Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012
Er Ísland réttarríki. Hvað er rétt-
arríki? Réttarríki er sagt vera ríki
þar sem allir þegnar þess standa
jafnfætis gagnvart lögum.
Er það rétt-
arríki þar sem
þegnarnir þurfa
að kosta til mikl-
um fjármunum til
að fá fram skýr-
ingar á því
hvernig skilja
eigi hin ýmsu
ákvæði laganna?
Á Íslandi er
grasserandi þjóð-
félags-„krabba-
mein“ sem felst í sívaxandi fjölgun
lögmanna og dómara sem merg-
sjúga fjármuni úr þjóðfélaginu.
Getur það kallast réttarríki þar
sem lög eru það illa orðuð af gáleysi
eða ásetningi að menn koma sér
ekki saman um hvernig eigi að
túlka þau? M.ö.o. hvað sé leyfilegt
að gera og hvað sé bannað. Er kom-
inn upp hópur manna sem hefur at-
vinnu af því að túlka hvað átt sé við
með gildandi lögum og engir tveir
leggja sama skilning í orðanna
hljóðan? Er þetta orðið svo að 90%
þjóðarinnar eru kúguð af þeim 10%
sem hafa efni á því að kaupa sér
túlkun á lögunum sér í hag?
Í sumum tilvikum eru lögin túlk-
uð á einn veg í dag og á annan veg á
morgun, allt eftir því hvernig sálar-
ástand úrskurðaraðilanna er. Kveð-
ur svo rammt að þessu að það er
látið fylgja með úrskurðum að þeir
séu ekki fordæmisgefandi. Þ.e. að
úrskurðurinn gildi aðeins fyrir
þetta tiltekna mál sem er til úr-
lausnar en sambærileg mál, s.s.
þjófnaður og þjófnaður, skemmd-
arverk og skemmdarverk, svo og
skjalafals og skjalafals fá sitt hvora
úrlausnina allt eftir geðþótta-
ákvörðunum dómarans á hverjum
tíma.
Gengnir dómar sýna svo ekki
verður um villst að Ísland er ekki
ríki þar sem þegnarnir eru jafnir
fyrir lögunum.
Grein í Fréttablaðinu hinn 27.
september þar sem fjallað er um
það að lögmenn eigi að greina skjól-
stæðingum sínum frá hver kostnað-
urinn komi til með að verða fyrir
þjónustuna við að fá vitneskju um
hvað séu lög og hvað ekki sýnir
hvaða vitleysa er ríkjandi í þjóð-
félaginu.
Er þetta orðið slíkt bull í ríki sem
telur að þegnarnir njóti réttlætis og
friðhelgi einkalífs? Það getur aldrei
orðið á meðan heil stétt manna sem
inniheldur hátt í 1000 manns lifir á
því að blóðmjólka þegnana við að
skýra fyrir þeim hvað megi gera og
hvað ekki. Þessa starfsemi á að
setja undir ríkisvaldið og allan
kostnaðinn við hana því það er
krafa almennings að gildandi lög
verði skýrð fyrir þegnunum þannig
að hægt sé að fara eftir þeim. Allur
lögfræðikostnaður og rekstur dóm-
stóla á að vera á kostnað samfélags-
ins þar sem starfsemin snýr öll að
því að halda uppi eðlilegum sam-
skiptum á milli þegnanna.
Lögbrot sem framin eru, s.s.
nytjastuldur, skemmdarverk, mis-
þyrmingar, skjalafals og aðrir
óknyttir, eiga skilyrðislaust að vera
meðhöndluð á sama veg óháð því
hverjir eru málsaðilar og hverjir
geta greitt fyrir mildari meðferð.
