Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 18

Morgunblaðið - 15.11.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Ekki er loku fyrir það skotið að ak- ureyrskir skíðamenn geti dustað rykið af svigskíðunum um helgina og rennt sér í Hlíðarfjalli. Ákveðið var að opna skíðasvæðið 1. desember en vegna þess hve mikið hefur snjóað undanfarið er allt tilbúið.    Veðurspáin er að vísu leiðinleg fyrir næstu daga og því verður ekki ákveðið fyrr en á morgun hvort opið verður um helgina.    Logi Már Einarsson arkitekt keypti fyrir nokkrum árum gömlu kartöflugeymsluna við Kaupvangs- stræti og breytti í skrifstofu undir fyrirtæki sitt, Kollgátu, en seldi síð- ar. Logi og hans fólk snýr senn aft- ur; hann hefur keypt húsnæðið á ný og fyrirtækið flyst í kartöflugeymsl- una 1. desember.    Árshátíð Menntaskólans á Akur- eyri er fjölmennasta vímulausa sam- koma landsins ár hvert. Þar er jafn- an glatt á hjalla og gera má ráð fyrir óvenju miklu fjöri í ár.    Aldrei hafa fleiri tónlistarmenn skemmt á árshátíð MA en nú; í íþróttahöllinni föstudagskvöldið 31. nóvember verða nefnilega Bernd- sen, Hermigervill, Þórunn Antonía og Retro Stefson!    Áhugaverð umræða fer nú fram á meðal bæjarbúa um Húsmæðra- skólahúsið við Þórunnarstræti. Þar hefur Akureyrarakademían verið til húsa síðustu ár en bæjaryfirvöld hafa ákveðið að koma þar fyrir skammtímavistun fatlaðra.    Hólmsteinn Snædal húsasmíða- meistari, sem unnið hefur að því að gera upp hvert gamla húsið af öðru í bænum, biðlar til yfirvalda, í opnu bréfi til Odds Helga Halldórssonar formanns bæjarráðs og annarra sem málið varðar, að endurskoða ákvörðunina.    Hólmsteinn vitnar í viðtal við Odd Helga sem birtist í Akureyri vikublaði þar sem sagði að halda ætti í ytra útlit hússins, „en viður- kennir að margt annað þyrfti breyt- inga við. Nú er það svo að sum hús eru ein heild, en ekki margar ein- ingar. Sum hús eru byggð fyrir margskonar starfsemi og hreinlega hugsuð þannig að auðvelt á að vera að laga þau að nýrri og ólíkri starf- semi. En sú lýsing á ekki við um þetta hús Húsmæðraskólann við Þórunnarstræti.“    Húsasmíðameistarinn heldur áfram: „Þetta hús er teiknað af þeim merka manni, Guðjóni Samúelssyni húsameistara ríkisins. Og þetta hús er teiknað sem ein heild. Þannig að þegar einhverju er breytt í því þá hefur það áhrif á heildina.“    „Mörg hús eru listaverk, kannski öll,“ segir Hólmsteinn. „En listaverk eru misjöfn; góð og miður góð, og líka slæm. Sum eru börn síns tíma. Önnur tímalaus. Þetta hús er lista- verk sem stenst tímann. Það er nærri því jafn gott listaverk eins og þegar það var byggt 1945. Þó ég segi að það sé nærri jafn gott, þá er engin ástæða til að skemma það meira. Frekar ætti að laga þær skemmdir sem unnar hafa verið. Ég ætla því að biðja þessu listaverki griða. Biðja þig, Oddur Helgi Halldórsson og L- lista fólk að finna þessu húsi hlut- verk. Hlutverk þar sem hægt er að nota það og njóta þess eins og það er. Ekki henda sjálfu listaverkinu, og skilja bara rammann eftir!!!“    Mikil hátíð verður í Hofi á laugar- daginn í tilefni 90 ára afmælis Karla- kórs Akureyrar – Geysis. Kristján Jóhannsson syngur með kórnum, auk þess sem fram koma fimm ein- söngvarar, tvöfaldur kvartett og hljómsveit. Sagan verður rakin í máli og myndum og m.a. gamlar myndbandsupptökur spilaðar. Hætt er við því að gaman verði í Hofi!    