Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 36

Morgunblaðið - 15.11.2012, Síða 36
36 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Konan varð fertug í október svo að við ætlum að slá þessu sam-an og halda upp á bæði afmælin með fjölskyldunni einhverntíma á næstu dögum,“ segir Jón Sólmundarson, slökkviliðs- maður á Akranesi, sem er fimmtugur í dag. Eiginkonan er Sigur- birna Ágústsdóttir, þau giftu sig 2005 en hafa búið saman í 15 ár og eiga alls fjögur börn, þar af tvö saman. Elstur er Sólmundur Ernir, fæddur 1991, þá er Ragna Sólveig, fædd 1994, síðan Arnar Freyr, fæddur 1998, og yngst er Freyja Hrönn, fædd 2006. Jón fæddist á Akranesi og starfar hjá Smellinn, fyrirtæki sem framleiðir steyptar eignir til húsbygginga. Alls eru 29 manns í slökkviliði staðarins en slökkviliðsstjórinn einn í fullu starfi, hinir eru kallaðir út eftir þörfum. Ljóst er að misjafnlega getur staðið á hjá mönnum, ekki víst að þeir séu á staðnum eða komist frá þegar kallið kemur. Jón segir að fram til þessa hafi þetta gengið upp en verið sé að endurskoða þessi mál enda mikið í húfi ef eldur kemur upp í stóru verksmiðjunum á Grundartanga. „Það er alltaf nóg að gera. Ég fer á fund Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna í dag, sit þar í stjórn, og svo er ég líka formaður Dropans, landssamtaka foreldra barna með sykursýki eitt. Arnar Freyr greindist með sjúkdóminn og er einmitt að fara að segja krökkunum í níunda bekk frá sinni reynslu.“ kjon@mbl.is Jón Sólmundsson er 50 ára í dag Stendur sig Jón Sólmundarson slökkviliðsmaður segist vera nokkuð duglegur við heimilisstörfin. Hér er hann í miklum ham í eldhúsinu. Liðtækur í ýmsum félagsstörfum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Embla Ósk fæddist í Reykjavík 6. febrúar kl. 3.50. Hún vó 3.760 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Auður Gréta Óskarsdóttir og Pétur Snorrason. Nýir borgarar Akranes Jóhannes Kári fæddist 1. febrúar. Hann vó 4.015 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Ursula Ragna Ásgrímsdóttir og Jóhannes Smárason. J óhanna fæddist í Reykja- vík 15.11. 1952 og ólst þar upp. Hún lauk prófum frá Kvennaskólanum 1969, frá Fósturskóla Íslands 1977, B.Ed.-prófi frá KHÍ 2001, M.Ed-prófi við menntavísindasvið HÍ 2009 og prófi frá Leiðsögu- mannaskólanum við HÍ 2012. Þá lærði hún við Söngskólann í Reykja- vík og Tónlistarskólann í Reykjavík. Jóhanna var umsjónarmaður með barnatíma sjónvarpsins einn vetur, vann hjá SKÝRR og Veðdeild Landsbankans og kenndi síðan í Kársnesskóla og í Landakotsskóla, var leikskólastjóri leikskólans Furu- grundar í Kópavogi 1978-85, við Kópastein í Kópavogi 1989-94, Laufásborg í Reykjavík 1994-2000, leikskólann við Álfatún í Kópavogi 2000-2008, starfrækti leikskólann Kjarrið ehf. í Kópavogi 2008-2011 Jóhanna Thorsteinson aðstoðarskólastjóri – 60 ára Systkinahópurinn Talið frá vinstri: Steinunn, afmælisbarnið, Anna Björg, Birgitta og S. Árni Thorsteinson. Fjölhæf, kát og tónelsk atorkukona Jóhanna og Helgi Með vini sínum og fyrrv. eiginmanni í sextugsafmæli hans. Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900 Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur Allar GSM rafhlöður 2.990.- SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali - Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick Gerið verðsamanburð! iPad borðstandur - Festing fyrir sætisbak fylgir 5.990.- Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum! Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad og aðra spilara eða síma. Innbyggð rafhlaða. 4.990 Allt fyrir IPod og Ipad Ipad bílhleðslutæki 1.490.- Öll GSM bílhleðslutæki 990.- 12V tvídeilir 1490.- Flott úrval 12V fjöltengja í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið. 12V þrídeilir með Micro-USB útgangi og viðvörunarljósi ef raf- geymirinn í bílnum er að tæmast 2.990.- „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.