Þeir sem hafa fylgst með meðferð
mála fyrir dómstólum hafa séð þá
aukningu er orðið hefur á mála-
fjölda sem krafist hefur verið úr-
skurðar í fyrir dómi. Þetta segir
þeim sem nennir að hugleiða ástæð-
una að markvisst er unnið að því að
skapa atvinnu fyrir háskólaborgara
sem útskrifast með réttindi í lög-
fræði. Málafjöldinn stafar af skipu-
lögðum orðaleik manna með lög-
mannsréttindi í því að túlka hinar
ýmsu lagagreinar með margs konar
útúrsnúningum en ekki það að upp-
runi setningar laganna (grunnur
laganna) sé látinn ráða.
Skjalafals A er ekki túlkað á
sama hátt og skjalafals B af því að
hann getur borgað fyrir máls-
meðferðina fyrir dómi. Dómi manna
sem ekki þurfa að fara að lögum
heldur er það samviskan sem látin
er ráða og samviska manna sem eru
samviskulausir. Hver réttsýnn mað-
ur sér að slíkt gengur ekki þegar
dómsniðurstöður í tveimur málum
er varða t.d. skjalfals fá tvær mis-
munandi afgreiðslur af því að sam-
viska dómarans var önnur í gær en
hún er í dag.
KRISTJÁN S.
GUÐMUNDSSON,
fv. skipstjóri.
Er Ísland réttarríki?
Svarið er nei
Frá Kristjáni S. Guðmundssyni
Kristján Guð-
mundsson
Yfirgangurinn í
Ingva Hrafni í
grein sem hann
skrifaði í Morg-
unblaðið á dög-
unum í sambandi
við auglýsingar í
RÚV, bæði í sjón-
varpi og útvarpi,
er lýsandi fyrir
frekjuna og yfir-
ganginn í honum.
Ég held að það myndi ekki líðast í
nágrannalöndum okkar að tala eins
og hann gerir um andstæðinga sína í
pólitík í einræðu, t.d. um Steingrím,
Ögmund, Jóhönnu og Össur o.fl.
þegar hann lætur móðan mása á
ÍNN.
Ég er oft hissa á því hvernig sum-
ir tala um ríkið, það er eins og það sé
hinn versti óvinur þeirra. En það
sem ég vil segja er að raunverulega
er RÚV mín eign, þó að litlum hluta
sé, og vil ég veg þess sem mestan.
Þú, Ingvi Hrafn, átt ÍNN, þú vilt ná
auglýsingatekjunum til þín til að
auðgast á þeim og þér virðist að það
sé í lagi að hækka þá afnotagjöldin á
RÚV á móti. Gott viðhorf til landa
þinna.
SVEINN ÞORSTEINSSON,
ellilífeyrisþegi.
Auglýsingamarkaður-
inn og Ingvi Hrafn
Frá Sveini Þorsteinssyni
Sveinn
Þorsteinsson
Talsverð umræða
hefur nú átt sér stað í
Pakistan og víðar af
hverju talibanar réðust
á 14 ára skólastúlku,
þegar hún gekk um
borð í skólavagninn eft-
ir skóladaginn. Hún
hafði barist fyrir rétt-
indum stúlkna til að
stunda skólanám, en
talibanar hafa gert mik-
ið af því undanfarið að eyðileggja
stúlknaskóla og myrða allan nem-
endafjöldann, sem var á staðnum í
Pakistan. Hún hafði verið kosin í
stjórnarstörf í æskulýðsfélögum og
jafnvel tilnefnd til alþjóðlegra verð-
launa af Desmund Tutu.
Þeir sem eru ókunnugir íslam eiga
erfitt með að átta sig á því hvernig 14
ára skólastúlka getur ógnað stöðu tal-
ibana, því ekki gengur hún um með
alvæpni, sjálfsmorðsvesti eða hand-
sprengjur. Allir nema talibanar for-
dæma þessa morðtilraun, þeir segjast
munu reyna aftur ef hún heldur
áfram uppteknum
hætti. Þeir sem for-
dæma gerðina passa sig
jafnframt á því að nefna
ekki orsökina og for-
dæma hana líka. Það
forðast þeir eins og
heitan eldinn.
