskaffi en áður bæði á Kleppi og
Hótel Borg. Hún á fjögur börn þar
af tvö á lífi, systurnar Ásthildi og
Vilhelmínu Salbergsdætur. Ingiríð-
ur býr á dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Mörkinni við Suðurlands-
braut. Þar hélt Ingiríður upp á
afmæli sitt í gær með mikilli
afmælisveislu.
Ingiríður Vilhjálmsdóttir fagnaði 106 ára afmæli sínu í gær með mikilli veislu
Morgunblaðið/Ómar
Fagna á afmælisdegi Ingiríður Vilhjálmsdóttir ásamt dætrum sínum, Ásthildi og Vilhelmínu Salbergsdætrum.
Þriðji elsti
Íslending-
urinn Magnús Jóhann-esson ráðuneytis-
stjóri hefur verið
ráðinn fram-
kvæmdastjóri
fastaskrifstofu
ráðsins sem
stofna á í Tromsø
í Noregi á næsta
ári. Gert er ráð
fyrir að Magnús
hefji störf í febrúar en hann var val-
inn úr hópi 36 umsækjenda.
Skrifstofan verður formlega opn-
uð eftir ráðherrafund ráðsins næsta
vor og er henni ætlað að styrkja
starf ráðsins og upplýsingagjöf um
málefni norðurslóða.
Magnús Jóhannesson hefur starf-
að sem ráðuneytisstjóri umhverfis-
ráðuneytisins frá árinu 1992 og áður
sem siglingamálastjóri.
Ráðinn til
Norður-
skautsráðs
Magnús
Jóhannesson