Aðrir flottir tónleikar verða í Hofi daginn eftir. Fjöldi listamanna kem- ur þá fram á samstöðuhátíð og styrktartónleikum og rennur að- gangseyrir í söfnun fyrir þá bændur sem urðu fyrir áföllum í óveðrinu sem gekk yfir Norðurland í september.    Meðal þeirra sem fram koma eru söngvararnir Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Gissur Páll Gissurarson og gefa allir lista- mennirnir vinnu sína. Heiðursgestir verða forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff, og mun forsetinn flytja ávarp við þetta tækifæri. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jól í Gilinu Hefðbundnar skreytingar eru komnar upp á gamla Kaupfélagshorninu; stjarnan góða og ljósaskreytingarnar upp með kirkjutröppunum. Biður merku „listaverki“ griða „Þetta er bara til gamans gert. Tíminn á Ríkis- útvarpinu var að mörgu leyti skemmtilegasti tíminn í mínu lífi, fjölbreytt starf með góðu fólki. Ég hef í rauninni alltaf saknað þess,“ segir Árni Gunnarsson, fyrrverandi fréttamað- ur. Hann sýndi gamla takta í fyrra- kvöld þegar hann stjórnaði þætti á Útvarpi Suðurlands. „Þeir nefndu það við mig piltarnir á Útvarpi Suðurlands, hvort ég vildi taka að mér klukkutíma þátt. Ég gleypti agnið og hafði gaman af,“ segir Árni en hann hefur ekki unnið í útvarpi í 35 ár, eða frá því hann hætti sem fréttamaður og aðstoðar- fréttastjóri á Ríkisútvarpinu. Hann hóf afskipti af stjórnmálum, var um tíma alþingismaður og síðar fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFÍ í Hveragerði. Hann er nú bú- settur á Selfossi. „Það var reglulega skemmtilegt að koma inn í þetta umhverfi sem maður þekkir ágætlega og tala við sjálfan sig,“ segir Árni og tekur fram að hann hafi ekki verið klár á öllum hlutum og viti því hvað hann þurfi að bæta í næsta þætti. „Á besta aldri“ Þátturinn heitir „Á besta aldri“ og fjallar Árni um málefni eldri borg- ara, les úr bókum, fær til sín gesti og leikur tónlist. Sjálfur er Árni „á besta aldri“, kominn yfir sjötugt og er vel inni í þessum málefnum því hann er formaður endurskoð- unarnefndar almannatrygginga. Þá vinnur hann ásamt fleirum að því að koma upp heilsuþorpi á Flúðum. „Ég hef aldrei haft meira að gera, kominn á áttræðisaldur,“ segir Árni. helgi@mbl.is Árni Gunnarsson  Árni Gunnarsson sýnir gamla takta Alltaf saknað útvarpsins VG á Akureyri stendur í kvöld fyrir fundi um líf og lífsbaráttu verka- kvenna á 20. öldinni. Andrea Hjálmsdóttir félags- fræðingur og Margrét Guðmunds- dóttir sagnfræðingur kynna rann- sóknir sínar á fundinum, sem verður haldinn í húsnæði VG við Brekkugötu á Akureyri og hefst klukkan 20. Fundur um sögu verkakvenna Þú velur og draumasófinn þinn er klár GERÐ (yfir 90 mismunandi útfærslur) STÆRÐ (engin takmörk) ÁKLÆÐI (yfir 3000 tegundir) Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum Íslensk framleiðsla H Ú S G Ö G N Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík Sími: 557 9510 | Vefsíða: www.patti.is Torino Lyon Texas Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Dallas 2+tunga Verð frá 284.900 kr Basel 2H2 Verð frá 343.900 kr

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.