Afsakendur hinnar
pólitísku stefnu ísl-
ams
En nú er komin ný
rödd í spilið og sú rödd
bendir á hugmynda-
fræðina, sem er að baki íslam. Það
eru ekki „hægri öfgamenn“ sem hér
um ræðir heldur „hófsamir“ Múslím-
ar, sem hafa áttað sig á viðbjóðnum í
svona tilefnislausum morðum á sak-
lausum borgurum nú á 21. öldinni og
telja að talibanar misskilji kennisetn-
ingar stjórnarskrár múslíma (Kór-
aninn), oftúlki eða taki úr samhengi.
Talibanar telja sig hins vegar halda
sig við bókstafinn og að hinir hafi
rangt fyrir sér.
Kenningarnar
Það er nú svo að við finnum hvergi
í stjórnarskránni eða annálunum
beina tilskipun um að myrða beri 14
ára stúkur, sem séu að gagnrýna eða
andmæla íslamskri hugsun um kjör
kvenna í íslam. Hins vegar eru til
nokkur dæmi um það að sjálfur Mú-
hameð sendiboði hafi gefið fyrirskip-
anir um morð á stúlkum, sem gerðu
grín að honum og kenningum hans.
Frægust er sagan af Asma bint
Marwan, sem var skáldkona en morð
hennar var blessað árið 2 AH eftir að
hún gerði samsæri gegn íslam og hin-
um heilaga spámanni, eins og segir
frá í Ibn Ishaq og Ib n Sa’d. Og síðan
eru það hinar tvær ambáttir Khatals
Fartana og Qaribah, sem voru vanar
því að syngja gegn hinum heilaga
spámanni og voru meðal þeirra tíu
sem voru á aftökulista við fall Mekka
árið 8AH (um 630 e.kr.) – önnur
þeirra var vegin, hinni tókst að flýja
(Ibn Sa’d, Tabaqat – 2. Bindi). Spá-
maðurinn mun hafa gefið skipanir um
10-20 aftökur á skáldum á sinni tíð,
sem honum féllu ekki í geð og hann
lét lífláta þá um leið og hann hafði afl
og tækifæri til. Þeirri reglu hafa spor-
genglar hans fylgt fram á okkar dag
og nægir þá að minna á morðið á
Theo van Gogh á götu í Amsterdam,
en hann stjórnaði myndatöku á
myndinni „undirgefni“ með aðstoð
rithöfundarins Aya’an Hirsi Ali frá
Sómalíu. Fjöldi manns þarf að hafa
lögregluvernd um sig allan sólar-
hringinn í dag á Vesturlöndum vegna
morðhótana öfgamanna múslíma.
Múhameð sendiboði
afbragð annarra manna
Þetta tilkynnir Allah umheiminum
í 33:21 grein stjórnarskrár múslíma
og þess vegna reyna þeir ávalt að
líkja eftir honum eins og þeir geta.
Af hverju var reynt
að myrða Malala Yousafzai?
Eftir Skúla
Skúlason »Menn velta því fyrir
sér af hverju reynt
er að myrða al saklausa
14 ára stúlku – Hverju
ógnar hún?
Skúli Skúlason
Höfundur er rithöfundur, fram-
kvæmdastjóri og bloggari.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Ársalir ehf fasteignamiðlun
533 4200 og 892 0667
arsalir@arsalir.is
Engjateigi 5, 105 Rvk
Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali
ÁRSALIR
FASTEIGNAMIÐLUN
533 4200
FASTEIGNASALA
FYRIRTÆKJASALA - LEIGUMIÐLUN
.... Hafðu samband
Bíldshöfði 14 » 110 Reykjavík » Sími 567 6744 » gsvarahlutir.is
Triscan gormar, bremsu- og stýrishlutir
Pöntum á fimmtudögum, varan komin á mánudegi
www.birkiaska.is
Birkilauf- Betulic
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi
líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum,
dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox).