Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 40

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 „Náljóð – Deadlines“ nefnist fyrsta ljóðabók Breka Karlssonar, en þar má finna stutt ljóð um frægt fólk sem fallið hefur frá. „Náljóð eiga það sammerkt að hinir liðnu eru kvaddir á glaðværan hátt, með kerskni í anda þess sem ég kynntist þegar ég bjó í Mexíkó, þar sem dauðanum er fagnað sem eðlilegum hluta lífsins,“ segir Breki. Náljóðin eru gefin út í 211 tölusettum ein- tökum og var útgáfuhátíðin á allraheilagra- messu eða degi hinna dauðu, 2. dag 11 mán- aðar, í Suðurgötukirkjugarði. „Þá fjölmenna mexíkanskar fjölskyldur í kirkjugarða og fagna með framliðnum, bera fram eftirlætis mat þeirra, drykki og tónlist,“ segir Breki. „Ég lærði þar á sínum tíma, heillaðist af þessum sið og má segja að ég hafi með þessu verið að kinka kolli til hinna dauðu. Hófið var í óveðrinu 2. nóvember og merkilegt nokk þá var blankalogn í garðinum sjálfum.“ Hugmyndin að ljóðunum kviknaði þegar lafði Díana og Dodi al Fayed féllu frá á vof- veiflegan hátt árið 1997. „Í stað þess að bera harm minn á torg lagðist ég undir feld og samdi mig frá sorginni og þannig varð fyrsta ljóðið til.“ Það hljóðar svo: Dódí dó Dæ dó. Og það er tvennt við bókina sem Breki er sérlega stoltur af. „Annað er að þetta er eina bókin í ár, sem ég veit um, sem Oddi prentar ekki, þ.e.a.s. Oddi útbjó bókbandið, en ég stimplaði ljóðin sjálfur í bókina með stimpl- um sem Ámundi Sigurðsson hannaði fyrir mig. Hitt er, og það er líklega alheimsný- næmi, að boðið er upp á hliðrænt niðurhal. Ég skildi eftir tvær auðar blaðsíður aftast og á degi hinna dauðu á næsta ári verð ég í Hóla- vallakirkjugarði og „uploada“ eða stimpla ný ljóð í bókina.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Náljóð Breki við myndir af persónum bókarinnar. Kveikt var á kertum þeim til heiðurs. Náljóð á degi hinna dauðu  Hliðrænt niðurhal í gamla kirkjugarðinum árlega Fróðleikur Lestrarfélagið Krummi stóð fyrir sögugöngu um kirkjugarðinn í tilefni dagsins. Fallegt rit Heppinn ljóðaunnandi með Náljóðin í tveimur ólíkum útgáfum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Kristinn Sigmundsson og Víkingur Heiðar Ólafsson halda útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu annað kvöld kl. 20 í tilefni af því að út kemur hjá Dirrindí tónleikaupptaka (DVD) og stúdíóupptaka (CD) af Vetrarferðinni eftir Franz Schubert. Ljóðaflokkinn fluttu þeir á margrómuðum tónleikum fyrir fullu húsi í Eld- borgarsal Hörpu sumarið 2011. „Þetta er Vetrarferðin í tveimur mismunandi útgáfum. Það er alltaf meiri spenna á tónleikum heldur en þegar maður getur legið yfir efninu í stúdíói og sungið aftur og aftur ef eitthvað er öðruvísi en maður vill hafa það,“ segir Kristinn um útgáfuna. Aðspurður um efnisskrá útgáfutónleikanna segir Kristinn þá Víking hafa valið lög sem harmóneruðu vel við Vetrarferðina, en ekki hafi verið inni í myndinni að endurflytja ljóðaflokk- inn að þessu sinni þó vel komi til greina að gera það síðar. „Okkur fannst smart að vera með nýtt prógram í stað þess að spila efnið sem er á diskinum. Við munum þannig flytja Dichter- liebe eftir Robert Schumann sem er hans flott- asti lagaflokkur. Einnig Lieder eines fahrenden Gesellen eða Söngvar förumannsins sem er svar Gustavs Mahlers við Vetrarferðinni, en þetta er fyrsti söngflokkurinn sem hann samdi. Flokkurinn er yfirleitt fluttur með hljómsveit, en það er líka til píanóútsetning sem við not- umst við. Síðustu fjögur lögin eru síðan eftir Hugo Wolf. Þetta er allt mjög flott músík og fallegir og skemmtilegir textar.“ Skemmtileg áskorun Í samtali við blaðamann lýkur Kristinn lofs- orði á Víking og segir samstarf þeirra sérlega gefandi og skemmtilegt. „Hann er náttúrlega mjög snjall píanóleikari og tónlistarmaður. Það var viss áskorun fyrir mig að flytja Vetrarferð- ina með Víkingi, því hann hefur svo leitandi hugarfar og setti spurningarmerki við marga hluti sem ég gerði og var hættur að spekúlera í. Ég stóð því frammi fyrir því að þurfa að rök- styðja af hverju ég gerði hlutina á einn veg en ekki annan, sem var mjög lærdómsríkt,“ segir Kristinn og rifjar upp að hann hafi fyrst flutt Vetrarferðina fyrir tæpum þrjátíu árum. „Þessi flokkur er toppurinn í ljóðasöngsbókmennt- unum, því þetta gerist ekki flóknara. Ég held hins vegar að þetta sé býsna gott hjá okkur þó ég segi sjálfur frá,“ segir Kristinn að lokum. „Flott músík og fallegir textar“  Fagna Vetrarferðinni með útgáfutónleikum Morgunblaðið/Ernir Músíkantar Víkingur Heiðar Ólafsson og Kristinn Sigmundsson leika í Norðurljósum. Flauta og fantasía er yfirskrift næstu tónleika í tónleikaröðinni Klassík í hádeginu sem haldnir verða í Gerðubergi á morgun, föstudag, kl. 12:15 og á sunnudag- inn kemur kl. 13:15. Flytjendur á tónleikunum eru Áshildur Haralds- dóttir flautuleikari og Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari, sem jafnframt er listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar. Á efnisskránni eru flautufantasíur eftir Telemann, Taffanel, Fauré, Jolivet og Borne. „Fantasían er frjáls í formi og hefur því nokkra sérstöðu meðal hefðbundinna formgerða klass- ískrar tónlistar. Oft eru vinsælar laglínur uppspretta tónbálka og út- úrdúra sem hrífa ímyndunaraflið á flug,“ segir m.a. í tilkynningu. Að vanda er hverjum tónleikum fylgt úr hlaði með kynningum flytj- enda með það markmið að veita áheyrendum innsýn inn í heim klassískrar tónlistar. Hver efnis- skrá tónleikaraðarinnar er flutt tvisvar, á föstudegi og á sunnudegi, en lengd hverra tónleika er um 40 mínútur án hlés. Aðgangur er ókeypis. Áshildur Haraldsdóttir Flauta og fantasía í Gerðubergi  Tónleikaröðin Klassík í hádeginu Nína Margrét Grímsdóttir Akureyringur Borgari, franskar, gos og kokteilsósa 1.550 kr. Nautakjöt, ostur, tómatar, agúrkur, jöklasalat, franskar og hamborgarasósa Ögurhvarfi 2 • 203 Kópavogi • Sími 567 1770 • Opið alla daga kl. 10 -23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.