Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2012 Innrammaður Þau geta verið fjölbreytt sjónarhornin sem skapast þegar fólk er að störfum í hversdeginum og svo var um þennan mann sem rammaði sjálfan sig inn þegar hann hallaði sér fram þar sem hann var við framkvæmdir í Borgartúninu í gær. Kristinn Á dögunum gáfu Samtök at- vinnulífsins út skýrslu um breytingar sem orðið hafa á skattkerfinu í tíð ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og VG. Þar kemur fram að skattar á fólk og fyrirtæki hafa verið hækkaðir um 86.900 milljónir á kjör- tímabilinu. Innleiddir hafa verið fjölmargir nýir skattar, skatta- framkvæmd hefur verið flækt og eldri skattar hækkaðir. Þetta gerðist á sama tíma og laun drógust saman á Íslandi í kjöl- far efnahagshrunsins. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að van- hugsað hringl í skattstofnum hefur verið ótrúlegt. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að ein meginniðurstaða þeirra fræða sem fjalla um hvernig leggja skuli á skatta með hagkvæmum hætti er að sköttum skuli breyta með góð- um fyrirvara og sjaldan til að fólk og fyrirtæki nái að aðlaga sig breyttum veruleika. Þá ýta stöðugar og óvæntar skattkerf- isbreytingar undir pólitíska óvissu. Þetta hefur sannast vel hér á Íslandi en hið alþjóðlega rannsóknarfyrirtæki Aon birti fyrir skemmstu greiningu þar sem fram kemur að pólitísk áhætta á Íslandi er svipuð og í Rússlandi, Kína og norðanverðri Afríku. Pólitísk óvissa er versti óvinur fjárfesta enda er fjárfestingastig á Íslandi þessi árin það lægsta frá lýðveldisstofnun sem aft- ur skýrir af hverju ný störf verða ekki til. Þau skötuhjú Skattahringla og Skattaflækir hafa í stað þess að leggja áherslu á að mynda umhverfi fyrir fjárfest- ingar og framleiðslu reynt að sannfæra Íslendinga um þá hugmyndafræði sína að það sé dyggðugt að girnast fé annarra en það sé græðgi að vinna hörðum höndum og uppskera eftir því. Þetta hefur þeim hjúum tekist bæri- lega enda virðast þeir sem látið hafa glepjast nú horfa með velþóknun til þess þegar nýir skattar eru innleiddir og þeir gömlu hækkaðir. Girndin í fé annarra er vafin í þann búning að réttlátt sé að allir séu með sömu laun eftir skatt og að ósiðlegt sé að fá umbun fyrir erfiði sitt og hæfileika. Skýrsla Samtaka atvinnulífsins er þörf áminning um hvað gerst getur þegar skilning á því hvað verðmæta- sköpun skiptir miklu máli þverr. Skýrslan er jafnframt greinargóð lýsing á því verkefni sem bíður næstu rík- isstjórnar. Eftir Tryggva Þór Herbertsson » Pólitísk óvissa er versti óvinur fjárfesta enda er fjárfestingastig á Íslandi þessi árin það lægsta frá lýðveldis- stofnun sem aft- ur skýrir af hverju ný störf verða ekki til. Tryggvi Þór Herbertsson Höfundur er prófessor og þingmaður í NA-kjördæmi. Skattahringla og Skattaflækir Alþingi Íslendinga samþykkti í mars síðastliðnum þings- ályktun um grænt hagkerfi. Þar má finna mörg áhuga- verð atriði sem full ástæða er til að skoða á leið Íslands til aukinnar sjálf- bærni. Einnig er þar að finna atriði sem orka tvímælis. Þar er t.d. lífrænum landbúnaði gert mun hærra undir höfði en eðlilegt getur talist á sama tíma og ekki er gert ráð fyrir öðrum lausnum en þeim sem þar eru not- aðar. Í þingsályktuninni er reyndar hvergi minnst á landbúnaðarfram- leiðslu án þess að lífrænt komi þar við sögu og sett eru fram mark- mið um að árið 2020 verði 15% landbúnaðarframleiðslu á Íslandi vottuð sem lífræn. Um þennan þátt var fjallað sérstaklega í Morgunblaðinu hinn 19. október. Lífrænn landbúnaður Lífrænn landbúnaður er ekki niðurstaða vísindalegra rannsókna um það hvernig best er að stunda landbúnað þó að vissulega sé þar margt gott sem fellur undir al- menna skynsemi og góða búskap- arhætti. Hann var kynntur til sög- unnar fyrir tæpum 100 árum og kom fram sem andsvar við ýmsum nýjungum í landbúnaði á þeim tíma eins og t.d. tilbúnum áburði. Í lífrænum landbúnaði er notkun tilbúins áburðar bönnuð sem og notkun tilbúinna varnarefna gegn illgresi, plöntusjúkdómum og meindýrum. Ýmis náttúrleg varn- arefni eru þó leyfð sem geta verið eitruð ekki síður en tilbúin efni. Einnig eru ýmis nútímalyf gegn sjúkdómum í búfé illa séð. Líf- rænn landbúnaður útilokar þar með margar frábærar lausnir á þeim vanda sem landbúnaður þarf að kljást við. Sú skoðun að lífrænn landbún- aður sé lausn á öllum vanda er ekki studd rökum, þrátt fyrir að margir haldi slíku fram. Þannig hafa rannsóknir sýnt að lífrænar framleiðsluaðferðir gefa umtals- vert minni uppskeru, einkum vegna verri nýtingar næring- arefna, og kalla því á meira land til framleiðslu til að ná sama upp- skerumagni. Þetta þýðir að minna land verður eftir sem villt náttúra. Þá hefur einnig verið sýnt fram á meiri útskolun næringarefna í líf- rænum landbúnaði en hefð- bundnum þegar miðað er við magn framleiddra afurða. Rann- sóknir hafa ekki getað staðfest þann mun á hollustu og næring- argildi sem talsmenn lífrænna ræktunarhátta vilja meina að sé á lífrænum og hefðbundnum afurð- um. Margt fleira mætti nefna í þessu sambandi en aðalókosturinn er sá að fyrirfram er búið að úti- loka ýmsar mikilvægar tækninýj- ungar. Lífhagkerfið fær byr í seglin Þegar teknar eru stefnumark- andi ákvarðanir sem haft geta áhrif á samfélagið allt, eins og markmiðið er með hugmyndinni um græna hagkerfið, skiptir öllu máli að þær séu byggðar á fagleg- um grunni. Það er því miður margt á sveimi í samfélaginu und- ir yfirskini hollustu og hreinleika sem ekki stenst faglega skoðun. Í ljósi mikilvægis málaflokksins ættu markmiðssetningar Alþingis hvað varðar landbúnað, umhverfi og gæði matvæla að byggjast á bestu þekkingu á hverjum tíma. Aðferðirnar sem við notum til að ná settum markmiðum þurfa svo að vera í stöðugri endurskoðun. Slíkt næst aldrei með aðgerðum sem banna mikilvægar uppfinn- ingar mannsins, hvort sem um er að ræða áburðarefni eða lyf. Við hvetjum því stjórnvöld til að end- urskoða markmiðssetningar sínar og leiðir í þessu efni. Í þessu samhengi viljum við vekja athygli á nálgun sem gengur undir heitinu Lífhagkerfið ( Bioeconomy) og birtist m.a. í Nið- arósyfirlýsingunni frá landbún- aðarráðherrum Norðurlandanna í sumar er leið (sjá Norden.org). Kjarni þess er að hverfa þarf frá hagkerfi sem að stórum hluta er háð óendurnýjanlegum orkugjöf- um og yfir í hagkerfi þar sem byggt er á hagkvæmri nýtingu líf- massa sem aflað er með sjálf- bærum hætti af landi og úr sjó. Aðalatriðið er að velja þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að gagnist best til að framleiða þær afurðir sem við sækjumst eftir og skaði umhverfið sem minnst. Hjávísindin leynast víða En það er ekki bara á sviði landbúnaðar sem reynt er að breiða út hugmyndir sem ekki byggjast á niðurstöðum vís- indanna. Innan læknisfræðinnar, lyfjafræðinnar, næringarfræð- innar og fleiri greina er þrýst á að koma slíku að. Samþykkt Alþingis um lífrænan landbúnað er hlið- stæð því að Alþingi setti sér markmið um að árið 2020 yrðu 15% af heilbrigðisþjónustunni byggð á óhefðbundnum lækn- ingaaðferðum. Vísindin eru ekki fullkomin fremur en önnur mann- anna verk. Eigi að síður er þetta sú aðferðafræði sem best hefur reynst til að auka þekkingu okkar og leysa aðkallandi vandamál. Það er hætt við því að við munum fljótt lenda á villigötum ef við köstum þeim aðferðum fyrir róða. Við virðum rétt þeirra sem vilja feta aðrar slóðir en við getum ekki gert þær að markmiðum þjóðarinnar. Eftir Áslaugu Helgadóttur og Guðna Þorvaldsson » Samþykkt Alþingis um lífrænan land- búnað er hliðstæð því að Alþingi setti sér að árið 2020 yrðu 15% af heilbrigðisþjónustunni óhefðbundnar lækn- ingar. Áslaug Helgadóttir Höfundar eru prófessorar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Græna hagkerfið og vísindin Guðni Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.